Framsókn vill skoða yfirbyggt Austurstræti, byggja meira og fá „skilvirka“ Borgarlínu

Framsóknarflokkurinn í Reykjavík segist vilja flýta Sundabraut, endurvekja næturstrætó, byggja meira og hraðar í borginni, skoða yfirbyggingu Austurstrætis, tryggja að næturlíf raski ekki lífsgæðum miðborgarbúa og efla stafræna hæfni eldri borgara.

Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Auglýsing

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem á engan full­trú í borg­ar­stjórn Reykja­víkur í dag eftir að hafa fengið 3,2 pró­sent atkvæða í síð­ustu kosn­ing­um, býður fram í Reykja­vík undir slag­orð­inu „Er ekki kom­inn tími á breyt­ingar í borg­inn­i?“.

Öruggt má telja að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn muni eign­ast borg­ar­full­trúa í Reykja­vík eftir kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Spurn­ingin er öllu fremur hversu margir þeir verða, en sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar fengi flokk­ur­inn þrjá full­trúa kjörna og 12,3 pró­sent atkvæða.

Flokk­ur­inn beið fremur lengi með að kynna kosn­inga­á­herslur sínar í Reykja­vík, en rúll­aði þeim út í síð­ustu viku. Kjarn­inn tók saman það helsta úr áherslum Fram­sóknar í Reykja­vík, sem finna má á vef fram­boðs­ins.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn seg­ist vilja „hús­næð­isátt­mála“ til að ná jafn­vægi í hús­næð­is­málum og segir að mæta verði eft­ir­spurn með því að „byggja meira, hraðar og fjöl­breytt­ara hús­næð­i“, en mark­miðið segir flokk­ur­inn að ætti að vera upp­bygg­ing 3.000 íbúða á ári.

Flokk­ur­inn seg­ist vilja „þétta byggð þar sem inn­viðir leyfa og í auk­inni sátt við íbúa“ en nefnir enga sér­staka staði innan borg­ar­innar í því sam­hengi. Flokk­ur­inn seg­ist þó vilja „öfluga upp­bygg­ingu í öllum hverfum borg­ar­inn­ar“ og reisa nýtt hverfi á Keldna­land­inu.

Í hús­næð­is­málum seg­ist flokk­ur­inn einnig styðja upp­bygg­ingu leigu­mark­aðar í gegnum óhagn­að­ar­drifin leigu­fé­lög, „eyða biðlistum eftir búsetu­úr­ræðum fyrir fólk með fötl­un“, byggja fleiri þjón­ustu­kjarna fyrir eldra fólk og „auka skil­virkni og gagn­sæi“ í stjórn­sýsl­unni til að hraða fram­kvæmd­um.

Vilja „skil­virka Borg­ar­línu“ og end­ur­vekja næt­ur­strætó

Í sam­göngu­málum seg­ist Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vilja „tryggja fram­gang Sam­göngusátt­mál­ans“, öfl­uga upp­bygg­ingu almenn­ings­sam­gangna og „skil­virka Borg­ar­lín­u“.

Þá seg­ist flokk­ur­inn vilja öfl­uga upp­bygg­ingu hjóla- og göngu­stíga, hraða gerð Sunda­brautar og end­ur­vekja næt­ur­strætó, sem lagð­ist af í kór­ónu­veiru­far­aldr­inum ásamt næt­ur­líf­inu í mið­borg­inni. Flokk­ur­inn vill einnig að börn í grunn- og fram­halds­skólum fái ókeypis í strætó og sömu­leiðis að „skipu­lags­mál styðji við minnkun kolefn­is­fótspors“ og að 15 mín­útna hverfi verði þunga­miðja skipu­lags í borg­inni.

Auglýsing

Fram­sókn seg­ist vilja hækka frí­stunda­styrk barna upp í 75 þús­und krónur á ári og að öll börn undir 18 ára aldri fái ókeypis í sund. Þá seg­ist Fram­sókn vilja „eyða biðlistum eftir leik­skóla­plássum og auka sveigj­an­leika í opn­un­ar­tíma án þess að lengja skóla­dag barna.“ Flokk­ur­inn vill líka efla dag­for­eldra­kerfið og bjóða svo­kall­aðar „heim­greiðsl­ur“ með börnum sem bíða eftir plássi á leik­skóla.

Fram­sókn seg­ist einnig vilja „inn­leiða far­sæld­ar­lögin í allt starf borg­ar­inn­ar“ og tryggja að börn hafi aðgang að snemmtækri íhlut­un, auk þess að „gera sam­skipti barna­fjöl­skyldna við stjórn­sýslu borg­ar­innar skil­virk­ari“. Flokk­ur­inn seg­ist líka vilja öfl­uga upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja í öllum hverfum borg­ar­innar og efla félags­mið­stöðvar og starf­semi ung­menna­húsa. Þjóð­ar­höll og -leik­vangar eiga að rísa í borg­inni, að mati Fram­sókn­ar.

Í kosn­inga­á­herslum Fram­sóknar er margt fremur almennt orð­að, en flokk­ur­inn vill til dæmis „auka sam­vinnu í borg­ar­stjórn“ til að efla traust meðal borg­ar­búa, „efla sam­vinnu og vellíðan í borg­inn­i“, að for­ysta innan borg­ar­innar verði efld, efla menn­ing­ar­starf, hlúa að fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag­inu, tryggja jafn­rétti allra kynja, stuðla að hinseg­in­vænni borg, tryggja rétt fatl­aðra til sjálf­stæðs lífs án aðgrein­ing­ar, taka vel á móti flótta­fólki og tryggja úrræði fyrir heim­il­is­laust fólk, svo eitt­hvað sé nefnt.

Fram­sókn seg­ist vilja lækka fast­eigna­gjöld á fyr­ir­tæki, en til­tekur þó ekki hve mikið þau ættu að lækka, en flokk­ur­inn segir að Reykja­vík ætti að vera „höf­uð­borg atvinnu­lífs í land­inu“ og „tryggja fyr­ir­tækjum góð skil­yrði til að þríf­ast“.

Yfir­byggt Aust­ur­stræti?

Það kennir ýmissa grasa í mál­efna­skrá fram­boðs­ins, en Fram­sókn seg­ist vilja „skoða það að byggja yfir Aust­ur­stræti og skapa skemmti­lega borg­ar­stemn­ingu allt árið þar sem veit­inga­staðir geta fært þjón­ustu sína út á göt­u“.

Einnig seg­ist Fram­sókn vilja auka öryggi íbúa með auknu sam­starfi við lög­reglu innan hverfa“ og tryggja að mið­bær­inn sé „ör­uggur staður að degi sem nóttu“ og að skemmt­ana­lífið í mið­borg­inni „raski ekki lífs­gæðum íbúa þar“.

Í mál­efnum eldra fólks seg­ist Fram­sókn vilja bæta akst­urs­þjón­ustu eldri borg­ara, fjölga val­kostum í mat­ar­þjón­ustu og einnig vilja að borgin hvetji hjúkr­un­ar­heim­ili borg­ar­innar til að „tileinka sér hug­mynda­fræði Eden-­stefn­unn­ar“ sem hefur verið á meðal bar­áttu­mála Kol­brúnar Bald­urs­dóttur borg­ar­full­trúa Flokks fólks­ins á síð­ustu miss­er­um.

Fram­sókn seg­ist líka vilja stór­efla heilsu­efl­ingu fyrir eldri borg­ara og sömu­leiðis efla „sta­f­ræna hæfni eldra fólks með áherslu á notkun raf­rænna skil­ríkja“.

Kjarn­inn mun halda áfram að fjalla um fram­lögð stefnu­mál fram­boða í Reykja­vík á næstu dög­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent