Framsókn vill skoða yfirbyggt Austurstræti, byggja meira og fá „skilvirka“ Borgarlínu

Framsóknarflokkurinn í Reykjavík segist vilja flýta Sundabraut, endurvekja næturstrætó, byggja meira og hraðar í borginni, skoða yfirbyggingu Austurstrætis, tryggja að næturlíf raski ekki lífsgæðum miðborgarbúa og efla stafræna hæfni eldri borgara.

Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Auglýsing

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem á engan full­trú í borg­ar­stjórn Reykja­víkur í dag eftir að hafa fengið 3,2 pró­sent atkvæða í síð­ustu kosn­ing­um, býður fram í Reykja­vík undir slag­orð­inu „Er ekki kom­inn tími á breyt­ingar í borg­inn­i?“.

Öruggt má telja að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn muni eign­ast borg­ar­full­trúa í Reykja­vík eftir kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Spurn­ingin er öllu fremur hversu margir þeir verða, en sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar fengi flokk­ur­inn þrjá full­trúa kjörna og 12,3 pró­sent atkvæða.

Flokk­ur­inn beið fremur lengi með að kynna kosn­inga­á­herslur sínar í Reykja­vík, en rúll­aði þeim út í síð­ustu viku. Kjarn­inn tók saman það helsta úr áherslum Fram­sóknar í Reykja­vík, sem finna má á vef fram­boðs­ins.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn seg­ist vilja „hús­næð­isátt­mála“ til að ná jafn­vægi í hús­næð­is­málum og segir að mæta verði eft­ir­spurn með því að „byggja meira, hraðar og fjöl­breytt­ara hús­næð­i“, en mark­miðið segir flokk­ur­inn að ætti að vera upp­bygg­ing 3.000 íbúða á ári.

Flokk­ur­inn seg­ist vilja „þétta byggð þar sem inn­viðir leyfa og í auk­inni sátt við íbúa“ en nefnir enga sér­staka staði innan borg­ar­innar í því sam­hengi. Flokk­ur­inn seg­ist þó vilja „öfluga upp­bygg­ingu í öllum hverfum borg­ar­inn­ar“ og reisa nýtt hverfi á Keldna­land­inu.

Í hús­næð­is­málum seg­ist flokk­ur­inn einnig styðja upp­bygg­ingu leigu­mark­aðar í gegnum óhagn­að­ar­drifin leigu­fé­lög, „eyða biðlistum eftir búsetu­úr­ræðum fyrir fólk með fötl­un“, byggja fleiri þjón­ustu­kjarna fyrir eldra fólk og „auka skil­virkni og gagn­sæi“ í stjórn­sýsl­unni til að hraða fram­kvæmd­um.

Vilja „skil­virka Borg­ar­línu“ og end­ur­vekja næt­ur­strætó

Í sam­göngu­málum seg­ist Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vilja „tryggja fram­gang Sam­göngusátt­mál­ans“, öfl­uga upp­bygg­ingu almenn­ings­sam­gangna og „skil­virka Borg­ar­lín­u“.

Þá seg­ist flokk­ur­inn vilja öfl­uga upp­bygg­ingu hjóla- og göngu­stíga, hraða gerð Sunda­brautar og end­ur­vekja næt­ur­strætó, sem lagð­ist af í kór­ónu­veiru­far­aldr­inum ásamt næt­ur­líf­inu í mið­borg­inni. Flokk­ur­inn vill einnig að börn í grunn- og fram­halds­skólum fái ókeypis í strætó og sömu­leiðis að „skipu­lags­mál styðji við minnkun kolefn­is­fótspors“ og að 15 mín­útna hverfi verði þunga­miðja skipu­lags í borg­inni.

Auglýsing

Fram­sókn seg­ist vilja hækka frí­stunda­styrk barna upp í 75 þús­und krónur á ári og að öll börn undir 18 ára aldri fái ókeypis í sund. Þá seg­ist Fram­sókn vilja „eyða biðlistum eftir leik­skóla­plássum og auka sveigj­an­leika í opn­un­ar­tíma án þess að lengja skóla­dag barna.“ Flokk­ur­inn vill líka efla dag­for­eldra­kerfið og bjóða svo­kall­aðar „heim­greiðsl­ur“ með börnum sem bíða eftir plássi á leik­skóla.

Fram­sókn seg­ist einnig vilja „inn­leiða far­sæld­ar­lögin í allt starf borg­ar­inn­ar“ og tryggja að börn hafi aðgang að snemmtækri íhlut­un, auk þess að „gera sam­skipti barna­fjöl­skyldna við stjórn­sýslu borg­ar­innar skil­virk­ari“. Flokk­ur­inn seg­ist líka vilja öfl­uga upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja í öllum hverfum borg­ar­innar og efla félags­mið­stöðvar og starf­semi ung­menna­húsa. Þjóð­ar­höll og -leik­vangar eiga að rísa í borg­inni, að mati Fram­sókn­ar.

Í kosn­inga­á­herslum Fram­sóknar er margt fremur almennt orð­að, en flokk­ur­inn vill til dæmis „auka sam­vinnu í borg­ar­stjórn“ til að efla traust meðal borg­ar­búa, „efla sam­vinnu og vellíðan í borg­inn­i“, að for­ysta innan borg­ar­innar verði efld, efla menn­ing­ar­starf, hlúa að fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag­inu, tryggja jafn­rétti allra kynja, stuðla að hinseg­in­vænni borg, tryggja rétt fatl­aðra til sjálf­stæðs lífs án aðgrein­ing­ar, taka vel á móti flótta­fólki og tryggja úrræði fyrir heim­il­is­laust fólk, svo eitt­hvað sé nefnt.

Fram­sókn seg­ist vilja lækka fast­eigna­gjöld á fyr­ir­tæki, en til­tekur þó ekki hve mikið þau ættu að lækka, en flokk­ur­inn segir að Reykja­vík ætti að vera „höf­uð­borg atvinnu­lífs í land­inu“ og „tryggja fyr­ir­tækjum góð skil­yrði til að þríf­ast“.

Yfir­byggt Aust­ur­stræti?

Það kennir ýmissa grasa í mál­efna­skrá fram­boðs­ins, en Fram­sókn seg­ist vilja „skoða það að byggja yfir Aust­ur­stræti og skapa skemmti­lega borg­ar­stemn­ingu allt árið þar sem veit­inga­staðir geta fært þjón­ustu sína út á göt­u“.

Einnig seg­ist Fram­sókn vilja auka öryggi íbúa með auknu sam­starfi við lög­reglu innan hverfa“ og tryggja að mið­bær­inn sé „ör­uggur staður að degi sem nóttu“ og að skemmt­ana­lífið í mið­borg­inni „raski ekki lífs­gæðum íbúa þar“.

Í mál­efnum eldra fólks seg­ist Fram­sókn vilja bæta akst­urs­þjón­ustu eldri borg­ara, fjölga val­kostum í mat­ar­þjón­ustu og einnig vilja að borgin hvetji hjúkr­un­ar­heim­ili borg­ar­innar til að „tileinka sér hug­mynda­fræði Eden-­stefn­unn­ar“ sem hefur verið á meðal bar­áttu­mála Kol­brúnar Bald­urs­dóttur borg­ar­full­trúa Flokks fólks­ins á síð­ustu miss­er­um.

Fram­sókn seg­ist líka vilja stór­efla heilsu­efl­ingu fyrir eldri borg­ara og sömu­leiðis efla „sta­f­ræna hæfni eldra fólks með áherslu á notkun raf­rænna skil­ríkja“.

Kjarn­inn mun halda áfram að fjalla um fram­lögð stefnu­mál fram­boða í Reykja­vík á næstu dög­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent