Ekki á réttri leið þegar fólk upplifir að ekki sé hlustað á það

Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins segir ekki eðlilegt að þeir ríkustu greiði ekkert útsvar af tekjum sínum og vill að tekjur vegna útsvars á fjármagnstekjuskatt séu notaðar í byggingu félagsíbúða og uppbyggingu grunnþjónustu.

„Það fer ekki alveg saman hljóð og mynd, við tölum um að það þurfi að efla almenningssamgöngur en svo er bara verið að gera kerfið verra,“ segir Sanna.
„Það fer ekki alveg saman hljóð og mynd, við tölum um að það þurfi að efla almenningssamgöngur en svo er bara verið að gera kerfið verra,“ segir Sanna.
Auglýsing

Eitt helsta áherslu­mál Sós­í­alista­flokks­ins í Reykja­vík er að útsvar verði lagt á fjár­magnstekj­ur. Launa­fólk greiði hluta af sínum tekjum til sveit­ar­fé­lags­ins sem fari í sam­eig­in­legan sjóð, nýttan til þjón­ustu og upp­bygg­ingar borg­ar­innar og að ekki sé eðli­legt að rík­asta fólk­ið, fólk sem hafi tekjur sínar af fjár­magni, þ.e. fjár­magnstekj­ur, sé ekki að greiða neitt af sínum tekjum til borg­ar­inn­ar. Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, odd­viti Sós­í­alista­flokks­ins og eini full­trúi flokks­ins í núver­andi borg­ar­stjórn, segir um að ræða mikið hags­muna­mál fyrir sveit­ar­fé­lags­ins, enda sé útsvar veiga­mesti tekju­stofn þeirra. Útsvar á fjár­magnstekju­skatt þurfi auð­vitað að setja með lögum á Alþingi, en rétt sé að Reykja­vík­ur­borg verði leið­andi í því ákalli.

Þetta kemur fram í við­tali hlað­varps Kjarn­ans fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar, Með orðum odd­vit­anna, við Sönnu, þar sem hún sagði borg­ina verða af mörgum millj­örðum á ári hverju vegna þess að ekk­ert útsvar sé lagt á tekjur þeirra rík­ustu.

Auglýsing

Þá vill Sós­í­alista­flokk­ur­inn að borgin fari sjálf að byggja hús­næði sem henti borg­ar­búum og sér­stak­lega þeim verst settu. Sú nálgun sem notuð sé nú sé ekki að virka, 930 séu á biðlistum hjá Félags­bú­stöðum og það gangi ekki að þeir séu ein­ungis að kaupa íbúðir heldur þurfi að byggja. Þegar skoðað sé hjá Þjóð­skrá hvaða ein­stak­lingar það eru sem eru að kaupa sér nýja íbúð sjá­ist að það sé erf­ið­ara fyrir fólk að kaupa sína fyrstu íbúð, á meðan fólk sem eigi þegar íbúð sé að kaupa íbúð númer tvö eða jafn­vel fyr­ir­tæki að kaupa íbúð­ir. Þannig sé hús­næði að fara í hend­urnar á eigna­fólki; litið sé á hús­næði sem fast­eign en ekki heim­ili. „Það á að líta að hús­næð­is­upp­bygg­ingu sem heim­ili fólks og mann­rétt­ind­i,“ segir Sanna, og vill að borgin byggi sjálf með sér­staka áherslu á upp­bygg­ingu félags­í­búða, sem sést hafi í lönd­unum í kring um okk­ur.

­Meðal þess sem tek­ist er á um fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar sem fram fara 14. maí er þétt­ing byggð­ar. Sanna segir þétt­ingu byggðar ágæta og að víða megi þétta, þó passa verði að það verði ekki of langt gengið í þeim efn­um. Hins vegar sé ald­eri talað um hús­næð­is­stefn­una sjálfa þegar þétt­ing byggðar er nefnd. Ekki sé nóg að þétta og byggja ef hús­næðið sem byggt er henti ekki þörfum fólks og að ef íbúð­irnar séu of dýrar lagi það ekki hús­næð­is­vand­ann. For­múlan sem hafi verið í notkun síð­ustu ár skilji alltaf eitt­hvað fólk eft­ir, upp­bygg­ing­ar­á­ætl­unin sé ekki hönnuð að þörfum þeirra verst settu, og vísar Sanna meðal ann­ars til skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar sem sýndi að 860 byggju í atvinnu­hús­næði í Reykja­vík. Skoða þurfi hvernig íbúðir sé verið að byggja, hver sé að byggja þær og að félags­lega nálgun þurfi. „Ann­ars endum við bara með íbúðir sem eng­inn er að kalla eft­ir.“

Betri sam­göngur núna

Hvað Borg­ar­lín­una varðar segir Sanna að allt sem miði að því að efla almenn­ings­sam­göngur sé gott, en ekki á þeim for­sendum að fólk þurfi að sætta sig við nið­ur­skurð á núver­andi kerfi með lof­orði um að allt verði betra í fram­tíð­inni. Alltaf sé spurt um við­horf til Borg­ar­línu í fram­tíð­inni en aldrei rætt um kerfið eins og það sé í dag. Þjón­usta Strætó hafi orðið fyrir tals­verðum skerð­ingum nýver­ið, sem sé mjög vont fyrir fólk sem treysti á Strætó núna og hafi ekki aðra val­mögu­leika, auk þess sem verðið á nokkrum árskortum hafi hækk­að. „Það fer ekki alveg saman hljóð og mynd, við tölum um að það þurfi að efla almenn­ings­sam­göngur en svo er bara verið að gera kerfið verra,“ segir Sanna.

Vilja efla og manna gjald­frjálsa leik­skóla

Loks vill Sós­í­alista­flokk­ur­inn leggja áherslu á að efla og manna leik­skól­ana með því að bæta kjörin og hlusta á starfs­fólk­ið, auk þess sem huga þurfi að starfs­að­stæð­um. Meira fjár­magn eigi að leggja í upp­bygg­ingu leik­skól­anna, þar sem um sé að ræða grunn­stoð sam­fé­lags­ins, og það sé meðal ann­ars hægt að fjár­magna með því að setja útsvar á fjár­magnstekj­ur. Þá vill Sós­í­alista­flokk­ur­inn hafa öll skóla­stig, þar með talið leik­skóla, gjald­frjáls fyrir öll börn, og bendir Sanna á að gjöld for­eldra nemi ekki nema 9,3% af kostn­aði við rekstur leik­skól­anna, svo það sé ekki eins og for­eldrar séu að halda leik­skól­unum uppi.

Hlustað sé á íbúa og starfs­fólk borg­ar­innar

Eins og áður segir er Sanna eini borg­ar­full­trúi Sósísa­lista­flokks­ins og segir hún það geta verið erfitt. Minni­hluti í borg­ar­stjórn upp­lifi oft að ekki sé á hann hlustað og til­lögur þeirra felld­ar. Þó seg­ist Sanna hafa fengið nokkrar til­lögur sam­þykktar til skoð­unar en gagn­rýnir að ekk­ert hafi komið upp úr þeim skoð­un­um. Hún segir þetta geta verið erf­iða stöðu, þegar verið sé að segja frá ákveðnum veru­leika og upp­lifa að ekki sé hlust­að, en að Sós­í­alista­flokk­ur­inn hafi þó áhrif; án Sós­í­alista­flokks­ins væri engin stéttaum­ræða innan borg­ar­stjórn­ar. Flokk­ur­inn þurfi þó að hafa meiri áhrif með því að koma fleirum inn í borg­ar­stjórn og segir Sanna að flokk­ur­inn myndi vilja mynda vinstri-sós­í­alista­meiri­hluta.

Að lokum ítrekar Sanna að mik­il­vægt sé að laga grunn­þjón­ustu borg­ar­inn­ar, án grunns verði borgin aldrei góð og að ekki sé verið á réttri leið þegar fólk í erf­iðri stöðu upp­lifi að ekk­ert sé hlustað á það. Sós­í­alista­flokk­ur­inn vilji að fólk, borg­ar­búar og starfs­fólk borg­ar­inn­ar, hafi meira um málin að segja. Ekki bara að ganga til kosn­inga á fjög­urra ára fresti og geta svo tekið þátt í íbúa­kosn­ingu um það hvort fólk vilji ærsla­belg í hverfið sitt.

Hægt er að hlusta á við­talið við Sönnu í heild sinni í spil­ar­anum hér að neð­an.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent