Maður hættir ekki við hálfklárað verk

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gefur áfram kost á sér í starfið til að freista þess að sigla borgarlínu, þéttingu byggðar og öðrum málum í höfn, en lítur í grunninn á pólitík sem tímabundið verkefni.

Dagur vill tryggja að borgarlína og þétting byggðar komist í höfn.
Dagur vill tryggja að borgarlína og þétting byggðar komist í höfn.
Auglýsing

Fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar sem fram fara á laug­ar­dag segir Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri og odd­viti Sam­fylk­ing­ar­innar mik­il­vægt að borg­ar­búar átti sig á því að borg­ar­þró­unin sé í húfi. Þar verði ann­ars vegar um að velja þróun inn á við með þétt­ingu byggðar eða að stækka borg­ar­land­ið, hort áherslur í fjár­fest­ingum verði innan hverf­anna sjálfra eða upp­bygg­ingar á nýjum hverfum þar sem eng­inn býr.

Þetta kemur fram í máli Dags í kosn­inga­hlað­varpi Kjarn­ans, Með orðum odd­vit­anna, en þar sagð­ist hann sjálfur hafa alist upp í Árbænum þar sem engir göngu­stígar voru og ekk­ert íþrótta­mann­virki, en það hafi verið vegna þess að athyglin var öll á upp­bygg­ingu nýrra hverfa í Reykja­vík. Hann segir að með því að stoppa útþenslu borg­ar­innar geri borg­ar­yf­ir­völdum kleift að fjár­festa í núver­andi hverfum og bæta aðstæð­urnar þar.

Auglýsing

Foss­vogs­dals- eða Geld­inga­neslaug?

Dagur segir minni­hlut­ann í borg­ar­stjórn hafi gagn­rýnt metn­að­ar­fullar áætl­anir meiri­hlut­ans um upp­bygg­ingu innan hverfa en vilji á sama tíma fara í upp­bygg­ingu á Geld­inga­nesi og spyr hvaða verk­efnum innan borg­ar­innar í þeirri mynd sem hún er í dag eigi að falla frá. Sem dæmi nefnir hann að í núver­andi mynd búi allir borg­ar­búar í göngu- eða hjóla­færi við sund­laug, nema íbúar í Foss­vogi, og þess vegna sé nú haf­inn und­ir­bún­ingur um upp­bygg­ingu næstu sund­laugar þar. „Hún gæti hins vegar verið að fara í sam­keppni við upp­bygg­ingu sund­laugar í Geld­inga­nesi ef áherslan ætti að fara þangað á næsta kjör­tíma­bil­i,“ segir Dag­ur.

Þá nefnir Dagur mik­il­vægi lang­tíma­yf­ir­sýnar og þess að muna að ekki sé hægt að gera allt í einu. Hann segir að í borg­inni hafi það lengi vel verið þannig að verk­efni kæmust í fram­kvæmd eftir því hver tog­aði fast­ar. Lang­tímafor­gangs­röð­un­ar­á­ætl­anir séu nú til um upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virki, við­bygg­ingar og meiri­háttar end­ur­bætur á skóla­hús­næði til næstu 10 ára. Það tryggi fag­lega fram­kvæmd byggða á heild­ar­hags­munum borg­ar­búa. Sams konar áætlun hafi veirð gerð fyrir skóla­lóð­ir, með þeirri hug­mynd að þær ættu að verða leik­svæði fyrir hverfin en ekki aðeins nem­endur hvers skóla, þar sem áætlun var gerð eftir ástandi og nem­enda­fjölda, henni fylgt eftir og hún kláruð.

Hugs­an­lega jákvætt að flug­völl­ur­inn sé enn á sínum stað

Hvað upp­bygg­ingu í Vatns­mýri varðar segir Dagur að þar hafi þegar farið fram mikil upp­bygg­ing, meðal ann­ars á Hlíð­ar­enda og við háskól­ana, auk þess sem til standi að fara í frek­ari upp­bygg­ingu í Skerja­firði. Í tengslum við flug­völl­inn sé nið­ur­staða beðið varð­andi mat á mögu­legu flug­vall­ar­stæði í Hvassa­hrauni, sem liggja eigi fyrir í lok þessa árs. Verði gefið grænt ljós á það liggi fyrir sam­komu­lag um upp­bygg­ingu þess flug­vall­ar, og þegar hann verði til­bú­inn verði farið í frek­ari upp­bygg­ingu í Vatns­mýr­inni, í fyrsta lagi árið 2032. Dagur segir þó hugs­an­lega jákvætt að flug­völl­ur­inn hafi ekki horfið frá fyrir 20 árum, þar sem svo margt hafi lærst í upp­bygg­ingu og þétt­ingu byggðar á síð­ustu ára­tugum og að vanda verði vel til verka við slíka upp­bygg­ingu sem hægt verði að fara í á svæð­inu.

Borg­ar­lína betri fyrir alla og jarð­göng undir Miklu­braut

Önnur helsta ástæða þess að Dagur vill vera áfram er að fram­kvæmdir við Borg­ar­línu eru að hefj­ast. Hann segir mik­il­vægt að muna að Borg­ar­línan sé ekki ein­hver hug­mynd frá meiri­hlut­anum í Reykja­vík heldur nið­ur­staða grein­ingar á þörfum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til lengri tíma. Sam­göngu­inn­viðir muni ekki bera þá fólks­fjölgun sem muni eiga sér stað ef allir verða á einka­bíl. Borg­ar­línan muni skapa betri sam­göngu­mögu­leika fyrir alla, ekki bara not­endur hennar heldur líka þá sem kjósi að vera á bíl.

Þá sé frum­hönnun vegna umferðar um Miklu­braut á leið í útboð, en grein­ingar bendi til þess að það geti verið áhuga­verður kostur að gera þar jarð­göng í stað stokks, bæði vegna fram­kvæmda­tíma og veitu­mála. Göngin yrðu þá lengri en hugs­an­legur stokk­ur, 2,5 km í stað 1,5 og myndu liggja frá Land­spít­al­anum að Grens­ás­vegi og hugs­an­lega væri hægt að kom­ast upp á einum öðrum stað. Kostn­aður við þessar fram­kvæmdir liggi ekki fyr­ir, en að þrátt fyrir að jarð­göngin yrðu lengri myndi spar­ast tals­vert við að fara undir stóru veit­urnar og að minna rask verði á yfir­borð­inu. Helsta áskor­unin verði þó að útfæra umferð á meðan á fram­kvæmdum stend­ur.

Aðspurður seg­ist Dagur ætla að sjálf­sögðu ætla að vera út kjör­tíma­bil­ið, hann líti svo á að hann sé í fram­boði til loka kjör­tíma­bils­ins sem kosið verður um á laug­ar­dag, en hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni hér að neð­an.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent