Maður hættir ekki við hálfklárað verk

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gefur áfram kost á sér í starfið til að freista þess að sigla borgarlínu, þéttingu byggðar og öðrum málum í höfn, en lítur í grunninn á pólitík sem tímabundið verkefni.

Dagur vill tryggja að borgarlína og þétting byggðar komist í höfn.
Dagur vill tryggja að borgarlína og þétting byggðar komist í höfn.
Auglýsing

Fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar sem fram fara á laug­ar­dag segir Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri og odd­viti Sam­fylk­ing­ar­innar mik­il­vægt að borg­ar­búar átti sig á því að borg­ar­þró­unin sé í húfi. Þar verði ann­ars vegar um að velja þróun inn á við með þétt­ingu byggðar eða að stækka borg­ar­land­ið, hort áherslur í fjár­fest­ingum verði innan hverf­anna sjálfra eða upp­bygg­ingar á nýjum hverfum þar sem eng­inn býr.

Þetta kemur fram í máli Dags í kosn­inga­hlað­varpi Kjarn­ans, Með orðum odd­vit­anna, en þar sagð­ist hann sjálfur hafa alist upp í Árbænum þar sem engir göngu­stígar voru og ekk­ert íþrótta­mann­virki, en það hafi verið vegna þess að athyglin var öll á upp­bygg­ingu nýrra hverfa í Reykja­vík. Hann segir að með því að stoppa útþenslu borg­ar­innar geri borg­ar­yf­ir­völdum kleift að fjár­festa í núver­andi hverfum og bæta aðstæð­urnar þar.

Auglýsing

Foss­vogs­dals- eða Geld­inga­neslaug?

Dagur segir minni­hlut­ann í borg­ar­stjórn hafi gagn­rýnt metn­að­ar­fullar áætl­anir meiri­hlut­ans um upp­bygg­ingu innan hverfa en vilji á sama tíma fara í upp­bygg­ingu á Geld­inga­nesi og spyr hvaða verk­efnum innan borg­ar­innar í þeirri mynd sem hún er í dag eigi að falla frá. Sem dæmi nefnir hann að í núver­andi mynd búi allir borg­ar­búar í göngu- eða hjóla­færi við sund­laug, nema íbúar í Foss­vogi, og þess vegna sé nú haf­inn und­ir­bún­ingur um upp­bygg­ingu næstu sund­laugar þar. „Hún gæti hins vegar verið að fara í sam­keppni við upp­bygg­ingu sund­laugar í Geld­inga­nesi ef áherslan ætti að fara þangað á næsta kjör­tíma­bil­i,“ segir Dag­ur.

Þá nefnir Dagur mik­il­vægi lang­tíma­yf­ir­sýnar og þess að muna að ekki sé hægt að gera allt í einu. Hann segir að í borg­inni hafi það lengi vel verið þannig að verk­efni kæmust í fram­kvæmd eftir því hver tog­aði fast­ar. Lang­tímafor­gangs­röð­un­ar­á­ætl­anir séu nú til um upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virki, við­bygg­ingar og meiri­háttar end­ur­bætur á skóla­hús­næði til næstu 10 ára. Það tryggi fag­lega fram­kvæmd byggða á heild­ar­hags­munum borg­ar­búa. Sams konar áætlun hafi veirð gerð fyrir skóla­lóð­ir, með þeirri hug­mynd að þær ættu að verða leik­svæði fyrir hverfin en ekki aðeins nem­endur hvers skóla, þar sem áætlun var gerð eftir ástandi og nem­enda­fjölda, henni fylgt eftir og hún kláruð.

Hugs­an­lega jákvætt að flug­völl­ur­inn sé enn á sínum stað

Hvað upp­bygg­ingu í Vatns­mýri varðar segir Dagur að þar hafi þegar farið fram mikil upp­bygg­ing, meðal ann­ars á Hlíð­ar­enda og við háskól­ana, auk þess sem til standi að fara í frek­ari upp­bygg­ingu í Skerja­firði. Í tengslum við flug­völl­inn sé nið­ur­staða beðið varð­andi mat á mögu­legu flug­vall­ar­stæði í Hvassa­hrauni, sem liggja eigi fyrir í lok þessa árs. Verði gefið grænt ljós á það liggi fyrir sam­komu­lag um upp­bygg­ingu þess flug­vall­ar, og þegar hann verði til­bú­inn verði farið í frek­ari upp­bygg­ingu í Vatns­mýr­inni, í fyrsta lagi árið 2032. Dagur segir þó hugs­an­lega jákvætt að flug­völl­ur­inn hafi ekki horfið frá fyrir 20 árum, þar sem svo margt hafi lærst í upp­bygg­ingu og þétt­ingu byggðar á síð­ustu ára­tugum og að vanda verði vel til verka við slíka upp­bygg­ingu sem hægt verði að fara í á svæð­inu.

Borg­ar­lína betri fyrir alla og jarð­göng undir Miklu­braut

Önnur helsta ástæða þess að Dagur vill vera áfram er að fram­kvæmdir við Borg­ar­línu eru að hefj­ast. Hann segir mik­il­vægt að muna að Borg­ar­línan sé ekki ein­hver hug­mynd frá meiri­hlut­anum í Reykja­vík heldur nið­ur­staða grein­ingar á þörfum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til lengri tíma. Sam­göngu­inn­viðir muni ekki bera þá fólks­fjölgun sem muni eiga sér stað ef allir verða á einka­bíl. Borg­ar­línan muni skapa betri sam­göngu­mögu­leika fyrir alla, ekki bara not­endur hennar heldur líka þá sem kjósi að vera á bíl.

Þá sé frum­hönnun vegna umferðar um Miklu­braut á leið í útboð, en grein­ingar bendi til þess að það geti verið áhuga­verður kostur að gera þar jarð­göng í stað stokks, bæði vegna fram­kvæmda­tíma og veitu­mála. Göngin yrðu þá lengri en hugs­an­legur stokk­ur, 2,5 km í stað 1,5 og myndu liggja frá Land­spít­al­anum að Grens­ás­vegi og hugs­an­lega væri hægt að kom­ast upp á einum öðrum stað. Kostn­aður við þessar fram­kvæmdir liggi ekki fyr­ir, en að þrátt fyrir að jarð­göngin yrðu lengri myndi spar­ast tals­vert við að fara undir stóru veit­urnar og að minna rask verði á yfir­borð­inu. Helsta áskor­unin verði þó að útfæra umferð á meðan á fram­kvæmdum stend­ur.

Aðspurður seg­ist Dagur ætla að sjálf­sögðu ætla að vera út kjör­tíma­bil­ið, hann líti svo á að hann sé í fram­boði til loka kjör­tíma­bils­ins sem kosið verður um á laug­ar­dag, en hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni hér að neð­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent