„Forkastanlegt“ að núll konur séu í 19 manna stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

Klemens Hjartar, meðeigandi hjá McKinsey & Co, sagði á ársfundi SFS að kynjahallinn í stjórn sjávarútvegs myndi koma í bakið á greininni. Hann sagði líka að taka þyrfti ósættið um eignarhaldið „mjög alvarlega“. Framkvæmdastjóri SFS tók undir gagnrýnina.

Klemens Hjartar, meðeigandi hjá McKinsey & Co, flutti erindi á ársfundi SFS sem vakti umtal og athygli.
Klemens Hjartar, meðeigandi hjá McKinsey & Co, flutti erindi á ársfundi SFS sem vakti umtal og athygli.
Auglýsing

„Það sló mig svo­lítið þegar ég kom hérna í dag og frétti að nú væri komin ný stjórn SFS. Það er 19 manna stjórn og þar eru núll konur í stjórn­inni. Iðn­aður sem ætlar að halla sér fram og breyta heim­in­um, búa til aðgrein­an­leika, getur ekki hagað sér svo­leið­is. Þetta er algjör­lega for­kast­an­legt og það liggur mér á hjarta, af því að nú vinn ég við að ráð­gefa fyr­ir­tækjum út um allan heim, þetta er ekki hægt. Þetta á eftir að koma í bakið á ykk­ur.“ 

Þetta sagði Klem­ens Hjart­ar, með­eig­andi í alþjóð­lega ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­inu McK­insey & Co, í erindi sem hann hélt á árs­fundi Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) sem fram fór á föstu­dag. Hægt er að horfa á fund­inn í heild sinni hér.

Þar vís­aði Klem­ens til þess að stjórn sam­tak­anna fyrir kom­andi starfsár er leidd af Ólafi Mart­eins­syni, fram­kvæmda­stjóra Ramma, og með honum sitja 18 karlar í stjórn. Klem­ens sagð­ist vona að atvinnu­greinin fari að skilja að þetta gangi virki­lega ekki. „Ef þetta gerð­ist ein­hvers staðar ann­ars staðar í venju­legu fyr­ir­tæki sem er með þennan metnað sem hægt er að hafa hér, þá væri það bara alls ekki ásætt­an­leg­t.“

Sjálfs­eign­ar­sjóðir gætu stuðlað að sátt um eign­ar­haldið

Í erindi sínu fjall­aði Klem­ens um að íslenskur sjáv­ar­út­vegur væri í ofur­hetju­hlut­verki á heims­vísu þegar kæmi að veið­um. Engin önnur þjóð næði við­líka árangri í úthafsveiðum og Íslands og Ísland væri nokk­urs konar kís­ildalur sjáv­ar­út­vegs. Það væri hins vegar hægt að gera meira og greinin hafi ekki náð að halda hlut­falls­legu mik­il­vægi sínu hér­lendis sam­hliða auknum vexti ann­ars staðar í efna­hags­kerf­inu. Hann fór svo yfir að það væru margar leiðir til að byggja upp virði íslenskra sjáv­ar­af­urða og búa til aðgrein­an­leika. 

Auglýsing
Í lok erindis síns fjall­aði Klem­ens um að deilur um lang­tíma­stefnu í sjáv­ar­út­vegi geti skapað víta­hring þar sem verð­mætum verði eytt til lengri tíma. Hann sagði sam­fé­lags­lega þátt­inn í stöð­ug­leika grein­ar­innar vera mik­il­væg­an. „Það hefur verið ákveðin nei­kvæðni í kringum sjáv­ar­út­veg­inn. Það hefur verið ósætti í þjóð­fé­lag­inu, sér­stak­lega um eign­ar­hald­ið.“ 

Hans per­sónu­lega mat á þeirri stöðu er að það þurfi að taka hana mjög alvar­lega. „Það gæti tekið stuttan tíma að breyta kerf­inu í átt sem væri alls ekki íslensku þjóð­inni fyrir bestu. Eitt af því sem ég hef séð, búandi í Dan­mörku, er að mörg stærstu fyr­ir­tæki í Dan­mörku eru í eign­ar­haldi sem eru í sjálfs­eign­ar­stofn­un­um. Þetta ger­ist oft þegar verið er að taka stór iðn­fyr­ir­tæki og þau eru að fara í gegnum kyn­slóða­skipti, þá er búnir til sjóð­ir, sjálfs­eign­ar­sjóð­ir, þar sem félögin að stórum hluta, eru bæði skráð á markað og sjóð­ur­inn á áfram í fyr­ir­tæk­in­u.“

Þætti ætti við um mörg stærstu og sterk­ustu fyr­ir­tækjum Dan­merk­ur, eins og Novo Nor­disk, Carls­berg, Lego og A.P. Møll­er-Ma­ersk. „Með þessu væri hægt að búa til sjóði sem sæju til þess að styrkja byggð­ar­lög, eða ein­hverja aðra starf­semi, og þetta væri tæki­færi til að koma eign­ar­haldi í dreifð­ari aðild. Þetta gæti verið einn lyk­il­þátt­ur­inn í að búa til allt aðra umræðu um iðn­að­inn. Um iðnað sem þá gæti tvö­faldað verð­mæta­sköpun í land­inu og búa til jákvæða hringrás þessa verð­mæta­sköp­unar sem miklu fleira ungt fólk, menntað fólk, myndi vilja fara í og sjá fram­tíð sína í.“

„Þarna verðum við að taka okkur tak“

Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS, brást við erind­inu við lok fund­ar­ins. Hún sagði í ræðu sinni að þegar sjáv­ar­út­veg­ur­inn seg­ist ætla að auka verð­mæti þá skipti máli að sjá að verð­mæti felist ekki ein­ungis í fjár­mun­um. „Verð­mæti fel­ast líka í sam­fé­lag­inu og sátt við sam­fé­lag­ið. [...] Við eigum að segja að við erum ekki full­komin og við ætlum að gera bet­ur.“

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, flutti lokaerindið á ársfundinum. Mynd: Skjáskot/SFS

Heiðrún sagði að henni hafi þótt vænt um það þegar Klem­ens styngi á kýlin þegar kæmi að jafn­rétt­is­málum í sjáv­ar­út­vegi. „Þarna verðum við að taka okkur tak. Það er ekki neinn annar en við sjálf sem eigum að gera betur þar. Það sama á kannski við um þegar talað er um eign­ar­hald og kyn­slóða­skipti. Og það er nú einu sinni þannig að eng­inn kemst hjá kyn­slóða­skipt­um. Þannig er ein­fald­lega tím­ans hjól. Næstu ár eru ár umbreyt­inga í sjáv­ar­út­vegi. Það verða áskor­anir í þessum kyn­slóða­skipt­um. VIð þurfum að gera það vel og við þurfum að gera það í góðu sam­tali við sam­fé­lag­ið.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent