„Forkastanlegt“ að núll konur séu í 19 manna stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

Klemens Hjartar, meðeigandi hjá McKinsey & Co, sagði á ársfundi SFS að kynjahallinn í stjórn sjávarútvegs myndi koma í bakið á greininni. Hann sagði líka að taka þyrfti ósættið um eignarhaldið „mjög alvarlega“. Framkvæmdastjóri SFS tók undir gagnrýnina.

Klemens Hjartar, meðeigandi hjá McKinsey & Co, flutti erindi á ársfundi SFS sem vakti umtal og athygli.
Klemens Hjartar, meðeigandi hjá McKinsey & Co, flutti erindi á ársfundi SFS sem vakti umtal og athygli.
Auglýsing

„Það sló mig svo­lítið þegar ég kom hérna í dag og frétti að nú væri komin ný stjórn SFS. Það er 19 manna stjórn og þar eru núll konur í stjórn­inni. Iðn­aður sem ætlar að halla sér fram og breyta heim­in­um, búa til aðgrein­an­leika, getur ekki hagað sér svo­leið­is. Þetta er algjör­lega for­kast­an­legt og það liggur mér á hjarta, af því að nú vinn ég við að ráð­gefa fyr­ir­tækjum út um allan heim, þetta er ekki hægt. Þetta á eftir að koma í bakið á ykk­ur.“ 

Þetta sagði Klem­ens Hjart­ar, með­eig­andi í alþjóð­lega ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­inu McK­insey & Co, í erindi sem hann hélt á árs­fundi Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) sem fram fór á föstu­dag. Hægt er að horfa á fund­inn í heild sinni hér.

Þar vís­aði Klem­ens til þess að stjórn sam­tak­anna fyrir kom­andi starfsár er leidd af Ólafi Mart­eins­syni, fram­kvæmda­stjóra Ramma, og með honum sitja 18 karlar í stjórn. Klem­ens sagð­ist vona að atvinnu­greinin fari að skilja að þetta gangi virki­lega ekki. „Ef þetta gerð­ist ein­hvers staðar ann­ars staðar í venju­legu fyr­ir­tæki sem er með þennan metnað sem hægt er að hafa hér, þá væri það bara alls ekki ásætt­an­leg­t.“

Sjálfs­eign­ar­sjóðir gætu stuðlað að sátt um eign­ar­haldið

Í erindi sínu fjall­aði Klem­ens um að íslenskur sjáv­ar­út­vegur væri í ofur­hetju­hlut­verki á heims­vísu þegar kæmi að veið­um. Engin önnur þjóð næði við­líka árangri í úthafsveiðum og Íslands og Ísland væri nokk­urs konar kís­ildalur sjáv­ar­út­vegs. Það væri hins vegar hægt að gera meira og greinin hafi ekki náð að halda hlut­falls­legu mik­il­vægi sínu hér­lendis sam­hliða auknum vexti ann­ars staðar í efna­hags­kerf­inu. Hann fór svo yfir að það væru margar leiðir til að byggja upp virði íslenskra sjáv­ar­af­urða og búa til aðgrein­an­leika. 

Auglýsing
Í lok erindis síns fjall­aði Klem­ens um að deilur um lang­tíma­stefnu í sjáv­ar­út­vegi geti skapað víta­hring þar sem verð­mætum verði eytt til lengri tíma. Hann sagði sam­fé­lags­lega þátt­inn í stöð­ug­leika grein­ar­innar vera mik­il­væg­an. „Það hefur verið ákveðin nei­kvæðni í kringum sjáv­ar­út­veg­inn. Það hefur verið ósætti í þjóð­fé­lag­inu, sér­stak­lega um eign­ar­hald­ið.“ 

Hans per­sónu­lega mat á þeirri stöðu er að það þurfi að taka hana mjög alvar­lega. „Það gæti tekið stuttan tíma að breyta kerf­inu í átt sem væri alls ekki íslensku þjóð­inni fyrir bestu. Eitt af því sem ég hef séð, búandi í Dan­mörku, er að mörg stærstu fyr­ir­tæki í Dan­mörku eru í eign­ar­haldi sem eru í sjálfs­eign­ar­stofn­un­um. Þetta ger­ist oft þegar verið er að taka stór iðn­fyr­ir­tæki og þau eru að fara í gegnum kyn­slóða­skipti, þá er búnir til sjóð­ir, sjálfs­eign­ar­sjóð­ir, þar sem félögin að stórum hluta, eru bæði skráð á markað og sjóð­ur­inn á áfram í fyr­ir­tæk­in­u.“

Þætti ætti við um mörg stærstu og sterk­ustu fyr­ir­tækjum Dan­merk­ur, eins og Novo Nor­disk, Carls­berg, Lego og A.P. Møll­er-Ma­ersk. „Með þessu væri hægt að búa til sjóði sem sæju til þess að styrkja byggð­ar­lög, eða ein­hverja aðra starf­semi, og þetta væri tæki­færi til að koma eign­ar­haldi í dreifð­ari aðild. Þetta gæti verið einn lyk­il­þátt­ur­inn í að búa til allt aðra umræðu um iðn­að­inn. Um iðnað sem þá gæti tvö­faldað verð­mæta­sköpun í land­inu og búa til jákvæða hringrás þessa verð­mæta­sköp­unar sem miklu fleira ungt fólk, menntað fólk, myndi vilja fara í og sjá fram­tíð sína í.“

„Þarna verðum við að taka okkur tak“

Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS, brást við erind­inu við lok fund­ar­ins. Hún sagði í ræðu sinni að þegar sjáv­ar­út­veg­ur­inn seg­ist ætla að auka verð­mæti þá skipti máli að sjá að verð­mæti felist ekki ein­ungis í fjár­mun­um. „Verð­mæti fel­ast líka í sam­fé­lag­inu og sátt við sam­fé­lag­ið. [...] Við eigum að segja að við erum ekki full­komin og við ætlum að gera bet­ur.“

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, flutti lokaerindið á ársfundinum. Mynd: Skjáskot/SFS

Heiðrún sagði að henni hafi þótt vænt um það þegar Klem­ens styngi á kýlin þegar kæmi að jafn­rétt­is­málum í sjáv­ar­út­vegi. „Þarna verðum við að taka okkur tak. Það er ekki neinn annar en við sjálf sem eigum að gera betur þar. Það sama á kannski við um þegar talað er um eign­ar­hald og kyn­slóða­skipti. Og það er nú einu sinni þannig að eng­inn kemst hjá kyn­slóða­skipt­um. Þannig er ein­fald­lega tím­ans hjól. Næstu ár eru ár umbreyt­inga í sjáv­ar­út­vegi. Það verða áskor­anir í þessum kyn­slóða­skipt­um. VIð þurfum að gera það vel og við þurfum að gera það í góðu sam­tali við sam­fé­lag­ið.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent