Alls konar svindl

Birgir Birgisson gerir kosningaloforð og hjólreiðar að umfjöllunarefni sínu í aðsendri grein.

Auglýsing

„Kosn­inga­svindl” er af mörgum og mis­mun­andi gerð­um. Sú gerð sem flestir eiga við þegar orðið er not­að, er ein­hvers konar svindl með fjölda atkvæða, hvort sem það er í þeim til­gangi að ýkja fjölda greiddra atkvæða til ákveð­ins fram­boðs eða til að draga úr fjöld­anum til ann­arra fram­boða á ein­hvern hátt. Athæfið er sem betur fer refsi­vert í flestum lýð­ræð­is­ríkjum og jafn­vel litið horn­auga ann­ars staðar í heim­in­um.

Sú teg­und kosn­inga­svindls sem er algeng­ust hér á landi er hins vegar ein­hvers konar ímynd­ar­brengl­un. Áhrifa­valdar í póli­tík setja gjarna upp Instagram brosið skömmu fyrir kosn­ingar og sýna af sér ýmsar gerðir af kost­aðri góð­mennsku í örfáar vik­ur, til að pússa mis­dæld­aða ímynd­ina. Þetta er eitt­hvað sem flestir kjós­endur búast við. Sæmi­lega skyn­samt fólk sér í gegnum þannig skraut­fjaðr­ir, sem eru oft bara hluti af „spil­in­u”. En þegar fram­boðin skreyta sig svo með hinum og þessum fjöðrum og verð­launum sem þau hafa lítið gert til að verð­skulda, er það auð­vitað ekk­ert annað en „kosn­inga­svind­l”. Þá er vís­vit­andi verið að reyna að slá ryki í augu fólks og blekkja það.

Auglýsing

Nú er til dæmis í tísku meðal ýmissa fram­boða að lýsa yfir stuðn­ingi við hjól­reiðar sem þann umhverf­is­væna, hent­uga og vin­sæla far­ar­máta sem þær sann­an­lega eru, a.m.k. víð­ast hvar í þétt­býli. Lík­lega af því að áhugi fólks á hjól­reiðum hefur almennt farið ört vax­andi und­an­farin ár, raunar svo ört og víða að varla sést lengur ein ein­asta aug­lýs­ing frá trygg­inga­fé­lagi eða banka, nema ein­hvers staðar glitti í skín­andi nýtt og fal­legt reið­hjól og bros­andi and­lit með lit­ríkan hjálm. Hjól­reiðar eru „hipp og kúl”, a.m.k. enn um stund.

Oft er í fram­boðs­ræðum vísað til þess að fram­boðið hafi stutt inn­viða­upp­bygg­ingu og gjarna nefndar háar upp­hæðir og útgjöld til fram­kvæmda þessuí til stuðn­ings. Einnig er frekar vin­sælt að vísa í ófram­kvæmda óska­lista yfir alls konar góða hluti sem tengj­ast hjól­reið­um, en fæstir hafa raun­veru­lega trú á að verði að veru­leika og enn færri ætla sér að gera eitt­hvað með. Þetta er auð­vitað ekk­ert annað en „kosn­inga­svind­l”, að lofa ein­hverju stór­kost­legu, sem stundum eru jafn­vel hlutir sem eng­inn bað um eða hefur neitt raun­veru­legt gagn af. Bara til að geta talað um fram­kvæmda­kostn­að­inn sem ein­hvers konar jákvæðan mæli­kvarða á eigin dugn­að.

Ekki bara bik

Þegar rætt er um hjól­reiðar sem sam­göngu­máta er mik­il­vægt að átta sig á því að málið snýst ekki ein­göngu um ákveð­inn fjölda millj­óna eða mal­bik­stonna á ári. Það er nefni­lega ekki nóg að rúlla út mal­bik­inu og hvetja fólk til að nota reið­hjólin meira, ef það er svo ekk­ert annað gert til að styðja þann sam­göngu­máta.

Ef ein­hver ætlar að treysta á reið­hjól sem sinn ferða­máta, þarf við­kom­andi að geta treyst því að hjólið hverfi ekki á meðan skot­ist er inn í verslun eða vinnu­dag­ur­inn klár­að­ur. Sveit­ar­fé­lög geta gert ýmis­legt til að draga úr hjól­reiða­þjófn­uð­um, sér­stak­lega þegar afkasta­mestu hjóla­þjófarnir eru skjól­stæð­ingar sveit­ar­fé­lag­anna. En þau velja ein­fald­lega að gera það ekki.

Það er ekki nema 1 ár síðan þáver­andi for­maður skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur­borgar til­kynnti um stofnun starfs­hóps sem átti að taka málið fyrir og kanna leiðir til að draga úr hjól­reiða­þjófn­aði innan höf­uð­borg­ar­inn­ar, enda var sú ráð­stöfun hluti af sam­þykktri Reið­hjóla­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar fyrir árin 2021-2025. En síðan hefur ekk­ert til hóps­ins spurst. Enda ekki komið árið 2025 enn­þá.

Þeir sem best þekkja til um hvar stolin hjól er helst að finna, hafa fyrir löngu kort­lagt þessa staði og þannig þegar bjargað verð­mætum fyrir marga tugi ef ekki hund­ruð millj­óna. Samt mæta gestir gisti­skýl­anna þangað nán­ast dag­lega á reið­hjólum sem kosta meira en með­al­tals­mán­að­ar­laun, án þess að starfs­fólkið geri nokkuð í mál­inu. Hjól­reiða­þjófn­aður er þannig orð­inn að sam­þykktri leið fyrir ógæfu­fólk að verða sér úti um verð­mæti fyrir næsta neyslu­skammti. Kirfi­lega nið­ur­greitt af trygg­inga­fé­lög­um, sem virð­ast bara nokkuð sátt við fyr­ir­komu­lag­ið.

Trygg­inga­fé­lög nota eins og áður sagði gjarna reið­hjól í aug­lýs­ingum sín­um, þetta skýra merki um heil­brigðan lísfs­stíl og jákvætt við­horf. En það skýtur svo­lítið skökku við, að þessum sömu trygg­inga­fé­lögum er vel kunn­ugt um að stolnu hjólin sem þau greiða him­in­háar bætur fyr­ir, eru notuð sem ódýr skipti­mynt í fíkni­efna­við­skipt­um. Hjól sem í raun kosta mörg hund­ruð þús­und eru oft notuð af skjól­stæð­ingum ýmiss konar úrræða til að ná sér í næsta skammt sem met­inn er á innan við 1% af verð­mæti hjóls­ins. Hvers vegna skyldu nú trygg­inga­fé­lögin vera sátt við þetta fyr­ir­komu­lag og ekki gera meira til að koma í veg fyrir þannig óbeina nið­ur­greiðslu ólög­legra fíkni­efna? Gæti það verið af því kostn­að­inum er velt beint yfir á við­skipta­vin­ina, lög­hlýðn­ari borg­ara sam­fé­lags­ins, fólk sem er jafn­vel „skatt­greið­end­ur”?

Hug­takið „skatt­greið­end­ur” hefur stundum verið lög­reglu­fólki hug­fast og er þá vænt­an­lega notað til að aðgreina þá sem verð­skulda bestu mögu­legu þjón­ustu lög­gæsl­unnar frá þeim sem hafa verð­skuldað sín vand­ræði. Svo virð­ist sem hjól­reiða­fólk falli oftar en ekki í seinni hóp­inn því þrátt fyrir að flest reið­hjól bæði hverfi og finn­ist í næsta nágrenni við stærstu lög­reglu­stöð borg­ar­inn­ar, heyrir það til und­an­tekn­inga að lög­regla sé fáan­leg til að heim­sækja þjóf­ana. Jafn­vel þegar búið er að sýna með óyggj­andi hætti að þeir séu með þýfið á heim­ili sínu, örfáum metrum frá aðal­inn­gangi lög­reglu­stöðv­ar­inn­ar. Það gerir lítið fyrir örygg­is­til­finn­ingu hjól­reiða­fólks að mæta slíku við­horfi og for­gangs­röð­un.

Með­al­-Jón og Sér­a-Jón

Aukið öryggi hjól­reiða­fólks hefur oft komið upp í almennri umræðu á und­an­förnum árum. Þar hefur farið mest fyrir því að margt fólk, og þá gjarna þeir sem aldrei stíga upp á reið­hjól, vilja leggja þá skyldu á hjól­reiða­fólk að bera hjálma. Þetta gerir fólk í þeirri trú að skortur á hjálm­notkun sé vanda­mál, jafn­vel þó þær fáu mæl­ingar sem til eru á hjálm­notkun bendi til þess að hún sé vel yfir 90%. Það hefur reyndar verið á verk­efna­lista Sam­göngu­stofu í rúm 2 ár að gera athugun á þessu, en þar á bæ hefur fólk bara ekki haft tíma til þess. Eða eitt­hvað.

Það er svo­lítið und­ar­legt að á sama tíma og þessi umræða á sér stað, þeysir fullt af hjálm­lausu fólki um borg­ar­landið á raf­knúnum hlaupa­hjól­um, jafn­vel í mis­-ann­ar­legu ástandi. Og skilur svo far­ar­tækin gjarna eftir á miðjum hjóla­stígum þar sem dæmi eru um að þau hafa valdið alvar­legum slys­um. Og það virð­ist ekk­ert vera hægt að gera til að sporna við þessu hvim­leiða fyr­ir­bæri. A.m.k. hefur ekk­ert sveit­ar­fé­lag séð neina ástæðu til að setja útleigj­endum neinar skorður eða höml­ur, hvað þá að gera not­endur þjón­ust­unnar ábyrga fyrir því hvernig þeir skilja við tæk­in. Enda eru not­endur slíkrar þjón­ustu fjöl­margir og það myndi senni­lega kosta ein­hver atkvæði að láta sér annt um öryggi hjól­reiða­fólks á þennan hátt.

Þeir eru því miður mun færri sem láta sig það nokkru varða að á hverjum degi er fjöl­mörgu hjól­reiða­fólki stefnt í hættu af öku­mönnum sem kunna ekki grund­vall­ar­reglur í sam­spili akandi og hjólandi umferð­ar. Nú er það auð­vitað ekki á færi sveit­ar­fé­laga að sekta öku­menn eða sjá um öku­kennslu. En þeir sem ætla raun­veru­lega að vinna að því að hvetja fólk til að stunda hjól­reið­ar, verða að sýna því ein­hvern áhuga að það sé hægt án þess að hjólandi fólk þurfi dag­lega að vera í lífs­hættu. Þó upp­bygg­ing aðskil­inna hjóla­stíga hafi gengið ágæt­lega und­an­farið og fram­kvæmda­á­ætl­anir inni­haldi enn fleiri kíló­metra á kom­andi árum, er allt of mikið um hjóla­stíga sem enda í engu og fólk neyð­ist til að velja á milli gang­stéttar eða götu. Þeir sem velja göt­una eru oftar en ekki með lífið í lúk­unum alla leið.

Lok, lok og læs

Og þar komum við að öðrum þætti, sem er á ábyrgð sveit­ar­fé­laga. Oftar en ekki fá verk­takar sem stunda hús­bygg­ingar að loka leiðum gang­andi og hjólandi umferðar án þess að vísa á hjá­leiðir á meðan á fram­kvæmdum stend­ur. Oftar en ekki nota þessir sömu aðilar nálæg­asta hjóla­stíg sem bíla­stæði eða hrá­efnala­ger, oft­ast án leyf­is. Og það er ákaf­lega sjald­gæft að sveit­ar­fé­lög þori að skamma verk­taka fyrir þennan yfir­gang. A.m.k. hafa slíkar fram­kvæmdir lokað bæði Lækj­ar­götu, Hverf­is­götu og enn víðar í mið­bæn­um, jafn­vel um margra mán­aða skeið, án þess að það hafi haft nokkrar afleið­ing­ar. Það er ekki til þess fallið að hvetja fólk til hjól­reiða, ef það kemst ekki leiðar sinnar af því verk­takar „þurfa” að nota hjóla­stíg­ana til að leggja skurð­gröf­unum sín­um.

Nú þegar sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ætla að vinna saman að Sam­göngusátt­mál­anum og þannig tryggja að þær fram­kvæmdir sem ráð­ist verður í á næstu árum séu sam­stilltar og skili sem bestum árangri fyrir sem flesta, væri ekki úr vegi að þau not­uðu tæki­færið og þrýstu á um úrbætur á þeim vegum og svæðum sem Vega­gerðin sér um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og þá sér­stak­lega við teng­ing­arnar til og frá borg­inni. Fjöl­margir vegir í nágrenni höf­uð­borg­ar­innar væru vel til þess fallnir að leiða hjól­reiða­fólk út úr þétt­býl­inu til að stunda sínar æfingar og hreyf­ingu, ef þeim væri bara sinnt örlítið bet­ur. Það tekur ekki langan tíma og kostar ekki mikið að sópa vegaxlir svo hjól­reiða­fólk geti notað þær, frekar en þurfa að nýta sjálfa akbraut­ina með til­heyr­andi hættu og töfum fyrir aðra umferð. Nema mal­bikið sé hrein­lega ónýtt á veg­öxl­inni, eins og það hefur reyndar verið í mörg ár bæði á Suð­ur­lands­vegi og Reykja­nes­braut. Á vest­ur­lands­vegi er það ekki ónýtt, enda hefur aldrei verið not­hæfum veg­öxlum til að dreifa í þá átt.

En það lítur ekki út fyrir að margir fram­hjóð­endur ætli að gera neitt af þessum fjöl­mörgu atriðum að heitum kosn­inga­mál­um. Það er svo miklu auð­veld­ara að leggja bara á minnið árlegan fjölda mal­bik­stonna eða millj­óna sem síð­asti hjóla­stígur kost­aði.

Og pússa þannig ímynd­ina aðeins fastar og ákaf­ar. Með bara smá­vegis „svind­li”.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar