Viljayfirlýsing um byggingu þjóðarhallar var samþykkt einróma í borgarráði

Viljayfirlýsing ríkis og borgar um nýja þjóðarhöll er dagsett 3. maí. Hún var hins vegar ekki gerð opinber fyrr en í gær, eftir samþykkt borgarráðs á fimmtudag og ríkisstjórnar á föstudag.

Í tillögunni sem lögð var fram í borgarráði sagði að yfirlýsingin taki af skarið um undirbúning og byggingu þjóðarhallar í Laugardal.
Í tillögunni sem lögð var fram í borgarráði sagði að yfirlýsingin taki af skarið um undirbúning og byggingu þjóðarhallar í Laugardal.
Auglýsing

Vilja­yf­ir­lýs­ing íslenska rík­is­ins og Reykja­vík­ur­borgar um bygg­ingu þjóð­ar­hallar í inn­an­hús­í­þróttum í Laug­ar­dal, sem dag­sett er 3. maí, var lögð fram í borg­ar­ráði Reykja­víkur til sam­þykktar á fimmtu­dag. Afgreiðsla máls­ins var hins vegar færð í trún­að­ar­bók ráðs­ins vegna þess að rík­is­stjórn tók hana ekki til sam­þykktar fyrr en dag­inn eft­ir, föstu­dag­inn 6. maí. 

Kjarn­inn hefur fengið það stað­fest hjá Reykja­vík­ur­borg að vilja­yf­ir­lýs­ingin hafi verið sam­þykkt ein­róma af öllum full­trúum flokka sem sitja í borg­ar­ráði. Fund­inn á fimmtu­dag sátu, auk Dags. B. Egg­erts­sonar borg­ar­stjóra, Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, odd­viti Við­reisn­ar, Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Alex­andra Briem, borg­ar­full­trúi Pírata, Líf Magneu­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna, Eyþór Lax­dal Arn­alds, sem leiddi lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í kosn­ing­unum 2020 og Jór­unn Pála Jón­as­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks. Þá tók Hildur Björns­dótt­ir, núver­andi odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­inni, sæti á fund­inum í gegnum fjar­fund­ar­bún­að. Auk þess sátu þrír áheyrn­ar­full­trúar minni flokka fund­inn, en þeir hafa, eðli máls­ins sam­kvæmt, ekki atkvæð­is­rétt. 

Við­ræður staðið yfir frá ára­mótum

Í til­lög­unni sem lögð var fram í borg­ar­ráði sagði að yfir­lýs­ingin taki af skarið um und­ir­bún­ing og bygg­ingu þjóð­ar­hallar í Laug­ar­dal. „Form­legar við­ræður hafa staðið yfir frá sl. ára­mót­um. Að þeim hafa komið Ómar Ein­ars­son fram­kvæmda­stjóri ÍTR, Hall­dóra Kára­dóttir sviðs­stjóri fjár­mála og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs og Þór­hildur Lilja Ólafs­dóttir lög­maður hjá emb­ætti borg­ar­lög­manns, auk borg­ar­stjóra. Í Þjóð­ar­höll og upp­gerðri Laug­ar­dals­höll verð­ur, auk þarfa lands­liða og alþjóð­legra krafna til þjóð­ar­leik­vanga, gert ráð fyrir fram­úr­skar­andi afstöðu fyrir æfingar barna- og ung­linga í Laug­ar­dal og félag­anna Þróttar og Ármanns og verður haft sam­ráð við full­trúa félag­anna í frek­ari þarfa­grein­ingu og hönn­un.“

Auglýsing

Vilja­yf­ir­lýs­ingin var svo lögð fyrir rík­is­stjórn­ar­fund í gær og und­ir­rituð síð­degis sama dag af Katrínu Jak­obs­dóttur for­­sæt­is­ráð­herra, Ásmundi Ein­ari Daða­­syni mennta- og barna­­mála­ráð­herra og Degi B. Egg­erts­­syni borg­­ar­­stjóri. Stefnt er að því að fram­­kvæmdum ljúki árið 2025 og kostn­að­­ar­­skipt­ing milli ríkis og borgar á að taka mið af nýt­ingu mann­­virk­is­ins. Það þýðir að ríkið borgar fyrir þann hluta sem snýr að þörfum sér­­­sam­­banda og alþjóð­­legra krafna til keppn­is­að­­stöðu lands­liða og Reykja­vík­­­ur­­borg þann hluta sem snýr að þörfum Þróttar og Ármann ann­­ars vegar og íþrótta­­kennslu skóla í Laug­­ar­dalnum hins veg­­ar. ­Sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum Kjarn­ans verður fullt aðgengi íþrótta­­fé­lag­anna að æfinga­­völlum tryggt í þeirri þarfa­­grein­ingu.

Til stendur að byggja höll­ina á svæði sem liggur milli Laug­­ar­dals­hallar og skrif­­stofu­­mann­­virkja Íþrótta­­sam­­bands Íslands, og að Suð­­ur­lands­braut.

Í til­­kynn­ingu segir að Ríki og borg muni standa sam­eig­in­­lega að hug­­mynda­­sam­keppni um hönnun mann­­virkis og útlit og séu „sam­­mála um að leggja kraft í verk­ið“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Sigrún Guðmundsdóttir
Leyfið okkur að njóta jarðhitans áhyggjulaus
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent