Viljayfirlýsing um byggingu þjóðarhallar var samþykkt einróma í borgarráði

Viljayfirlýsing ríkis og borgar um nýja þjóðarhöll er dagsett 3. maí. Hún var hins vegar ekki gerð opinber fyrr en í gær, eftir samþykkt borgarráðs á fimmtudag og ríkisstjórnar á föstudag.

Í tillögunni sem lögð var fram í borgarráði sagði að yfirlýsingin taki af skarið um undirbúning og byggingu þjóðarhallar í Laugardal.
Í tillögunni sem lögð var fram í borgarráði sagði að yfirlýsingin taki af skarið um undirbúning og byggingu þjóðarhallar í Laugardal.
Auglýsing

Vilja­yf­ir­lýs­ing íslenska rík­is­ins og Reykja­vík­ur­borgar um bygg­ingu þjóð­ar­hallar í inn­an­hús­í­þróttum í Laug­ar­dal, sem dag­sett er 3. maí, var lögð fram í borg­ar­ráði Reykja­víkur til sam­þykktar á fimmtu­dag. Afgreiðsla máls­ins var hins vegar færð í trún­að­ar­bók ráðs­ins vegna þess að rík­is­stjórn tók hana ekki til sam­þykktar fyrr en dag­inn eft­ir, föstu­dag­inn 6. maí. 

Kjarn­inn hefur fengið það stað­fest hjá Reykja­vík­ur­borg að vilja­yf­ir­lýs­ingin hafi verið sam­þykkt ein­róma af öllum full­trúum flokka sem sitja í borg­ar­ráði. Fund­inn á fimmtu­dag sátu, auk Dags. B. Egg­erts­sonar borg­ar­stjóra, Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, odd­viti Við­reisn­ar, Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Alex­andra Briem, borg­ar­full­trúi Pírata, Líf Magneu­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna, Eyþór Lax­dal Arn­alds, sem leiddi lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í kosn­ing­unum 2020 og Jór­unn Pála Jón­as­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks. Þá tók Hildur Björns­dótt­ir, núver­andi odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­inni, sæti á fund­inum í gegnum fjar­fund­ar­bún­að. Auk þess sátu þrír áheyrn­ar­full­trúar minni flokka fund­inn, en þeir hafa, eðli máls­ins sam­kvæmt, ekki atkvæð­is­rétt. 

Við­ræður staðið yfir frá ára­mótum

Í til­lög­unni sem lögð var fram í borg­ar­ráði sagði að yfir­lýs­ingin taki af skarið um und­ir­bún­ing og bygg­ingu þjóð­ar­hallar í Laug­ar­dal. „Form­legar við­ræður hafa staðið yfir frá sl. ára­mót­um. Að þeim hafa komið Ómar Ein­ars­son fram­kvæmda­stjóri ÍTR, Hall­dóra Kára­dóttir sviðs­stjóri fjár­mála og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs og Þór­hildur Lilja Ólafs­dóttir lög­maður hjá emb­ætti borg­ar­lög­manns, auk borg­ar­stjóra. Í Þjóð­ar­höll og upp­gerðri Laug­ar­dals­höll verð­ur, auk þarfa lands­liða og alþjóð­legra krafna til þjóð­ar­leik­vanga, gert ráð fyrir fram­úr­skar­andi afstöðu fyrir æfingar barna- og ung­linga í Laug­ar­dal og félag­anna Þróttar og Ármanns og verður haft sam­ráð við full­trúa félag­anna í frek­ari þarfa­grein­ingu og hönn­un.“

Auglýsing

Vilja­yf­ir­lýs­ingin var svo lögð fyrir rík­is­stjórn­ar­fund í gær og und­ir­rituð síð­degis sama dag af Katrínu Jak­obs­dóttur for­­sæt­is­ráð­herra, Ásmundi Ein­ari Daða­­syni mennta- og barna­­mála­ráð­herra og Degi B. Egg­erts­­syni borg­­ar­­stjóri. Stefnt er að því að fram­­kvæmdum ljúki árið 2025 og kostn­að­­ar­­skipt­ing milli ríkis og borgar á að taka mið af nýt­ingu mann­­virk­is­ins. Það þýðir að ríkið borgar fyrir þann hluta sem snýr að þörfum sér­­­sam­­banda og alþjóð­­legra krafna til keppn­is­að­­stöðu lands­liða og Reykja­vík­­­ur­­borg þann hluta sem snýr að þörfum Þróttar og Ármann ann­­ars vegar og íþrótta­­kennslu skóla í Laug­­ar­dalnum hins veg­­ar. ­Sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum Kjarn­ans verður fullt aðgengi íþrótta­­fé­lag­anna að æfinga­­völlum tryggt í þeirri þarfa­­grein­ingu.

Til stendur að byggja höll­ina á svæði sem liggur milli Laug­­ar­dals­hallar og skrif­­stofu­­mann­­virkja Íþrótta­­sam­­bands Íslands, og að Suð­­ur­lands­braut.

Í til­­kynn­ingu segir að Ríki og borg muni standa sam­eig­in­­lega að hug­­mynda­­sam­keppni um hönnun mann­­virkis og útlit og séu „sam­­mála um að leggja kraft í verk­ið“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent