Kallar eftir nýjum anda og meiri samvinnuhugsjón í borgarstjórn

Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir skýrt ákall eftir ferskum augum inn í borgarmálin „sem vilja ekki taka þátt í þessum leðjuslag“ sem átakastjórnmál í borgarstjórn hafa verið.

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Auglýsing

Einar Þor­steins­son odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík segir ástandið í borg­ar­stjórn á kjör­tíma­bil­inu sem nú er að ljúka mjög nei­kvætt og hafi ein­kennst af átaka­stjórn­mál­um. Þessu vill Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn breyta og auka traust almenn­ings til borg­ar­stjórn­ar.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýju kosn­­inga­hlað­varpi Kjarn­ans, Með orðum odd­vit­anna, þar sem Eyrún Magn­ús­dóttir ræðir við alla odd­vita þeirra ell­efu fram­­boða sem bjóða sig fram í borg­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ing­unum sem fram fara þann 14. maí næst­kom­andi.

Eðli­legt skref að fara úr fjöl­miðli í almanna­þjón­ustu í stjórn­mál

Fram­­­sókn­­­ar­­­flokk­­­ur­inn fékk ein­ungis 3,2 pró­­­­­sent atkvæða í síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum og náði ekki inn manni í Reykja­vík. Einar hyggst breyta því og miðað við kann­anir mun það ganga eft­ir,. Sam­­kvæmt nýj­­ustu kosn­­inga­­spá Kjarn­ans og Bald­­urs Héð­ins­­sonar fær flokk­ur­inn 12,3 pró­sent fylgi og allt stefnir í að það skili flokknum þeim þremur borg­­ar­­full­­trúum sem Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn tap­­ar.

Auglýsing

Einar hefur ekki starfað innan Fram­sókn­ar­flokks­ins áður en segir að þegar óskað var eftir kröftum hans í vetur hafi hann ekki getað skor­ast und­an. Þá telur hann að bak­grunnur hans í fjöl­miðl­um, þar sem hann hefur mikið fjallað um stjórn­mál, meðal ann­ars borg­ar­mál, hafi haft áhrif á ákvörðun hans að leiða lista Fram­sóknar í borg­inni og að það sé rök­rétt að fara frá Rík­is­út­varp­inu, fjöl­miðli í almanna­þjón­ustu, í stjórn­mál.

„Að fara í stjórn­mál fyrir mér er að fara í almanna­þjón­ustu. Maður er þjónn borg­ara og kjós­enda og mig langar bara að láta gott af mér leiða. Ég fann að mig lang­aði að breyta og hafa áhrif, og það gerir maður með því að fara í stjórn­mál,“ segir Ein­ar.

Ástandið í borg­ar­stjórn nei­kvætt

Einar segir ákveðna pól­aris­er­ingu hafa átt sér stað í stjórn­mál­um, það hafi til að mynda sýnt sig í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni um Brexit og í for­seta­tíð Don­alds Trump í Banda­ríkj­un­um. Hann segir ákveðin merki um pól­aris­er­ingu í íslenskum stjórn­mál­um.

„Ástandið í borg­ar­stjórn und­an­farin ár hefur verið mjög nei­kvætt. Það hafa verið þessi átaka­stjórn­mál þar sem menn gera ágrein­ing um minnstu mál. Og aðal­lega stóru málin líka. Það hefur valdið því að traustið á borg­ar­stjórn [...] er minnst, 21 pró­sent. Það eru fleiri sem treysta banka­kerf­inu heldur en borg­ar­stjórn og það er ótrú­lega und­ar­leg stað­reynd,“ segir Ein­ar, og vísar þannig í nið­ur­stöður könn­unar Gallup um traust til stofn­ana frá því í febr­ú­ar.

Einar telur stjórn­mála­menn­ina bera ábyrgð. „Nú hafa sömu flokk­arnir verið þarna við völd mjög lengi, aðal­lega Sam­fylk­ing­in, og ein­hvern veg­inn hefur það atvikast þannig að það eru bara allir mjög þreyttir á hver öðrum, menn eru búnir að grafa sig svo djúpt ofan í skot­graf­irnar að þeir heyra ekki hvað hinn er að segja. Ég held að það sé skýrt ákall eftir ferskum augum þarna inn sem vilja ekki taka þátt í þessum leðjuslag. Það er gott fólk í öllum þessum flokkum en ég held að það þurfi bara aðeins að koma með nýjan anda þarna inn og fara að vinna meira sam­an.“

Sam­vinnu­hug­sjón sem and­svar við pól­aris­er­ingu

Einar segir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vilji knýja fram ákveðnar breyt­ingar í borg­inni. „Og mér finnst mjög mik­il­vægt að menn taki það alvar­lega að vinna þvert á flokka og eiga gott sam­tal, minni­hluti kemur alltaf inn í sam­tal­ið, þannig að meiri­hlut­inn þarf að sýna því skiln­ing á því sem minni­hlut­inn er að segja. Ég hef trú á því að sam­vinnan og sam­vinnu­hug­sjón­in, þetta gamla, kannski hall­æris­lega hug­tak sem sumum finn­st, sé and­svarið við pól­aris­er­ingu, Menn geta kallað þetta eitt­hvað ann­að, en þessi hug­mynda­fræði, að líta á það sem póli­tískt hug­rekki að vinna með öðrum frekar en póli­tísk hug­rekki að slá í and­stæð­ing­inn, að það sé eitt­hvað sem borg­ar­búar vilja og það sé besta leiðin til að ná árangri.“

Einar telur að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sé eini flokk­ur­inn sem geti í raun og veru fellt sitj­andi meiri­hluta. „Þeir sem vilja breyt­ingar í borg­inni þeir ættu að kjósa Fram­sókn vegna þess að við erum í raun­veru­legu færi til að hafa áhrif á þennan meiri­hluta og fella hann. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mun ekki fella þennan meiri­hluta, það er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sem gerir það.“

En getur Fram­sókn unnið með hverjum sem er?

„Já í grunn­inn getum við unnið með öll­um, held ég, ef fólk vill vinna með okk­ur. Við erum lausn­ar­mið­uð, en við nátt­úru­lega höfnum öllum öfg­um. Við viljum leysa mál, við viljum ekki búa til vanda­mál.“

Í þætt­inum ræðir hann einnig um skipu­lags- og sam­göngu­mál þar sem hann segir vera á móti „með og á mót­i“-­spurn­ingum líkt og borg­ar­línu og þétt­ingu byggð­ar.

Einar vill bæði þétta og dreifa „að því leyti að það þarf að ryðja nýtt land og við höfum land sem er búið að byggja á sem teng­ist þessum sam­göngusátt­mála.“

Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni hér fyrir neð­an:

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokki