„Það er enginn að fara að stýra borginni einn“

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, vill nýjar lausnir í leikskólamálum og viðurkennir að of hægt hafi gengið að nálgast það markmið að útvega öllum 12 mánaða börnum pláss.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Auglýsing

Við­reisn er ekki stór­yrtur flokk­ur, „við skellum ekki fram ein­hverju eins og „tólf þús­und íbúðir – ég lof­a!“ Við erum kannski að mörgu leyti íhalds­söm hvað það varð­ar. Við erum flokkur sem erum svo­lítið raun­hæf,“ segir Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, odd­viti Við­reisnar í Reykja­vík, í nýjum kosn­inga­þætti Kjarn­ans, Með orðum odd­vit­anna, þar sem Eyrún Magn­ús­dóttir ræðir við alla odd­vita þeirra ell­efu fram­boða sem bjóða sig fram í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum sem fram fara þann 14. maí.

Þór­dís ræðir einmitt þennan fjölda flokka sem bjóða nú fram og að borg­ar­full­trú­arnir verði, líkt og á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili, 23. „Þannig að það er alveg sama hvað manni langar að allt verði bara eins og við í Við­reisn vilj­um, við erum að fara – alltaf – að vinna með öðr­um. Það er eng­inn að fara að stýra borg­inni einn.“

Því verði allir flokk­arnir að finna leiðir til að vinna sam­an. „Og þá byrjar mála­miðl­un­in,“ segir hún. „Það er það sem við þurfum að byrja að læra í íslenskri póli­tík. Við sem fólk þurfum líka að læra að póli­tík er mála­miðlun og árang­ur­inn er mála­miðl­un. En hún má ekki vera eitt­hvað moð. Hún verður að vera alvöru. Þess vegna segjum við að við í Við­reisn höfum skýra sýn, við viljum sjá hérna nútíma­lega, alþjóð­lega og skemmti­lega borg fyrir alla en við vitum alveg að þegar kemur að því að tala saman eftir kosn­ingar þá þurfum við öll að finna ein­hvern sam­eig­in­legan kjarna og halda okkur við það.“

Auglýsing

Þór­dís Lóa hefur átt sæti í borg­ar­stjórn síð­ustu fjögur ár þar sem Við­reisn hefur verið í meiri­hluta­sam­starfi við Sam­fylk­ingu, Pírata og Vinstri græn. Hún segir að meiri­hlut­inn hafi sett sér það lang­tíma­mark­mið að öll tólf mán­aða börn kom­ist inn á leik­skóla í Reykja­vík og að á kjör­tíma­bil­inu hafi tek­ist að fara í þá átt, „en það er ekki búið að vera að lofa því að það sé komið á“. Leik­skóla­plássum hafi verið fjölgað um 430 á kjör­tíma­bil­inu, á sama tíma og íbúum hafi fjölgað um yfir 10 þús­und.

En er þetta að ger­ast of hægt?

„Mér finnst það já. Það hefur ekki vantað fjár­magn­ið. Við þurfum að vera með fjöl­breytt­ara umhverfi í bygg­ing­um, það er trú okkar Við­reisnar að með því að koma með öðru­vísi leik­skóla inn í bygg­ingar sem eru íbúða­bygg­ingar eða atvinnu­hús­næði getum við slegið aðeins í klár­inn.“

Við­reisn hefur líka viðrað þá hug­mynd að stórir vinnu­stað­ir, háskólar og Land­spít­al­inn svo dæmi séu tek­in, geti opnað sína leik­skóla og þá í hús­næði sem þeir eru með. Þetta hafi vissu­lega verið reynt „en ég held að við eigum að prófa þetta aft­ur“.

Sjálf­stæðir skólar fái meiri stuðn­ing

Við­reisn vill að fólk hafi raun­veru­legt val um grunn­skóla og spurð hvað felist í því svarar Þór­dís Lóa að vissu­lega eigi allir hverf­is­skólar að vera gæða­skólar en segir alltaf ákveð­inn hóp, kannski tíu pró­sent, sem vill eitt­hvað annað „og þá þarf að vera val“. Í dag fái sjálf­stæðir skólar um 75 pró­sent af rekstr­ar­kostn­aði frá sveit­ar­fé­lögum og þurfi því að inn­heimta skóla­gjöld til að brúa bil­ið. „Við segjum af hverju fara sveit­ar­fé­lög ekki alla leið, borga þeim jafn­mikið og þeir eru að borga sínum eigin skólum þannig að þessir skólar þurfi ekki að rukka skóla­gjöld?“

Hvað sam­keppn­is­rekstur varð­ar, sem Við­reisn vill að borgin sé ein­fald­lega ekki í, nefnir Þór­dís Strætó sem dæmi. „Mér finnst alveg auð­séð að við getum boðið meira og minna allan þennan rekstur út.“

Hún segir að það gæti „ein­hvers ótrú­legs mis­skiln­ings“ í umræð­unni hvað varðar verk­efni tengd staf­rænni umbreyt­ingu hjá borg­inni sem lagt var af stað með á kjör­tíma­bil­inu. Það sé „alls ekki rétt“ að borgin hafi ekki farið í útboð heldur hafi um 80 pró­sent verk­efn­anna verið boðin út. Það sem borgin geri inn­an­húss sé verk­efna­stýr­ing. „En borgin er stór og ég skil að margir hafi orðið sjokkeraðir þegar það þurfti að ráða marga verk­efn­is­stjóra til þess að inn­leiða þetta. Ég get vel skilið að það sitji í fólki.“

Um 60 manns hafi verið ráðin til borg­ar­innar í tíma­bundin verk­efni tengd staf­rænu umbreyt­ing­unni. „Borgin hefur engan áhuga á því að vera eitt­hvað hug­bún­að­ar­hús. Alls ekki.“

Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni hér fyrir neð­an:

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent