Passa verði upp á að þétting verði ekki svo mikil að hverfin hætti að ganga upp

Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir að þverpólitíska sátt vera í öllum flokkum um að bæta almenningssamgöngur í Reykjavík. Það séu hins vegar óvissuþættir í borgarlínuverkefninu sem hægra fólk eins og hún hafi áhyggjur af.

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Auglýsing

Hildur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, segir að það fyrsta sem hún myndi gera kæm­ist hún í meiri­hluta væri að reyna að leysa þann vanda sem sé uppi í leik­skóla­málum í borg­inn­i. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í máli Hildar í nýjum kosn­­inga­þætti Kjarn­ans, Með orðum odd­vit­anna, þar sem Eyrún Magn­ús­dóttir ræðir við alla odd­vita þeirra ell­efu fram­­boða sem bjóða sig fram í borg­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ing­unum sem fram fara þann 14. maí næst­kom­andi.

Segir þverpóli­tíska sátt um að bæta almenn­ings­sam­göngur

Aðspurð hvort hún styðji Borg­ar­línu segir Hildur að það verk­efni hafi að ein­hverju leyti orðið sam­heiti yfir bættar almenn­ings­sam­göng­ur. Hún seg­ist telja að allir vilji fleiri for­gangsak­grein­ar, tíð­ari ferðir og betri bið­skýli. „Það merki­lega er að það er held ég þverpóli­tísk sátt í öllum flokkum um að bæta almenn­ings­sam­göngur í Reykja­vík.“

Auglýsing
Hildur segir þó ákveðna óvissu­þætti vera í borg­ar­línu­verk­efn­inu sem hægra fólk eins og hún hafi áhyggjur af. Það sé til að mynda enn óvissa um fjár­mögnun á 60 af þeim 120 millj­örðum króna sem verk­efnið á að kosta. Þá hafi engin rekstr­ar­á­ætlun verið kynnt eða það feng­ist á hreint hvort ríkið muni með ein­herjum hætti koma inn í rekst­ur­inn. 

„Svolitlir stráka­stæl­ar“

Í hús­næð­is­málum segir Hildur að henni finnst stór­yrt lof­orð um tvö til þrjú þús­und íbúða upp­bygg­ingu á ári, sem hafa heyrst frá Sam­fylk­ing­unni og Fram­sókn­ar­flokkn­um, vera „svolitlir stráka­stæl­ar“. Í stað þess að festar í fjölda íbúða tali hún fyrir raun­hæfum svæðum þar sem hægt sé að byrja að byggja strax. 

Hildur segir að það sé skyn­sam­legt að þétta byggð og fyrir hægra fólk eins og hana sé það raunar tón­list í þeirra eyrum að stefna að slíku. Ákveð­ins mis­skiln­ings gæti hins vegar í umræð­unni um þétt­ingu byggðar í Reykja­vík þegar látið sé eins og að ein­ungis ein leið sé fær til þess. „Hvergi í heim­inum sjáum við gengið svo langt í þétt­ingu eins og í Reykja­vík. Þetta er ákveðið eins­dæmi þetta þétt­ing­ar­magn.“

Vilja þétta án þess að ganga á inn­viði

Því horfi hún og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn til þess að þétta byggð í hverfum eins og Úlf­arsár­dal, Stað­ar­hverfi í Graf­ar­vogi og á Kjal­ar­nesi og ráð­ast í nýja upp­bygg­ingu á Keldna­svæð­inu og í Örfiris­ey. 

Þegar hún er spurð að því hvort það felist ekki þver­sögn í að tala um þétt­ingu þegar um er að ræða hverfi í útjaðri borg­ar­inn­ar, en ekki þétt­ingu inn á við, segir Hildur að það þurfi að passa upp á þétt­ingin verði ekki það mik­il, og gangi það mikið á inn­viði, að hverfin hætti að ganga upp. Hún nefnir Vest­ur­bæ­inn og Laug­ar­dal­inn sem dæmi. „Stór og barn­mörg hverfi. Leik­skóla­vand­inn er hvergi stærri í allri borg­inni heldur en nákvæm­lega á þessum stöð­um. Biðlistar eftir frí­stund eru hvergi lengri heldur en í nákvæm­lega þessum hverf­um. Og þetta eru þau tvö hverfi sem búa við hvað verstan kost þegar kemur að íþrótta­mann­virkjum og aðstöðu fyrir íþrótta­iðkun barna. En enda­laust er byggt þarna fyrir fjöl­skyldur og reynt að fjölga íbú­um. Ég gleymdi reyndar að nefna að skól­arnir eru líka sprungn­ir.“

Segir sátt þegar hafa náðst

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hélt stórt próf­kjör í aðdrag­anda kosn­ing­anna þar sem Hild­ur, sem talin hefur verið til frjáls­lynd­ari arms borg­ar­stjórn­ar­flokks­ins, fékk 49,2 pró­sent atkvæða í fyrsta sæt­ið. Fram­bjóð­endur með íhalds­sam­ari skoð­anir á borg­ar­mál­um, sér­stak­lega þegar kemur að sýn á skipu­lags- og sam­göngu­mál, rað­aði sér í næstu sæti á eft­ir. 

Aðspurð hvort sá hópur geti náð ein­hverri nið­ur­stöðu um hvernig þessum málum eigi að vera háttað segir Hildur að hún hafi þegar náðst. „Það er sú sýn sem við kynnum í okkar mál­efna­stefnu. Þegar það kemur að sam­göngum þá hefur það alltaf verið sýn Sjálf­stæð­is­manna að tryggja frelsi og val og frjálsa val­kosti. Við höfum sam­ein­ast um þessa kosti sem við kynnum til leiks.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent