Boða þéttingu byggðar í jaðri byggðar og styrki fyrir að hafa ung börn heima

Sjálfstæðisflokkurinn boðar þéttingu byggðar í Staðarhverfi, Úlfarsárdal og Kjalarnesi og segist vilja tryggja 100 þúsund króna styrki á mánuði til reykvískra foreldra sem „vilja dvelja heima með börnin sín eftir fæðingarorlof“.

Hildur Björnsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur Björnsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Auglýsing

Flokk­arnir sem bjóða fram til borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga eru byrj­aðir að kynna áherslur sínar fyrir kom­andi kosn­ingar og þá fram­tíð­ar­sýn sem þeir bjóða kjós­endum í höf­uð­borg­inni, nú þegar ein­ungis þrjár vikur eru til kosn­inga.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn reið á vaðið og hélt blaða­manna­fund í Perlunni á mið­viku­dag, þar sem fram­bjóð­endur flokks­ins fóru yfir mál­efna­á­herslur flokks­ins, undir slag­orð­inu „Reykja­vík sem virkar“.

Flokk­ur­inn var sá stærsti í borg­inni í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum árið 2018 með 30,8 pró­sent atkvæða og hefur verið með 8 borg­ar­full­trúa, en náði þrátt fyrir það ekki saman við aðra flokka um meiri­hluta­sam­starf í upp­hafi kjör­tíma­bils.

Sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar frá 13. apríl mælist flokk­ur­inn enn stærst­ur, með 25 pró­sent fylgi í Reykja­vík. Kjarn­inn leit yfir helstu áhersl­urnar sem flokk­ur­inn setti fram í vik­unni.

Ný hverfi að Keldum og Örfirisey og þétt­ing í úthverfum

Í skipu­lags­málum seg­ist Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vilja „hefja kröft­uga hús­næð­is­upp­bygg­ingu um alla borg í lif­andi borg­ar­hverf­um“ og að flokk­ur­inn ætli sér að tryggja skipu­lag nýrra hverfa að Keldum og í Örfiris­ey. Einnig boðar flokk­ur­inn „þétt­ingu byggðar innan hverfa sem hafa til þess svig­rúm“ og svo eru nefnd þrjú úthverfi borg­ar­inn­ar; Stað­ar­hverfi, Úlf­ars­árs­dalur og Kjal­ar­nes.

Flokk­ur­inn seg­ist einnig vilja fleiri 15 mín­útna hverfi, þar sem verslun og þjón­usta sé nærri íbúum og öfl­ugri versl­un­ar­kjarna innan hverfa. Í því skyni seg­ist flokk­ur­inn vilja tryggja stofn­styrki til þeirra sem vilji hefja rekstur í auðum rým­um.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur það einnig á sinni mál­efna­skrá að tryggja „ein­fald­ara kerfi, raf­ræna stjórn­sýslu og 30 daga afgreiðslu­fresti“ í málum sem snerta upp­bygg­ingu hús­næð­is.

For­eldra­styrkir og hærri frí­stunda­styrkur

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn seg­ist ætla að tryggja leik­skóla­pláss fyrir öll börn er þau ná 12 mán­aða aldri, en hið sama hefur verið á stefnu­skrá borg­ar­yf­ir­valda allt kjör­tíma­bil­ið. Í upp­hafi kjör­tíma­bils var stefnt að því að öll 12 mán­aða börn kæmust inn á leik­skóla fyrir lok árs 2023, en nýlega var áætlun borg­ar­innar um leik­skóla­mál, sem ber nafnið Brúum bil­ið, upp­færð og nú segir borgin að byrjað verði að „taka á móti 12 mán­aða börnum í leik­skóla borg­ar­innar í haust“.

Einnig boðar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að hann ætli sér að tryggja hækkun frí­stunda­styrks borg­ar­inn­ar, úr 50 þús­und krónum upp í 70 þús­und krón­ur. Í dag er Frí­stunda­kortið svo­nefnda í boði fyrir börn á aldr­inum 6-18 ára, en flokk­ur­inn vill að það gildi fyrir börn frá 5 ára aldri.

Í mál­efna­skrá flokks­ins segir einnig að flokk­ur­inn vilji tryggja svo­kall­aða for­eldra­styrki, en það væri 100 þús­und króna greiðsla á mán­uði „fyrir for­eldra sem vilja dvelja heima með börnin sín eftir fæð­ing­ar­or­lof, til tveggja ára ald­ur­s.“

Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn boðar einnig að hann vilji auka stuðn­ing við einka­rekna skóla, þannig að þeir þurfi ekki að inn­heimta skóla­gjöld. Sjálf­stætt starf­andi grunn­skólar eiga rétt á því að fá fram­lög til sveit­ar­fé­lögum sem nemur 75 pró­sent af með­al­kostn­aði við hvern grunn­skóla­nema í land­inu, en ekk­ert hámark er sett á hversu mikið sveit­ar­fé­lög mega greiða með nem­endum sjálf­stætt starf­andi skóla.

Borg­ar­lína ekki nefnd á nafn í sam­göngu­á­herslum

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn seg­ist vilja tryggja „frelsi og val um fjöl­breyttar sam­göng­ur“ og notar í mál­efna­skrá sinni það orða­lag að einn far­ar­máti eigi ekki að úti­loka ann­an. Athygli vekur að Borg­ar­lína er ekki nefnd á nafn í mál­efna­skrá flokks­ins, en þar segir þó að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vilji tryggja „öflugar og nútíma­legar almenn­ings­sam­göng­ur“.

Flokk­ur­inn vill tryggja að upp­bygg­ing Sunda­brautar verði hafin á kjör­tíma­bil­inu, að hjól­reiða­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar verði fram­fylgt af metn­aði og að upp­hit­uðum stígum verði fjölgað í borg­inni. Einnig seg­ist flokk­ur­inn vilja tryggja snjallar ljósa­stýr­ingar um alla borg og að orku­skiptum verði hraðað með bættu aðgengi að hleðslu­stöðvum fyrir raf­bíla í borg­ar­land­inu, í sam­starfi við aðila á mark­aði.

End­ur­skipu­lagn­ing rekstrar og fækkun borg­ar­full­trúa

Í mál­efna­skrá flokks­ins segir að stjórn­kerfi borg­ar­innar hafi „orðið að bákni“ og minnka þurfi yfir­bygg­ingu, stöðva skulda­söfnun og sýna ráð­deild er sýslað er með fjár­muni borg­ar­búa. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn seg­ist telja mik­il­vægt að rekstur borg­ar­kerf­is­ins verði end­ur­skipu­lagður og ætlar sér að tryggja hag­ræð­ingu í opin­berum rekstri og minni umsvif borg­ar­innar í sam­keppn­is­rekstri.

Auk þess er flokk­ur­inn með það inni í mál­efna­skrá sinni að tryggja þrýst­ing á að borg­ar­full­trúum verði fækkað úr 23 niður í 15. Sá þrýst­ingur mun þá bein­ast að rík­is­stjórn­inni og Alþingi, en borg­ar­full­trúum var fjölgað úr 15 úr 23 eftir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar í takti við gild­andi sveit­ar­stjórn­ar­lög frá 2011.

Sam­kvæmt þeim lögum eiga aðal­menn í sveit­ar­stjórnum sveit­ar­fé­laga þar sem íbúar hafa verið 100 þús­und eða fleiri fjögur ár í röð að vera 23-31 tals­ins.

Lægri fast­eigna­skattar á atvinnu­hús­næði

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn seg­ist ætla sér að tryggja lækkun fast­eigna­skatta á atvinnu­hús­næði og aukið fram­boð atvinnu­lóða í Reykja­vík. Einnig vill flokk­ur­inn að „ný­sköp­un­ar­þorp“ verði til í Örfirisey fyrir hug­vits­drifna starf­semi.

Flokk­ur­inn vill einnig tryggja að fast­eigna­skattar af íbúð­ar­hús­næði þeirra sem eru 67 ára eða verði lækk­að­ir. Tekið er fram í mál­efna­skránni að flokk­ur­inn vilji tryggja að tekju­mörk vegna afslátta verði hækkuð sem nemur 1,8 milljón kr. af árs­tekj­um.

Í umhverf­is- og lofts­lags­málum segir flokk­ur­inn að hann vilji tryggja kolefn­is­bind­ingu, „með lausnum á borð við Car­bfix, skóg­rækt og end­ur­heimt vot­lend­is“, auk þess sem flokk­ur­inn vill tryggja að „staðið verði vörð um græn svæði og þau byggð upp til úti­vistar“.

Flokk­ur­inn seg­ist einnig ætla að tryggja að sorp­hirða verði öfl­ugri og end­ur­vinnsla sam­ræmd, auk þess sem betur verði staðið að snjó­ruðn­ingi að vetri og götu­sópun að vori.

Kjarn­inn mun fara yfir fram­lagðar kosn­inga­á­herslur allra helstu fram­boða í Reykja­vík á næstu dög­um, en flokk­arnir eru sem áður segir að leggja stefnu­mál sín fram, einn af öðrum, þessa dag­ana.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent