Vilja enga útvistun starfa hjá borginni og 3.000 nýjar félagslegar íbúðir

Sósíalistaflokkurinn vill að Reykjavíkurborg byggi þrjú þúsund félagslegar íbúðir, sérstaklega í hverfum þar sem lítið er af félagslegu húsnæði. Borgin ætti að mati flokksins ekki að útvista einu einasta starfi.

Sanna Magdalena Mörtudóttir er oddviti Sósíalistaflokksins.
Sanna Magdalena Mörtudóttir er oddviti Sósíalistaflokksins.
Auglýsing

Sós­í­alista­flokk­ur­inn rekur fram­boðs­bar­áttu sína í Reykja­vík undir slag­orð­inu „Sanna Reykja­vík“ og snýr þannig upp á nafn odd­vit­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur, sem verið hefur eini borg­ar­full­trúi flokks­ins und­an­farin fjögur ár og raunar eini kjörni full­trúi Sós­í­alista­flokks­ins á lands­vísu.

Flokk­ur­inn fékk 6,4 pró­sent atkvæða í Reykja­vík í síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum og er á svip­uðu reki í skoð­ana­könn­unum nú. Sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar frá 3. maí er flokk­ur­inn með 6,7 pró­sent fylgi og fengi einn borg­ar­full­trúa kjör­inn, en þó þyrfti fylgið ekki að verða mikið hærra til þess að annar maður á lista flokks­ins næði kjöri, ásamt odd­vit­anum Sönnu.

Á vef­síðu flokks­ins má sjá ýmsar áætl­anir og stefnur sem flokk­ur­inn vill hrinda í fram­kvæmd í Reykja­vík í kom­andi kosn­inga og tók Kjarn­inn það helsta sem þar má finna sam­an.

Vilja byggja 3.000 félags­legar íbúðir um alla borg

Sós­í­alista­flokk­ur­inn vill að borgin sjálf ráð­ist í stór­á­tak í því að byggja hús­næði fyrir lág­tekju­fólk og vilja að borgin byggi 3.000 félags­legar íbúð­ir, einkum á þeim svæðum þar sem lítið er af félags­legu hús­næði í dag. Í því sam­hengi nefnir flokk­ur­inn Mel­ana og Hag­ana í Vest­ur­bæn­um, Foss­vog­inn og Laug­arás­inn.

Sós­í­alista­flokk­ur­inn vill að sveit­ar­fé­lögum verði tryggðir sterk­ari tekju­stofnar og vilja beita sér fyrir því að sam­staða náist á milli sveit­ar­fé­laga lands­ins um að stór­auka tekjur sveit­ar­fé­laga með því að leggja útsvar ofan á fjár­magnstekj­ur. Flokk­ur­inn segir að með þessu móti hefðu útsvars­tekjur Reykja­vík­ur­borgar verið um 7 millj­örðum meiri árið 2020.

Auglýsing

Einnig vill flokk­ur­inn end­ur­vekja aðstöðu­gjald á fyr­ir­tæki, veltu­tengdan fyr­ir­tækja­skatt sem rann til sveit­ar­fé­laga, en hann var aflagður í upp­hafi tíunda ára­tugar síð­ustu ald­ar. Þessu máli vill Sós­í­alista­flokk­ur­inn að sveit­ar­fé­lög lands­ins beiti sér sam­eig­in­lega fyrir gegn rík­is­vald­inu. Þá vill flokk­ur­inn sömu­leiðis að sveit­ar­fé­lög hefji við­ræður við ríkið um að 10 pró­sent af áfeng­is­gjaldi renni til sveit­ar­fé­laga, fyrir nauð­syn­lega þjón­ustu við þau sem glíma við áfeng­is- og vímu­efna­vanda.

Í mennta- og barna­málum segir Sós­í­alista­flokk­ur­inn að þar sem börn hafi engar tekjur eigi þau ekki að greiða nein gjöld og vill flokk­ur­inn að menntun á öllum skóla­stigum verði gjald­frjáls og skóla­mál­tíðir verði ókeyp­is. Flokk­ur­inn vill einnig að börnum af erlendum upp­runa verði tryggð bæði íslensku­kennsla og móð­ur­máls­kennsla.

Allri útvistun verði hætt

Sós­í­alista­flokk­ur­inn er með það í stefnu­skrá sinni að „lág­launa­stefna verði lögð af í rekstri sveit­ar­fé­laga“ og allri útvistun verk­efna til einka­að­ila hætt, „starfs­fólk vinni beint fyrir sveit­ar­fé­lag­ið“. „Út­vist­anir leiða ein­göngu til lægri launa, verra starfs­um­hverfis og verri þjón­ustu við íbú­ana,“ segir um þetta í mál­efna­skrá flokks­ins.

Sós­í­alista­lista­flokk­ur­inn vill bæta kjör og starfs­að­stæður starfs­fólks í skólum og við umönn­un, auk þess sem flokk­ur­inn vill hækka fjár­hags­að­stoð sveit­ar­fé­laga, þannig að fjár­hags­að­stoðin „dugi til að lifa mann­sæm­andi líf­i“.

Flokk­ur­inn vill einnig að öll þjón­usta á vegum sveit­ar­fé­laga sem snýr að heilsu og vel­ferð fólks skuli vera „gjald­frjáls og rekin af opin­berum aðilum eða af óhagn­að­ar­drif­inum félags­legum sam­tökum ef það á við“.

Almenn­ings­sam­göngur eiga einnig að vera gjald­frjálsar að mati flokks­ins, auk þess sem ekki ætti að inn­heimta vega­tolla á þjóð­veg­um. Sós­í­alista­flokk­ur­inn vill líka að aðgangur að opin­berum söfnum verði gjald­frjáls og að bóka­söfn, menn­ing­ar­stofn­anir og almenn­ings­garðar verði „efld sem opin rými þar sem allir mega koma saman óháð efna­hags­legri stöð­u“.

Þriðja stjórn­sýslu­stig­ið?

Í stefnu­á­herslum Sós­í­alista­flokks­ins segir einnig að flokk­ur­inn vilji kanna mögu­leik­ann á því að koma á þriðja stjórn­sýslu­stig­inu, „til þess að sam­eina kosti stærð­ar­innar og nær­sam­fé­lags­ins“ og því lýst að slíkt stjórn­sýslu­stig myndi taka yfir verk­efni sem nú eru á höndum rík­is­ins og í sumum til­fellum sveit­ar­fé­laga.

Not­endur þjón­ustu fái að hafa meiri áhrif

Sós­í­alistar segj­ast einnig vilja auka lýð­ræði með því að „not­endur þjón­ustu sveit­ar­fé­lag­anna og starfs­menn í almanna­þjón­ustu fái meira vald til ákvarð­ana­töku innan kerf­is­ins“.

Dæmi um þetta eru væru að starfs­menn og íbúar á hjúkr­un­ar­heim­ilum fengju að taka þátt í stefnu­mótun í þeim mála­flokki, not­endur almenn­ings­sam­gangna að þeirra málum og starfs­fólk líkt og kenn­arar og skóla­lið­ar, nem­endur og for­eldrar kæmu að ákvarð­ana­töku í skóla­málum – og svo mætti áfram telja.

Kjarn­inn mun halda áfram að fjalla um fram­lögð stefnu­mál fram­boða í Reykja­vík á næstu dög­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent