Hvorki „ofurloforð“ né „brjálæðislegar töfralausnir“

Flokkur fólksins ætlar ekki að koma sér á framfæri með „ofurloforðum og brjálæðislegum töfralausnum,“ segir Kolbrún Baldursdóttir. Hún gagnrýnir menninguna í borgarpólitíkinni og segir að ef hún komist í meirihluta verði hlustað á minnihlutann.

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.
Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.
Auglýsing

Kol­brún Bald­urs­dóttir sál­fræð­ingur seg­ist hafa lært mjög margt á þeim fjórum árum sem hún hefur setið í borg­ar­stjórn fyrir hönd Flokks fólks­ins. Í við­tali í þætt­inum Með orðum odd­vit­anna, hlað­varps­þætti Kjarn­ans, er henni tíð­rætt um þau „mann­skemm­andi“ vinnu­brögð og menn­ingu sem ríki í borg­arpóli­tík­inni sem hafi oft orðið til þess að hana langar ýmist að gráta eða öskra. Til­lögum hennar og ann­arra í minni­hlut­anum hefur í tuga­tali verið vísað frá án frek­ari umræðu „eins og hverri annarri drullugri tusku“. Kom­ist Kol­brún inn í borg­ar­stjórn og í meiri­hluta vill hún breyta þessu.

„Þú leggur dag við nótt ef þú ætlar virki­lega að láta rödd þína heyrast,“ segir hún um þau tól sem full­trúar minni­hlut­ans nota sem fel­ast m.a. í bók­un­um, til­lögum og fyr­ir­spurn­um. „Ég ákvað það þegar ég upp­götv­aði að ég væri ekki mann­eskjan sem væri með í ákvarð­ana­tök­unni að nota þetta eins vel og ég gæt­i.“

Hún segir að Flokki fólks­ins langi nú að kom­ast á þann stað að geta komið ein­hverju til leið­ar. „Draum­ur­inn er að geta myndað meiri­hluta með fólki sem hefur áhuga á okkar mál­um, sem er að setja fólkið í fyrsta sæti og sjá til þess að allir geti átt mann­sæm­andi líf í borg­inn­i.“

Auglýsing

Meðal áherslu­mála sé aðbún­aður barna, eldra fólks, fatl­aðra og öryrkja. Henni er skemmt að heyra for­ystu­menn flokka í núver­andi meiri­hluta veifa gjald­frjálsum leik­skóla framan í kjós­endur og seg­ist ekki trúa öðru en að fólk sjái í gegnum slíkt. „Flokkur fólks­ins er ekki flokkur sem ætlar að koma sér á fram­færi með ofur­lof­orð­um, brjál­æð­is­legum töfra­lausn­um.“

Börn sem búa við fátækt séu þau sem eigi að ein­beita sér að. Um sé að ræða nokkur þús­und börn í Reykja­vík. „Fyrir þennan hóp verður bara að vera frítt vegna þess að for­eldr­arnir eiga ekki krónu með gati til að gera neitt [þegar leigu og öðrum útgjöldum slepp­ir].“ Ekki eigi að „kreista hverja krónu“ út úr þeim sem minnst hafa á milli hand­anna.

Kol­brún vill að lögð verði áhersla á að eyða biðlistum barna sem bíða eftir þjón­ustu á borð við sál­fræði- og tal­meina­að­stoð. Þá vill hún fleiri sér­skóla eins og Kletta­skóla þar sem skóli án aðgrein­ing­ar, sem sé fal­leg hug­mynd á blaði, virki ekki fyrir alla.

Hvað varðar hús­næð­is­málin segir hún þétt­ingu byggðar góða og gilda en að fleira þurfi að koma til. Byggja þurfi meira í úthverf­unum og í fram­tíð­inni ný hverfi. Ekki sé svo nóg að byggja, fólk verði að hafa efni á að kaupa sér íbúðir eða leigja.

Fólk fái að nota þann sam­göngu­máta sem því henti

Borg­ar­línan er ekki sér­stakt bar­áttu­mál Flokks fólks­ins en fólk þurfi að geta kom­ist á milli staða „taf­ar­laust“ með þeim leiðum sem það kýs. Núver­andi meiri­hluti vilji koma bílum af göt­unum en „við viljum að fólk fái að nota sinn bíl ef það kýs og þarf“. Efla þurfi svo almenn­ings­sam­göngur sam­tímis enda séu mörg ár í það að borg­ar­lína verði að veru­leika.

„Ef þú ætlar að eyða biðlistum barna þá kostar það. Það kostar að fjölga fag­fólki. Ef þú ætlar að sjá til þess að allir eigi þak yfir höf­uðið þá kostar það,“ segir Kol­brún. Pen­ing­ana megi fá með því að breyta for­gangs­röð­un. Segir hún í „raun áfall“ að sjá hvernig farið hafi verið með fjár­magn í átaki í borg­inni sem miði að staf­rænni umbreyt­ingu. Á þremur árum hafi verið varið þrettán millj­örðum í verk­efni sem þeirri veg­ferð tengj­ast sem hún segir að mörg hver hefðu mátt bíða. „Þetta er svo brjál­æð­is­leg upp­hæð.“ Til sam­an­burðar hafi borgin hingað til sett 1,7 millj­arð í borg­ar­línu­verk­efn­ið.

Gengið verður til kosn­inga í Reykja­vík líkt og öðrum sveit­ar­fé­lögum lands­ins þann 14. maí. „Nú er spurn­ing­in, er fólk ánægt með mig og okkur í Flokki fólks­ins í borg­inn­i,“ spyr Kol­brún. „Nógu ánægt til að finna að þetta sé fólk sem það vill kjósa aft­ur?”

Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni hér fyrir neð­an:

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent