Viðreisn vill sjá aukinn einkarekstur í Reykjavík og þéttari byggð

Viðreisn vill nagladekkjaskatt sem renni til sveitarfélaga, hallalausan borgarsjóð árið 2024, gjaldfrjálsan sex tíma leikskóla fyrir 5 ára börn, þéttari byggð í Reykjavík og skoða sölu á einingum Orkuveitu Reykjavíkur sem eru í samkeppnisrekstri.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Auglýsing

Við­reisn hefur kynnt stefnu sína fyrir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, sem sett er fram undir slag­orð­inu „Skýr sýn fyrir Reykja­vík“.

Eftir að hafa fengið 8,2 pró­sent atkvæða og tvo borg­ar­full­trúa kjörna í kosn­ing­unum árið 2018 hefur Við­reisn nú verið að mæl­ast ögn minni í nýlegum skoð­ana­könn­un­um, eftir fjög­urra ára setu í meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar. Í síð­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar var flokk­ur­inn með 6,7 pró­senta fylgi en mæld­ist svo reyndar öllu spræk­ari og með 9 pró­sent fylgi í nýj­ustu könnun Mask­ínu, sem birt var í gær.

Kjarn­inn kynnti sér heild­ar­stefnu Við­reisnar í Reykja­vík, um tutt­ugu blað­síðna plagg sem sam­þykkt var á mál­efna­þingi flokks­ins í Reykja­vík 2. apríl og tók saman það sem flokk­ur­inn setur á odd­inn fyrir kom­andi kosn­ing­ar.

Þétt­ari borg og stærra Kjal­ar­nes

Hvað þróun byggð­ar­innar í borg­inni varðar vill Við­reisn horfa inn á við. Flokk­ur­inn vill hefja upp­bygg­ingu nýja hverf­is­ins við Ártúns­höfða og ljúka skipu­lagi vegna fyrstu áfanga Keldna­lands að und­an­geng­inni hug­mynda­sam­keppni.

Við­reisn vill einnig að flug­völl­ur­inn fari úr Vatns­mýri og að þar rísi þétt, blönduð byggð. Flokk­ur­inn segir að hefja eigi upp­bygg­ingu í Skerja­firði og öðrum svæðum í Vatns­mýri sem fyrst.

Í stefnu flokks­ins er einnig talað um að skoða megi stækkun núver­andi hverfa til þess að nýta betur þá inn­viði sem fyrir eru. Dæmi um þetta segir Við­reisn að geti verið „upp­bygg­ing á Skeifu­svæð­inu, við Kringl­una og í Úlf­arsár­dal“ og svo segir einnig í í stefnu flokks­ins að þétt­býlið á Kjal­ar­nesi megi stækka „til að það geti verið sjálf­bært og borið verslun og öfl­uga nær­þjón­ust­u“.

Í hús­næð­is­málum segir flokk­ur­inn að lóða­út­hlut­anir skuli tryggja fram­boð og jafna sveiflu á hús­næð­is­mark­aði og að á næstu árum verði tryggðar lóðir fyrir minnst 2.000 íbúðir á ári. Við­reisn segir að huga skuli að „þörfum ungs fólks og fyrstu kaup­enda“ og lækka kostnað við nýbygg­ingar „með ein­földun reglu­verks og með því að minnka þörf fyrir dýr bíla­stæð­i.“

Flokk­ur­inn seg­ist einnig vilja „end­ur­skoða“ samn­ings­mark­mið borg­ar­innar um fjölda leigu­í­búða á hverri lóð og segir að sam­eina ætti inn­viða­gjöld gatna­gerð­ar­gjöldum og auka gagn­sæi við inn­heimtu þeirra.

Nagla­dekkja­skattur til sveit­ar­fé­laga

Í sam­göngu­málum styður Við­reisn Borg­ar­línu og vill að hún verði í „hæsta gæða­flokki“. Flokk­ur­inn telur að leggja skuli áherslu á hátt þjón­ustu­stig almenn­ings­sam­gangna fremur en að gera þær ókeyp­is.

Auglýsing

Einnig styður Við­reisn stækkun gjald­skyldra bíla­stæða­svæða og leng­ingu gjald­skyldu­tíma. Á hinn bog­inn segir Við­reisn að liðka þurfi fyrir fjölgun deili­bíla með tíma­bundnum bíla­stæða­fríð­ind­um.

Í mál­efna­skrá Við­reisnar segir einnig að Mikla­braut skuli setja í stokk upp að Grens­ás­vegi, að leggja skuli Sunda­braut fyrir alla sam­göngu­máta og draga úr notkun nagla­dekkja, með því að ríkið inn­heimti af þeim skatt og útdeili tekj­unum til sveit­ar­fé­laga. Flokk­ur­inn vill einnig að frítt verði í strætó á svoköll­uðum gráum dög­um, þegar útlit er fyrir slæm loft­gæði í borg­inni.

Skoða megi sölu á sam­keppn­is­ein­ingum Orku­veit­unnar

Við­reisn fjallar nokkuð um einka­væð­ingu og útvistun verk­efna hjá fyr­ir­tækjum í eigu borg­ar­innar í stefnu sinni í Reykja­vík.

Flokk­ur­inn segir að ljúka skuli við sölu Mal­bik­un­ar­stöðv­ar­innar Höfða og jafn­framt að skoða megisölu á þeim ein­ingum Orku­veit­unnar sem starfa á sam­keppn­is­mark­aði“ en á meðal dótt­ur­fyr­ir­tækja Orku­veit­unnar sem starfa á sam­keppn­is­mark­aði er raf­orku­sal­inn Orka nátt­úr­unnar og Ljós­leið­ar­inn, sem áður hét Gagna­veita Reykja­vík­ur­.

Þá segir flokk­ur­inn að það ætti að skoða „að selja eða bjóða út valda þætti í rekstri Sorpu“ og að nýja sorp­brennslu­stöð ætti að reisa í sam­starfi við einka­að­ila. Við­reisn vill einnig bjóða ætti út stærri hlut í akstri Strætó“ og telur flokk­ur­inn að borgin ætti að selja bíla­stæða­hús eða þá bjóða rekstur þeirra út „til að tryggja sam­keppni og stuðla að eðli­legri verð­mynd­um“. Við­reisn telur einnig að færa mætti inn­heimtu bíla­stæða­gjalda alfarið í hendur einka­að­ila.

Við­reisn vill einnig að mat­ar­þjón­usta hjá borg­inni verði boðin út í skrefum og segir einnig „mikil tæki­færi fel­ast í auknu sam­starfi við einka­að­ila sem starfa að vel­ferð­ar­mál­u­m,“ til dæmis hjúkr­un­ar­heim­ili, vinnu­staði fatl­aðs fólks og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki í vel­ferð­ar­tækni.

Starfs­fólki fjölgi ekki nema í grunn­þjón­ustu

Í stefnu Við­reisnar segir að stefna skuli að halla­lausum rekstri borg­ar­sjóðs frá árinu 2024. Þá segir Við­reisn að skulda­við­mið sam­stæðu borg­ar­inn­ar, að með­tal­inni Orku­veitu Reykja­vík­ur, skuli fara undir 150 pró­sent frá og með árinu 2027.

Til þess að ná þessu fram segir Við­reisn að halda skuli áfram hag­ræð­ing­ar­körfu upp á 1-2 pró­sent á næsta kjör­tíma­bili, meðal ann­ars með hjálp staf­rænnar umbreyt­ingar borg­ar­inn­ar. Við­reisn segir einnig að það ætti ekki að fjölga starfs­fólki borg­ar­innar nema í grunn­þjón­ustu, og þá í takt við fólks­fjölg­un.

Flokk­ur­inn vill einnig stefna að því að lækka fast­eigna­skatt á atvinnu­hús­næði í borg­inni, niður í 1,55 pró­sent. Á kjör­tíma­bil­inu hefur skatt­ur­inn verið lækk­aður í skrefum úr 1,65 pró­senti niður í 1,60 pró­sent.

Gjald­frjálsan sex tíma á leik­skóla fyrir 5 ára börn

Í skóla­málum seg­ist Við­reisn styðja „val­frelsi í mennta­kerf­inu og fjöl­breytt rekstr­ar­form mennta­stofn­ana“. Flokk­ur­inn leggur áherslu á að sjálf­stætt starf­andi grunn­skólar fái sama fram­lag og borg­ar­reknir skólar með hverjum nem­anda, gegn því að sjálf­stætt starf­andi skól­arnir inn­heimti ekki skóla­gjöld.

Hvað varðar leik­skóla seg­ist Við­reisn stefna að því að öll börn fái pláss á leik­skóla við 12 mán­aða ald­ur. Við­reisn seg­ist einnig vilja „hefja sam­tal við ríkið og sam­band sveit­ar­fé­laga“ um að 5 ára börn fái 6 klukku­stundir á dag á leik­skóla end­ur­gjalds­laust. Þetta segir Við­reisn styðja við jafna þátt­töku á vinnu­mark­aði, treysta skóla leik­skól­ans sem fyrsta skóla­stigs­ins og ýta undir félags­lega blöndun með því að fækka börnum sem ekki sækja leik­skóla.

Við­reisn segir að hlúa þurfi að sjálf­stætt starf­andi leik­skólum og vill flokk­ur­inn einnig að „vinnu­staðir geti rekið eigin leik­skóla“. Flokk­ur­inn vill styðja við alla leik­skóla sem gera til­raunir með sveigj­an­legri opn­un­ar­tíma og sum­ar­opn­un, „án þess að það bitni á fag­legu starfi með börn­un­um“.

Kjarn­inn mun halda áfram að fjalla um fram­lögð stefnu­mál flokka í Reykja­vík á næstu dög­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent