Píratar vilja sex tíma gjaldfrjálsan leikskóla í Reykjavík og fá Borgarlínu fyrr

Píratar í Reykjavík segjast vilja skapa hvata til styttri dagvistunar barna með því að hafa sex tíma leikskóla gjaldfrjálsan. Flokkurinn vill líka flýta Borgarlínu, fækka bílastæðum og stækka gjaldskyldusvæðin í borginni.

Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti Pírata í Reykjavík.
Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti Pírata í Reykjavík.
Auglýsing

Píratar í Reykja­vík kynntu stefnu­málin sem flokk­ur­inn hyggst setja á odd­inn fyrir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar á fundi sem hald­inn var á Kjar­vals­stöðum á Sum­ar­dag­inn fyrsta, en flokk­arnir sem bjóða fram í borg­inni hafa einn af öðrum verið að setja fram stefnu­mál sín að und­an­förnu.

Píratar eru í dag með tvo borg­ar­full­trúa eftir að hafa fengið 7,7 pró­senta fylgi í kosn­ing­unum árið 2018. Sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum sem hafa birst að und­an­förnu er flokk­ur­inn lík­legur til að bæta við sig fylgi eftir fjög­urra ára setu í meiri­hluta með Sam­fylk­ingu, Við­reisn og Vinstri græn­um, en í nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar mæld­ist fylgi flokks­ins 12,8 pró­sent.

Stefnur Pírata í Reykja­vík eru fimm tals­ins, en flokk­ur­inn er með umhverf­is-, skipu­lags- og sam­göngu­stefu, dýra­vel­ferð­ar­stefnu, mann­rétt­inda- og vel­ferð­ar­stefnu, lýð­ræð­is-, menn­ing­ar- og nýsköp­un­ar­stefnu og barna­stefnu.

Kjarn­inn renndi yfir stefnur Pírata í Reykja­vík, sem settar eru fram á alls 24 blað­síðum, og tók saman helstu aðgerð­irnar sem flokk­ur­inn seg­ist vilja ráð­ast í.

Borg­ar­línu hraðar og færri bíla­stæði

Í sam­göngu­málum segj­ast Píratar vilja hraða upp­bygg­ingu Borg­ar­línu og tryggja að „ekki verði farið í umferð­ar­auk­andi fram­kvæmd­ir“. Þá vilja Píratar að mis­læg gatna­mót verði „gerð víkj­andi“ og að kveðið verði á um end­ur­hönnun þeirra fyrir vist­væna ferða­máta.

Einnig seg­ist flokk­ur­inn vilja að við útfærslu stórra stofn­vega­fram­kvæmda, eins og Sunda­braut­ar, verði „brugð­ist við með mót­væg­is­að­gerðum til að koma í veg fyrir umferð­ar­aukn­ingu, í þágu lofts­lags­ins og mann­lífs­ins í borg­inni“ en einna efst á blaði í stefnu flokks­ins er að öll ákvarð­ana­taka eigi að taka mið af mark­miðum í umhverf­is- og lofts­lags­mál­um.

Flokk­ur­inn vill að skipu­lag og hraða­tak­mark­anir á akandi umferð taki mið af því að fækka slysum og auka örygg­is­til­finn­ingu gang­andi og hjólandi. Í því skyni vill flokk­ur­inn að „Reykja­vík verði skil­greind sem 50 km hámarks­hraða­svæði“ og þróa „bíl­lausa byggð með frelsi frá bíla­eign“. Píratar stefna að því að fækka bíla­stæðum og koma á gjald­skyldu víð­ar.

Auglýsing

Píratar vilja einnig koma næt­ur­strætó aftur á og bjóða upp á gjald­frjálsar almenn­ings­sam­göngur fyrir börn upp að 18 ára aldri, bæta í fjár­fest­ingu í innviðum fyrir hjól­reiðar og gera auknar kröfur um bæði fjölda og gæði hjóla­stæða.

Í stefnu flokks­ins segir einnig að draga skuli úr notkun nagla­dekkja, „svo sem með því að rukka fyrir notkun þeirra og með því að breyta ferða­venj­u­m.“ Píratar vilja stefna að því að tak­marka bíla­um­ferð þegar slæm loft­gæði ógni heilsu fólks og bjóða ókeypis í almenn­ings­sam­göngur á svoköll­uðum gráum dög­um.­Flokk­ur­inn seg­ist vilja hraða upp­bygg­ingu hús­næðis í borg­inni og láta hús­næð­is­upp­bygg­ing­una hald­ast í hendur við upp­bygg­ingu Borg­ar­línu, í „þéttri lífs­gæða­byggð“. Í kosn­inga­bar­átt­unni tala nokkrir flokkar fyrir því að ráð­ast í skipu­lagn­ingu Keldna­lands, en í stefnu Pírata segir að ný byggð þar skuli rísa sam­hliða borg­ar­línu­teng­ingu, „ellegar verði bíl­laus“. Flokk­ur­inn vill einnig að Reykja­vík­ur­flug­völlur víki „sem allra fyrst“ svo hægt verði að und­ir­búa hús­næð­is­upp­bygg­ingu í Vatns­mýr­inni.

Píratar segj­ast vilja stuðla að upp­bygg­ingu heima­vistar fyrir nem­endur sem vilja koma til Reykja­víkur að stunda fram­halds­skóla­nám í sam­starfi við rík­ið. Einnig vill flokk­ur­inn að félags­legum íbúðum verði fjölgað sem hlut­fall af heild­ar­upp­bygg­ingu og að unnið verði „í sam­ein­ingu að því að öll sveit­ar­fé­lög axli sinn hluta“.

Sex tíma gjald­frjáls leik­skóli og heim­greiðslur með 12-15 mán­aða börnum

Í stefnu Pírata segir að flokk­ur­inn vilji upp­fylla þörf­ina fyrir fjölda leik­skóla­plássa frá fæð­ing­ar­or­lofi „í nærum­hverfi barns­ins“. Píratar segj­ast jafn­framt vilja tryggja „jafnt aðgengi að leik­skóla­vistun óháð efna­hag“ og skapa hvata til styttri dag­vist­unar „með 6 tíma gjald­frjálsum leik­skóla.“ Píratar segj­ast einnig vilja stuðla að „sveigj­an­leika í töku sum­ar­frís frá leik­skól­u­m“.

Flokk­ur­inn vill einnig að „börn fólks í fátækt fái ókeypis skóla­mál­tíð­ir“ og tryggja aðgengi að tón­list­ar­námi óháð efna­hag í öllum hverfum borg­ar­inn­ar. Píratar vilja styðja við aukna notkun Frí­stunda­korts­ins meðal hópa sem nýta sér það minna en aðrir og skoða að bjóða upp á frí­stunda­styrki fyrir yngri börn, en í dag geta börn á aldr­inum 6-18 ára nýtt sér frí­stunda­styrk­inn.

Píratar segj­ast einnig vilja gera til­raunir með „greiðslur til for­eldra/­for­sjárað­ila 12-15 mán­aða barna sem ekki fá dag­vist­un­ar­pláss eða velja að öðrum kosti ekki að setja börnin í umönnun utan heim­il­is“ og safna gögnum um hvernig til tekst.

Ekki kemur fram hversu háar greiðslur Píratar sjá fyrir sér, en hug­myndir í mál­efna­skrá Sjálf­stæð­is­flokks­ins um 100 þús­und króna mán­að­ar­legar greiðslur til for­eldra sem kjósa að vera heima með börn sín fram að tveggja ára aldri hafa vakið nokkuð umtal und­an­farna daga.

Eins og Píratar stilla því upp í stefnu sinni eiga til­raunir með þetta að nýt­ast inn í umræð­una um leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs og tryggja skal að að for­eldrar sem í þessu taka fái við­eig­andi fræðslu og end­ur­gjöf.

Flokk­ur­inn seg­ist einnig vilja bjóða gjald­frjálsa móð­ur­máls­kennslu barna sem ekki hafa íslensku að móð­ur­máli og bjóða fram jafn­rétt­is-, kyn-, hinseg­in- og kynja­fræðslu á öllum skóla­stig­um.

Lausa­göngu­svæði hunda í öllum hverfum

Píratar segj­ast vilja að Geirs­nef í Elliða­ár­vogi „geti áfram virkað sem hunda­svæði“ eftir borg­ar­línu­breyt­ing­ar, en fyrsti áfangi Borg­ar­línu á að liggja yfir Geirsnefið úr Voga­byggð­inni og upp á Ártúns­höfða. Píratar vilja bjóða upp á lausa­göngu­svæði fyrir hunda í öllum hverfum og að lögð sé „áhersla á fjölgun slíkra svæða í hverfum áður en breyt­ingar verða á Geirsnef­i.“

Í dýra­vel­ferð­ar­stefnu flokks­ins segir einnig að þróa eigi Dýra­þjón­ustu Reykja­víkur áfram og upp­lýsa borg­ar­búa um til­vist henn­ar, til­gang og þjón­ustu. Einnig segir að styðja skuli við við gras­rót­ar­sam­tök í dýra­vel­ferð og stuðla að sam­starfi sveit­ar­fé­laga á milli um dýra­þjón­ustu.

Gagn­sæi, lýð­ræði og staf­ræn stjórn­sýsla

Í stefnu Pírata er einnig rætt um að efla gagn­sæi í rekstri borg­ar­inn­ar, meðal ann­ars með áfram­hald­andi þróun og inn­leið­ingu á Gagn­sjá Reykja­víkur og nýrri „styrkja­gátt“ sem verði með yfir­liti yfir veitta styrki frá borg­inni og for­sendur styrk­veit­inga.

Píratar segj­ast svo vilja inn­leiða lýð­ræð­is­stefnu í Reykja­vík og nýta staf­ræna stjórn­sýslu í auknum mæli. Flokk­ur­inn talar meðal ann­ars fyrir því að skapa staf­rænt inn­rit­un­ar­ferli í leik­skóla og ein­falda þjón­ustu í skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar­mál­um.

Kjarn­inn mun fara yfir fram­lagðar kosn­­inga­á­herslur allra helstu fram­­boða í Reykja­vík í aðdrag­anda borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent