Sjálfstæðisflokkurinn „holdgervingur“ eitraðs kokteils íslensks viðskiptalífs og stjórnmálalífs

Þingflokksformaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða ábyrgð hún bæri á að hafa komið Sjálfstæðisflokknum til valda og Bjarna Benediktssyni í fjármálaráðuneytið. Þær ræddu Íslandsbankasöluna í óundirbúnum fyrirspurnatíma.

Halldóra Mogensen
Auglýsing

Hall­dóra Mog­en­sen þing­flokks­for­maður Pírata og Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra fjöll­uðu um Íslands­banka­söl­una í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma í dag.

Hall­dóra ræddi tengsl Bjarna Bene­dikts­sonar efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra inn í íslenskt við­skipta­líf en hún sagði þau væru það víð­tæk og marglaga að hann hlyti að hafa vitað hverja hann myndi finna á til­boðs­list­anum í útboði Banka­sýsl­unn­ar.

„Það bara hlýtur að vera. Hann hlýtur að hafa vitað að hann myndi finna gamla kunn­ingja, jafn­vel ætt­ingja, á list­anum og að ef hann hefði kannað til­boðin til hlítar hefði kannski komið í ljós að hann væri van­hæfur til að taka ákvörðun um að sam­þykkja eða hafna til­boð­un­um. Hans eina und­an­komu­leið var að halda fyrir nef­ið, kvitta upp á for­síð­una og vona það besta. Ég sé það alla vega fyrir mér þannig,“ sagði hún.

Auglýsing

„Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er nefni­lega hold­gerv­ingur eitr­aða kok­teils­ins. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var bar­þjónn­inn sem hristi þetta allt sam­an. Vinstri græn voru einu sinni sam­mála þessu, það veit ég. Svo sprakk þetta allt saman framan í okkur og það lítur út fyrir að ballið sé rétt að byrja á ný,“ sagði Hall­dóra og spurði Katrínu hvaða ábyrgð hún bæri á að hafa komið Sjálf­stæð­is­flokknum til valda og komið Bjarna í fjár­mála­ráðu­neyt­ið.

Telur að Alþingi eigi að hafa meiri aðkomu

Katrín sagði að hér hefði verið um að ræða ákvörðun sem var tekin og að ákveðin lög væru um það hvernig skuli taka þá ákvörð­un.

„Það er ákveðin stofnun sem var sett á lagg­irnar með lögum sem ber að gera til­lögur til ráð­herra og gerir slíka til­lögu um þetta ferli. Ætl­unin með lög­unum er að tryggja ákveðna fjar­lægð milli hins póli­tíska valds og síðan þess fram­kvæmd­ar­að­ila sem fer með söl­una. Það var hugs­unin á bak við það. Sömu­leiðis var ákveðið á sínum tíma að ein­stakar sölur ein­stakra hluta skyldu ekki bornar undir Alþingi nema með þeim hætti að óska skyldi umsagnar frá nefndum þings­ins.

Ég ætla að leyfa mér að segja það að ég hef efa­semdir um að það hafi reynst væn­leg leið. Ég tel að Alþingi eigi að hafa meiri aðkomu að þessu máli. Ég held að þegar við horfum á reynsl­una og drögum af henni lær­dóm þá sé það ekki óeðli­leg hug­mynd, eins og ég hef viðr­að, að Alþingi sam­þykki til að mynda þegar ákveðið er að selja ein­staka hluta og kafi þá ofan í mál­in. Ég vil hins vegar minna á það að ætl­unin með lög­unum var að hafa þessa fjar­lægð milli hins póli­tíska valds og fram­kvæmd­ar­að­il­ans. Það var ætl­unin og þá verður kakan ekki bæði geymd og borðuð í þessum efn­um,“ sagði hún.

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

For­sæt­is­ráð­herra rétt­læti málið með „ein­hverju bulli“

Hall­dóra hóf fyr­ir­spurn sína á að segja að fyrir 14 árum hefði efna­hags­hrun orðið hér á landi. „Efna­hags­hrun sem var afleið­ing eitr­aðs kok­teils íslensks við­skipta­lífs og stjórn­mála­lífs, kok­teils sem við héldum að við hefðum sagt skilið við fyrir fullt og allt. Í kjöl­far hruns­ins, þar sem ríkið eign­að­ist skyndi­lega alla bankana, settum við lög um sölu á eign­ar­hlutum rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum en til­gang­ur­inn var að setja fast­mót­aðan ramma utan um það hvernig sölu­með­ferð eign­ar­hluta rík­is­ins skyldi hátt­að. Lögin kveða á um skýra laga­lega og póli­tíska ábyrgð ráð­herra á sölu­ferl­inu, að fjár­mála­ráð­herra sé skylt að skoða og sam­þykkja öll til­boð í eign­ar­hlut rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­u­m,“ sagði hún.

Benti Hall­dóra á að þetta ákvæði hefði ekki verið þarna að ástæðu­lausu og að for­sæt­is­ráð­herra viti það, enda hefði hún setið í þeirri rík­is­stjórn sem samdi og sam­þykkti þessi lög árið 2012.

„Það er ekki hægt að skýla sér á bak við það að túlk­unin sé ein­hvern veg­inn öðru­vísi en aug­ljós andi lag­anna var. Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segir að ráð­herra beri ekki að kanna öll til­boðin í almennu útboði. Það stendur þar. Það á ekk­ert að gera það. En þetta á ekki við um lokuð útboð. Þar ber ráð­herra að fara yfir og meta til­boð­in.“

Hún sagð­ist ekki skilja að for­sæt­is­ráð­herra væri „í alvör­unni að taka þann pól í hæð­ina að fara að rétt­læta þetta með, ég veit ekki hverju, ein­hverju bulli“.

„Ákvæð­inu er ætlað að koma í veg fyrir að fjár­mála­ráð­herra geti selt pabba sínum banka. Það er nákvæm­lega ástæðan fyrir þessu ákvæði, til að koma í veg fyrir það en það tókst ekki. Í til­kynn­ingu frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu þann 8. apríl segir að upp­lýs­ingar um til­boð eða til­boðs­gjafa hafi aldrei verið bornar undir fjár­mála­ráð­herra sem þýðir að hann hafi ekki skoðað til­boðin sem honum bar laga­leg skylda til að skoða. Þetta eru rétt rúm­lega tvö hund­ruð til­boð. Við erum ekki að tala um mörg þús­und eins og verið er að reyna að rugla umræð­una með,“ sagði hún og spurði hvort henni fynd­ist þetta í lagi.

„Og eru það í alvör­unni við­brögð hæst­virts for­sæt­is­ráð­herra að skýla sér á bak við það að það hafi ekki verið andi lag­anna að fjár­mála­ráð­herra tæki ábyrgð og myndi und­ir­rita til­boðin og skoða þau áður en hann gerði það?“

„Þetta er til skoð­unar og rann­sókn­ar“

Katrín svar­aði og sagði að hún gæti vitnað til þeirra gagna sem hún hefði undir höndum og lægju fyrir varð­andi þetta mál.

„Eftir að grein­ar­gerð um sölu­með­ferð liggur fyrir skal ráð­herra fela Banka­sýslu rík­is­ins að ann­ast um fram­kvæmd söl­unnar með þeim hætti sem grein­ar­gerðin um sölu­með­ferð­ina kveður á um. Banka­sýslan er því fram­kvæmd­ar­að­ili söl­unnar fyrir hönd rík­is­ins. Hún skal und­ir­búa sölu, leita til­boða, meta til­boð, hafa umsjón með samn­inga­við­ræðum við utan­að­kom­andi ráð­gjafa og vænt­an­lega kaup­endur og ann­ast samn­inga­gerð. Ekki er gert ráð fyrir aðkomu ráð­herra eftir að hann hefur falið Banka­sýslu rík­is­ins fram­kvæmd söl­unnar fyrr en kemur að því að sam­þykkja sölu og und­ir­ritun samn­inga. Þá skilar Banka­sýsla rík­is­ins þessu rök­studda mati.

Það er svo að ábyrgð og verka­skipt­ing milli ráð­herra og Banka­sýslu rík­is­ins sam­kvæmt lög­unum er með þeim hætti að ekki er ætl­ast til þess að ráð­herra hafi afskipti af sölu­með­ferð­inni eftir að hann hefur falið Banka­sýslu rík­is­ins sölu eign­ar­hlut­ar­ins. Það má því segja að þarna sé kveðið á um mjög skýra verka­skipt­ingu milli ráð­herra á hverjum tíma og Banka­sýsl­unn­ar. Síðan getum við haft skoðun á því hvort ferlið hafi upp­fyllt þau sjón­ar­mið sem lögð eru til grund­vallar í grein­ar­gerð. Þá er ég til að mynda að vitnað til þess þegar kemur að skil­grein­ingu á hæfum fjár­festum og öðru slíku. Þetta er til skoð­unar og rann­sókn­ar,“ sagði Katrín.

Ráð­herr­ann sagði – af því að þing­mað­ur­inn spurði hvort henni fynd­ist þetta í lagi – að henni fynd­ist mjög mik­il­vægt að þessi mál væru einmitt öll uppi á borðum og að þau skoð­uðu málin til hlítar – að þetta væri rann­sakað til hlít­ar.

„Þess vegna eru tveir aðil­ar, Rík­is­end­ur­skoðun og Seðla­bank­inn, að taka þetta mál til skoð­un­ar, af því að við viljum öll að þetta sé í lagi. En það að fella dóm um þetta út frá lög­un­um, það mun ég ekki gera fyrr en þessar nið­ur­stöður liggja fyr­ir,“ sagði Katrín.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent