Danski brekkumeistarinn sem kom sá og sigraði Tour de France

Danir hafa eignast nýja þjóðhetju í hjólreiðamanninum Jonasi Vingegaard, sem kom sá og sigraði Tour de France, sem fór einmitt af stað frá Danmörku þetta árið. En hver er þessi ungi Dani sem hefur óvænt skotist upp á stjörnuhiminn hjólreiðanna?

Jonas Vingegaard á leið á Radhuspladsen þar sem honum var fagnað af samlöndum sínum.
Jonas Vingegaard á leið á Radhuspladsen þar sem honum var fagnað af samlöndum sínum.
Auglýsing

Það var mikið húll­umhæ í Kaup­manna­höfn á mið­viku­dag­inn síð­ast­lið­inn þegar danska þjóðin tók á móti Jonasi Vingegaard, nýj­ustu þjóð­hetju Dana, á Ráð­hús­torg­inu og svo í Tivoli eftir sigur kappans á hjól­reiða­keppn­inni Tour de France. Jonas veif­aði trylltum lýð af svölum ráð­húss­ins og sam­kvæmt dönskum fjöl­miðlum hefur eng­inn hlotið slíkar mót­tökur síðan danska karla­lands­liðið varð Evr­ópu­meist­ari í knatt­spyrnu árið 1992.

Leið Jonasar upp á stjörnu­him­in­inn hefur verið nokkuð hröð, en þessi 25 ára gamli Jót­lend­ingur fékk áhuga á hjól­reiðum þegar faðir hans fór með hann að fylgj­ast með Dan­merk­ur­keppn­inni þegar hún átti leið um bæinn þar sem fjöl­skyldan bjó á Vest­ur­-Jót­landi. Áður hafði Jonas æft fót­bolta en í við­tali hefur verið haft eftir föður hans að hann hafi alltaf verið lít­ill og létt­ur.

Auglýsing

Jonas fór að æfa hjól­reiðar af alvöru sem tán­ingur en sam­kvæmt þjálf­urum hans á þeim tíma bar hann ekk­ert sér­stak­lega af og átti raunar nokkuð erfitt upp­drátt­ar. En áhug­inn og ástríðan var til staðar og vann Jonas mjög hart að því að verða betri og fór hann á mála hjá Odder hjól­reiða­klúbbnum 17 ára gam­all. Kúbb­ur­inn fór í hjól­reiða­ferðir suður á bóg­inn í Evr­ópu kom þá í ljós að Jonas hafði eitt­hvað alveg sér­stakt sem ekki hafði upp­götvast áður: hann hafði sér­stakt lag á því að hjóla í bröttum brekk­um.

Móttökurnar sem Jonas hlaut voru engu líkar.

Þar kom það sér nefni­lega mjög vel að vera lít­ill og létt­ur, en vegna brekku­leysis í heima­land­inu hefðu þessir hæfi­leikar Jonasar kannski ann­ars aldrei komið í ljós.

Fiskur á morgn­ana, hjól eftir hádegi

Á miðju tíma­bil­inu árið 2016 gekk Jonas til liðs við coloQuick, þar sem Christ­ian And­er­sen þjálf­ari hafði mikla trú á hæfi­leikum Jonas­ar. Til þess að hjálpa Jonasi að venj­ast rútínu og strúkt­ur, auk þess að byggja upp þraut­segju, lét Christ­ian hann fá sér vinnu í fisk­verk­smiðju þar sem Jonas starf­aði frá klukkan sex fram að hádegi, og æfði svo hjól­reiðar eftir hádeg­ið. Á meðan hann var á mála hjá coloQuick kynnt­ist hann einnig kær­ustu sinni og barns­móð­ur, Trine Marie Han­sen, sem starf­aði sem yfir­maður mark­aðs­mála fyrir lið­ið.

Jonas á svölum ráðhússins ásamt kærustunni Trine og dótturinni Klöru.

Vegna lær­leggs­brots missti Jonas af stærstum hluta tíma­bils­ins 2017 en kom sterkur til baka árið 2018 og stóð sig raunar svo vel að árið eftir gekk hann til liðs við hol­lenska stór­liðið Jum­bo-Visma og tók þátt í sinni fyrstu keppni með lið­inu árið 2019. Hann vann einn áfanga keppn­innar Umhverfis Pól­land á sínu fyrsta tíma­bili en það var svo haustið 2020 sem hann virki­lega komst á blað þegar hann átti stóran hlut í að tryggja liðs­fé­laga sínum Primoz Roglic sig­ur­inn í Vuelta a Espana, auk þess sem hann stóð sig vel í öðrum keppnum tíma­bils­ins.

Óvænt stjarna

Það var svo á síð­asta ári sem Jonas þreytti frumraun sína í Tour de France og kom hann inn í lið Jum­bo-Visma í stað hins hol­lenska Tom Dumoul­in. Til stóð að Jonas myndi að nýju hjálpa aðal­stjörnu liðs­ins, Primoz Roglic, að knýja fram sigur líkt og hann hafði gert á Spáni árið áður. Roglic slas­aði sig hins vegar snemma í keppn­inni og þurfti að hætta keppni þegar hún var tæp­lega hálfnuð og varð Jonas þá óvænt stjarna liðs­ins og lík­lega óvæntasta stjarna keppn­innar og komst nærri því að vinna keppn­ina og end­aði í öðru sæti í sinni fyrstu Tour de France. Jonas steig á pall í París með dótt­ur­ina Fridu í fang­inu og þá vit­neskju að líf hans yrði aldrei samt. Hann var orð­inn stjór­stjarna.

Jonas hlaut einnig góðar móttökur í heimabænum Glingøre.

Vænt­ing­arnar fyrir Tour de France þessa árs voru því háar, og eft­ir­vænt­ingin meðal dönsku þjóð­ar­innar sér­stak­lega há þar sem keppnin hófst í Kaup­manna­höfn, og má segja að Jonas hafi staðið undir þeim og rúm­lega það. Jonas atti þar kappi við sig­ur­veg­ara árs­ins áður, Tadej Pogacar, og hafði að lokum bet­ur. Segja má að Jonas og Pogacar hafi raunar háð sína eigin keppni í túrnum þetta ár þar sem þeir sem á eftir þeim komu voru langt, langt á eft­ir. Jonas stóð uppi sem sig­ur­veg­ari og er fyrsti Dan­inn til þess að vinna Tour de France frá 1996 – einmitt árinu sem hann fædd­ist.

Það eru því engar ýkjur að segja að Jonas sé orðin stór­stjarna og mót­t­tök­urnar í Kaup­manna­höfn í vik­unni styðja enn frekar við þá stað­hæf­ingu. Fjöl­miðlar um allan heim hafa dáðst að mann­haf­inu sem heils­aði Jonasi er hann steig út á svalir ráð­húss­ins í Kaup­manna­höfn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar