Mynd: Samsett

Viljayfirlýsingar og loforðaflaumur í aðdraganda kosninga

Kjördagur sveitarstjórnarkosninga nálgast óðfluga. Svo mikið er víst, ekki síst þegar litið er til allra viljayfirlýsinga, lóðavilyrðasamninga og annarra samninga um uppbyggingu í húsnæðismálum sem undirritaðir hafa verið síðustu daga og vikur. Ljóst er að sveitarfélögin vilja minna kjósendur á að þau sitja ekki auðum höndum rétt fyrir kosningar.

Að minnsta kosti fjórar vilja­yf­ir­lýs­ing­ar, allt frá hús­næð­is­upp­bygg­ingu til þjóð­ar­hall­ar, hafa verið und­ir­rit­aðar í yfir­stand­andi kosn­inga­bar­áttu til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga sem fram fara næst­kom­andi laug­ar­dag. Þá hafa frétta­til­kynn­ingar um ýmsa áfanga og und­ir­rit­anir ýmissa samn­inga hrúg­ast inn til fjöl­miðla. Kjarn­inn tók saman það helsta sem sveit­ar­fé­lögin hafa verið að vekja athygli á þessa síð­ustu daga fyrir kosn­ing­ar.

Vilja­yf­ir­lýs­ing­ar: Keldna­land, Lista­há­skól­inn og þjóð­ar­höll

28. apr­íl: Upp­bygg­ing Keldna­lands og Keldna­holts

Reykja­vík­ur­borg og Betri sam­göngur ohf. riðu á vaðið hvað vilja­yf­ir­lýs­ingar varðar 28. apríl þegar full­trúar þeirra und­ir­rit­uðu vilja­yf­ir­lýs­ingu um sam­starf vegna þró­unar og upp­bygg­ingar Keldna­lands og Keldna­holts og flýt­ingu upp­bygg­ingar inn­viða tveggja Borg­ar­línu­leiða. Á mynd sem tekin var við und­ir­rit­un­ina má sjá tvö borð sem hafa sést ítrekað við und­ir­rit­anir vilja­yf­ir­lýs­inga og samn­inga síð­ustu vikur fyrir kosn­ing­ar.

Undirritunarborðin, ef svo má kalla, hafa ferðast víða um höfuðborgarsvæðið síðustu vikur.
Mynd: Reykjavíkurborg.

6. maí : Lóða­vil­yrði fyrir um 2.000 íbúðir

Vilja­yf­ir­lýs­ing­arnar byrj­uðu að hrann­ast inn í maí. Vilja­yf­ir­lýs­ing um lóða­vil­yrði til handa fimm óhagn­að­ar­drifnum íbúða­fé­lögum féll óneit­an­lega í skugg­ann á vilja­yf­ir­lýs­ingu um þjóð­ar­höll sem var und­ir­rituð sama dag, föstu­dag­inn 6. maí. Sam­kvæmt lóða­vil­yrð­unum geta íbúa­fé­lögin byggt um tvö þús­und íbúðir á næstu tíu árum. Und­ir­rit­unin fór fram á Klambra­túni og þegar henni var lokið hélt borg­ar­stjóri leið sinni áfram í Laug­ar­dal­inn þar sem und­ir­ritun á vilja­yf­ir­lýs­ingu um þjóð­ar­höll fór fram.

6. maí: Þjóð­ar­höll rís í Laug­ar­dal

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra, Ásmundur Einar Daða­son mennta- og barna­mála­ráð­herra og Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri und­ir­rit­uðu vilja­yf­ir­lýs­ingu um bygg­ingu þjóð­ar­hallar í inn­an­húss­í­þróttum. Þannig var hoggið á hnút milli Reykja­vík­ur­borgar og rík­is­ins sem mynd­ast hafði um bygg­ingu þjóð­ar­hall­ar.

Sam­kvæmt vilja­yf­ir­lýs­ing­unni á höllin að rísa á næstu þremur árum milli Laug­ar­dals og Suð­ur­lands­braut­ar. Þjóð­ar­höllin mun upp­fylla kröfur fyrir alþjóð­lega keppni í inn­an­húss­í­þrótta­greinum og stór­bæta íþrótta­að­stöðu fyrir skóla og íþrótta­fé­lög í Laug­ar­dal.

7. maí: Fram­tíð­ar­hús­næði Lista­há­skól­ans í Toll­hús­inu

Mynd: Instagram

Síð­ast­lið­inn laug­ar­dag, viku fyrir kosn­ing­ar, und­ir­rit­uðu Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir háskóla-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra, Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, ásamt full­trúa fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins, vilja­yf­ir­lýs­ingu um fram­tíð­ar­hús­næði Lista­há­skóla Íslands (LHÍ) í Toll­hús­inu við Tryggva­götu.

Fríða Björk Ingv­ars­dótt­ir, rektor LHÍ, sagði í sam­tali við fjöl­miðla að um væri að ræða stærstu stund í sögu skól­ans frá því að hann var sofn­að­ur. Ráð­herrar og borg­ar­stjóri nýttu tæki­færið og smelltu mynd af sér í sér­stökum blóm­ara­mma sem búið var að útbúa í til­efni und­ir­rit­unar vilja­yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar.

Ný þjóðarhöll hefur lengi verið til umræðu. Viljayfirlýsing um að slík skuli ríkja á næstu árum var undirrituð átta dögum fyrir kosningar.
Mynd: Aðsend

Und­ir­ritun samn­inga og aðrar til­kynn­ing­ar:

28. apr­íl: Foss­vogs­laug í miðjum dalnum

Vilja­yf­ir­lýs­ing um Foss­vogs­laug var und­ir­rituð af Ármanni Kr. Ólafs­syni, bæj­ar­stjóra í Kópa­vogi, og Degi B. Egg­erts­syni borg­ar­stjóra í mars 2021. Í lok apríl barst til­kynn­ing frá Reykja­vík og Kópa­vogi þar sem greint var frá því að Foss­vogs­laugin verði stað­sett fyrir miðjum Foss­vogs­dal. „Sveit­ar­fé­lögin munu nú hefj­ast handa við næstu skref við und­ir­bún­ing sam­keppni um hönnun laug­ar­innar í sam­vinnu við Arki­tekta­fé­lag Íslands,“ segir í til­kynn­ing­unni sem send var á fjöl­miðja..

5. maí: Blika­staða­land

Mos­fells­bær og Blika­staða­land ehf. und­ir­rit­uðu sam­starfs­samn­ing um upp­bygg­ingu „sjálf­bærrar og mann­vænnar byggðar í landi Blika­staða“. Stefnt er að því að byggja 3.500 til 3.700 nýjar íbúðir á Blika­­staða­land­inu, sem er í end­an­legri eigu Arion banka. Fjöldi þeirra íbúða sem fyr­ir­hug­aðar eru slagar lang­leið­ina upp í þann fjölda íbúða sem eru í Mos­fellsbæ í dag.

Þó svo að sam­starfs­samn­ing­ur­inn hafi verið und­ir­rit­aður nú, níu dögum fyrir kosn­ing­ar, er um lang­­tíma­verk­efni er að ræða og ætla má með að upp­­­bygg­ing hverf­is­ins taki 15-20 ár, sam­­kvæmt því sem haft er eftir Þor­­gerði Örnu Ein­­ar­s­dóttur fram­­kvæmda­­stjóra Blika­­staða­lands ehf. í frétt RÚV.

9. maí: Lífs­gæða­kjarnar fyrir eldri borg­ara

Borg­ar­stjóri und­ir­rit­aði samn­ing um lífs­gæða­kjarna fyrir eldri borg­ara við Sam­tök aldr­aðra og Leigu­fé­lag aldr­aðra. Und­ir­rit­unin fór fram við Leir­tjörn þar sem við hana, vestur í Úlf­arsár­dal, í Gufu­nesi og við Ártúns­höfða er gert ráð fyrir allt að 300 íbúðum fyrir eldri borg­ara.

10. maí: Umhverf­is­væn bygg­ing á iðn­að­ar­lóð og maka­skipti á lóðum

Á þriðju­dag voru tveir samn­ingar und­ir­rit­að­ir, ann­ars vegar um lóð­ar­vil­yrði fyrir umhverf­is­væna bygg­ingu við Ártúns­höfða og hins vegar um maka­skipta­samn­ing á lóðum milli Reykja­vík­ur­borgar og Sorp­u.­Borðin góðu voru á sínum stað.

Tvær undirritanir á sama degi, nokkuð sem hefur gerst nokkrum sinnum síðustu daga.
Mynd: Samsett

Frétta­til­kynn­ingar

Eftir því sem nær dregur kosn­ingum fjölgar frétta­til­kynn­ingum frá sveit­ar­fé­lög­um, ekki síst Reykja­vík­ur­borg, um ýmis konar áfanga, und­ir­ritun samn­inga og önnur tíma­mót. Sam­kvæmt óform­legri sam­an­tekt Kjarn­ans hafa mest borist tíu frétta­til­kynn­ingar frá Reykja­vík­ur­borg á einum degi, frá átta mis­mun­andi upp­lýs­inga­full­trú­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiInnlent