Mynd: Samsett

Viljayfirlýsingar og loforðaflaumur í aðdraganda kosninga

Kjördagur sveitarstjórnarkosninga nálgast óðfluga. Svo mikið er víst, ekki síst þegar litið er til allra viljayfirlýsinga, lóðavilyrðasamninga og annarra samninga um uppbyggingu í húsnæðismálum sem undirritaðir hafa verið síðustu daga og vikur. Ljóst er að sveitarfélögin vilja minna kjósendur á að þau sitja ekki auðum höndum rétt fyrir kosningar.

Að minnsta kosti fjórar vilja­yf­ir­lýs­ing­ar, allt frá hús­næð­is­upp­bygg­ingu til þjóð­ar­hall­ar, hafa verið und­ir­rit­aðar í yfir­stand­andi kosn­inga­bar­áttu til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga sem fram fara næst­kom­andi laug­ar­dag. Þá hafa frétta­til­kynn­ingar um ýmsa áfanga og und­ir­rit­anir ýmissa samn­inga hrúg­ast inn til fjöl­miðla. Kjarn­inn tók saman það helsta sem sveit­ar­fé­lögin hafa verið að vekja athygli á þessa síð­ustu daga fyrir kosn­ing­ar.

Vilja­yf­ir­lýs­ing­ar: Keldna­land, Lista­há­skól­inn og þjóð­ar­höll

28. apr­íl: Upp­bygg­ing Keldna­lands og Keldna­holts

Reykja­vík­ur­borg og Betri sam­göngur ohf. riðu á vaðið hvað vilja­yf­ir­lýs­ingar varðar 28. apríl þegar full­trúar þeirra und­ir­rit­uðu vilja­yf­ir­lýs­ingu um sam­starf vegna þró­unar og upp­bygg­ingar Keldna­lands og Keldna­holts og flýt­ingu upp­bygg­ingar inn­viða tveggja Borg­ar­línu­leiða. Á mynd sem tekin var við und­ir­rit­un­ina má sjá tvö borð sem hafa sést ítrekað við und­ir­rit­anir vilja­yf­ir­lýs­inga og samn­inga síð­ustu vikur fyrir kosn­ing­ar.

Undirritunarborðin, ef svo má kalla, hafa ferðast víða um höfuðborgarsvæðið síðustu vikur.
Mynd: Reykjavíkurborg.

6. maí : Lóða­vil­yrði fyrir um 2.000 íbúðir

Vilja­yf­ir­lýs­ing­arnar byrj­uðu að hrann­ast inn í maí. Vilja­yf­ir­lýs­ing um lóða­vil­yrði til handa fimm óhagn­að­ar­drifnum íbúða­fé­lögum féll óneit­an­lega í skugg­ann á vilja­yf­ir­lýs­ingu um þjóð­ar­höll sem var und­ir­rituð sama dag, föstu­dag­inn 6. maí. Sam­kvæmt lóða­vil­yrð­unum geta íbúa­fé­lögin byggt um tvö þús­und íbúðir á næstu tíu árum. Und­ir­rit­unin fór fram á Klambra­túni og þegar henni var lokið hélt borg­ar­stjóri leið sinni áfram í Laug­ar­dal­inn þar sem und­ir­ritun á vilja­yf­ir­lýs­ingu um þjóð­ar­höll fór fram.

6. maí: Þjóð­ar­höll rís í Laug­ar­dal

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra, Ásmundur Einar Daða­son mennta- og barna­mála­ráð­herra og Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri und­ir­rit­uðu vilja­yf­ir­lýs­ingu um bygg­ingu þjóð­ar­hallar í inn­an­húss­í­þróttum. Þannig var hoggið á hnút milli Reykja­vík­ur­borgar og rík­is­ins sem mynd­ast hafði um bygg­ingu þjóð­ar­hall­ar.

Sam­kvæmt vilja­yf­ir­lýs­ing­unni á höllin að rísa á næstu þremur árum milli Laug­ar­dals og Suð­ur­lands­braut­ar. Þjóð­ar­höllin mun upp­fylla kröfur fyrir alþjóð­lega keppni í inn­an­húss­í­þrótta­greinum og stór­bæta íþrótta­að­stöðu fyrir skóla og íþrótta­fé­lög í Laug­ar­dal.

7. maí: Fram­tíð­ar­hús­næði Lista­há­skól­ans í Toll­hús­inu

Mynd: Instagram

Síð­ast­lið­inn laug­ar­dag, viku fyrir kosn­ing­ar, und­ir­rit­uðu Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir háskóla-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra, Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, ásamt full­trúa fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins, vilja­yf­ir­lýs­ingu um fram­tíð­ar­hús­næði Lista­há­skóla Íslands (LHÍ) í Toll­hús­inu við Tryggva­götu.

Fríða Björk Ingv­ars­dótt­ir, rektor LHÍ, sagði í sam­tali við fjöl­miðla að um væri að ræða stærstu stund í sögu skól­ans frá því að hann var sofn­að­ur. Ráð­herrar og borg­ar­stjóri nýttu tæki­færið og smelltu mynd af sér í sér­stökum blóm­ara­mma sem búið var að útbúa í til­efni und­ir­rit­unar vilja­yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar.

Ný þjóðarhöll hefur lengi verið til umræðu. Viljayfirlýsing um að slík skuli ríkja á næstu árum var undirrituð átta dögum fyrir kosningar.
Mynd: Aðsend

Und­ir­ritun samn­inga og aðrar til­kynn­ing­ar:

28. apr­íl: Foss­vogs­laug í miðjum dalnum

Vilja­yf­ir­lýs­ing um Foss­vogs­laug var und­ir­rituð af Ármanni Kr. Ólafs­syni, bæj­ar­stjóra í Kópa­vogi, og Degi B. Egg­erts­syni borg­ar­stjóra í mars 2021. Í lok apríl barst til­kynn­ing frá Reykja­vík og Kópa­vogi þar sem greint var frá því að Foss­vogs­laugin verði stað­sett fyrir miðjum Foss­vogs­dal. „Sveit­ar­fé­lögin munu nú hefj­ast handa við næstu skref við und­ir­bún­ing sam­keppni um hönnun laug­ar­innar í sam­vinnu við Arki­tekta­fé­lag Íslands,“ segir í til­kynn­ing­unni sem send var á fjöl­miðja..

5. maí: Blika­staða­land

Mos­fells­bær og Blika­staða­land ehf. und­ir­rit­uðu sam­starfs­samn­ing um upp­bygg­ingu „sjálf­bærrar og mann­vænnar byggðar í landi Blika­staða“. Stefnt er að því að byggja 3.500 til 3.700 nýjar íbúðir á Blika­­staða­land­inu, sem er í end­an­legri eigu Arion banka. Fjöldi þeirra íbúða sem fyr­ir­hug­aðar eru slagar lang­leið­ina upp í þann fjölda íbúða sem eru í Mos­fellsbæ í dag.

Þó svo að sam­starfs­samn­ing­ur­inn hafi verið und­ir­rit­aður nú, níu dögum fyrir kosn­ing­ar, er um lang­­tíma­verk­efni er að ræða og ætla má með að upp­­­bygg­ing hverf­is­ins taki 15-20 ár, sam­­kvæmt því sem haft er eftir Þor­­gerði Örnu Ein­­ar­s­dóttur fram­­kvæmda­­stjóra Blika­­staða­lands ehf. í frétt RÚV.

9. maí: Lífs­gæða­kjarnar fyrir eldri borg­ara

Borg­ar­stjóri und­ir­rit­aði samn­ing um lífs­gæða­kjarna fyrir eldri borg­ara við Sam­tök aldr­aðra og Leigu­fé­lag aldr­aðra. Und­ir­rit­unin fór fram við Leir­tjörn þar sem við hana, vestur í Úlf­arsár­dal, í Gufu­nesi og við Ártúns­höfða er gert ráð fyrir allt að 300 íbúðum fyrir eldri borg­ara.

10. maí: Umhverf­is­væn bygg­ing á iðn­að­ar­lóð og maka­skipti á lóðum

Á þriðju­dag voru tveir samn­ingar und­ir­rit­að­ir, ann­ars vegar um lóð­ar­vil­yrði fyrir umhverf­is­væna bygg­ingu við Ártúns­höfða og hins vegar um maka­skipta­samn­ing á lóðum milli Reykja­vík­ur­borgar og Sorp­u.­Borðin góðu voru á sínum stað.

Tvær undirritanir á sama degi, nokkuð sem hefur gerst nokkrum sinnum síðustu daga.
Mynd: Samsett

Frétta­til­kynn­ingar

Eftir því sem nær dregur kosn­ingum fjölgar frétta­til­kynn­ingum frá sveit­ar­fé­lög­um, ekki síst Reykja­vík­ur­borg, um ýmis konar áfanga, und­ir­ritun samn­inga og önnur tíma­mót. Sam­kvæmt óform­legri sam­an­tekt Kjarn­ans hafa mest borist tíu frétta­til­kynn­ingar frá Reykja­vík­ur­borg á einum degi, frá átta mis­mun­andi upp­lýs­inga­full­trú­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiInnlent