Tæknilausnir og einföldun stofnæða með mislægum gatnamótum í stað Borgarlínu

Oddviti Miðflokksins í Reykjavík vill leysa húsnæðisvandann með því að flýta skipulagsmálum og byggja hraðar. Víða sé hægt að byggja til að mynda í Örfirisey, Gufunesi, á Kjalarnesi og Keldum. Hann segir flokkinn alfarið á móti Borgarlínu.

„Hvað þjónar íbúunum best, er það að vera með eina sameiginlega stjórnsýslu fyrir allt höfuðborgarsvæðið?“ spyr Ómar Már Jónsson í kosningahlaðvarpi Kjarnans en hann telur það geta haft mikinn sparnað í för með sér.
„Hvað þjónar íbúunum best, er það að vera með eina sameiginlega stjórnsýslu fyrir allt höfuðborgarsvæðið?“ spyr Ómar Már Jónsson í kosningahlaðvarpi Kjarnans en hann telur það geta haft mikinn sparnað í för með sér.
Auglýsing

„Þegar ég kem vestur þá þekkja mig flestir þegar ég kem út á götu en þegar ég labba Lauga­veg­inn þekkir mig eng­inn. Mig langar rosa­lega mikið inn í þetta. Ég horfi á þetta sem krefj­andi verk­efni, miklar áskor­anir en ég tel svo auð­velt að gera bet­ur,“ segir Ómar Már Jóns­son odd­viti Mið­flokks­ins í Reykja­vík í við­tali í hlað­varps­þætt­inum Með orðum odd­vit­anna í hlað­varpi Kjarn­ans. Vest­ur, segir Ómar, því hann hefur tölu­verða reynslu úr sveit­ar­stjórn­ar­málum á Vest­fjörð­um. Hann tók við starfi sveit­ar­stjóra Súða­vík­ur­hrepps árið 2002 og gegndi því í tólf ár, auk þess sem hann sat í sveit­ar­stjórn frá árinu 2006.

Nú er hann kom­inn til þess að „banka á dyrn­ar“ í borg­inni eins og hann orðar það, undir merkjum Mið­flokks­ins sem býður fram undir slag­orð­inu „Meiri borg“. Eitt af helstu áherslu­málum flokks­ins fyrir kom­andi kosn­ingar eru hús­næð­is­málin en Ómar segir neyð­ar­á­stand ríkja í hús­næð­is­málum í borg­inni.

„Það er óeðli­legt að sveit­ar­fé­lag eins og Reykja­vík­ur­borg sé í þeirri stöðu að það vanti fjög­ur­þús­und eignir inn á mark­að­inn, fjögur þús­und íbúð­ir. Þessi neyð­ar­staða hefur orðið til þess að fast­eigna­verð hefur tvö­fald­ast á örfáum árum sem hefur gert ungu fólki nán­ast ómögu­legt að kom­ast í eigið hús­næði. Leigu­verð er komið upp fyri öll eðli­leg mörk og þetta ófremd­ar­á­stand er af manna­völd­um. Ég vil meina að þetta sé tengt kerf­is­vanda , alvar­legum kerf­is­vanda í borg­inni og skort á fyr­ir­hyggju.“

Auglýsing

Víða hægt að byggja

Að mati Ómars tapi allir á ástand­inu nema borgin sjálf: „Það er einn aðili sem hagn­ast hvað mest á þessu og það er borgin sjálf en á kostnað íbú­anna. Með hækkun á fast­eigna­verði verður hækkun á fast­eigna­mati sem þýðir meiri tekjur í kassa borg­ar­sjóðs.“

Hann segir að hægt sé að bæta ástandið með betri áætl­unum og fyr­ir­hyggju og að Mið­flokk­ur­inn muni beita sér fyrir því að flýta skipu­lags­málum og byggja hrað­ar. Hvað þétt­ingu varðar segir Ómar Mið­flokk­inn ekki vera á móti þétt­ingu en að hún þurfi að vera ein­hverjum tak­mörk­unum háð.

„Það er gríð­ar­lega víða sem hægt er að byrja að byggja, það er í Örfirisey, á Kjal­ar­nesi, Gufu­nesi, Keldum og það er allt í lagi að þétta byggð­ina eins og fók­us­inn hefur verið allt of mik­ill á en það má ekki gera það með þeim hætti að fast­eigna­mark­að­ur­inn sé lagður í rúst á sama tíma.“

Alfarið á móti Borg­ar­línu

Spurður út í þær áskor­anir sem geta skap­ast í kjöl­far dreif­ingar byggðar með til­liti til sam­gangna segir Ómar Mið­flokk­inn vera alfarið á móti Borg­ar­línu. „Ég var nú sveit­ar­stjóri í litlu sveit­ar­fé­lagi, Súða­vík­ur­hreppi og nú er ég að banka á dyrnar hjá borg­inni og þegar við horfum á mun­inn á milli að vera í litlu sveit­ar­fé­lagi og koma inn í borg­ina þá vissu­lega er Súða­vík­ur­hreppur lít­ill í sam­an­burði við Reykja­vík en Reykja­vík er líka agn­arsmá í sam­an­burði við aðrar borgir í Evr­ópu og borg­ar­línan er svona apparat sem að sómir sér rosa­lega vel í stærri borg­um, þriggja millj­óna manna borgum eða fimm, sex millj­óna manna borg­um.“

Ómar segir að frekar þurfi að horfa til þess að nýta stofnæðar borg­ar­innar bet­ur. Þær séu aftur á móti illa nýttar vegna þess að stærsti hluti umferð­ar­innar rennur í gegnum stofnæð­arnar á umferða­teppu­tímum og á rauðu ljósi. „Með því að ein­falda stofnæða­kerfið með mis­lægum gatna­mót­um, með því að taka gang­andi fólk af þessum stofnæðum ann­að­hvort með und­ir­göngum eða yfir stofnæð­arnar og mynda þannig óhindrað flæði, þá er mjög ein­fald­lega hægt að leysa þessar stíflur sem við búum við í dag,“ segir Ómar og bætir því við að slíkar lausnir muni kosta brot af af því sem borg­ar­línan muni koma til með að kosta.

Hann segir að eina leiðin til þess að fjölga not­endum almenn­ings­sam­gangna sé að þvinga einka­bíl­inn af göt­un­um. „Það er þvingun sem við höfnum algjör­lega vegna þess að við viljum stuðla að frelsi ein­stak­ling­anna til þess að velja sinn eigin sam­göngu­máta en ekki láta borg­ina velja fyrir okk­ur.“

Að mati Ómars geta deili­bíla­leigur á borð Zipcar og skutl­þjón­ustur á borð við Uber einnig minnkað álagið í umferð­inni. „Ég tel að tæknin sem við sjáum fram undan muni að mörgu leyti sjálf leysa úr þessum áhyggjum sem meiri­hlut­inn og fleiri eru með í borg­inn­i.“

Vill fjöl­breyti­leika í skóla­kerf­inu

Eitt af þeim málum sem fram­bjóð­endur Mið­flokks­ins hafa sterkar skoð­anir á eru skóla­mál, enda oft­ast dýr­asti og stærsti mála­flokkur hvers sveit­ar­fé­lags líkt og Ómar bendir á. Hann segir að mik­il­vægt sé að huga að þörfum ólíkra hópa í skóla­kerf­inu en einnig að skól­arnir séu ekki allir steyptir í sama mót.

„Við eigum að búa til meiri fjöl­breyti­leika í skóla­kerf­inu, í grunn­skól­unum og við eigum að gera það með því að vald­efla skóla­stjóra og kenn­ara. Það er eng­inn í betri stöðu heldur en stjórn­endur skól­anna til þess að útfæra hvaða aðferða­fræði virkar fyrir hvern hóp. Skól­arnir eru mis­mun­andi, nem­end­urnir eru mis­mun­andi, þarf­irnar eru mis­mun­and­i.“

Spurður að því hvernig Mið­flokk­ur­inn sjái fyrir sér að spara á móti auknum kostn­aði, til dæmis í skóla­mál­um, segir Ómar að taka þurfi til í starfs­manna­málum borg­ar­inn­ar. „Reykja­vík er ekki stór borg, hún er lítil borg. Hér búa ein­ungis 140 þús­und manns en hjarta okkur Íslend­inga er stórt og við hugsum borg­ina stóra. Það er frá­bært, hún er ein heitasta borgin í Evr­ópu en hún er ekki stór. Að vera að blása út kerf­ið, að starfs­manna­fjöldi borg­ar­innar sé kom­inn í 12 þús­und manns segir mér að eitt­hvað sé að.“

Mætti sam­eina stjórn­sýslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins?

Hann bendir á að eftir banka­hrun hafi fyr­ir­tæki í B-hluta borg­ar­innar náð að sinna þjón­ustu­hlut­verki sínu þrátti fyrir að hafa þurft að segja upp allt að helm­ingi starfs­fólks. Vissu­lega geti verið gott að hafa margt starfs­fólk til að gera „alls kon­ar“ en það megi ekki vera á kostnað íbú­anna.

„Þar mundi ég vilja horfa á það að setja algjört ráðn­ing­ar­stopp í borg­inni en verja alla grunn­þjón­ustu, bæta í snemmtæka íhlutun og eft­ir­fylgni með þeim sem þess þurfa í skóla­kerf­inu. Ein­beitum okkur að þeim lög­bundnu verk­efnum sem borgin á að vera að sinna. Við erum ekki að því í dag, borgin er að þjóna sjálfri sér með allt of mikið af gælu­verk­efn­um,“ segir Ómar og minn­ist sam­þætt­ingar á þjón­ustu sem ráð­ist var í fyrir vestan á hans tíð.

„Ég held að það væri hægt að ná fram gríð­ar­legum sparn­aði með því að skoða á heið­ar­legan, sann­gjarnan og hlut­lausan hátt með hag íbú­anna í fyr­ir­rúmi. Hvað þjónar íbú­unum best, er það að vera með eina sam­eig­in­lega stjórn­sýslu fyrir allt höf­uð­borg­ar­svæð­ið?“ spyr Ómar og segir þetta vera spurn­ingu sem áhu­ag­vert gæti verið að skoða.

„Vegna þess að þetta snýst um íbú­ana, þetta snýst ekki um sveit­ar­fé­lög­in. Þetta snýst um að þjóna íbú­unum og að gera það vel.“

Hægt er að hlusta á við­talið við Ómar Má í heild sinni í spil­­ar­­anum hér að neð­an:

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent