Félag í eigu Björgólfs Thors byggir nýjan miðbæ í Þorlákshöfn

Arnarhvoll, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis, hefur samið við bæjaryfirvöld í Ölfusi um uppbyggingu nýs miðbæjar í Þorlákshöfn. Minnihluti bæjarstjórnar telur vinnubrögð meirihlutans ekki boðleg.

200 metra göngugata, skrifstofur, íbúðahúsnæði og verslanir verða hluti af nýjum miðbæ Þorlákshafnar. Framkvæmdafélga í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis hefur gert drög að samningi við Ölfus um framkvæmdir á svæðinu.
200 metra göngugata, skrifstofur, íbúðahúsnæði og verslanir verða hluti af nýjum miðbæ Þorlákshafnar. Framkvæmdafélga í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis hefur gert drög að samningi við Ölfus um framkvæmdir á svæðinu.
Auglýsing

Drög að samn­ingi við fram­kvæmda­fé­lagið Arn­ar­hvol um upp­bygg­ingu nýs mið­bæjar í Þor­láks­höfn voru sam­þykkt á bæj­ar­stjórn­ar­fundar í Ölf­usi í lok síð­asta mán­að­ar. Arn­ar­hvoll er í eigu Andra Sveins­son­ar, Árna Geirs Magn­ús­son­ar, Birgis Más Ragn­ars­son­ar, Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­sonar og Karls Þrá­ins­son­ar, sem er jafn­framt fram­kvæmda­stjóri Arn­ar­hvols.

Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir er í eigendahópi Arnarhvols sem hefur samið við sveitarfélagið Ölfus um byggingu nýs miðbæjar í Þorlákshöfn.

Full­trúar sveit­ar­fé­lags­ins Ölf­uss hafa til skamms tíma átt í við­ræðum við fram­kvæmda­fé­lagið Arn­ar­hvol um mögu­lega aðkomu þeirra að bygg­ingu mið­bæjar í Þor­láks­höfn. „Við­ræð­urnar hafa verið byggðar á gild­andi aðal­skipu­lagi með áherslu á hvernig nýta má svæðið í kringum Sel­vogs­braut­ina til að skapa mann­eskju­legan og fal­legan mið­bæ,“ segir í fund­ar­gerð bæj­ar­stjórnar frá 28. apríl sl.

Í umfjöllun Hafn­ar­frétta kemur fram að nýi mið­bær­inn muni mót­ast af 200 metra langri göngu­götu þar sem gera má ráð fyrir skrif­stof­um, versl­un­um, þjón­ustu og íbúða­byggð, auk opinna svæða og torga. Í fund­ar­gerð bæj­ar­stjórnar kemur einnig fram að sveit­ar­fé­lagið og Arn­ar­hvoll hafi rætt mögu­lega sam­vinnu um bygg­ingu fjöl­nota menn­ing­ar­salar í nýja mið­bænum sem myndi meðal ann­ars nýt­ast fyrir tón­list­ar­við­burði og ýmis konar lista­sýn­ing­ar.

Arn­ar­hvoll fái lóðum úthlutað í nýja mið­bænum

Í fund­ar­gerð­inni kemur fram að Arn­ar­hvoll hafi lýst áhuga á að standa að metn­að­ar­fullri upp­bygg­ingu mið­bæj­ar­kjarna í Þor­láks­höfn. Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri gerði einnig grein fyrir fyrstu hug­myndum um skipu­lag nýja mið­bæj­ar­ins á fundi bæj­ar­stjórnar þegar drög samn­ings­ins voru kynnt.

Auglýsing
Drögin að sam­komu­lag­inu gera ráð fyrir að Arn­ar­hvoll og sveit­ar­fé­lagið mæli fyrir um sam­starf um skipu­lag svæð­is­ins, gatna­gerð, lagna­kerfi og rétt Arn­ar­hvols til að fá lóð­unum á svæð­inu úthlut­að, með þeim fyr­ir­vara að nýtt aðal- og deiliskipu­lag taki gildi fyrir svæð­ið, og að félagið skuld­bindi sig til upp­bygg­ingar nýja mið­bæj­ar­ins á grund­velli hins nýja deiliskipu­lags þannig að á svæð­inu rísi „eft­ir­sókn­ar­verð, hag­kvæm og aðlað­andi byggð sem styrki Sveit­ar­fé­lagið Ölfus í sessi sem eft­ir­sókn­ar­verðan búsetu­kost,“ að því er segir í fund­ar­gerð­inni.

Vissu af áformunum tveimur sól­ar­hringum fyrir fund

Bæj­ar­full­trúar O-list­ans, fram­fara­sinna og félags­hyggju­fólks, sem mynda minni­hluta í bæj­ar­stjórn, lögðu fram bókun á fund­inum þar sem gagn­rýnt er að minni­hlut­inn hafi fyrst vitað af þessum hug­myndum um nýjan miðbæ rúmum tveimur sól­ar­hringum fyrir bæj­ar­stjórn­ar­fund­inn þar sem drög sam­komu­lags­ins voru tekin fyr­ir. „Engin umræða hefur átt sér stað innan bæj­ar­stjórnar um að afhenda einum aðila mið­bæj­ar­svæðið án aug­lýs­ingar og teljum við þau vinnu­brögð ekki boð­leg,“ segir í bókun O-list­ans, þar sem er þó tekið fram að bæj­ar­full­trúar O-list­ans styðji heils­hugar upp­bygg­ingu mið­bæj­ar­svæð­is­ins.

Bæj­ar­full­trúar O-list­ans telja það for­kast­an­legt að ekki sé horft til þess að aug­lýsa eftir áhuga­sömum aðilum í tengslum við upp­bygg­ingu mið­bæj­ars­ins.

Eng­inn í meiri­hlut­anum með tengsl við Arn­ar­hvol

Til­lögu minni­hlut­ans um frestum afgreiðslu máls­ins var hafn­að. Í bókun D-lista Sjálf­stæð­is­flokks er full­yrt að bæj­ar­full­trúar minni­hlut­ans höfðu sama tæki­færi til að kynna sér málið og bæj­ar­full­trúar meiri­hlut­ans. Þannig hafi allir tíma­frestir verið í sam­ræmi við gild­andi reglur og fund­ar­gögn hafi verið send út með til­greindum tíma og afgreidd í sam­ræmi við vand­aða stjórn­sýslu. Í bók­un­inni er einnig sér­stak­lega tekið fram að „eng­inn sem að mál­inu hefur komið hefur nokkur fyrri tengsl við Arn­ar­hvol, eig­endur þess að þá starfs­menn sem koma að mál­in­u“.

Til­laga meiri­hlut­ans um að sam­þykkja sam­komu­lagið var sam­þykkt með fjórum atkvæðum D-lista gegn þremur atkvæðum O-lista. Í aðsendri grein í Hafn­ar­fréttum segj­ast fram­bjóð­endur í efstu fjórum sætum D-list­ans í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingnum næst­kom­andi laug­ar­dag vera bjart­sýn á að hönnun og skipu­lagi á nýja mið­bænum ljúki innan skamms og fljót­lega upp úr því geti fram­kvæmdir haf­ist.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent