Kalla eftir verulegri hækkun húsaleigubóta í aðdraganda fyrirséðra leiguhækkana

Hlutfall heimila sem búa íþyngjandi húsnæðiskostnað hefur aukist á síðustu árum en kostnaðurinn telst íþyngjandi ef hann fer yfir 40 prósent af ráðstöfunartekjum. Staða leigjenda er afleit að mati Eflingar en fyrirséð er að leiga hækki kröftuglega í ár.

7DM_9563_raw_2114.JPG
Auglýsing

Hækka þarf húsa­leigu­bætur umtals­vert og veita alvöru við­nám gegn „taum­lausum hækk­un­um“ leigu­verðs að mati Efl­ing­ar. Bent er á það í nýjum Kjara­f­réttum Efl­ingar að árið 2021 greiddu leigj­endur að með­al­tali 45 pró­sent ráð­stöf­un­ar­tekna sinna í leigu en hús­næð­is­kostn­aður telst íþyngj­andi fari hann yfir 40 pró­sent af ráð­stöf­un­ar­tekj­um. Þá býr 27 pró­sent fólks á leigu­mark­aði við íþyngj­andi hús­næð­is­kostn­að.

Hlut­fall leigj­enda sem býr við íþyngj­andi hús­næð­is­kostnað hefur lækkað lít­il­lega á síð­ustu árum, hlut­fallið var 28,4 pró­sent árið 2019 og 27,6 pró­sent árið 2020. Nú er hins vegar við­búið að hlut­fallið fari aftur hækk­andi. „Þó dregið hafi úr hækkun leigu á meðan Kóvid far­ald­ur­inn gekk yfir þá er hækkun leigu nú þegar hafin á ný og fyr­ir­séð að hún verður kröftug þegar auk­innar eft­ir­spurnar eftir leigu­hús­næði fer að gæta frá inn­fluttu vinnu­afli og auknum fjölda ferða­manna,“ segir í Kjara­f­rétt­um.

Þar kemur einnig fram að rúm­lega 20 pró­sent heim­ila séu á leigu­mark­aði, þar af að mestu leyti lág­tekju­fólk. „Leigu­mark­að­ur­inn hefur því lengi verið með tals­vert óör­yggi fyrir leigj­endur og miklar hækk­anir á leigu. Á síð­ustu 10 árum hefur leiga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað um 102%, langt umfram það sem sést hefur í Evr­ópu. Ekki hefur verið vilji hjá stjórn­völdum til að setja hömlur á hækkun leigu­verðs, þó því hafi verið lofað við gerð Lífs­kjara­samn­ings­ins 2019.“

Auglýsing

Of margir búi við óhóf­lega leigu­byrði

Hlut­fall leigu­greiðslna af ráð­stöf­un­ar­tekjum hefur hækkað úr 40 pró­sentum árið 2019 upp í áður­nefnd 45 pró­sent árið 2021. Þar að auki greiðir tals­verður fjöldi leigj­enda óhóf­lega stóran hluta ráð­stöf­un­ar­tekna sinna í leigu, að því er fram kemur í frétta­bréfi Efl­ing­ar. Mest er leigu­byrðin hjá þeim sem leigja hjá einka­reknum leigu­fé­lögum en sam­kvæmt leigukönnun Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS) frá því í nóv­em­ber í fyrra greiddi hátt í helm­ingur leigj­enda sem leigja af slíkum leigu­fé­lögum meira en 50 pró­sent af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í leigu. Þar af greiddi 31 pró­sent þeirra á bil­inu 50-69 pró­sent af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í leigu en 13 pró­sent greiddu 70 pró­sent eða meira af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í leigu. 32 pró­sent leigj­enda á stúd­enta­görðum greiða meira en 50 pró­sent af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í leigu. Hjá leig­endum sem leiga íbúður af sveit­ar­fé­lögum greiða 29 pró­sent meira en helm­ing ráð­stöf­un­ar­tekna sinna í leigu.

„Al­mennt er allt of stór hluti leigj­enda með óhóf­lega leigu­byrði, einnig þeir sem eru í félags­legu hús­næði sveit­ar­fé­laga. Talað hefur verið um að æski­legt sé að leiga fari ekki yfir 25% af ráð­stöf­un­ar­tekj­um, en þegar með­al­talið fyrir leigj­enda­hóp­inn allan er 45% og umtals­verðir hópar fara upp í 70% eða jafn­vel meira þá er ófremd­ar­á­stand,“ segir í Kjara­f­réttum Efl­ing­ar.

Í frétta­bréf­inu segir að húsa­leigu­bætur hafi ekki fylgt þróun leigu­verðs, að þær séu of lít­ill hluti leigu­kostn­aðar og að sá stuðn­ingur sem af þeim hlýst sé ófull­nægj­andi. „Rík­is­stjórnin er nú að hækka húsa­leigu­bætur um 10% vegna almennra verð­hækk­ana. Það færir flestum leigj­endum á bil­inu 2.000 til 3.200 krónur á mán­uði. Það telur ekki upp í hinar miklu hækk­anir sem orðið hafa á fram­færslu­kostn­aði und­an­farið og enn síður upp í gríð­ar­legar hækk­anir á leigu­verði á síð­ustu árum.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent