Austfirskir kjósendur fóru í fýluferð til sýslumanns

Dómsmálaráðuneytið þurfti að minna embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á að það væru sveitarstjórnarkosningar í gangi í nýju sveitarfélagi á Austurlandi. Tveimur hið minnsta var vísað frá, er þeir reyndu að greiða atkvæði utan kjörfundar.

Að minnsta kosti tveir austfirskir kjósendur höfðu ekki erindi sem erfiði þegar þeir gerðu sér ferð til þess að kjósa í sveitarstjórnarkosningum helgarinnar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.
Að minnsta kosti tveir austfirskir kjósendur höfðu ekki erindi sem erfiði þegar þeir gerðu sér ferð til þess að kjósa í sveitarstjórnarkosningum helgarinnar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.
Auglýsing

Odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í nýju sam­ein­uðu sveit­ar­fé­lagi á Aust­ur­landi fer fram á afsök­un­ar­beiðni frá emb­ætti sýslu­manns­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og þeim yfir­völdum sem fara með fram­kvæmd kosn­inga á Íslandi, vegna mis­brests sem varð við fram­kvæmd utan­kjör­fund­ar­at­kvæða­greiðslu á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Kosið er til sveit­ar­stjórnar í nýja sveit­ar­fé­lag­inu, sem lík­lega fær nafnið Múla­þing, á morg­un. Opið hefur verið fyrir utan­kjör­fund­ar­at­kvæða­greiðslu hjá sýslu­manns­emb­ættum um allt land frá 25. júlí. Eða svo átti að vera.

Aust­ur­frétt sagði frá því í vik­unni að heyrst hefði af því að kjós­endur sem ætl­uðu að nýta kosn­inga­rétt sinn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og koma atkvæðum sínum austur á land hefðu fengið þau svör hjá sýslu­manns­emb­ætt­inu að starfs­menn könn­uð­ust ekk­ert við þessar meintu kosn­ing­ar, eða að hjá þeim ætti að vera hægt að kjósa utan kjör­fund­ar.

Auglýsing

Stefán Bogi Sveins­son, odd­viti Fram­sóknar og for­seti bæj­ar­stjórnar Fljóts­dals­hér­aðs, sagði í færslu á Face­book í gær að málið væri lýsandi dæmi um það sem íbúar lands­byggð­anna þyrftu að glíma við.

Stefán Bogi Sveinsson. Mynd: Framsóknarfélag Múlaþings

„Við göngum til mik­il­vægra kosn­inga en sú stofnun sem er ætlað að tryggja að íbúar geti nýtt lýð­ræð­is­legan rétt sinn kann­ast bara ekk­ert við mál­ið. Virð­ing­ar- og skeyt­ing­ar­leysið í þessu gengur langt út yfir allan þjófa­bálk. Fólk var að taka sér tíma til að fara á skrif­stof­urnar í Kópa­vogi og mætti síðan þessu við­horfi. Gjör­sam­lega óþol­andi og ég ætl­ast til þess að Sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og þau yfir­völd sem bera ábyrgð á fram­kvæmd kosn­inga hér á landi biðj­ist opin­ber­lega afsök­un­ar,“ skrif­aði Stefán Bogi.

Vitað um tvö til­vik – báðir búnir að kjósa núna

Róbert Ragn­ars­son, sem er starfs­maður und­ir­bún­ings­stjórnar vegna sam­ein­ing­ar­innar eystra, segir í sam­tali við Kjarn­ann að ein­hver mis­skiln­ingur virð­ist hafa komið upp innan emb­ættis sýslu­manns­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og að hann viti til þess að tveir kjós­endur hafi verið sendir í burtu eftir að hafa gert sér ferð til þess að greiða atkvæði.

Þegar hann heyrði af þessu setti hann sig strax sam­band við dóms­mála­ráðu­neyt­ið, sem hnykkti á því við sýslu­manns­emb­ættið að utan­kjör­fund­ar­at­kvæða­greiðsla væri í gangi. Báðir kjós­end­urnir sem Róbert veit til þess að vísað hafi verið í burtu sneru aftur til sýslu­manns og hafa greitt atkvæði.

Bjarni Björg­vins­son, for­maður yfir­kjör­stjórnar í nýja sveit­ar­fé­lag­inu, segir við Kjarn­ann að utan­kjör­fund­ar­at­kvæða­greiðslan sé algjör­lega á for­ræði sýslu­manns­emb­ætt­anna hring­inn um land­ið. Hann sagði einnig að eitt­hvað virð­ist hafa skort upp á upp­lýs­inga­flæðið fyrir sunn­an, því mið­ur, en að hann vissi ekki betur en að búið væri að bæta úr því.

Heima­stjórn­ar­fram­bjóð­endur komnir fram

Auk hefð­bund­inna lista­kosn­inga til sveit­ar­stjórnar nýja sveit­ar­fé­lags­ins, þar sem fimm fram­boð kepp­ast um sæti, verður einnig per­sónu­kjör til svo­kall­aðra heima­stjórna, sem verða fjórar tals­ins. Allir íbúar með kosn­inga­rétt eru í raun í fram­boði til þess­ara heima­stjórna, en kjós­­endur munu þurfa að skrá bæði fullt nafn og heim­il­is­­fang fram­­bjóð­enda til heima­­stjórnar á kjör­­seð­il­inn – og það má bara kjósa einn ein­stak­l­ing.

Bjarni segir að í raun sé atkvæða­greiðslan alveg tvö­föld, kjós­endur muni fá tvo kjör­seðla, einn til sveit­ar­stjórnar og annan til heima­stjórn­ar. Spurður hvort það gæti ekki reynst tíma­frekt að telja atkvæðin til heima­stjórna segir Bjarni að það gæti orðið „ein­hver Excel-vinna“ en bendir um leið á að þeir sem hafi hug á því að taka sæti í heima­stjórnum séu búnir að gefa kost á sér form­lega og upp­lýs­ingar um fram­bjóð­endur séu aðgengi­legar á vef nýja sveit­ar­fé­lags­ins. Því sé ólík­legra að atkvæðin dreif­ist á mjög marga.

Ekk­ert verður þó á kjör­stöðum til þess að minna á það hverjir eru í fram­boði til kjör­stjórna, kjós­endur fá ein­fald­lega tóman kjör­seðil þar sem þeir eiga að skrifa nafn og heim­il­is­fang þess sem þeir ætla að kjósa.

Bjarni segir að íbúa­skrár verði aðgengi­legar á kjör­stöð­um, en best væri þó ef kjós­endur myndu hafa heim­il­is­fang þess sem þeir ætla að kjósa í heima­stjórn á morgun á hreinu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur einnig heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent