Kári leggur til að öldurhús verði lokuð um helgina

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fulla ástæðu til að herða takmarkanir innanlands vegna hraðrar fjölgunar smita síðustu sólarhringa. Sú aðgerð sem hefði mest áhrif væri líklega sú að loka öldurhúsum í landinu um helgina.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Auglýsing

Það er aðeins eitt atriði sem er algjör­lega öruggt segir Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, spurður hvað geti skýrt 32 ný smit af kór­ónu­veirunni síð­ustu tvo sól­ar­hringa: „Veiran virð­ist hafa miklu meiri dreif­ingu í sam­fé­lag­inu heldur en að við von­uð­umst til.“Fjöldi nýgreindra smita er „ansi mik­ill“ og ein­stak­ling­arnir tengj­ast ekki allir þó að ein­hverjir þeirra hafi tengsl. Íslensk erfða­grein­ing hefur hafið umfangs­mikla skimun meðal nem­enda og starfs­fólks Háskóla Íslands. Í gær voru sýni tekin frá um 450 manns í skól­anum en aðeins einn reynd­ist sýkt­ur. Þannig að hinir átján sem greindust í gær voru ein­stak­lingar sem beðið höfðu um sýna­töku vegna ein­kenna.Þeir sem greinst hafa síð­ustu daga eru að sögn Kára með mikið veiru­magn sem gefur vís­bend­ingu um tvennt: Að stutt sé síðan þeir sjálfir smit­uð­ust og þar af leið­andi mjög smit­andi og í „að­stöðu til að dreifa þessu víða,“ að sögn Kára.

Auglýsing


Honum finnst fullt til­efni til að herða tak­mark­anir inn­an­lands til að bregð­ast við fjölg­un­inni. „Mér finnst að við eigum að bregð­ast hratt við og setja stíf­ari tak­mark­anir sem við svo afléttum mjög fljótt ef ástandið fer að skána. Af því að stór hluti af þessum smitum er að koma upp hjá ungu fólki þá myndi ég til dæmis leggja til að öld­ur­húsum sam­fé­lags­ins yrði lokað yfir þessa helgi. Það væri lík­lega sú aðgerð sem hefði mest áhrif.“Nýtt afbrigði komið uppSjö þeirra sem greindust í fyrra­dag reynd­ust hafa smit­ast af öðru afbrigði veirunnar heldur en hefur verið hvað skæð­ast hér á landi síðan í sum­ar. Þetta afbrigði hafði reyndar áður sést hér á landi í tveimur frönskum ferða­mönnum sem hingað komu nýver­ið. Sam­kvæmt því sem Kári kemst næst er talið að sjömenn­ing­arnir teng­ist með þeim hætti að þeir hafi allir verið á sama stað á svip­uðum tíma. Óvíst hvort að hið nýja afbrigði hafi dreift sér út fyrir þennan hóp því enn er verið að rað­greina sýni sem tekin voru í gær.„Mér finnst mjög ólík­legt að það hafi nokkuð smit borist inn í landið eftir að tvö­föld skimun var tekin hér upp 19. ágúst,“ segir Kári, „ekki nema að ein­hver hafi brotið skil­mála sótt­kvíar en mér finnst það ekki lík­leg­t.“Spurður hvernig þetta afbrigði veirunnar hafi þá kom­ist hingað segir hann lík­legt að smit hafi verið „kraum­andi undir yfir­borð­inu“ áður en tvö­föld skimun með nokk­urra daga sótt­kví  var tekin upp við landa­mær­in.Aðeins um helm­ingur þeirra sem smit­ast af veirunni verða veik­ir. Því getur veiran flust mann fram af manni án þess að þeir ein­stak­lingar finni ein­kenni og átti sig á því að þeir séu smit­að­ir. Kári tekur sem dæmi að ef fjög­urra manna smit­keðja hafi byrjað fyrir 19. ágúst þá séu lík­urnar á því að allir þeir  ein­stak­lingar hafi verið ein­kenna­lausir 1 á móti sext­án. „Og það eru ekk­ert litlar lík­ur.“Ekki óvið­ráð­an­legt„Þetta kvik­indi er gætt þeim eig­in­leikum að það getur dreifst hér víða án þess að menn verði varir við það en svo allt í einu gýs þetta upp á yfir­borð­ið,“ segir Kári um hversu lúmsk veiran getur ver­ið.Hann vill þó alls ekki meina að vand­inn sé óvið­ráð­an­leg­ur. Þegar litið sé til ann­arra landa í dag sé ljóst að allt annað en auð­velt sé að „takast á við þessa skepnu en saga far­ald­urs­ins á Íslandi er nær því að vera saga um við­ráð­an­legan far­aldur heldur en nokk­urs staðar ann­ars staðar í heim­in­um. En þetta er samt erfitt og við verðum að vera á tánum og vinna hratt.“Spurður út í þá orð­ræðu sem stundum heyr­ist þegar smitum fjölgar á Íslandi að fyrst slíkt sé að ger­ast séu harðar aðgerðir á landa­mærum til­gangslitlar og jafn­vel til­gangs­laus­ar. Kára finnst þær rök­semdir að fyrst það sé smit í sam­fé­lag­inu sé í lagi að hafa meira smit í sam­fé­lag­inu „ótrú­lega heimsku­leg­ar“.Þau smit sem nú eru að grein­ast hafi að hans mati lík­leg­ast öll borist hingað til lands fyrir hinar hertu tak­mark­anir á landa­mær­um. Mark­mið aðgerð­anna sé að minnka lík­urnar á því að smit ber­ist inn í landið „og leggi allt á hlið­ina“. Smitum fari hratt fjölg­andi í lönd­unum í kringum okk­ur, þeim löndum sem flestir ferða­menn koma frá. Ef slakað yrði á landamæra­að­gerðum gæti það þýtt að stór hluti þjóð­ar­innar þyrfti með auknum fjölda smita að fara í sótt­kví. Hann bendir enn­fremur á að ef nýgengi smita hér á landi fari yfir 20 á 100 þús­und íbúa á tveimur vikum þá myndu mörg lönd loka á okk­ur. „Jafn­vel sú hug­mynd að það væri að halda uppi ferða­þjón­ustu á meðan allt annað væri á hlið­inni stenst ekki.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiViðtal