Leyfum börnunum okkar að velja

Sverrir Kári Karlsson frambjóðandi Framsóknar í Kópavogi vill að bærinn veiti öllum börnum í sveitarfélaginu tækifæri til að finna sig í íþróttastarfi án þrýstings um keppni, aukaæfingar og ótæpileg fjárútlát af hendi foreldra.

Auglýsing

Hreyf­ing og fræðsla er án nokk­urs vafa nauð­syn­legur hluti af upp­eldi barn­anna okkar og starf íþrótta­hreyf­ing­ar­innar spilar þar mik­il­vægt hlut­verk. En ekki eru þó öll börn sem finna sig í starf­inu og brot­fall er tölu­vert, sér­stak­lega þegar ung­lings­árin fær­ast yfir.

Það er því ekki að ástæðu­lausu að færst hefur í auk­ana að for­eldrar kalli eftir ann­ars­konar val­mögu­leikum í íþrótta­starfi. Ein­hvers­konar starfi þar sem áherslan er ekki keppni og afreks­stefna, heldur starf þar sem æfing­ar­á­lag er minna og börn geti prófað sig áfram í hinum ýmsu grein­um.

Tökum sem dæmi unga stúlku sem langar að hætta í fim­leikum sem hún hefur stundað af krafti frá unga aldri. Henni langar að byrja í bolta­í­þrótt,  en þar sem stelpur á hennar aldri í bolta­í­þróttum eru mun lengra komnar þá treystir hún sér ekki til þess að byrja.

Auglýsing

Hvaða val­mögu­leikar eru fyrir þessa stúlku að kom­ast í skipu­lagt hópa­starf? Því miður eru val­kostir hennar af skornum skammti. Í raun er ekk­ert starf þar sem hún gæti prófað sig áfram og fundið eitt­hvað við sitt hæfi er í boði án veru­legra fár­hags­legra skuld­bind­inga.

Að mínu mati þarf að veita gras­rót­ar­starfi braut­ar­gengi hjá íþrótta­fé­lög­un­um, gras­rót­ar­starfi þar sem áherslan  yrði á fjöl­breytt starf þar sem allir fengju tæki­færi til þess að finna sig í íþrótt sem hent­ar. Ekki yrði lögð áhersla á keppni, heldur skemmt­ana­gildi og góðan félags­anda. Jafn­framt yrði æfinga­tímum stillt í hóf og kostn­aði haldið í algjöru lág­marki.

Með fram­boði mínu til bæj­ar­stjórnar í Kópa­vogi vill ég stuðla að því að bæj­ar­fé­lagið veiti öllum börnum í Kópa­vogi tæki­færi til að finna sig í íþrótta­starfi án þrýst­ings um keppni, auka­æf­ingar og ótæpi­leg fjár­út­lát af hendi for­eldra.

Höf­undur er verk­fræð­ingur og þriggja barna faðir sem skipar 5. sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Kópa­vogi fyrir kom­andi bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ingar

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eigið fé Íslendinga 5.635 milljarðar í lok árs 2020 – Jókst um 65 prósent á fimm árum
Á árunum 2015 til 2020 jókst eigið fé Íslendingar um 2.227 milljarða króna. Þorri eigna þeirra er bundið í fasteignum, eða um 73 prósent. Á árinu 2020 voru það þó, í fyrsta sinn, aðrar eignir en hækkun á virði fasteigna sem hækkuðu mest í virði.
Kjarninn 22. janúar 2022
Ingunn Reynisdóttir
Í þágu hestsins
Kjarninn 22. janúar 2022
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar