Leyfum börnunum okkar að velja

Sverrir Kári Karlsson frambjóðandi Framsóknar í Kópavogi vill að bærinn veiti öllum börnum í sveitarfélaginu tækifæri til að finna sig í íþróttastarfi án þrýstings um keppni, aukaæfingar og ótæpileg fjárútlát af hendi foreldra.

Auglýsing

Hreyf­ing og fræðsla er án nokk­urs vafa nauð­syn­legur hluti af upp­eldi barn­anna okkar og starf íþrótta­hreyf­ing­ar­innar spilar þar mik­il­vægt hlut­verk. En ekki eru þó öll börn sem finna sig í starf­inu og brot­fall er tölu­vert, sér­stak­lega þegar ung­lings­árin fær­ast yfir.

Það er því ekki að ástæðu­lausu að færst hefur í auk­ana að for­eldrar kalli eftir ann­ars­konar val­mögu­leikum í íþrótta­starfi. Ein­hvers­konar starfi þar sem áherslan er ekki keppni og afreks­stefna, heldur starf þar sem æfing­ar­á­lag er minna og börn geti prófað sig áfram í hinum ýmsu grein­um.

Tökum sem dæmi unga stúlku sem langar að hætta í fim­leikum sem hún hefur stundað af krafti frá unga aldri. Henni langar að byrja í bolta­í­þrótt,  en þar sem stelpur á hennar aldri í bolta­í­þróttum eru mun lengra komnar þá treystir hún sér ekki til þess að byrja.

Auglýsing

Hvaða val­mögu­leikar eru fyrir þessa stúlku að kom­ast í skipu­lagt hópa­starf? Því miður eru val­kostir hennar af skornum skammti. Í raun er ekk­ert starf þar sem hún gæti prófað sig áfram og fundið eitt­hvað við sitt hæfi er í boði án veru­legra fár­hags­legra skuld­bind­inga.

Að mínu mati þarf að veita gras­rót­ar­starfi braut­ar­gengi hjá íþrótta­fé­lög­un­um, gras­rót­ar­starfi þar sem áherslan  yrði á fjöl­breytt starf þar sem allir fengju tæki­færi til þess að finna sig í íþrótt sem hent­ar. Ekki yrði lögð áhersla á keppni, heldur skemmt­ana­gildi og góðan félags­anda. Jafn­framt yrði æfinga­tímum stillt í hóf og kostn­aði haldið í algjöru lág­marki.

Með fram­boði mínu til bæj­ar­stjórnar í Kópa­vogi vill ég stuðla að því að bæj­ar­fé­lagið veiti öllum börnum í Kópa­vogi tæki­færi til að finna sig í íþrótta­starfi án þrýst­ings um keppni, auka­æf­ingar og ótæpi­leg fjár­út­lát af hendi for­eldra.

Höf­undur er verk­fræð­ingur og þriggja barna faðir sem skipar 5. sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Kópa­vogi fyrir kom­andi bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ingar

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Fordómar Sapiens
Kjarninn 10. ágúst 2020
Fjöldi flugfarþega í júlí dróst saman um 85 prósent milli ára
Í júlí fóru tæplega 132 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. Fjöldi farþega hefur aukist umtalsvert frá fyrri mánuðum en er engu að síður einungis brot af því sem hann var í sama mánuði í fyrra.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Einn á tvítugsaldri lagður inn á Landspítala
Einstaklingur á tvítugsaldri hefur verið lagður inn á sjúkrahús með COVID-19 smit. Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að taka upp eins metra reglu á ákveðnum stöðum í stað tveggja metra reglu og opnar á að íþróttir með snertingu verði leyfðar á ný.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Krítískur tími í Evrópu – kúrfan sveigist upp á ný
Hvert sem litið er í Evrópu er staðan nánast sú sama: Tilfellum af COVID-19 hefur fjölgað síðustu vikur. Ríkin hafa sum hver gripið til staðbundnari takmarkana en í vetur í von um að þurfa ekki að skella í lás að nýju.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Tvö ný innanlandssmit og tveir á sjúkrahúsi með COVID-19
Tvö ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Eitt virkt smit greindist við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Auður Jónsdóttir
Ástin á tímum COVID-19
Kjarninn 10. ágúst 2020
Hægir á verðhækkunum fasteigna um land allt
Verðhækkanir á fasteignum í stærri þéttbýliskjörnum landsins mælast nú á bilinu núll til tíu prósent milli ára en á síðasta ársfjórðungi mældust hækkanirnar þrjú til 16 prósent milli ára.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Ráðamenn þurfi að sýna ábyrgð gagnvart einu „alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans“
Prófessor í hagfræði, sem gagnrýndi frekari opnun landamæra Íslands út frá efnahagslegum rökum fyrir helgi, skrifast í fyrsta sinn á við stjórnmálamann. Hann vonast til þess að þurfa aldrei að gera það aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar