Lykill að góðu samfélagi

Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar skrifar um flokkinn sinn og segir frjálslynt samfélag byggt á frelsi, jafnrétti, umburðarlyndi og samkennd ekki verða til af sjálfu sér.

Auglýsing

Frelsi, jafn­rétti, umburð­ar­lyndi og sam­kennd eru þræðir sem þarf að flétta saman af kunn­áttu og alúð til þess að úr verði sterk taug sem hægt er að ríða úr þéttriðið net góðs frjáls­lynds sam­fé­lags. Árangur næst ekki nema raddir þess­ara sjón­ar­miða sé sterk­ar. Við­reisn gegnir hér lyk­il­hlut­verki.

Frjáls­lyndur og alþjóða­sinn­aður

Við­reisn hefur markað sér sess sem frjáls­lyndur og alþjóð­lega sinn­aður flokk­ur. Hann byggir stefnu sína og störf á jafn­rétti og hug­mynda­fræði frjáls­lynd­is. Leið­ar­stefin í stefnu flokks­ins eru frjáls­lyndi og jafn­rétti, rétt­látt sam­fé­lag, efna­hags­legt jafn­vægi og alþjóð­leg sam­vinna. Á þessum grund­velli vinnur Við­reisn að því að skapa rétt­látt sam­fé­lag þar sem almanna­hags­munir ganga framar sér­hags­munum og allir ein­stak­ling­ar, heim­ili og fyr­ir­tæki njóta jafn­ræð­is.

Snarpur og knár

Stjórn­mála­flokk­ur­inn Við­reisn var stofn­aður 24. maí 2016. Á þessum tveimur árum hefur flokk­ur­inn tekið þátt í tvennum kosn­ingum til Alþing­is, átt sæti í rík­is­stjórn eftir fyrri kosn­ing­arn­ar, en verið í stjórn­ar­and­stöðu í kjöl­far þeirra seinni. Óhætt er að full­yrða að ráð­herrar og þing­menn Við­reisnar hafi sinnt störfum sínum af alúð og náð að setja mark sitt á stjórn­málin á vett­vangi rík­is­stjórnar og þings. Það hefur tek­ist með skýrri stefnu­mörk­un, lif­andi flokks­starfi og óþreyt­andi flokks­fólki og starfs­mönn­um. Á sama tíma hefur flokk­ur­inn sjálfur tekið á sig full­skap­aða mynd sem alvöru stjórn­mála­flokkur með öllum þeim innviðum og skipu­lagi sem þarf til.

Auglýsing

Við­reisn í nær­sam­fé­lag­inu

Nýr kafli í tveggja ára sögu Við­reisnar verður skrif­aður þann 26. maí.  Þá tekur flokk­ur­inn í fyrsta sinn þátt í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum og kemur við sögu á tólf stöð­um. Við­reisn býður fram eigin lista í Hafn­ar­firði, Mos­fellsbæ og Reykja­vík. Í Kópa­vogi er sam­eig­in­legur listi með Bjartri fram­tíð, í Árborg sam­eig­in­legur listi með Pírötum og óháðum, á Sel­tjarn­ar­nesi er sam­eig­in­legt fram­boð með Neslist­an­um. Í Reykja­nes­bæ, Stykk­is­hólmi, Akur­eyri, Garða­bæ, Ísa­fjarð­arbæ og í Fjalla­byggð kemur Við­reisn­ar­fólk að fram­boði bæj­ar­mála­lista af ýmsu tagi.

Á öllum þessum stöðum hefur gott og hæft fólk valist til for­ystu. Fólk sem óhætt er að teysta til góðra verka. Áherslur milli sveit­ar­fé­laga eru auð­vitað mis­mun­andi enda aðstæður og úrlausn­ar­efni oft af ólíkum toga. Leið­ar­stefin í stefnu Við­reisnar eru alls staðar und­ir­liggj­andi og móta mál­efnin sem sett eru á odd­inn á hverjum stað.

Úrslit kosn­inga skipta máli

Frjáls­lynt sam­fé­lag byggt á frelsi, jafn­rétti, umburð­ar­lyndi og sam­kennd verður ekki til af sjálfu sér. Slíkt sam­fé­lag verður ekki til nema þeir sem aðhyll­ast þessi sjón­ar­mið taki höndum saman um að vinna þeim fram­gang. Gildir þá einu hvort kosið er til Alþingis eða sveit­ar­stjórna. Stefna Við­reisnar er skýr og Við­reisn­ar­fólk hefur bæði getu og vilja til þess að vinna hörðum höndum að því að hrinda hug­sjónum sínum í fram­kvæmd til góðs fyrir okkur öll. Til þess að svo megi verða þarf full­tingi kjós­enda á kjör­dag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar