Hvalárvirkjun, einstaklega skynsamleg framkvæmd

Þorbergur Steinn Leifsson verkfræðingur hjá Verkis segir vafasamt að til sé virkjanakostur sem hafi jafn lítil neikvæð áhrif miðað við þau jákvæðu og Hvalárvirkjun.

Auglýsing

Mikil umræða er nú um Hval­ár­virkj­un. Ég hef unnið að þróun hennar í nokkur ár og þekki því vel til, auk þess að hafa komið að und­ir­bún­ingi flestra ann­ara virkj­ana, stórra og smárra, sem byggðar hafa verið eða und­ir­búnar hér á landi síð­ustu ára­tugi og ætti því að hafa góðan sam­an­burð. Það hefur komið mér á óvart hversu nei­kvæð umræðan er orðin  hjá mörg­um, því Hval­ár­virkjun er að mínu mati ákaf­lega skyn­sam­legur og góður kostur jafnt tækni­lega, umhverf­is­lega sem og sam­fé­lags­lega á alla mæli­kvarða .

Mik­il­vægir eig­in­leikar Hval­ár­virkj­un­ar.

Virkj­unin verður í hópi best miðl­uðu virkj­ana lands­ins, því hægt verður að geyma ríf­lega fjórð­ung með­al­árs­rennslis í lónum frá sumri til notk­unar að vetri. Þetta gerir virkj­un­ina mjög sveigj­an­lega og örugga í rekstri og hún getur fram­leitt á fullum afköstum mán­uðum sam­an, ger­ist þess þörf, en er ekki háð duttl­ungum vatnaf­ars­ins eins og rennsl­is­virkj­an­ir. Orku­inni­hald miðl­ana á Vest­fjörðum tutt­ugu­fald­ast og lands­hlut­inn verður sjálf­bjarga, þó engin orka komi frá eld­virka hluta lands­ins  allan vet­ur­inn. Allir vatns­veg­ir, stöðv­ar­hús, tengi­virki og flutn­ings­kerfi eru neð­an­jarðar sem eykur rekstr­ar­ör­yggi auk þess að vera jákvætt fyrir umhverf­ið. Aur, eld­virkni, ís og krapi eða vatns­leysi verður því ekki vanda­mál í þess­ari virkj­un.

Virkj­unin er með háa fall­hæð, ríf­lega 300 m, og því gefur til­tölu­lega lítið virkjað rennsli mikið afl. Vatns­vegir eru allir í jarð­göngum og vatns­hraði í þeim því óvenju lág­ur,  því ekki er ódýr­ara að grafa göngin þrengri en lámarks­stærð. Því er unnt er að stöðva allt rennsli um þá eða auka það á aðeins örfáum sek­úndum án þess að það valdi óvið­ráð­an­legum þrýsti­sveifl­um. Vegna þessa yrði hægt að nota Hval­ár­virkjun til að stýra tíðni og álagi í raf­orku­kerf­inu (regla net­ið) og bregð­ast sam­stundis við miklum álags­breyt­ing­um. Þetta er eig­in­leiki sem virkj­anir með langa vatns­vegi án þrýsti­jöfn­unar hafa alla jafna ekki, en er sér­stak­lega mik­il­vægur vegna þess að virkj­unin er á land­svæði þar sem flutn­ings­kerfið getur auð­veld­lega slitnað frá lands­kerf­inu og því mik­il­vægt að til staðar sé nokkuð stór virkjun sem getur tekið upp miklar og snöggar álags­breyt­ingar og stýrt „eyj­unni“ sem myndast við slíkar bil­an­ir. Þessu hlut­verki á Vest­fjörðum er nú sinnt að hluta með dísil­vél­unum í Bol­ung­ar­vík og sér­stökum fram­hjá­rennsl­is­bún­aði í Mjólk­ár­virkj­un, en raf­magns­trufl­anir eru þó tíðar vegna  bil­ana á Vest­ur­línu.

Auglýsing

Þrátt fyrir stór lón við Hval­ár­virkjun mun nán­ast eng­inn gróður eða þykkur jarð­vegur fara undir vatn. Nán­ast allt efni sem þarf til að gera stífl­urnar er unnt að taka innan lón­stæð­anna, sem er nokkuð ein­stakt hér á landi við stíflu­gerð. Þá háttar þannig til að lands­lag er allt mjög mis­hæð­ótt og í stöllum og skorið af mis­djúpum gilj­um. Stífl­urnar og lón­in, þó stór séu, sjást því mjög óvíða að, heldur hverfa fljótt bak við næstu hæð. Þetta er til dæmis allt annað en í til­felli Kára­hnjúka­virkj­unar og á Þjórs­ár­svæð­inu þar sem landið er slétt­ara og stífl­urnar og lónin sjást mjög víða að sé horft af land­inu ofan lón­anna. Þá er allt dýra­líf mjög fábreytt.   

Bætt raf­orku­ör­yggi og önnur tæki­færi

Ein jákvæð­ustu áhrif virkj­un­ar­innar eru að hún mun strax bæta afhend­ingar­ör­yggi raf­orku á Vest­fjörðum nokk­uð, því bilun á Vest­ur­línu á um 120 km langri leið frá Hrúta­firði í Kolla­fjörð mun ekki lengur valda trufl­unum á Vest­fjörð­um. Meira máli skiptir þó að með til­komu virkj­un­ar­innar ger­breyt­ast mögu­leikar á að tryggja Vest­fjörðum sama afhend­ingar­ör­yggi og öðrum lands­hlutum með miklu ódýr­ari hring­tengi­mögu­leika frá tengi­punkti í Ísa­fjarð­ar­djúpi inn á Ísa­fjarð­ar­svæð­ið, og nýta þannig að fullu góða stýri­eig­in­leika Hval­ár­virkj­un­ar, sem áður var vikið að.   

Hval­ár­virkjun er þannig lyk­il­inn að við­un­andi raf­orku­ör­yggi heils lands­hluta. Hún mun líka hafa mikil áhrif á nær­sam­fé­lagið á bygg­ing­ar­tíma en einnig auka mjög tæki­færi til fram­tíð­ar. Sum­ar­fær jeppa­slóð mun vænt­an­lega koma yfir Ófeigs­fjarð­ar­heiði, og skapa mögu­leika á ein­stökum hringakstri úr Djúpi um Árnes­hrepp. Þá mun veg­slóði upp að rótum Dranga­jök­uls auka mögu­leika á ferðum á hann á öllum árs­tím­um. Stöðugt 15 m3/s rennsli af hreinu og tæru vatni við sjáv­ar­mál yrði ein­stakt á Íslandi og þó víðar væri leit­að, og skapar mikla mögu­leika á frek­ari nýt­ingu þess­arar fágætu verð­mætu auð­lindar t.d. í eldi, vatns­út­flutn­ingi, eða eitt­hvað allt ann­að.  Eng­inn sá Auð­linda­garð­inn við Svarts­engi fyrir þegar farið var að nýta ork­una á því svæði. Erfitt er að sjá að það hafi verðið byggð, eða verði byggð virkjun á Íslandi sem gæti haft jafn­mikil jákvæð áhrif á nær­sam­fé­lagið og heilan landshluta.

Ekki umdeild fram­kvæmd í Ramma­á­ætlun eða í mati á umhverf­is­á­hrifum

Virkj­unin hefur farið eðli­lega leið í stjórn­kerf­inu. Nefnd sér­fræð­inga í Ramma­á­ætlun 2 og 3 mat Hval­ár­virkjun einu vatns­afls­virkj­un­ina á nýju óvirkj­uðu svæði sem bæri að nýta til orku­fram­leiðslu frekar en vernd­ar. Við lög­form­legt umhverf­is­mat sum­arið 2016 barst aðeins ein athuga­semd og var hún frá Land­vernd. Engir lög­bundnir umsagn­ar­að­ilar sem Skipu­lags­stofnun lét vinna álit á mat­inu, sér­fræð­ingar hver á sínu sviði, gerðu athuga­semdir við mat virkj­un­ar­að­ila, um til­tölu­lega lítil umhverf­is­á­hrif virkj­un­ar­inn­ar.

Miklar betrumbætur á hönnun

Vax­andi and­staða við virkj­un­ina virð­ist hins­vegar vera innan til­tek­ins hóps fólks, þrátt fyrir að miklar breyt­ingar hafi orðið á upp­haf­legum virkj­un­ar­á­form­um, sem allar minnka umhverf­is­á­hrif­in. Þannig hefur frá­rennsli virkj­un­ar­innar verið fært þannig að vatnið skilar sér beint úr frá­rennsl­is­göngum út í ós Hvalár langt frá Hvalár­fossi, en þegar virkj­unin var sett í nýt­ing­ar­flokk í Ramma­á­ætlun var gert ráð fyrir löngum og djúpum frá­rennsl­is­skurði alveg við foss­inn. Einnig reynd­ist unnt, með breyt­ingu á hönnun virkj­un­ar­inn­ar, að falla frá um 10 til 20 m háum þrýsti­jöfn­un­ar­turni sem fyr­ir­hug­aður var á fjalls­brún. Nú nýlega hefur líka verið ákveðið að lækka hæstu stífl­urnar þannig að rúm­mál stíflu­fyll­inga minnkar um nær þriðj­ung.

Aðkomu­vegur var í upp­hafi fyr­ir­hug­aður upp Dag­verð­ar­dal, en þegar frá­rennslið var fært sunnar var talið eðli­legra að fara með veg­inn upp hlíð­ina ofan við mann­virk­in. Þegar horft er upp hlíð­ina er erfitt að ímynda sér annað en að sprengja verði syllu gegnum a.m.k. sum af hinum fjöl­mörgu kletta­beltum í hlíð­inni sem blasa við. Eftir nákvæma korta­gerð og hönnun veg­ar­ins kom hins­vegar í ljós að all­staðar var unnt að þræða veg­lín­una fram­hjá kletta­belt­unum og hvergi verða miklar sker­ingar eða fyll­ing­ar. Veg­ur­inn liggur að mestu eftir nokkuð flötum pöllum ofan kletta­belt­anna og verður því lítið sýni­legur sé horft upp hlíð­ina neð­an­frá. Sama má segja um munna aðkomu­ganga og aðkomu­hús sem hverfur í hinu stöll­ótta lands­lagi. Helstu sýni­legu áhrifin í hlíð­inni verður munni strengja­ganga sem opn­ast út í einu kletta­belt­anna. Þar verða hins­vegar engin mann­virki og munn­inn getur því litið út svipað og hvert annað hellisop.

Inn­viðir efldir sam­fara virkjun

Virkj­ana­að­il­inn hefur ákveðið að koma upp aðstöðu fyrir ferða­þjón­ustu með gesta­stofu þannig að auð­veld­ara verði fyrir heima­menn að nýta sér tæki­færi sem virkj­unin gef­ur. Einnig standa yfir við­ræður við Orkubú Vest­fjarða um að virkj­un­ar­að­il­inn komi að lagn­ingu þriggja fasa öfl­ugrar raf­magnsteng­ingar og ljós­leið­ara frá Hólma­vík í Norð­ur­fjörð sem yrði fram­lengd í Ófeigs­fjörð þannig að verk­tak­inn geti nýtt sér teng­ing­una á bygg­inga­tíma til að þurfa ekki að fram­leiða raf­magn með dísel­vél­um. Þarna gætu farið saman hags­munir nær­sam­fé­lags­ins, virkj­un­ar­að­il­ans, dreifi­veit­unnar og orku­fram­leið­and­ans, auk umhverf­is­ins vegna minni olíu­notk­un­ar.

Það er ánægju­legt að frek­ari þróun virkj­ana leiði til þess að áhrif þeirra á umhverfið minnki í hverju skrefi eins og gerst hefur með Hvalá. Oftar er það á hinn veg­inn, þ.e. að bæta þarf við mann­virkjum og valda meira raski eftir því sem málin þró­ast frá fyrstu hug­mynd­um.

Fossar og víð­erni  fá að njóta sín

Er þá ekk­ert nei­kvætt við virkj­un­ina? Jú vissu­lega. Rennsli minnkar í Hvalá, Rjúkanda og Eyvind­ar­fjarð­ará, en verður þó við ós þeirra um þriðj­ungur af því sem það var fyrir virkj­un. Rennsli ánna er síbreyti­legt milli árs­tíða og ára og eftir miðjan júlí, þegar flestir ferða­menn­irnir eru á svæð­inu, er rennslið alla jafna orðið mjög lít­ið. Langstærstu flóðin sem koma á haustin verða hins­vegar nær óbreytt, enda lónin þá orðin full. Ekk­ert hverfur því eða verður eyði­lagt, en vissu­lega verður rennsli neðan lón­anna oft veru­lega minna eftir virkjun en fyr­ir. Virkj­un­ar­að­il­inn hefur hins­vegar kynnt áform um að hleypa rennsli á foss­inn Drynj­anda og hugs­an­lega Eyvind­ar­fjarð­ará nokkrum sinnum yfir sum­arið verði eft­ir­spurn eftir því. Með þessu móti gefst tæki­færi til að sjá foss­ana við mis­mikið rennsli og eftir miðjan júlí yrði mesta „stýrða“ rennslið miklu meira en það er við nátt­úru­legar aðstæður á þeim tíma. Rjúk­andi og sér­stak­lega Drynj­andi eru mjög óað­gengi­legir fossar og mjög fáir gera sér ferð að þeim því land er erfitt og hættu­legt yfir­ferðar og fjöl­breytni langra göngu­ferða að þeim mjög lít­il. Það er mín skoðun að þessir fossar verði þess vegna aldrei vin­sælir fyrir hinn almenna ferða­mann. Verði hins­vegar virkjað yrði Drynj­andi miklu aðgengi­legri frá aðkomu­veg­inum og oft með miklu meira rennsli á mesta ferða­manna­tím­anum síð­sum­ars meðan á fossa­rennsl­inu stend­ur, þó vissu­lega geti vit­neskja um til­bú­ið, stýrt rennsli haft áhrif á upp­lifun sumra. Húsár­foss er mest áber­andi og sýni­leg­asti foss­inn í Ófeigs­firði, og að margra mati sá fal­leg­asti, breyt­ist ekki við virkj­un.

Stærð óskertra víð­erna minnkar sam­kvæmt opin­berri skil­grein­ingu.  Það er þó erfitt að skilja að það sé mik­il­vægt mark­mið að halda slíkum jað­ar­víð­ernum sem aldrei hafa verið nýtt til neins sem stærst­um. Hefur slík fer­metra­taln­ing eitt­hvert raun­veru­legt gildi? Skerð­ingin á víð­ernum er auk þess mjög mild, og fæstir myndu, eftir virkj­un, upp­lifa þetta svæði öðru­vísi en sem óskert víð­erni. And­staðan við Hval­ár­virkjun virð­ist í hugum margra vera eins og trú­ar­brögð, byggð á ímynd­uðum áhrifum en raun­veru­leg áhrif virð­ast ekki skipta neinu máli.

Tafir yrðu áfall fyrir þróun raf­orku­mála á Vest­fjörðum

Að fram­an­sögðu er ljóst í mínum huga að Hval­ár­virkjun er mjög skyn­sam­leg virkjun bæði tækni­lega, umhverf­is­lega og ekki síst vegna jákvæðra áhrifa á nær­sam­fé­lagið og heilan lands­hluta, sem berst í bökk­um. Virkj­unin yrði langstærsta og tækni­lega full­komn­asta og rekstr­ar­lega örugg­asta virkj­unin á Vest­fjörðum og nýr tengi­punktur mun gera kleyft, kjósi menn svo, að reisa fjölda ann­ara minni virkj­ana í Djúp­inu, sem ekki verður séð að verði reistar án til­komu Hval­ár­virkj­un­ar. Unnið hefur verið að und­ir­bún­ingi virkj­un­ar­innar í rúm 10 ár. Verði ferlið stöðv­að, eða tafið veru­lega, núna á loka­metr­unum er óvíst að virkj­unin muni verða reist í náinni fram­tíð. Það yrði mikið áfall fyrir þróun raf­orku­mála á Vest­fjörðum og hætt er við að lands­hlut­inn myndi sitja uppi með ann­ars­flokks raf­orku­kerfi í ára­tugi sem myndi hefta atvinnu­upp­bygg­ingu.

Í and­stöðu við alþjóða­sam­fé­lag­ið?

Verði Hval­ár­virkjun ekki reist er alls óvíst hvort fleiri stórar eða með­al­stórar vatns­afls­virkj­anir verði reistar á Íslandi, því að mínu mati er vafa­samt að til sé virkj­ana­kostur sem hafi jafn lítil nei­kvæð áhrif alla­vega miðað við þau jákvæðu. Það yrði áfall fyrir starf­semi sem byggir á umhverf­is­vænni orku­fram­leiðslu og nýt­ingu hennar og hefði nei­kvæð áhrif á lífs­kjör kom­andi kyn­slóða á Íslandi. Það er einnig í and­stöðu við hvatn­ingu alþjóða­sam­fé­lags­ins um að þróa umhverf­is­væna end­ur­nýj­an­lega orku til að minnka brennslu kola og olíu sam­kvæmt Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu. Ábyrgð þeirra sem um þessi mál fjalla og taka ákvarð­anir er því mik­il.

Höf­undur er verk­fræð­ingur hjá Verkis hf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar