Æsandi fróðleiksmoli um óvissu, upplausn og óstöðugleika!

Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins segir að ef röng manneskja kæmist til valda sem forseti á Íslandi gæti viðkomandi framkvæmt hræðilega hluti samkvæmt gildandi stjórnarskrá.

Auglýsing

Í núgild­andi stjórn­ar­skrá er hvergi minnst á full­veldi Íslands né þing­ræð­is­regl­una sem felur í sér að rík­is­stjórn situr með stuðn­ingi þings­ins.

Hins vegar er fjallað um ýmis­legt annað í þess­ari gömlu, lúnu og danskætt­uðu stjórn­ar­skrá. Hún geymir til dæmis sér­staka grein um að for­seti Íslands sé „ábyrgð­ar­laus á stjórn­ar­at­höfn­um“ og til­greinir þannig sér­stak­lega að ein mann­eskja fari með vald án ábyrðg­ar. Svo er þar önnur grein sem segir að for­set­inn geti látið leggja laga­frum­vörp fyrir Alþingi. Og ein í við­bót sem kveður á um að for­set­inn geti ákveðið að sak­sókn fyrir afbrot skuli niður falla.

Það væri svo auð­vitað synd að nefna ekki til sög­unnar hina stór­kost­legu rús­ínu í þessum stjórn­skipu­lega pylsu­enda sem er 30. gr stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Auglýsing

Hún seg­ir:

„For­set­inn veit­ir, ann­að­hvort sjálfur eða með því að fela það öðrum stjórn­völd­um, und­an­þágur frá lögum sam­kvæmt regl­um, sem farið hefur verið eftir hingað til.“

Ekki vil ég valda neinum óþarfa áhyggjum en það er nú samt þannig að ef röng mann­eskja kæm­ist til valda sem for­seti á Íslandi gæti við­kom­andi fram­kvæmt hræði­lega hluti skv. gild­andi stjórn­ar­skrá.

And­stæð­ingar nýrrar stjórn­ar­skrár nota gjarnan hug­tök eins og „óvissu“, „upp­lausn“ og „óstöð­ug­leika“ þegar þeir færa rök fyrir því að ekki skuli virða nið­ur­stöður þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar 2012 um nýja stjórn­ar­skrá.

Stað­reyndin er hins vegar sú að óvissan er til staðar í núgild­andi stjórn­ar­skrá. Óstöð­ug­leik­inn og upp­lausnin eru það þar með líka. Sem dæmi töldu margir stjórn­skip­un­ar­fræð­ingar fram til árs­ins 2004 að for­set­inn hefði í raun alls engan mál­skots­rétt sam­kvæmt stjórn­ar­skrá. Þetta breytt­ist svo skyndi­lega einn dagin þegar einn maður ákvað að beita téðum mál­skots­rétti. Ekki var hann hyl­djúpur stöð­ug­leik­inn í íslenskri stjórn­skipan þann dag. Vissan var ekki beint þrúg­andi held­ur.

Ólíkt nýju stjórn­ar­skránni gerir núgild­andi stjórn­ar­skrá ekki kröfu um meiri­hluta kosn­ingu for­seta svo ef nægi­lega margir eru í fram­boði getur for­seti verið kjör­inn hér á landi með t.d. 15% atkvæða ef þau dreifast nógu mik­ið. Hvað myndi þá ger­ast ef að ein­hver sjar­mer­andi ein­stak­lingur með ólýð­ræð­is­legar hug­myndir í koll­inum myndi hreppa for­seta­emb­ættið með þessum hætti? Segjum að þessi ímynd­aði for­seti okkar hefði svip­aðar áherslur og for­seta­fram­bjóð­and­inn Sturla Jóns­son sem sagð­ist ekki myndi hika við að beita stjórn­ar­skránni til að láta leggja fram laga­frum­varp á Alþingi (St­urla er alls ekki sá eini sem hefur við­haft þessa bók­staf­legu túlkun á stjórn­ar­skránn­i). Hann gæti lagt fram laga­frum­vörp um alls kyns hluti sem myndu koll­varpa sam­fé­lag­inu okk­ar. Myndu ein­hverjir vilja túlka 13. gr. stjórn­ar­skrár­innar þessu til varnar en þar segir að ráð­herra fram­kvæmi vald for­seta. En þá myndi Sturla þessi bara vippa fram 15. gr. stjórn­ar­skrár­innar og segja: "Aha, en For­set­inn skipar ráð­herra og veitir þeim lausn”. Svo myndi hann horfa ísköldum augum lengi á þann ráð­herra sem um ræddi. Þá myndi fólk auð­vitað vísa til þing­ræð­is­regl­unnar en hana er ekki einu sinni að finna í stjórn­ar­skránni! (Danir höfðu þó að minnsta kosti vit á því að setja þing­ræð­is­regl­una í sína stjórn­ar­skrá árið 1953).

Við viljum helst ekki trúa því að vondir hlutir ger­ist en á sama tíma horfum við á heims­mynd þar sem for­seti valda­mesta ríkis heims notar Twitter til að kalla annað fólk kúkalabba.

Við eigum svo margt óra­fag­urt í sam­fé­lag­inu okk­ar. Því miður er sam­fé­lags­sátt­mál­inn sjálfur ekki eitt af því. Nýja stjórn­ar­skráin (sjá: www.­stjorn­lag­ara­d.is) leysir ekki öll okkar mál en hún mun án efa mjaka okkur í átt að betra og gegn­særra stjórn­kerfi. Auk þess er hún til þess fallin að minnka veru­lega hættu á óvissu, upp­lausn og óstöðu­leika sem aug­ljós­lega er falin í núgild­andi stjórn­ar­skrá.

Með öðrum orð­um: Við þurfum nýja stjórn­ar­skrá!

Ég skora á alla sem þetta lesa að beita sér í bar­átt­unni fyrir nýrri stjórn­ar­skrá og betra sam­fé­lagi á Íslandi.

Höf­undur er for­maður Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar