Æsandi fróðleiksmoli um óvissu, upplausn og óstöðugleika!

Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins segir að ef röng manneskja kæmist til valda sem forseti á Íslandi gæti viðkomandi framkvæmt hræðilega hluti samkvæmt gildandi stjórnarskrá.

Auglýsing

Í núgildandi stjórnarskrá er hvergi minnst á fullveldi Íslands né þingræðisregluna sem felur í sér að ríkisstjórn situr með stuðningi þingsins.

Hins vegar er fjallað um ýmislegt annað í þessari gömlu, lúnu og danskættuðu stjórnarskrá. Hún geymir til dæmis sérstaka grein um að forseti Íslands sé „ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum“ og tilgreinir þannig sérstaklega að ein manneskja fari með vald án ábyrðgar. Svo er þar önnur grein sem segir að forsetinn geti látið leggja lagafrumvörp fyrir Alþingi. Og ein í viðbót sem kveður á um að forsetinn geti ákveðið að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla.

Það væri svo auðvitað synd að nefna ekki til sögunnar hina stórkostlegu rúsínu í þessum stjórnskipulega pylsuenda sem er 30. gr stjórnarskrárinnar.

Auglýsing

Hún segir:

„Forsetinn veitir, annaðhvort sjálfur eða með því að fela það öðrum stjórnvöldum, undanþágur frá lögum samkvæmt reglum, sem farið hefur verið eftir hingað til.“

Ekki vil ég valda neinum óþarfa áhyggjum en það er nú samt þannig að ef röng manneskja kæmist til valda sem forseti á Íslandi gæti viðkomandi framkvæmt hræðilega hluti skv. gildandi stjórnarskrá.

Andstæðingar nýrrar stjórnarskrár nota gjarnan hugtök eins og „óvissu“, „upplausn“ og „óstöðugleika“ þegar þeir færa rök fyrir því að ekki skuli virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 um nýja stjórnarskrá.

Staðreyndin er hins vegar sú að óvissan er til staðar í núgildandi stjórnarskrá. Óstöðugleikinn og upplausnin eru það þar með líka. Sem dæmi töldu margir stjórnskipunarfræðingar fram til ársins 2004 að forsetinn hefði í raun alls engan málskotsrétt samkvæmt stjórnarskrá. Þetta breyttist svo skyndilega einn dagin þegar einn maður ákvað að beita téðum málskotsrétti. Ekki var hann hyldjúpur stöðugleikinn í íslenskri stjórnskipan þann dag. Vissan var ekki beint þrúgandi heldur.

Ólíkt nýju stjórnarskránni gerir núgildandi stjórnarskrá ekki kröfu um meirihluta kosningu forseta svo ef nægilega margir eru í framboði getur forseti verið kjörinn hér á landi með t.d. 15% atkvæða ef þau dreifast nógu mikið. Hvað myndi þá gerast ef að einhver sjarmerandi einstaklingur með ólýðræðislegar hugmyndir í kollinum myndi hreppa forsetaembættið með þessum hætti? Segjum að þessi ímyndaði forseti okkar hefði svipaðar áherslur og forsetaframbjóðandinn Sturla Jónsson sem sagðist ekki myndi hika við að beita stjórnarskránni til að láta leggja fram lagafrumvarp á Alþingi (Sturla er alls ekki sá eini sem hefur viðhaft þessa bókstaflegu túlkun á stjórnarskránni). Hann gæti lagt fram lagafrumvörp um alls kyns hluti sem myndu kollvarpa samfélaginu okkar. Myndu einhverjir vilja túlka 13. gr. stjórnarskrárinnar þessu til varnar en þar segir að ráðherra framkvæmi vald forseta. En þá myndi Sturla þessi bara vippa fram 15. gr. stjórnarskrárinnar og segja: "Aha, en Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn”. Svo myndi hann horfa ísköldum augum lengi á þann ráðherra sem um ræddi. Þá myndi fólk auðvitað vísa til þingræðisreglunnar en hana er ekki einu sinni að finna í stjórnarskránni! (Danir höfðu þó að minnsta kosti vit á því að setja þingræðisregluna í sína stjórnarskrá árið 1953).

Við viljum helst ekki trúa því að vondir hlutir gerist en á sama tíma horfum við á heimsmynd þar sem forseti valdamesta ríkis heims notar Twitter til að kalla annað fólk kúkalabba.

Við eigum svo margt órafagurt í samfélaginu okkar. Því miður er samfélagssáttmálinn sjálfur ekki eitt af því. Nýja stjórnarskráin (sjá: www.stjornlagarad.is) leysir ekki öll okkar mál en hún mun án efa mjaka okkur í átt að betra og gegnsærra stjórnkerfi. Auk þess er hún til þess fallin að minnka verulega hættu á óvissu, upplausn og óstöðuleika sem augljóslega er falin í núgildandi stjórnarskrá.

Með öðrum orðum: Við þurfum nýja stjórnarskrá!

Ég skora á alla sem þetta lesa að beita sér í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá og betra samfélagi á Íslandi.

Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar