Æsandi fróðleiksmoli um óvissu, upplausn og óstöðugleika!

Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins segir að ef röng manneskja kæmist til valda sem forseti á Íslandi gæti viðkomandi framkvæmt hræðilega hluti samkvæmt gildandi stjórnarskrá.

Auglýsing

Í núgild­andi stjórn­ar­skrá er hvergi minnst á full­veldi Íslands né þing­ræð­is­regl­una sem felur í sér að rík­is­stjórn situr með stuðn­ingi þings­ins.

Hins vegar er fjallað um ýmis­legt annað í þess­ari gömlu, lúnu og danskætt­uðu stjórn­ar­skrá. Hún geymir til dæmis sér­staka grein um að for­seti Íslands sé „ábyrgð­ar­laus á stjórn­ar­at­höfn­um“ og til­greinir þannig sér­stak­lega að ein mann­eskja fari með vald án ábyrðg­ar. Svo er þar önnur grein sem segir að for­set­inn geti látið leggja laga­frum­vörp fyrir Alþingi. Og ein í við­bót sem kveður á um að for­set­inn geti ákveðið að sak­sókn fyrir afbrot skuli niður falla.

Það væri svo auð­vitað synd að nefna ekki til sög­unnar hina stór­kost­legu rús­ínu í þessum stjórn­skipu­lega pylsu­enda sem er 30. gr stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Auglýsing

Hún seg­ir:

„For­set­inn veit­ir, ann­að­hvort sjálfur eða með því að fela það öðrum stjórn­völd­um, und­an­þágur frá lögum sam­kvæmt regl­um, sem farið hefur verið eftir hingað til.“

Ekki vil ég valda neinum óþarfa áhyggjum en það er nú samt þannig að ef röng mann­eskja kæm­ist til valda sem for­seti á Íslandi gæti við­kom­andi fram­kvæmt hræði­lega hluti skv. gild­andi stjórn­ar­skrá.

And­stæð­ingar nýrrar stjórn­ar­skrár nota gjarnan hug­tök eins og „óvissu“, „upp­lausn“ og „óstöð­ug­leika“ þegar þeir færa rök fyrir því að ekki skuli virða nið­ur­stöður þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar 2012 um nýja stjórn­ar­skrá.

Stað­reyndin er hins vegar sú að óvissan er til staðar í núgild­andi stjórn­ar­skrá. Óstöð­ug­leik­inn og upp­lausnin eru það þar með líka. Sem dæmi töldu margir stjórn­skip­un­ar­fræð­ingar fram til árs­ins 2004 að for­set­inn hefði í raun alls engan mál­skots­rétt sam­kvæmt stjórn­ar­skrá. Þetta breytt­ist svo skyndi­lega einn dagin þegar einn maður ákvað að beita téðum mál­skots­rétti. Ekki var hann hyl­djúpur stöð­ug­leik­inn í íslenskri stjórn­skipan þann dag. Vissan var ekki beint þrúg­andi held­ur.

Ólíkt nýju stjórn­ar­skránni gerir núgild­andi stjórn­ar­skrá ekki kröfu um meiri­hluta kosn­ingu for­seta svo ef nægi­lega margir eru í fram­boði getur for­seti verið kjör­inn hér á landi með t.d. 15% atkvæða ef þau dreifast nógu mik­ið. Hvað myndi þá ger­ast ef að ein­hver sjar­mer­andi ein­stak­lingur með ólýð­ræð­is­legar hug­myndir í koll­inum myndi hreppa for­seta­emb­ættið með þessum hætti? Segjum að þessi ímynd­aði for­seti okkar hefði svip­aðar áherslur og for­seta­fram­bjóð­and­inn Sturla Jóns­son sem sagð­ist ekki myndi hika við að beita stjórn­ar­skránni til að láta leggja fram laga­frum­varp á Alþingi (St­urla er alls ekki sá eini sem hefur við­haft þessa bók­staf­legu túlkun á stjórn­ar­skránn­i). Hann gæti lagt fram laga­frum­vörp um alls kyns hluti sem myndu koll­varpa sam­fé­lag­inu okk­ar. Myndu ein­hverjir vilja túlka 13. gr. stjórn­ar­skrár­innar þessu til varnar en þar segir að ráð­herra fram­kvæmi vald for­seta. En þá myndi Sturla þessi bara vippa fram 15. gr. stjórn­ar­skrár­innar og segja: "Aha, en For­set­inn skipar ráð­herra og veitir þeim lausn”. Svo myndi hann horfa ísköldum augum lengi á þann ráð­herra sem um ræddi. Þá myndi fólk auð­vitað vísa til þing­ræð­is­regl­unnar en hana er ekki einu sinni að finna í stjórn­ar­skránni! (Danir höfðu þó að minnsta kosti vit á því að setja þing­ræð­is­regl­una í sína stjórn­ar­skrá árið 1953).

Við viljum helst ekki trúa því að vondir hlutir ger­ist en á sama tíma horfum við á heims­mynd þar sem for­seti valda­mesta ríkis heims notar Twitter til að kalla annað fólk kúkalabba.

Við eigum svo margt óra­fag­urt í sam­fé­lag­inu okk­ar. Því miður er sam­fé­lags­sátt­mál­inn sjálfur ekki eitt af því. Nýja stjórn­ar­skráin (sjá: www.­stjorn­lag­ara­d.is) leysir ekki öll okkar mál en hún mun án efa mjaka okkur í átt að betra og gegn­særra stjórn­kerfi. Auk þess er hún til þess fallin að minnka veru­lega hættu á óvissu, upp­lausn og óstöðu­leika sem aug­ljós­lega er falin í núgild­andi stjórn­ar­skrá.

Með öðrum orð­um: Við þurfum nýja stjórn­ar­skrá!

Ég skora á alla sem þetta lesa að beita sér í bar­átt­unni fyrir nýrri stjórn­ar­skrá og betra sam­fé­lagi á Íslandi.

Höf­undur er for­maður Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ketill Sigurjónsson
Sífellt ódýrari vindorka í Hörpu
Kjarninn 11. nóvember 2019
Samherji sendir yfirlýsingu vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV
Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur sent frá sér yfirlýsingu, vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Magnús Halldórsson
Brjálæðið og enn of stór til að falla
Kjarninn 11. nóvember 2019
28 milljónir í launakostnað ólöglegu Landsréttardómaranna
Laun þriggja þeirra fjögurra dómara við Landsrétt, sem mega ekki dæma eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu sagði skipan þeirra ólögmæta, kalla á 28 milljón króna viðbótarútgjöld ríkissjóðs.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar