Kristrún: Það er ekki meirihluti fyrir nýju stjórnarskránni á þingi

Kristrún Frostadóttir vill ekki senda þau skilaboð að það sé ekki hægt að komast áfram í kjarna-velferðarmálum nema að Ísland fái nýja stjórnarskrá. „Ég vil ekki stunda þannig pólitík að við séum að bíða eftir einni lausn sem muni laga allt annað.“

Kristrún Frostadóttir Mynd: Baldur Kristjánsson
Auglýsing

Kristrún Frosta­dótt­ir, sem sæk­ist eftir for­mennsku í Sam­fylk­ing­unni, segir raun­veru­leik­ann vera þann að það sé ekki meiri­hluti á þingi fyrir því að sam­þykkja nýju stjórn­ar­skránna. Hún seg­ist hafa verið alveg hrein­skilin með það að hún vilji ekki fara í veg­ferð á næsta kjör­tíma­bili sem hún sjái ekki fram á að geta skilað í höfn. Þetta kemur fram í ítar­legu við­tali við Kristrúnu sem birt­ist í Kjarn­anum í gær.

Í stefnu Sam­fylk­ing­ar­innar er tekið fram að flokk­ur­inn vilji að Alþingi sam­þykki breyt­ingar á stjórn­ar­skrá sem byggj­ast á til­lögum stjórn­lag­aráðs og þeim þjóð­ar­vilja sem kom fram í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni þann 20. októ­ber 2012. 

Kristrún segir að það hafi líka verið skiptar skoð­anir um hvaða hluta stjórn­ar­skrár­innar það eigi að end­ur­skoða. „Ég vil að við leggjum áherslu á mál sem við vitum að við getum skilað af okk­ur. 

Það þýðir ekki að það sé ekki ákveðin rétt­læt­is­á­kvæði þarna sem á að tala fyrir og að það eigi að koma mál­inu í ein­hvers­konar far­veg. En ég vil ekki senda þau skila­boð út til almenn­ings að við getum ekki kom­ist áfram í kjarna-vel­ferð­ar­málum nema að við fáum nýja stjórn­ar­skrá. Ég vil ekki stunda þannig póli­tík að við séum að bíða eftir einni lausn sem muni laga allt ann­að. Það þýðir ekki að allt sé sett til hlið­ar, heldur hvar stóru áhersl­urnar eiga að liggja og hvert beina eigi orkunni. Þetta er þekkt fyr­ir­bæri úr póli­tík og líf­inu að manni hættir til að fær­ast of mikið í fang. Og þá komum við allt of litlu í verk.“

Engar breyt­ingar ára­tug síðar

Nýja stjórn­­­ar­­skráin er orðin næstum ára­tuga­­göm­ul. Saga hennar hófst haustið 2009 og henni átti að ljúka í októ­ber 2012, með ráð­­gef­andi þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu. Þannig fór þó ekki. 

Þótt nið­­ur­­staða atkvæða­greiðsl­unnar hafi sú að 64,2 pró­­sent þeirra sem tóku þátt hafi sagt já við því að til­­lögur svo­­kall­aðs stjórn­­laga­ráðs yrðu lagðar til grund­vallar að frum­varpi að nýrri stjórn­­­ar­­skrá þá er stjórn­­­ar­­skráin enn alveg eins og hún var þennan dag í októ­ber 2012. 

Auglýsing
Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­­nefnd Alþingis tók frum­varpið svo til með­­­ferð­­ar, gerði á því breyt­ingar og lagði fram á þing­inu. Þar tókst ekki að koma því í gegn fyrir kosn­­ing­­arnar 2013 og þannig hafa mál staðið síðan þá. 

Sum­arið 2020 réð­ust Sam­tök kvenna um nýja stjórn­­­ar­­skrá, í sam­vinnu við Stjórn­­­ar­­skrár­­fé­lag Íslands, í það verk­efni að safna und­ir­­skriftum til að hvetja Alþingi til að klára sam­­þykkt nýju stjórn­­­ar­­skrár­inn­­ar. 

Mark­miðið var að safna að minnsta kostið 25 þús­und und­ir­­skrift­­um. Þegar und­ir­­skrift­­irnar voru afhentar Katrínu Jak­obs­dóttur for­­sæt­is­ráð­herra og öðrum full­­trúum stjórn­­­mála­­flokka þann 20. októ­ber 2020, þegar átta ár voru liðin upp á dag frá því að þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslan hafði farið fram, höfðu 43.423 skrifað und­­ir. Verk­efnið hafði skilað því að Sam­­tökum kvenna um nýja stjórn­­­ar­­skrá tókst að ná í 74 pró­­sent fleiri und­ir­­skriftir en upp­­haf­­lega var stefnt að. 

Meiri­hluti fylgj­andi en lít­ill áhugi í aðdrag­anda kosn­inga

Í könnun Mask­ínu sem gerð var í októ­ber 2020 kom fram að rúm­lega helm­ingur lands­­manna, eða 53,5 pró­­sent, var hlynntur því að „nýja stjórn­­­ar­­skrá­in“ sem Stjórn­­laga­ráð lagði fram verði lögð til grund­vallar nýrri stjórn­­­ar­­skrá Íslands, en 21,3 pró­­sent voru því and­víg.

Rúmur fjórð­ungur aðspurðra, eða 25,2 pró­­sent, tók ekki afstöðu í aðra hvora átt­ina. Fram kom í umfjöllun á vef Mask­ínu að mark­tækt hærra hlut­­fall kvenna en karla hafi verið hlynnt, en þó meiri­hluti beggja kynja.

And­­staða við að til­­lögur Stjórn­­laga­ráðs yrðu lagðar til grund­vallar nýrri stjórn­­­ar­­skrá lýð­veld­is­ins óx með eftir því sem heim­il­is­­tekjur svar­enda hækk­­uðu. Um 65 pró­­sent þeirra sem höfðu lægstar tekjur sögð­ust hlynnt, en ein­ungis 43-44 pró­­sent þeirra sem höfðu milljón eða meira í heim­il­is­­tekj­­ur. Það var eini tekju­hóp­­ur­inn þar sem ekki var meiri­hluti hlynnt­­ur.

Í þeirri könnun sögð­ust um 85-88 pró­­sent kjós­­enda Pírata og Sam­­fylk­ingar vera hlynnt nýju stjórn­ar­skránni.

Skömmu áður hafði MMR, sem nú er hluti af Pró­sent, gert könnun þar sem spurt var um mik­il­vægi þess að fá nýja stjórn­ar­skrá. Í þeirri könnun kom fram að tæp­­lega 60 pró­­sent lands­­manna töldu það mik­il­vægt að Íslend­ingar myndu nýja stjórn­­­ar­­skrá á síð­asta kjör­­tíma­bil­i, en 25 pró­­sent lands­­manna töldu það lít­il­vægt. 

Þegar leið að síð­ustu kosn­ingum voru stjórn­ar­skrár­mál þó ekki ofar­lega í huga kjós­enda. Ein­ungis 9,8 pró­sent kjós­enda nefndu þau á meðal mik­il­væg­ustu kosn­inga­mála í könnun Mask­ínu á meðan að tæp­­lega 68 pró­­sent svar­enda sögðu heil­brigð­is­­mál vera meðal stærstu kosn­­inga­­mála fyrir síð­ustu kosn­ing­ar. Næst á eftir komu umhverf­is- og lofts­lags­­mál en rúm­­lega 41 pró­­sent svar­enda sögðu þau vera meðal stærstu kosn­­inga­­mál­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent