Hyllir undir endalok búra í varphænubúskap – bringubeinsskaði gæti frekar aukist en hitt

Útlit er fyrir að búr muni „að mestu“ leggjast af á íslenskum varphænubúum um næstu áramót líkt og framlengdur frestur sem gefinn var á gildistöku reglugerðar þar um gerir ráð fyrir. Áratugur er síðan búr voru bönnuð í öðrum Evrópuríkjum.

Varphænum hefur lengst af verið haldið í búrum en eftir að krafa var gerð um lausagöngu hafa pallakerfi tekið við.
Varphænum hefur lengst af verið haldið í búrum en eftir að krafa var gerð um lausagöngu hafa pallakerfi tekið við.
Auglýsing

Stefán Már Sím­on­ar­son, for­maður Félags eggja­bænda og fram­kvæmda­stjóri Nes­bús, telur að um næstu ára­mót verði noktun búra í eld­is­húsum varp­hæna hætt „að mest­u“. Til stóð að banna að halda hænur í búrum á eggja­búum um síð­ustu ára­mót en fyrr­ver­andi land­bún­að­ar­ráð­herra, Krist­ján Þór Júl­í­us­son, ákvað að gefa bændum árs frest til við­bótar til að losa sig við búr­in.

Reglu­gerðin var kynnt og ákveðin með sex ára fyr­ir­vara svo bænd­urnir hafa um næstu ára­mót fengið sjö ár til að und­ir­búa umskipt­in. Þau eru kostn­að­ar­söm því í stað búr­anna hafa bændur víða um lönd gripið til þess ráðs að setja upp svokölluð palla­kerfi, kerfi sem miða að því að koma sem flestum dýrum fyrir í hverju húsi. Þannig hefur krafa um lausa­göngu hæna, sem varð hávær fyrir mörgum árum, verið upp­fyllt. Slíkur bún­aður er nú þegar til staðar á mörgum búum hér á landi, að minnsta kosti að hluta.

Auglýsing

Stefán Már segir í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að þeir bændur sem ekki verði búnir að klára breyt­ing­arn­ar, þ.e. að leggja búrin af, séu þeir sem ætli að hætta fram­leiðslu. „Eftir því sem ég best veit þá munu tvö lítil bú hætta og í öðru til­vik­inu er um aldr­aðan bónda að ræða,“ segir hann. „Það verður held ég ekki mikil fram­leiðslu­minnkun vegna þessa og eflaust munu aðrir stækka eitt­hvað á mót­i.“

Brigitte Brug­ger, sér­greina­dýra­læknir í heil­brigði og vel­ferð ali­fugla hjá Mat­væla­stofnun (MAST, segir að sam­kvæmt reglu­gerð­inni og bráða­birgða­á­kvæð­inu sem sett var í fyrra skuli notkun á hefð­bundnum búrum hætt 31. des­em­ber 2022. „Svo að það er rétt skilið að ekki er heim­ilt að halda hænur í hefð­bundnum búrum eftir það,“ segir hún við Kjarn­ann.

Í reglu­bundnu og sér­stöku eft­ir­liti fylgist Mat­væla­stofnun með að ákvæð­inu sé fram­fylgt. Á þessum tíma­punkti liggja ekki fyrir upp­lýs­ingar hjá stofn­un­inni hver fram­vinda hjá eggja­fram­leið­endum er og hvað það eru mörg hús í dag sem eru ennþá í notkun þar sem hænur eru haldnar í hefð­bundnum búr­um.

Hins vegar er Mat­væla­stofnun með upp­lýs­ingar um það hversu mörg hús eru til á land­inu sem hafa verið tekin út sam­kvæmt reglu­gerð­inni og sem hafa upp­fyllt skil­yrði hennar varð­andi húsa­kost, bún­aði og þekk­ingu.

„Þau hús skipt­ast þannig að 40% húsa eru með hefð­bundnum búrum og 60% húsa eru lausa­göngu­hús,“ segir Birgitte.

Svokölluð pallakerfi hafa tekið við af búrunum. Hænurnar geta þá farið um palla en áflugshætta er meiri og bringubeinsskaði gæti því orðið algengari.

Búr voru bönnuð með sam­bæri­legri reglu­gerð í öðrum Evr­ópu­ríkjum árið 2012 eða fyrir ára­tug. Íslenskir bændur hafa því fengið mjög rúman frest til aðlög­un­ar.

Þótt búrin verði bönnuð verður eitt helsta heilsu­far­s­vanda­mál varp­hæna í þaul­eldi ekki úr sög­unni. Bringu­beins­skaði sem er tal­inn hrjá um 85 pró­sent allra varp­hæna í stórum eld­is­hús­um, hér sem ann­ars stað­ar, hlýst ekki af ver­unni í þröngum búr­um. Tvennt er talið valda því að svo mik­ill fjöldi hæna er ýmist eð sprungið eða brotið bringu­bein. Ann­ars vegar sú stað­reynd að litlar hænur eru látnar verpa mjög mörgum eggjum og stór­um. Vís­inda­menn í Dan­mörku, sem rann­sakað hafa mál­ið, segir þetta geta verið skað­legt fyrir dýr­in.

Hitt er svo „brot­lend­ing“ hæna á bún­aði í eld­is­hús­un­um. Hænur eru ekki góðir flug­fuglar en þær flögra þó um, sér­stak­lega ef þær fyll­ast ofsa­hræðslu. Þá geta þær lent á inn­rétt­ingum í eld­is­hús­un­um, „brot­lenda“ líkt og Birgitte orð­aði það í ítar­legum frétta­skýr­ingum Kjarn­ans um málið í fyrra.

Varphænur á varphænubúum verpa daglega en þegar varpið fer að minnka er þeim fargað, oftast við 18-24 mánaða aldur. Mynd: EPA

Ævi­skeið varp­hænu er stutt. Er ung­arnir koma úr eggi er eins og gefur að skilja um helm­ing­ur­inn han­ar. Ung­arnir eru kyn­greindir við útungun og han­arnir aflífað­ir. Nota má tvenns konar aðferðir við það hér á landi; gösun með koldí­oxíði og mölun (e. shredd­ing).

Hæn­urnar eyða hins vegar um það bil fyrstu fjórum mán­uðum lífs síns í svoköll­uðum upp­eld­is­húsum en um það leyti sem þær verða kyn­þroska og byrja að verpa eru þær fluttar í varp­hús. Er þær ná um 16-18 mán­aða aldri eru þær drepnar með gös­un, hræj­unum fargað og nýr varp­hænu­hópur fluttur inn í hús­in.

Sárs­auka­fullt

Hæna með bringu­beins­skaða ber það ekki endi­lega utan á sér. Hún getur jafn­vel haldið áfram að verpa. Brotin bein valda þeim að sjálf­sögðu sárs­auka, líkt og öðrum dýrum með sam­bæri­leg mein.

Engar rann­sóknir hafa verið gerðar á bringu­beins­skaða varp­hæna hér á landi en allar aðstæður eru þær sömu og t.d. í Dan­mörku, svo yfir­færa má rann­sókn­ar­nið­ur­stöðu vís­inda­manna þar í landi.

Með því að hætta með búrin geta hæn­urnar „meira sýnt sitt eðli­lega atferli,“ sagði Brigitte um ávinn­ing­inn af reglu­gerð­ar­breyt­ing­unni. „Í búr­unum geta þær lítið annað gert en að drekka og éta. Þær geta ekki sand­baðað sig. Þær geta ekki hvílst á prikum eins og þeim er eðli­legt. Þær geta ekki dregið sig í hlé til að verpa í hreiðri. Þannig að með því að taka búrin þá fá þær að minnsta kosti þennan aðbún­að, geta hreyft sig miklu meira og það styrkir líka bein­in.“

Það er þó ekki þannig að þessi breytti aðbún­aður muni útrýma bringu­beins­skaða. Síður en svo. „Bringu­beins­skaði er vanda­mál hjá hænum í búrum en hann er ekk­ert minna vanda­mál hjá lausa­göngu hænum af því að þá eru meiri líkur á árekstrum,“ benti Birgitte á í sam­tali við Kjarn­ann í fyrra.

Á Íslandi eru að jafn­aði um 260 þús­und varp­hæn­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent