Vilja þúsundir varphæna í viðbót að Vallá

Um 65-75.000 varphænur og 10-20.000 yngri hænur verða í búi Stjörnueggja að Vallá hverju sinni ef ráðgerðar breytingar og stækkun raungerast. Hönum er fargað þegar þeir klekjast úr eggi og hænunum um eins og hálfs árs aldurinn.

Eggjahús með varpkerfi á pöllum.
Eggjahús með varpkerfi á pöllum.
Auglýsing

Með nýju eld­is­húsi fyrir varp­hænur og upp­setn­ingu nýs varp­bún­aðar verður stæðum undir fugla á ýmsum aldri á eggja­bú­inu að Vallá á Kjal­ar­nesi fjölgað í allt að 95 þús­und. Núver­andi leyfi þaul­eld­is­ins sem þar er stundað gerir ráð fyrir 50 þús­und varp­hænum en í nýrri umhverf­is­mats­skýrslu fram­kvæmd­ar­innar kemur fram að með áform­uðum breyt­ingum verði um 65.000-75.000 varp­hænur og 10.000-20.000 ung­hænur í eld­is­hús­unum hverju sinni. Frá þeim munu falla um 1.400 tonn af skít á ári, skít sem dreift yrði í landi tveggja bæja á Vest­ur­landi.

Verði áform­aðar breyt­ingar að veru­leika mun fram­leiðslu­geta eggja­bús­ins aukast um 30-35 pró­sent.

Auglýsing

Fram­leiðsla undir merki Stjörnu­eggja hófst á jörð­inni Vallá á árinu 1970. Sá húsa­kostur á jörð­inni sem teng­ist fram­leiðsl­unni sam­anstendur af sex hús­um, auk þess sem sjö­unda húsið er í bygg­ingu. Elstu bygg­ing­arnar eru með búrum og voru þær byggðar á árunum 1970-1988.

Um­hverf­is­þætt­irnir sem metnir eru í umhverf­is­mats­skýrslu Stjörnu­eggja eru lykt­ar­meng­un, yfir­borðs­vatn, grunn­vatn og sýk­ing­ar­hætta. Er það nið­ur­staða mats fyr­ir­tæk­is­ins að á heild­ina litið verði umhverf­is­á­hrifin óveru­leg.

Klé­bergs­skóli á Kjal­ar­nesi er í um 490 metra fjar­lægð vestur af búinu og íbúa­byggðin í Grund­ar­hverfi er í rúm­lega 650 metra fjar­lægð. Tekið er fram í skýrsl­unni að aldrei hafi verið kvartað vegna lykt­ar­meng­un­ar, hvorki frá eggja­bú­inu sjálfu eða á þeim stöðum sem skítnum er dreift í dag.

Upp­eldi hænu­unga fram á búum í Sætúni og í Saltvík sem eru í nokk­urra kíló­metra fjar­lægð frá Vallá. Ung­hænur eru fluttar nokkra vikna gamlar í eld­is­húsin á Vallá. Þá tekur við 4-5 vikna vaxt­ar­tími áður en þær byrja að verpa. Heildar dval­ar­tími hæna í húsum á Vallá er um 60 vikur eða rétt rúm­lega ár. Að þeim tíma liðnum er eld­is­lotu lok­ið, eins og það er orð­að, dýrin drepin og hræjum þeirra komið til urð­unar hjá Sorpu.

Hanaungar kæfðir eða mal­aðir

Helm­ingur allra unga sem klekj­ast úr eggjum eru eðli máls­ins sam­kvæmt han­ar. Þeir nýt­ast ekki til fram­leiðslu varp­hæna og er farg­að, ýmist með gösun eða þeir mal­aðir til dauða. Báðar aðferð­irnar eru við­ur­kenndar aflíf­un­ar­að­ferðir hér á landi og er beitt á tug­þús­undir unga á ári.

Mikil umræða hefur verið um aflífun hanaunga í Evr­ópu síð­ustu miss­eri og mölun þeirra, þar sem þeir fara lif­andi ofan í hakka­vél, hefur verið harð­lega gagn­rýnd. Banna á aðferð­ina í Hollandi og Þýska­landi, svo dæmi séu tek­in. Mann­úð­legra þykir að kyn­greina fóstrin og deyða han­ana á meðan þeir eru enn í eggi.

Stækkun bús­ins á Vallá mun fela í sér að búr sem enn eru til staðar í nokkrum eld­is­húsum verða aflögð og hæn­urnar settar á palla á nokkrum hæð­um. Með palla­fyr­ir­komu­lag­inu er hægt að koma mun fleiri dýrum fyrir í sama hús­inu.

Vallá á Kjalarnesi. Eldishúsin eru efst á myndinni. Mynd: Umhverfismatsskýrsla Stjörnueggja

Í mats­á­ætl­un, fyrra skrefi í átt að umhverf­is­mati fram­kvæmd­ar­inn­ar, var gert ráð fyrir að end­ur­nýja eldri bygg­ingar bús­ins til að taka við auknum fjölda fugla. Frá því hefur nú verið horf­ið, segir í umhverf­is­mats­skýrsl­unni, og stefnt að bygg­ingu nýs eld­is­húss. Í kjöl­farið verður eggja­fram­leiðslu „að öllum lík­ind­um“ hætt í elstu hús­un­um.

Palla­fyr­ir­komu­lagið er þegar til staðar í tveimur nýj­ustu eld­is­húsum Stjörnu­eggja að Vallá. Það er svar varp­hænu­bænda hér á landi og víðar við banni á varp­hænu­haldi í búrum sem tók gildi í Evr­ópu árið 2012. Íslensk bú fengu frest til síð­ustu ára­móta að afleggja búra­bú­skap­inn með öllu en gild­is­töku reglu­gerð­ar­innar sem um þetta fjallar var hins vegar frestað um eitt ár. Það þýðir að varp­hænur hér á landi hafa þurft að dúsa í búrum ell­efu árum lengur en hænur í öðrum Evr­ópu­lönd­um.

Geta að minnsta kosti hreyft sig meira

Með því að hætta með búrin geta hæn­urnar „meira sýnt sitt eðli­lega atferli,“ sagði Brigitte Brug­ger, sér­greina­læknir í heil­brigði og vel­ferð ali­fugla hjá Mat­væla­stofn­un, í sam­tali við Kjarn­ann síð­asta haust. „Í búr­unum geta þær lítið annað gert en að drekka og éta. Þær geta ekki sand­baðað sig. Þær geta ekki hvílst á prikum eins og þeim er eðli­legt. Þær geta ekki dregið sig í hlé til að verpa í hreiðri. Þannig að með því að taka búrin þá fá þær að minnsta kosti þennan aðbún­að, geta hreyft sig miklu meira og það styrkir líka bein­in.“

En palla­fyr­ir­komu­lagið mun ekki útrýma alvar­legum og sárs­auka­fullum sprungum eða brotum á bringu­beini sem rann­sóknir sýna að um 85 pró­sent varp­hæna, hér sem og ann­ars stað­ar, verði fyrir í eld­is­hús­un­um. „Bringu­beins­skaði er vanda­mál hjá hænum í búrum en hann er ekk­ert minna vanda­mál hjá lausa­göngu hænum af því að þá eru meiri líkur á árekstrum,“ sagði Brigitte.

Dýralæknir þreifar á varphænu til að kanna hvort hún sé með skaða á bringubeini.

Hænur eru ekki góðir flug­fuglar en þær flögra þó um, sér­stak­lega ef þær fyll­ast ofsa­hræðslu. Þá geta þær lent á inn­rétt­ingum í eld­is­hús­unum og slasast. „Þær bara brot­lenda,“ sagði Brigitte enn­fremur í úttekt Kjarn­ans á mál­inu.

Annað sem talið er valda bringu­beins­skað­anum er stærð eggj­anna. Litlar hænur hafa verið rækt­aðar til að verpa sífellt fleiri og stærri eggj­um. Í versl­unum á Íslandi eru til sölu stór – og jafn­vel risa­stór – egg sem verpt er í búum hér á landi.

Meðal þeirra sem gagn­rýnt hafa þessa gríð­ar­miklu eggja­fram­leiðslu sem stunduð er á Íslandi, þar sem um 200 þús­und varp­hænur eru haldnar á hverjum tíma, eru Sam­tök græn­kera. Þau hafa barist fyrir auk­inni með­vit­und um með­ferð dýra, m.a. þeirra sem ræktuð eru í þaul­eldi líkt og svín, varp­hænur og ali­fugl­ar.

Samkvæmt deiliskipulagi er nú leyfi fyrir 50 þúsund varphænum á Vallá. Mynd: EPA

„Karl­kyns ungar í eggja­iðn­aði munu alltaf vera drepnir og munu því alltaf þjást,“ sagði Val­gerður Árna­dótt­ir, for­maður sam­tak­anna, við Kjarn­ann í haust, spurð hvort hún teldi hægt að búa svo um hnút­ana að fólk geti keypt og neytt hænu­eggja án þess að þar búi þján­ingar dýra að baki. „Það eru til minni bú og ein­stak­lingar með hænur sem búa við góðar aðstæður í litlum hópum og fá að fara út og haga sér eins og þeim er eðl­is­lægt. Þessi bú eru þó ekki mörg og fram­leiða ekki mikið af eggj­u­m.“

Val­gerður sagði að á meðan fjár­hags­legur gróði vegi þyngra en vel­ferð hæna verði þessu ekki breytt. „Það var ekki fyrr en til­tölu­lega nýlega að fólk fór að neyta hænu­eggja í svona miklum mæli,“ benti hún enn­fremur á. „Egg eru engin nauð­synja­vara sem krefst þess að þau séu fram­leidd á þann hátt að þau séu sem ódýr­ust. Slík fram­leiðsla hér á landi hefur orðið til þess að fáeinir ein­stak­lingar hafa hagn­ast fjár­hags­lega og það hefur komið illa við smærri fram­leið­endur sem vilja veita hænum betra líf að keppa við lágt vöru­verð verk­smiðju­bú­skap­ar.“

Um 200 þúsund varphænur eru á íslenskum eggjabúum. Æviskeið hænanna er stutt. Er ungarnir koma úr eggi er eins og gefur að skilja um helmingurinn hanar. Ungarnir eru kyngreindir við útungun og hanarnir aflífaðir. Mynd: EPA

Sam­tök græn­kera segja hæn­ur, og sér í lagi varp­hæn­ur, hafa verið rann­sak­aðar nokkuð ítar­lega. Þeim líði vel þegar þær geta kroppað í jörð og blakað vængj­un­um. Þær hafi nátt­úru­lega þörf fyrir að fara í ryk­bað og tylla sér á prik. Þær vilji verpa í friði og finn­ist best að vera í hóp sem telji færri en hund­rað. „Að­stæður á þaul­eldis verk­smiðju­búum eru þannig að hæn­urnar geta ekki fram­kvæmt þessi eðl­is­lægu atferli sem stuðla að heil­brigði þeirra og almennri vellíð­an. Áætlun um að Stjörnu­egg auki fram­leiðslu sína um 45 þús­und fugla þýðir ein­göngu það að á hverri stundu eru hags­munir 45 þús­und fleiri fugla virtir að vettug­i,“ sagði m.a. í umsögn sam­tak­anna við mats­á­ætlun Stjörnu­eggja í fyrra.

Þaul­eldi verði skil­greint sem iðn­aður

Eggja­búið á Vallá er eitt sex þaul­eld­is­búa sem starf­rækt eru á Kjal­ar­nesi. En Reykja­vík­ur­borg íhugar stefnu­breyt­ingu og hóf árið 2016 vinnu við mótun land­bún­að­ar­stefnu fyrir Kjal­ar­nes sem nýta átti til vinnu við breyt­ingar á aðal- og deiliskipu­lagi. Lagði starfs­hópur sem fjall­aði um málið til að ekki yrði heim­ilt að stofna til þaul­eld­is­bú­skapar á öðrum jörðum eða lög­býlum en þeim sem þegar hafa útgefið starfs­leyfi. Í öðru lagi var lagt til að svæði sem þaul­eldi er stundað á verði skil­greind sem iðn­að­ar­svæði en ekki land­bún­að­ar­svæði.

Breyt­ingar á aðal­skipu­lagi í þessa veru hafa ekki enn verið gerð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent