Ekki hlutverk MAST „að taka afstöðu til siðferðilegra spurninga“

Skaði á bringubeinum varphæna hefur komið „glögglega í ljós“ í eftirliti Matvælastofnunar á íslenskum varphænubúum. Mölun lifandi hænuunga kann að þykja „ómannúðleg“ en hún er leyfileg, segir í svörum MAST við fyrirspurn Kjarnans.

Gera má ráð fyrir að um 85 prósent varphæna á Íslandi séu með bringubeinsskaða. Helmingur allra varphænuunga sem hér klekjast úr eggjum eru aflífaðir dagsgamlir.
Gera má ráð fyrir að um 85 prósent varphæna á Íslandi séu með bringubeinsskaða. Helmingur allra varphænuunga sem hér klekjast úr eggjum eru aflífaðir dagsgamlir.
Auglýsing

Mölun á dags­gömlum hænu­ungum er leyfi­leg aðferð. Mat­væla­stofnun (MAST) hefur eft­ir­lit með varp­hænsna­haldi í sam­ræmi við kröfur í lögum og reglu­gerðum en það er „ekki hennar hlut­verk að taka afstöðu til sið­ferði­legra spurn­inga“.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Mat­væla­stofn­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Spurt var um tvennt sem Kjarn­inn hefur fjallað um í fréttum nýver­ið: Algengan bringu­beins­skaða hjá varp­hænum sem og mölun lif­andi karl­kyns hænu­unga sem bæði Frakkar og Þjóð­verjar hafa ákveðið að banna á næsta ári. Ætla má að um 150-200 þús­und karl­kyns ungar séu aflífaðir hér á landi árlega, ýmist með mölun eða kæf­ingu með gasi.

Auglýsing

Ekki stendur til af hálfu Mat­væla­stofn­unar að rann­saka umfang bringu­beins­skaða í íslenskum varp­hæn­um. „Það er vegna þess að Mat­væla­stofnun gengur út frá því að vanda­málið sé til staðar hér­lendis eins og alls staðar erlendis og í sam­bæri­legu umfang­i,“ segir í svari stofn­un­ar­inn­ar. Hægt sé „að gefa sér það“ vegna þess að for­sendur hér séu nán­ast þær sömu og erlend­is. „Hér­lendis eru not­aðar sömu varp­hænsna­stofnar og inn­rétt­ing­ar. Aðbún­að­ur, fóðrun og umhirða er í sam­ræmi við erlendar ráð­legg­ing­ar.“

Í nýlegri danskri rann­sókn, sem Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um, kom fram að 85 pró­sent varp­hæna eru með brotið eða sprungið bringu­bein. Skýr­ingin er m.a. rakin til þess að litlar hænur eru látnar verpa of stórum eggjum og það í gríð­ar­legu magni á hverju ári.

Brigitte Brug­ger, sér­greina­dýra­læknir ali­fugla­sjúk­dóma, sem skrifar svar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans fyrir hönd stofn­un­ar­inn­ar, segir að í eft­ir­liti MAST sé bændum leið­beint að greina skaða á bringu­beini. „Hænur eru teknar til að þreifa bringu­beinið og kemur þá glögg­lega í ljós að bringu­beins­skaði er algengur þó svo ein­ungis fá dýr séu skoð­uð.“

Brigitte segir Mat­væla­stofnun hafa brugð­ist við þessu vanda­máli fyrir nokkrum árum með þátt­töku í evr­ópska sam­starfs­verk­efn­inu COST Act­ion um bringu­beins­skaða KBD (keel bone damage). Eggja­bændur voru upp­lýstir um málið og fram­vindu rann­sókna. „Þó svo að þessu verk­efni sé lokið heldur Mat­væla­stofnun áfram að fylgj­ast með rann­sóknum erlendis og mögu­legum lausnum til að draga úr þessu vanda­máli,“ stendur í svari MAST við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Stofn­unin geti svo miðlað gagn­legum upp­lýs­ingum til eggja­bænda og ráð­lagt um frek­ari aðgerð­ir.

„Lausnin verður ekki auð­fund­in, vanda­málið er marg­þætt og ekki dugar að huga ein­göngu að aðbún­aði og inn­rétt­ingum til að draga úr líkum á að hænur bringu­beins­brotni við að færa sig til í hús­in­u,“ skrifar Brigitte. Varp­hænsna­stofn­inn geti einnig skipt máli sem og fóðrun og fleiri þætt­ir. Rann­sóknir hafi sýnt að bringu­beins­brot séu einnig að finna í hænsnfuglum sem verpa mun færri eggjum en nútíma varp­hænsna­stofn­ar. Bringu­beins­brot hafi fund­ist í villtum hænsnfuglum (red jungle fowl) sem nútíma varp­stofnar séu rækt­aðir úr svo dæmi séu nefnd.

Kjarn­inn spurði einnig hvort MAST myndi beita sér fyrir því að reglum um aflíf­un­ar­að­ferðir karl­kyns varp­hænu­unga yrði breytt og í stað þess að mala dags­gamla unga yrði farin sú leið sem Frakkar og Þjóð­verjar hyggj­ast fara sem er að kyn­greina fóstur í eggi.

Auglýsing

Brigitte segir að öll lönd í Evr­ópu, sem og Mat­væla­stofnun hér á landi, fylgist með þróun mála vegna aflíf­unar á hanaungum sem „falla til“ við útungun í varp­hænsna­rækt. „Um­ræðan er fyrst og fremst sið­ferð­is­leg, vegna þess að helm­ingur dýra sem verða til þarf að aflífafa þar sem han­arnir eru ekki not­að­ir. Til við­bótar þykir aflíf­un­ar­að­ferðin með mölun ómann­úð­leg.“

Verið sé að skoða margar leiðir til að leysa þetta. Ein sé sú að rækta svo­kall­aðan „Du­al-­stofn“, þar sem hægt er að nýta kven­dýr­in, hæn­urn­ar, í eggja­fram­leiðslu en karl­dýr­in, han­ana, í kjöt­fram­leiðslu. „Sú leið hefur hingað til ekki náð að breið­ast út og slíkir stofnar eru mjög lítið not­að­ir.“'

Kyn­grein­ing í eggjum

Önnur leið sé að kyn­greina fóstur í eggjum svo hægt sé að taka karl­kyns fóstur nægi­lega snemma úr útung­un­ar­vélum og farga þeim áður en tauga­kerfi er nægi­lega þroskað til að þeir finni fyrir sárs­auka. Frakk­land og Þýska­land hafa kosið að fara þessa leið og þar með banna aflífun á hanaung­um.

„Þessi lönd eru þó ekki alveg sam­mála hversu gam­alt fóstur má vera við aflífun eftir vél­ræna kyn­grein­ing­u,“ bendir Brigitte á. Þýska­land ákvað að í byrjun árs 2024 verði bannað að aflífa fóstur eftir 6. dag í útung­un. Í Frakk­landi verður það ein­hverjum dögum seinna.

Fylgj­ast með þróun ann­arra aflíf­un­ar­að­ferða

„Mölun á fóstrum í eggjum og dags­gömlum ungum er leyfi­leg aðferð,“ ítrekar Brigitte. Um hana er fjallað í reglu­gerð (EB) nr. 1099/2011 um vel­ferð dýra við aflífun sem hefur verið inn­leidd hér. „Að­ferðin með mölun virkar ómann­úð­leg en það skiptir máli með þessa aðferð eins og með allar aflíf­un­ar­að­ferðir að rétt sé að henni stað­ið.“

Mat­væla­stofnun fylgist með þróun mála, þá sér­stak­lega þróun ann­arra aflíf­un­ar­að­ferða og hvort þær verði teknar upp í lög­gjöf­ina. MAST hafi eft­ir­lit með því að varp­hænsna­hald sé í sam­ræmi við kröfur í lögum og reglu­gerðum en „það er ekki hennar hlut­verk að taka afstöðu til sið­ferði­legra spurn­inga“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Biðin eftir jólunum getur verið löng og ströng en félagssálfræðingur segir fullorðið fólk fullfært um að telja niður dagana og þurfi því ekki jóladagatöl líkt og börnin.
Fullorðna fólkið kann að telja og ætti ekki að þurfa jóladagatal
Jóladagatöl af ýmsu tagi hafa verið að festa sig í sessi á íslenskum markaði, rétt eins og afsláttardagar að bandarískri fyrirmynd. Prófessor í félagssálfræði segir fullorðið fólk kunna og telja og þurfi því ekki jóladagatöl.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent