Ekki hlutverk MAST „að taka afstöðu til siðferðilegra spurninga“

Skaði á bringubeinum varphæna hefur komið „glögglega í ljós“ í eftirliti Matvælastofnunar á íslenskum varphænubúum. Mölun lifandi hænuunga kann að þykja „ómannúðleg“ en hún er leyfileg, segir í svörum MAST við fyrirspurn Kjarnans.

Gera má ráð fyrir að um 85 prósent varphæna á Íslandi séu með bringubeinsskaða. Helmingur allra varphænuunga sem hér klekjast úr eggjum eru aflífaðir dagsgamlir.
Gera má ráð fyrir að um 85 prósent varphæna á Íslandi séu með bringubeinsskaða. Helmingur allra varphænuunga sem hér klekjast úr eggjum eru aflífaðir dagsgamlir.
Auglýsing

Mölun á dags­gömlum hænu­ungum er leyfi­leg aðferð. Mat­væla­stofnun (MAST) hefur eft­ir­lit með varp­hænsna­haldi í sam­ræmi við kröfur í lögum og reglu­gerðum en það er „ekki hennar hlut­verk að taka afstöðu til sið­ferði­legra spurn­inga“.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Mat­væla­stofn­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Spurt var um tvennt sem Kjarn­inn hefur fjallað um í fréttum nýver­ið: Algengan bringu­beins­skaða hjá varp­hænum sem og mölun lif­andi karl­kyns hænu­unga sem bæði Frakkar og Þjóð­verjar hafa ákveðið að banna á næsta ári. Ætla má að um 150-200 þús­und karl­kyns ungar séu aflífaðir hér á landi árlega, ýmist með mölun eða kæf­ingu með gasi.

Auglýsing

Ekki stendur til af hálfu Mat­væla­stofn­unar að rann­saka umfang bringu­beins­skaða í íslenskum varp­hæn­um. „Það er vegna þess að Mat­væla­stofnun gengur út frá því að vanda­málið sé til staðar hér­lendis eins og alls staðar erlendis og í sam­bæri­legu umfang­i,“ segir í svari stofn­un­ar­inn­ar. Hægt sé „að gefa sér það“ vegna þess að for­sendur hér séu nán­ast þær sömu og erlend­is. „Hér­lendis eru not­aðar sömu varp­hænsna­stofnar og inn­rétt­ing­ar. Aðbún­að­ur, fóðrun og umhirða er í sam­ræmi við erlendar ráð­legg­ing­ar.“

Í nýlegri danskri rann­sókn, sem Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um, kom fram að 85 pró­sent varp­hæna eru með brotið eða sprungið bringu­bein. Skýr­ingin er m.a. rakin til þess að litlar hænur eru látnar verpa of stórum eggjum og það í gríð­ar­legu magni á hverju ári.

Brigitte Brug­ger, sér­greina­dýra­læknir ali­fugla­sjúk­dóma, sem skrifar svar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans fyrir hönd stofn­un­ar­inn­ar, segir að í eft­ir­liti MAST sé bændum leið­beint að greina skaða á bringu­beini. „Hænur eru teknar til að þreifa bringu­beinið og kemur þá glögg­lega í ljós að bringu­beins­skaði er algengur þó svo ein­ungis fá dýr séu skoð­uð.“

Brigitte segir Mat­væla­stofnun hafa brugð­ist við þessu vanda­máli fyrir nokkrum árum með þátt­töku í evr­ópska sam­starfs­verk­efn­inu COST Act­ion um bringu­beins­skaða KBD (keel bone damage). Eggja­bændur voru upp­lýstir um málið og fram­vindu rann­sókna. „Þó svo að þessu verk­efni sé lokið heldur Mat­væla­stofnun áfram að fylgj­ast með rann­sóknum erlendis og mögu­legum lausnum til að draga úr þessu vanda­máli,“ stendur í svari MAST við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Stofn­unin geti svo miðlað gagn­legum upp­lýs­ingum til eggja­bænda og ráð­lagt um frek­ari aðgerð­ir.

„Lausnin verður ekki auð­fund­in, vanda­málið er marg­þætt og ekki dugar að huga ein­göngu að aðbún­aði og inn­rétt­ingum til að draga úr líkum á að hænur bringu­beins­brotni við að færa sig til í hús­in­u,“ skrifar Brigitte. Varp­hænsna­stofn­inn geti einnig skipt máli sem og fóðrun og fleiri þætt­ir. Rann­sóknir hafi sýnt að bringu­beins­brot séu einnig að finna í hænsnfuglum sem verpa mun færri eggjum en nútíma varp­hænsna­stofn­ar. Bringu­beins­brot hafi fund­ist í villtum hænsnfuglum (red jungle fowl) sem nútíma varp­stofnar séu rækt­aðir úr svo dæmi séu nefnd.

Kjarn­inn spurði einnig hvort MAST myndi beita sér fyrir því að reglum um aflíf­un­ar­að­ferðir karl­kyns varp­hænu­unga yrði breytt og í stað þess að mala dags­gamla unga yrði farin sú leið sem Frakkar og Þjóð­verjar hyggj­ast fara sem er að kyn­greina fóstur í eggi.

Auglýsing

Brigitte segir að öll lönd í Evr­ópu, sem og Mat­væla­stofnun hér á landi, fylgist með þróun mála vegna aflíf­unar á hanaungum sem „falla til“ við útungun í varp­hænsna­rækt. „Um­ræðan er fyrst og fremst sið­ferð­is­leg, vegna þess að helm­ingur dýra sem verða til þarf að aflífafa þar sem han­arnir eru ekki not­að­ir. Til við­bótar þykir aflíf­un­ar­að­ferðin með mölun ómann­úð­leg.“

Verið sé að skoða margar leiðir til að leysa þetta. Ein sé sú að rækta svo­kall­aðan „Du­al-­stofn“, þar sem hægt er að nýta kven­dýr­in, hæn­urn­ar, í eggja­fram­leiðslu en karl­dýr­in, han­ana, í kjöt­fram­leiðslu. „Sú leið hefur hingað til ekki náð að breið­ast út og slíkir stofnar eru mjög lítið not­að­ir.“'

Kyn­grein­ing í eggjum

Önnur leið sé að kyn­greina fóstur í eggjum svo hægt sé að taka karl­kyns fóstur nægi­lega snemma úr útung­un­ar­vélum og farga þeim áður en tauga­kerfi er nægi­lega þroskað til að þeir finni fyrir sárs­auka. Frakk­land og Þýska­land hafa kosið að fara þessa leið og þar með banna aflífun á hanaung­um.

„Þessi lönd eru þó ekki alveg sam­mála hversu gam­alt fóstur má vera við aflífun eftir vél­ræna kyn­grein­ing­u,“ bendir Brigitte á. Þýska­land ákvað að í byrjun árs 2024 verði bannað að aflífa fóstur eftir 6. dag í útung­un. Í Frakk­landi verður það ein­hverjum dögum seinna.

Fylgj­ast með þróun ann­arra aflíf­un­ar­að­ferða

„Mölun á fóstrum í eggjum og dags­gömlum ungum er leyfi­leg aðferð,“ ítrekar Brigitte. Um hana er fjallað í reglu­gerð (EB) nr. 1099/2011 um vel­ferð dýra við aflífun sem hefur verið inn­leidd hér. „Að­ferðin með mölun virkar ómann­úð­leg en það skiptir máli með þessa aðferð eins og með allar aflíf­un­ar­að­ferðir að rétt sé að henni stað­ið.“

Mat­væla­stofnun fylgist með þróun mála, þá sér­stak­lega þróun ann­arra aflíf­un­ar­að­ferða og hvort þær verði teknar upp í lög­gjöf­ina. MAST hafi eft­ir­lit með því að varp­hænsna­hald sé í sam­ræmi við kröfur í lögum og reglu­gerðum en „það er ekki hennar hlut­verk að taka afstöðu til sið­ferði­legra spurn­inga“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent