Stærstu hluthafarnir á bakvið 100 milljóna innspýtingu í útgáfufélag Morgunblaðsins

Sá hópur sem keypti útgáfufélag Morgunblaðsins árið 2009 hefur sett tvo milljarða króna í reksturinn og þegar afskrifað helming þeirrar upphæðar. Samanlagt tap nemur rúmlega 2,5 milljörðum króna og lestur hefur rúmlega helmingast.

Morgunblaðið, Árvakur Mynd: Arnar Þór
Auglýsing

Aðilar tengdir Ísfé­lagi Vest­manna­eyja og félag í eigu Kaup­fé­lags Skag­firð­inga greiddu stærstan hluta af 100 milljón króna hluta­fjár­aukn­ingu sem fram­kvæmd var í Þórs­mörk, eig­anda útgáfu­­fé­lags­ins Árvak­­urs sem heldur úti Morg­un­­blað­inu, mbl.is og K100, þann 31. jan­úar síð­­ast­lið­inn.

Þetta má lesa út úr upp­færðum lista yfir eig­endur útgáfu­fé­lags­ins sem birtur var í gær á vef Fjöl­miðla­nefnd­ar. Í lögum um fjöl­miðla segir að við sölu á hlut í fjöl­miðli beri að til­­kynna um hana „innan tveggja virkra daga frá gerð kaup­­samn­ings“ til Fjöl­miðla­nefndar sem birtir svo upp­færðar upp­lýs­ingar á vef sín­um. Á fimmtu­dags­kvöld voru upp­­lýs­ingar um eign­­ar­hald útgáfu­­fé­lags­ins sem þar voru aðgeng­i­­legar voru síð­­­ast upp­­­færðar 17. júlí 2020. Það breytt­ist svo í gær, rúmum tveimur mán­uðum eftir að hluta­fjár­aukn­ingin átti sér stað.

Stærsti eig­and­inn fyrir síð­­­ustu hluta­fjár­­aukn­ingu voru Guð­­­björg Matt­h­í­a­s­dóttir og börn henn­­­ar, í gegnum félögin Hlyn A og Ísfé­lag Vest­­­manna­eyja. Sam­an­lagt átti sá hópur 25,5 pró­­­sent hlut. Þau greiddu sam­tals um þriðj­ung aukn­ing­ar­innar og eiga nú 28,04 pró­sent.

Næst stærsti eig­and­inn eru Íslenskar Sjá­v­­­­ar­af­­­urð­ir, í eigu Kaup­­­fé­lags Skag­­­firð­inga, með 19,4 pró­­­sent eign­­­ar­hlut.  Félagið varði þann eign­ar­hlut í aukn­ing­unni og lagði Þórs­mörk því til 19,5 millj­ónir króna.

Auglýsing
Legalis, félag sem Sig­ur­björn Magn­ús­son stjórn­ar­for­maður Árvak­urs og faðir Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur veitir for­stöðu, varði sömu­leiðis sinn hlut, á áfram 13,4 pró­sent og lagði til 13,9 millj­ónir króna. Hæstu upp­hæð­ina lagði til félagið Í fjár­fest­ingar ehf., félag í eigu Katrínar Pét­urs­dótt­ur, for­stjóra Lýs­is, og Gunn­laugs Sæv­ars Gunn­laugs­son­ar, stjórn­ar­for­manns Ísfé­lags Vest­manna­eyja. Það jók hlut sinn upp í 8,71 pró­sent og borg­aði 22,4 millj­ónir króna í aukn­ing­unni.

Aðrir hlut­haf­ar, sem flestir koma úr sjáv­ar­út­vegi, annað hvort vörðu hluti sína eða tóku ekki þátt. Þar á meðal er félag í eigu Eyþórs Arn­alds, núver­andi odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur, sem átti 13,4 pró­sent hlut áður. Það keypti ekki nýtt hlutafé og þynnt­ist fyrir vikið niður í 12,08 pró­sent.

600 millj­ónir á þremur árum

Hluta­fjár­aukn­ingin sem fram­kvæmd var í jan­úar er sú þriðja frá árinu 2019. Í byrjun árs 2019 var hluta­­féð aukið um 200 millj­­ónir króna. Kaup­­­­fé­lag Skag­­­­firð­inga (KS) og félög tengd Ísfé­lagi Vest­­­­manna­eyja lögðu til 80 pró­­­­sent þeirrar aukn­ing­­ar. Sum­­­arið 2020 var hluta­­féð aukið um 300 millj­­ónir króna og kom allt féð frá þeim eig­enda­hópi sem var þegar til stað­­ar.

Að við­bættri þeirri hluta­fjár­­aukn­ingu sem ráð­ist var í í upp­­hafi árs hefur móð­­ur­­fé­lagi Árvak­­urs því verið lagt til 600 millj­­ónir króna á þremur árum.

Frá því árinu 2009 og til loka árs 2020 hefur útgáfu­­fé­lagið tapað yfir 2,5 millj­­örðum króna. Eig­enda­hóp­­ur­inn, sem hefur tekið ein­hverjum breyt­ingum á tíma­bil­inu, hefur nú lagt Árvakri til sam­tals tvo millj­­arða króna í nýtt hluta­­fé. 

Þegar nýju eig­end­­urnir tóku við rekstr­inum var Morg­un­­blað­ið, flagg­­skip útgáf­unn­­ar, lesið af rúm­­lega 40 pró­­sent þjóð­­ar­inn­­ar. Í síð­­­ustu birtu mæl­ingu Gallup á lestri prent­miðla var sá lestur kom­inn niður í 18,6 pró­­sent og hefur aldrei mælst lægri. Vefur útgáf­unn­­ar, Mbl.is, var lengi vel mest lesni vefur lands­ins en á síð­­­ustu mis­s­eri hefur Vís­ir.is, vefur í eigu Sýn­­ar, stöðugt mælst með fleiri not­end­­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent