Ástandið óboðlegt – „Biðin ein og sér skapar óþarfa þjáningar“

Varaþingmaður Pírata spyr hvers konar kerfi láti fólk bíða í 14 mánuði eftir því að lögreglar rannsaki nauðgunarbrot. „Við eigum að hvetja fólk til að leita réttar síns en ekki að fæla það í burtu frá því.“

Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata.
Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata.
Auglýsing

Lenya Rún Taha Karim vara­þing­maður Pírata gerði máls­með­ferð­ar­tíma kyn­ferð­is­brota­mála að umtals­efni undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í vik­unni.

Hún sagði að ástandið væri óboð­legt, eins og oft hefði verið bent á, og ákallið um breyt­ingar hefði eflaust ekki farið fram hjá nein­um.

„Raunin er sú að enn situr stór hópur eftir sem á um sárt að binda, hópur fólks sem treystir rétt­ar­kerf­inu ekki og rétti­lega svo. Þessi hópur fólks er lát­inn bíða út í hið óend­an­lega. Hann er í raun­inni alfarið hlunn­far­inn af kerf­inu. Það er erfitt að treysta kerfi sem frestar rann­sókn og dregur með­ferð máls manns í sífellu. Að lokum verður kerfið rúið trausti sem er skelfi­leg til­hugs­un,“ sagði hún.

Auglýsing

Vantar traust

Lenya Rún nefndi að orðið á göt­unni væri að máls­með­ferð­ar­tím­inn væri of mikil fyr­ir­staða sem hefði það í för með sér að fólk sleppti því jafn­vel að kæra.

„Það að sumt fólk kæri ekki kyn­ferð­is­brot vegna tím­ans sem máls­með­ferð gæti tekið er algjör­lega óásætt­an­leg staða sem er einmitt það sem ger­ist þegar stofn­anir og ákæru­valdið njóta ekki trausts brota­þola. Við erum komin á þann stað að það tekur að með­al­tali 14 mán­uði fyrir lög­regl­una að rann­saka nauðg­un­ar­brot.

Hvers konar kerfi er það? Það hlýtur að vera mark­mið og vilji Alþingis að lögin sem við setjum og fjár­magnið sem við veitum í stofn­anir stuðli að sann­gjörnu rétt­ar­kerfi en skilji fólk ekki eftir með laskaða trú á kerf­unum sem við höfum skap­að,“ sagði hún.

Telur Lenya Rún að ákæru­valdið eigi ekki eitt sök enda sé það þeirra á Alþingi að efla lög­regl­una með fræðslu og mönnun til að yfir­fara þessi mál af vand­virkni. „Biðin eftir mála­lokum skapar ólíft and­rúms­loft fyrir alla aðila sem eru málum við­kom­andi, biðin ein og sér skapar óþarfa þján­ingar og óvissu og töf á málum hefur það oft í för með sér að refs­ing er milduð eða jafn­vel felld nið­ur. Við eigum að hvetja fólk til að leita réttar síns en ekki að fæla það í burtu frá því.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent