Segja þá sem kaupi sér skyndibitakeðjur ekki þurfa undanþágu frá banni við samráði

Ný frumvarpsdrög undanskilja afurðastöðvar í sláturiðnaði tímabundið frá banni við ólögmætu samráði. Félag Atvinnurekenda segir mörg fyrirtæki í geiranum í prýðilegum rekstri og þurfi ekki á undanþágunni að halda.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir mat­væla­ráð­herra hefur lagt fram frum­varps­drög í sam­ráðs­gátt stjórn­valda sem heim­ila afurð­ar­stöðvum í slátur­iðn­aði að kom­ast undan ákvæðum um bann við ólög­mætu sam­ráð­i. 

Félag atvinnu­rek­enda er veru­lega ósátt með áformin og í umsögn bendir það á að mörg fyr­ir­tæki í slátur­iðn­aði skili miklum hagn­aði. Svo miklum að þau eigi í hálf­gerðum vand­ræðum með að eyða hon­um. Eitt þeirra, Kaup­fé­lag Skag­firð­inga (KS), hafi til að mynda nýverið ráð­stafað hluta hagn­aðar síns í að kaupa stóra skyndi­bita­keðju í Reykja­vík.

Byggir að hluta til á til­lögum sprett­hóps Stein­gríms

Í frum­varps­drög­unum er lagt til að ákvæði verði bætt við búvöru­lög til bráða­birgða sem und­an­skilji afurða­stöðvar í slátur­iðn­aði frá ákvæðum sam­keppn­islaga um bann við ólög­mætu sam­ráði. Það sé gert til að ná fram nauð­syn­legri hag­ræð­ingu. Afurða­stöðv­unum verði heim­ilt, að til­teknum skil­yrðum upp­fyllt­um, að stofna og starf­rækja félag um flutn­ing slát­ur­gripa, slátr­un, birgða­hald og frum­vinnslu afurða auk skyldra verk­efna. Ákvæðið á að gilda til 2026. 

Frum­varpið byggir að hluta á til­lögum sprett­hóps, sem Stein­grímur J. Sig­fús­son fyrr­ver­andi for­maður Vinstri grænna leiddi, og skil­aði af sér til­lögum í sum­ar. Hóp­ur­inn var skip­aður vegna alvar­­legrar stöðu í mat­væla­fram­­leiðslu á Íslandi sökum þess að verð á aðföngum til bænda hafði hækkað gríð­­ar­­lega eftir inn­­rás Rússa í Úkra­ín­u. 

Auglýsing
Markmið laga­setn­ing­ar­innar er að styðja við end­ur­skipu­lagn­ingu og hag­ræð­ingu í slátrun og kjöt­vinnslu. í grein­ar­gerð segir að með til­lög­unum sé lagt til að fylgt sé eftir þeim mark­miðum búvöru­laga að stuðla að fram­förum og auk­inni hag­kvæmni í búvöru­fram­leiðslu og vinnslu og sölu búvara til hags­bóta fyrir fram­leið­endur og neyt­end­ur. „Með auk­inni hag­kvæmni í slátrun má draga úr kostn­aði við fram­leiðsl­una sem er afar mik­il­vægt við erf­iðar aðstæð­ur. Þá getur þessi heim­ild orðið til þess að flýta fyrir end­ur­nýjun í slát­ur­húsum og ýtt undir úreld­ingu síður hag­kvæmra fram­leiðslu­ein­inga. Ef ekki verður aðhafst eru líkur á að enn muni aukast þörfin á hag­ræð­ingu og upp­stokkun verði í rekstri kjöt­af­urða­stöðva með ófyr­ir­séðum byggða- og sam­fé­lags­legum áhrifum þar sem þær starfa.“

Ljóst sé að mörg fyr­ir­tækin séu í prýði­legum rekstri

Ein umsögn hefur borist um frum­varps­drög­in, frá Félagi atvinnu­rek­enda. Þar segir að sú erf­iða staða afurða­stöðva í slátur­iðn­aði sem dregin sé upp í grein­ar­gerð frum­varps­drag­anna eigi klár­lega ekki við um öll fyr­ir­tæki sem talin séu upp sem slát­ur­leyf­is­haf­ar. Ljóst sé að mörg þeirra séu í prýði­legum rekstri. „Af­koma Kaup­fé­lags Skag­firð­inga (KS) hefur þannig verið ljóm­andi góð. Félagið hefur hagn­azt um 18,3 millj­arða króna á síð­ustu fjórum árum, þar af 5,4 millj­arða í fyrra. Stjórn­endur félags­ins hafa verið í hálf­gerðum vand­ræðum með hagn­að­inn, eins og sjá má á því að þeir hafa m.a. fjár­fest hann í skyndi­bita­keðjum í Reykja­vík.“ Er þar vísað í kaup KS á Gleðipinn­um, sem reka ham­borg­ara­stað­ina Amer­ican Style, Aktu Taktu og Ham­borg­arafa­brikk­una, pizza­stað­ina Shake & Pizza og Black­box auk Saffran, Pít­unnar og Keilu­hall­ar­inn­ar. Auk þess reka Gleðip­innar trampólín­garð­inn Rush. Áður hafði KS keypt ham­borg­ara­stað­inn Metro. 

Þá bendir Félag atvinnu­rek­enda á að hagn­aður Stjörnu­gríss hafi verið 325 millj­ónir króna á síð­asta ári, eða 68 pró­sent meiri en árið 2020. „Hagn­aður Slát­ur­fé­lags Suð­ur­lands á síð­asta ári var 232 millj­ónir króna og í árs­reikn­ingi vitnað til betri mark­aðs­að­stæðna og sterk­ari stöð­u.“

Það furðar sig á að hvergi í grein­ar­gerð frum­varps­drag­anna sé minnst einu orði á nýlegt dæmi um sam­runa kjöt­af­urða­stöðva sem sam­keppn­is­yf­ir­völd heim­il­uðu. Þar er vísað í ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins þegar það heim­il­aði sam­runa kjöt­af­urða­stöðv­anna Norð­lenska, Kjarna­fæðis og SAH afurða með skil­yrð­um, sem tryggja eiga hag bæði bænda og neyt­enda. „Mögu­leikar til hag­ræð­ingar á þessum mark­aði, innan ramma núgild­andi sam­keppn­is- og búvöru­lög­gjaf­ar, eru því aug­ljós­lega fyrir hend­i.“

Að mati Félags atvinnu­rek­enda hafi höf­undar frum­varps­drag­anna reynt að skrifa inn í bráða­birgða­á­kvæðið um hina tíma­bundnu und­an­þágu frá sam­keppn­is­lögum sum af þeim skil­yrð­um, sem sett voru fyrir sam­runa kjöt­af­urða­stöðv­anna nyrðra, til að bæta áferð máls­ins. „Það breytir ekki þeirri stað­reynd að yrðu frum­varps­drögin að lögum gætu sam­keppn­is­yf­ir­völd ekki haft eft­ir­lit með því sam­starfi sem und­an­þágan myndi heim­ila og sett því skil­yrði til að gæta hags­muna neyt­enda og keppi­nauta. FA sér enga ástæðu til að und­an­þiggja sam­starf á þessum mark­aði slíku eft­ir­liti, sem fyr­ir­tæki á öðrum mörk­uðum mega og eiga að sæta.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent