Tveir af hverjum þremur nefna heilbrigðismál sem eitt helsta kosningamálið

Það sem helst brennur á kjósendum fyrir komandi kosningar auk heilbrigðismála eru umhverfis- og loftslagsmál, efnahags- og skattamál og velferðarmál, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.

Heilbrigðismálin eru ofarlega á baugi hjá kjósendum fyrir komandi kosningar.
Heilbrigðismálin eru ofarlega á baugi hjá kjósendum fyrir komandi kosningar.
Auglýsing

Tæplega 68 prósent svarenda segja heilbrigðismál vera meðal stærstu kosningamála fyrir komandi kosningar í nýrri könnun Maskínu. Næst á eftir koma umhverfis- og loftslagsmál en rúmlega 41 prósent svarenda segja þau vera meðal stærstu kosningamálanna. Svarendur í könnunni fengu að nefna allt að þrjú málefni og því eru svörin fleiri en svarendur.

Mun fleiri konur en karlar nefndu þessi tvö mál sem stærstu málin fyrir næstu kosningar. Rúmlega 73 prósent kvenna nefndu heilbrigðismál í könnuninni samanborið við tæp 63 prósent karla. Þegar kemur að umhverfis- og loftslagsmálum sögðu 48 prósent kvenna þau vera stærstu málin fyrir komandi kosningar en tæplega 35 prósent karla gerðu það.

Auglýsing

Helmingur svarenda yfri sextugu nefnir velferðarmál

Munurinn er enn meiri á milli kynjanna þegar kemur að efnahags- og skattamálum sem var þriðja algengasta svarið í könnuninni. Þau mál eru meðal þeirra mikilvægustu fyrir komandi kosningar að mati rúmlega þriðjungs svarenda. Rúmlega 40 prósent karla nefndu efnahags- og skattamál, sem gerir þann málaflokk þann næst algengasta þegar horft er bara til svara frá körlum. Aftur á móti nefndu tæplega 27 prósent kvenna efnahags- og skattamál þegar þær voru spurðar um stærstu kosningamálin.

Hér má sjá hvernig línurnar liggja út frá kyni, aldri og búsetu svarenda. Mynd: Maskína

Næst á eftir efnahags- og skattamálum koma velferðarmál sem nefnd voru af 27 prósentum svarenda. Helmingur svarenda í hópi 60 ára og eldri nefndi velferðarmál en sá hópur sker sig frá öðrum aldurshópum þegar kemur að fjölda þeirra sem nefna velferðarmál.

Þegar rennt er yfir svör út frá menntun sést að eftir því sem menntun eykst er líklegra að svarendur nefni heilbrigðismál sem eitt af aðalmálunum fyrir komandi kosningar. Þá er háskólamenntað fólk mun líklegra til að nefna umhverfis- og loftslagsmál heldur en þau sem hafa lokið hafa grunnskólaprófi, framhaldsskólaprófi eða iðnmenntun. Dæmið snýst við þegar horft er til velferðarmála en tæplega helmingur þeirra sem aðeins hafa lokið grunnskólaprófi nefna velferðarmál en mun færri í hópi langskólamenntaðra nefna þann málaflokk.

Háskólamenntað fólk er mun líklegra til að nefna umhverfis- og loftslagsmál sem eitt af helstu kosningamálunum. Mynd: Maskína

Sjálfstæðisfólk nefnir efnahagsmál og Píratar nefna stjórnarskrá

Kjósendur Framsóknarflokksins eru líklegastir til að nefna heilbrigðismál í könnuninni en það gera 76,3 prósent. Skammt á eftir koma kjósendur Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna. Kjósendur Miðflokksins eru aftur á móti ólíklegastir til að nefna þann málaflokk, þó nefnir tæplega helmingur þess flokks heilbrigðismál sem eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar.

Umhverfis- og loftslagsmál eru ofarlega á blaði hjá kjósendum Vinstri Grænna og Samfylkingarinnar og á meðal þeirra sem nefna efnahags- og skattamál skera kjósendur Sjálfstæðisflokksins sig úr. Þegar horft er til þeirra málefna sem nefnd eru í könnuninni og stjórnmálaskoðana sést einnig að kjósendur Pírata nefna stjórnarskrá sem eitt af stærstu málunum fyrir komandi kosningar mun oftar en kjósendur annarra flokka, en það gera tæplega 35 prósent kjósenda flokksins.

Hér má sjá hvar áherslur fólks liggja út samanborið við stjórnmálaskoðanir þeirra. Mynd: Maskína

Um könnunina

Niðurstöðurnar byggja á 2078 svörum við könnun sem var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu og framkvæmd dagana 31. ágúst til 6. september. Svarendur koma alls staðar að af landinu og eru á aldrinum 18 ára og eldri. Í niðurstöðum frá Maskínu segir að svörin hafi verið vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent