Tveir af hverjum þremur nefna heilbrigðismál sem eitt helsta kosningamálið

Það sem helst brennur á kjósendum fyrir komandi kosningar auk heilbrigðismála eru umhverfis- og loftslagsmál, efnahags- og skattamál og velferðarmál, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.

Heilbrigðismálin eru ofarlega á baugi hjá kjósendum fyrir komandi kosningar.
Heilbrigðismálin eru ofarlega á baugi hjá kjósendum fyrir komandi kosningar.
Auglýsing

Tæp­lega 68 pró­sent svar­enda segja heil­brigð­is­mál vera meðal stærstu kosn­inga­mála fyrir kom­andi kosn­ingar í nýrri könnun Mask­ínu. Næst á eftir koma umhverf­is- og lofts­lags­mál en rúm­lega 41 pró­sent svar­enda segja þau vera meðal stærstu kosn­inga­mál­anna. Svar­endur í könn­unni fengu að nefna allt að þrjú mál­efni og því eru svörin fleiri en svar­end­ur.

Mun fleiri konur en karlar nefndu þessi tvö mál sem stærstu málin fyrir næstu kosn­ing­ar. Rúm­lega 73 pró­sent kvenna nefndu heil­brigð­is­mál í könn­un­inni sam­an­borið við tæp 63 pró­sent karla. Þegar kemur að umhverf­is- og lofts­lags­málum sögðu 48 pró­sent kvenna þau vera stærstu málin fyrir kom­andi kosn­ingar en tæp­lega 35 pró­sent karla gerðu það.

Auglýsing

Helm­ingur svar­enda yfri sex­tugu nefnir vel­ferð­ar­mál

Mun­ur­inn er enn meiri á milli kynj­anna þegar kemur að efna­hags- og skatta­málum sem var þriðja algeng­asta svarið í könn­un­inni. Þau mál eru meðal þeirra mik­il­væg­ustu fyrir kom­andi kosn­ingar að mati rúm­lega þriðj­ungs svar­enda. Rúm­lega 40 pró­sent karla nefndu efna­hags- og skatta­mál, sem gerir þann mála­flokk þann næst algeng­asta þegar horft er bara til svara frá körl­um. Aftur á móti nefndu tæp­lega 27 pró­sent kvenna efna­hags- og skatta­mál þegar þær voru spurðar um stærstu kosn­inga­mál­in.

Hér má sjá hvernig línurnar liggja út frá kyni, aldri og búsetu svarenda. Mynd: Maskína

Næst á eftir efna­hags- og skatta­málum koma vel­ferð­ar­mál sem nefnd voru af 27 pró­sentum svar­enda. Helm­ingur svar­enda í hópi 60 ára og eldri nefndi vel­ferð­ar­mál en sá hópur sker sig frá öðrum ald­urs­hópum þegar kemur að fjölda þeirra sem nefna vel­ferð­ar­mál.

Þegar rennt er yfir svör út frá menntun sést að eftir því sem menntun eykst er lík­legra að svar­endur nefni heil­brigð­is­mál sem eitt af aðal­mál­unum fyrir kom­andi kosn­ing­ar. Þá er háskóla­menntað fólk mun lík­legra til að nefna umhverf­is- og lofts­lags­mál heldur en þau sem hafa lokið hafa grunn­skóla­prófi, fram­halds­skóla­prófi eða iðn­mennt­un. Dæmið snýst við þegar horft er til vel­ferð­ar­mála en tæp­lega helm­ingur þeirra sem aðeins hafa lokið grunn­skóla­prófi nefna vel­ferð­ar­mál en mun færri í hópi lang­skóla­mennt­aðra nefna þann mála­flokk.

Háskólamenntað fólk er mun líklegra til að nefna umhverfis- og loftslagsmál sem eitt af helstu kosningamálunum. Mynd: Maskína

Sjálf­stæð­is­fólk nefnir efna­hags­mál og Píratar nefna stjórn­ar­skrá

Kjós­endur Fram­sókn­ar­flokks­ins eru lík­leg­astir til að nefna heil­brigð­is­mál í könn­un­inni en það gera 76,3 pró­sent. Skammt á eftir koma kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri Grænna. Kjós­endur Mið­flokks­ins eru aftur á móti ólík­leg­astir til að nefna þann mála­flokk, þó nefnir tæp­lega helm­ingur þess flokks heil­brigð­is­mál sem eitt af stóru mál­unum fyrir kosn­ing­arn­ar.

Umhverf­is- og lofts­lags­mál eru ofar­lega á blaði hjá kjós­endum Vinstri Grænna og Sam­fylk­ing­ar­innar og á meðal þeirra sem nefna efna­hags- og skatta­mál skera kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins sig úr. Þegar horft er til þeirra mál­efna sem nefnd eru í könn­un­inni og stjórn­mála­skoð­ana sést einnig að kjós­endur Pírata nefna stjórn­ar­skrá sem eitt af stærstu mál­unum fyrir kom­andi kosn­ingar mun oftar en kjós­endur ann­arra flokka, en það gera tæp­lega 35 pró­sent kjós­enda flokks­ins.

Hér má sjá hvar áherslur fólks liggja út samanborið við stjórnmálaskoðanir þeirra. Mynd: Maskína

Um könn­un­ina

Nið­ur­stöð­urnar byggja á 2078 svörum við könnun sem var lögð fyrir Þjóð­gátt Mask­ínu og fram­kvæmd dag­ana 31. ágúst til 6. sept­em­ber. Svar­endur koma alls staðar að af land­inu og eru á aldr­inum 18 ára og eldri. Í nið­ur­stöðum frá Mask­ínu segir að svörin hafi verið vegin sam­kvæmt mann­fjölda­tölum Hag­stof­unnar um kyn, aldur og búsetu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent