Tveir af hverjum þremur nefna heilbrigðismál sem eitt helsta kosningamálið

Það sem helst brennur á kjósendum fyrir komandi kosningar auk heilbrigðismála eru umhverfis- og loftslagsmál, efnahags- og skattamál og velferðarmál, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.

Heilbrigðismálin eru ofarlega á baugi hjá kjósendum fyrir komandi kosningar.
Heilbrigðismálin eru ofarlega á baugi hjá kjósendum fyrir komandi kosningar.
Auglýsing

Tæp­lega 68 pró­sent svar­enda segja heil­brigð­is­mál vera meðal stærstu kosn­inga­mála fyrir kom­andi kosn­ingar í nýrri könnun Mask­ínu. Næst á eftir koma umhverf­is- og lofts­lags­mál en rúm­lega 41 pró­sent svar­enda segja þau vera meðal stærstu kosn­inga­mál­anna. Svar­endur í könn­unni fengu að nefna allt að þrjú mál­efni og því eru svörin fleiri en svar­end­ur.

Mun fleiri konur en karlar nefndu þessi tvö mál sem stærstu málin fyrir næstu kosn­ing­ar. Rúm­lega 73 pró­sent kvenna nefndu heil­brigð­is­mál í könn­un­inni sam­an­borið við tæp 63 pró­sent karla. Þegar kemur að umhverf­is- og lofts­lags­málum sögðu 48 pró­sent kvenna þau vera stærstu málin fyrir kom­andi kosn­ingar en tæp­lega 35 pró­sent karla gerðu það.

Auglýsing

Helm­ingur svar­enda yfri sex­tugu nefnir vel­ferð­ar­mál

Mun­ur­inn er enn meiri á milli kynj­anna þegar kemur að efna­hags- og skatta­málum sem var þriðja algeng­asta svarið í könn­un­inni. Þau mál eru meðal þeirra mik­il­væg­ustu fyrir kom­andi kosn­ingar að mati rúm­lega þriðj­ungs svar­enda. Rúm­lega 40 pró­sent karla nefndu efna­hags- og skatta­mál, sem gerir þann mála­flokk þann næst algeng­asta þegar horft er bara til svara frá körl­um. Aftur á móti nefndu tæp­lega 27 pró­sent kvenna efna­hags- og skatta­mál þegar þær voru spurðar um stærstu kosn­inga­mál­in.

Hér má sjá hvernig línurnar liggja út frá kyni, aldri og búsetu svarenda. Mynd: Maskína

Næst á eftir efna­hags- og skatta­málum koma vel­ferð­ar­mál sem nefnd voru af 27 pró­sentum svar­enda. Helm­ingur svar­enda í hópi 60 ára og eldri nefndi vel­ferð­ar­mál en sá hópur sker sig frá öðrum ald­urs­hópum þegar kemur að fjölda þeirra sem nefna vel­ferð­ar­mál.

Þegar rennt er yfir svör út frá menntun sést að eftir því sem menntun eykst er lík­legra að svar­endur nefni heil­brigð­is­mál sem eitt af aðal­mál­unum fyrir kom­andi kosn­ing­ar. Þá er háskóla­menntað fólk mun lík­legra til að nefna umhverf­is- og lofts­lags­mál heldur en þau sem hafa lokið hafa grunn­skóla­prófi, fram­halds­skóla­prófi eða iðn­mennt­un. Dæmið snýst við þegar horft er til vel­ferð­ar­mála en tæp­lega helm­ingur þeirra sem aðeins hafa lokið grunn­skóla­prófi nefna vel­ferð­ar­mál en mun færri í hópi lang­skóla­mennt­aðra nefna þann mála­flokk.

Háskólamenntað fólk er mun líklegra til að nefna umhverfis- og loftslagsmál sem eitt af helstu kosningamálunum. Mynd: Maskína

Sjálf­stæð­is­fólk nefnir efna­hags­mál og Píratar nefna stjórn­ar­skrá

Kjós­endur Fram­sókn­ar­flokks­ins eru lík­leg­astir til að nefna heil­brigð­is­mál í könn­un­inni en það gera 76,3 pró­sent. Skammt á eftir koma kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri Grænna. Kjós­endur Mið­flokks­ins eru aftur á móti ólík­leg­astir til að nefna þann mála­flokk, þó nefnir tæp­lega helm­ingur þess flokks heil­brigð­is­mál sem eitt af stóru mál­unum fyrir kosn­ing­arn­ar.

Umhverf­is- og lofts­lags­mál eru ofar­lega á blaði hjá kjós­endum Vinstri Grænna og Sam­fylk­ing­ar­innar og á meðal þeirra sem nefna efna­hags- og skatta­mál skera kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins sig úr. Þegar horft er til þeirra mál­efna sem nefnd eru í könn­un­inni og stjórn­mála­skoð­ana sést einnig að kjós­endur Pírata nefna stjórn­ar­skrá sem eitt af stærstu mál­unum fyrir kom­andi kosn­ingar mun oftar en kjós­endur ann­arra flokka, en það gera tæp­lega 35 pró­sent kjós­enda flokks­ins.

Hér má sjá hvar áherslur fólks liggja út samanborið við stjórnmálaskoðanir þeirra. Mynd: Maskína

Um könn­un­ina

Nið­ur­stöð­urnar byggja á 2078 svörum við könnun sem var lögð fyrir Þjóð­gátt Mask­ínu og fram­kvæmd dag­ana 31. ágúst til 6. sept­em­ber. Svar­endur koma alls staðar að af land­inu og eru á aldr­inum 18 ára og eldri. Í nið­ur­stöðum frá Mask­ínu segir að svörin hafi verið vegin sam­kvæmt mann­fjölda­tölum Hag­stof­unnar um kyn, aldur og búsetu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent