Leita gulls án leyfis í Þormóðsdal

Iceland Resources hóf rannsóknarboranir til gullleitar í Þormóðsdal í sumar þrátt fyrir að Mosfellsbær hefði ekki gefið út leyfi til framkvæmdanna. Fyrirtækið boraði í „góðri trú“ um að það væri sameiginlegur skilningur að ekkert slíkt leyfi þyrfti.

Á myndinni sjást gámar í Þormóðsdal sem Mosfellsbær hefur spurt landeigandann, Landbúnaðarháskóla Íslands, út í. Skólinn kannast ekki við gámana.
Á myndinni sjást gámar í Þormóðsdal sem Mosfellsbær hefur spurt landeigandann, Landbúnaðarháskóla Íslands, út í. Skólinn kannast ekki við gámana.
Auglýsing

Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæjar gerir „al­var­legar athuga­semdir við fram­göngu og rök­semd­ar­færslu“ fyr­ir­tæk­is­ins Iceland Reso­urces ehf. í sam­skiptum sínum við sveit­ar­fé­lag­ið. Fyr­ir­tækið hefur hafið rann­sókn­ar­bor­anir í þeim til­gangi að leita að gulli í Þor­móðs­dal án þess að fram­kvæmda­leyfi hafi verið útgefið af sveit­ar­fé­lag­inu. Aðilar hafa deilt allan ágúst­mánuð um mál­ið. Mos­fells­bær hefur ítrekað óskað eftir frek­ari gögnum til að taka afstöðu til þess hvort að gefið verði út fram­kvæmda­leyfi en fyr­ir­tækið hefur sagt að slíks leyfis sé ekki þörf yfir höf­uð. Fyrir liggi rann­sókn­ar­leyfi frá Orku­stofnun sem og starfs­leyfi frá Heil­brigð­is­eft­ir­liti Kjós­ar­svæð­is.

En þetta er ekki nóg segir bær­inn og bendir á að sam­kvæmt reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi sé það hlut­verk leyf­is­veit­anda að meta hvort þörf sé á slíku leyfi eða ekki, þ.e. hvort fram­kvæmd sé meiri­háttar eða óveru­leg.

Auglýsing

Skipu­lags­nefnd, sem fjall­aði um málið á fundi sínum fyrir helgi, þar sem sam­skipti bæj­ar­ins við fyr­ir­tækið voru lögð fram, metur að upp­lýs­ingar þær sem fram komu í bréfi Iceland Reso­urces ehf. til Heil­brigð­is­nefndar Kjós­ar­svæðis í byrjun júní séu ekki þess eðlis að hægt sé að meta áhrif fram­kvæmda á umhverf­ið. Því hafi verið óskað eftir frek­ari gögn­um.

„Í sam­ræmi við yfir­lits­mynd, sem barst 13.08.2021, er ljóst að um mik­inn fjölda bor­hola er að ræða og ekki hefur því verið lýst hvernig farið verður með tæki á milli staða svo ekki verði sjá­an­legt rask á landi þar sem aðgengi er ekki til stað­ar.“

Skipu­lags­nefndin áréttar svo að hvorki sam­kvæmt aðal­skipu­lagi Mos­fells­bæjar né öðrum sam­þykktum áætl­unum séu áform um fram­kvæmdir á svæð­inu, „hvort sem um er að ræða bygg­ing­ar, vega­gerð eða námu­vinnslu af neinu tag­i“.

Gerir nefndin þá kröfu til Iceland Reso­urces ehf. að sam­an­tekt á upp­lýs­ingum og gögnum sem lýsa verk­inu frekar ber­ist henni sem erindi til umfjöll­un­ar.

Sam­skiptin rakin

„Til­kynn­ing um rann­sókn­ar­bor­anir í Þor­móðs­dal“ var yfir­skrift bréfs sem Þór­dís Björk Sig­ur­björns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Iceland Reso­urces, sendi heil­brigð­is­nefnd Kjós­ar­svæðis 10. júní. Í því er nefnd­inni til­kynnt um „fyr­ir­hug­aðar rann­sókn­ar­bor­an­ir“ á svæð­inu og sagt að þær séu í sam­ræmi við rann­sókn­ar­leyfi Orku­stofn­un­ar.

Það rann­sókn­ar­leyfi var útgefið á fyr­ir­tækið Melmi ehf. árið 2004 því þetta er ekki í fyrsta sinn sem áhugi vaknar á gull­leit í Þor­móðs­dal. Hann má reyndar rekja allt til árs­ins 1905 er til­rauna­bor­anir í sama til­gangi voru þar gerð­ar. Leyfið sem Melmi fékk var gefið út til leitar og rann­sókna á málmum og síðar fram­lengt af til árs­ins 2023. Þetta rann­sókn­ar­leyfi hefur fyr­ir­tækið Iceland Reso­urces nú yfir­tekið.

Þór­dís fór í bréfi sínu stutt­lega yfir hina áform­uðu fram­kvæmd og skrif­aði að rann­sókn­irnar myndu „engin áhrif“ hafa á umhverfið eða breyta ásýnd svæð­is­ins sem krefð­ist aðkomu Skipu­lags­stofn­un­ar. Þá sagði að fram­kvæmd­irnar myndu hefj­ast 15. júlí. „Þetta til­kynn­ist hér með,“ skrif­aði Þór­dís og sagð­ist veita nán­ari upp­lýs­ing­ar, væri þess ósk­að.

Þormóðsdalur er skammt frá Hafravatni. Mynd. GoogleMaps

Þann 9. ágúst óskaði Mos­fells­bær eftir „full­nægj­andi gögnum um fyr­ir­hug­aðar rann­sókn­ar­bor­an­ir“. Þar kom fram að bænum þætti „þónokkrum spurn­ing­um“ ósvarað til að hægt væri að skera úr um hvort að fram­kvæmdin þarfn­að­ist fram­kvæmda­leyf­is.

Í svar­bréfi fyr­ir­tæk­is­ins nokkrum dögum síðar fylgdi m.a. fyrr­nefnt bréf til heil­brigð­is­nefndar Kjós­ar­svæð­is, sem einnig hafði degi síðar verið sent Mos­fells­bæ. „Að mati félags­ins voru umræddar vís­inda­rann­sóknir ekki leyf­is­skyld­ar,“ stóð þar m.a. og að haft hefði verið sam­ráð við land­eig­endur um umgengni. Þó hafi þótt rétt að „upp­lýsa við­kom­andi sveit­ar­fé­lag, Mos­fells­bæ“ um hinar fyr­ir­hug­uðu rann­sókn­ir.

Þann 4. ágúst gaf Heil­brigð­is­eft­ir­lit Kjós­ar­svæðis út tíma­bundið starfs­leyfi til gull­leitar með „léttum belta­bor“ í Þor­móðs­dal. En ekk­ert fram­kvæmda­leyfi var þó í höfn og er ekki enn.

Kröfð­ust þess að fram­kvæmdir yrðu stöðv­aðar

Full­trúar bæj­ar­yf­ir­valda áttu fund með full­trúum fyr­ir­tæk­is­ins 19. ágúst og ítrek­uðu að vegna þess að form­legt erindi, þar sem áformum fyr­ir­tæk­is­ins væri lýst með ítar­legrum hætti, hefði aldrei borist umsókn um fram­kvæmda­leyfi. Þau gögn sem lögð hefðu verið fram væru ekki full­nægj­andi til að sveit­ar­fé­lagið gæti tekið afstöðu.

Á þessum sama fundi kom jafn­framt fram að fyr­ir­tækið hefði þegar hafið fram­kvæmdir og að bær­inn gerði „veru­legar athuga­semdir við slíkt“, líkt og rakið er í ítar­legu bréfi Jóhönnu B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóra umhverf­is­sviðs Mos­fells­bæj­ar, til Iceland Reso­urces sama dag og fund­ur­inn var hald­inn. Á fund­inum var svo gerð sú krafa að allar fram­kvæmdir yrðu stöðv­aðar taf­ar­laust.

Í bréfi frá lög­manni Iceland Reso­urces ehf. þann 26. ágúst til bæj­ar­stjóra segir að fyr­ir­tækið hafi verið í „góðri trú“ um að rann­sókn­irnar væru ekki fram­kvæmda­leyf­is­skyldar og var í því sam­bandi m.a. vísað til sím­tals við skipu­lags­full­trúa 24. júní „þar sem tekið var fram, án athuga­semda, að félagið liti svo á“ að slíkt leyfi þyrfti ekki fyrir rann­sókn­un­um. Þá var á það bent að rann­sókn­irnar væru í sam­ræmi við rann­sókn­ar­leyfi Orku­stofn­un­ar.

Auglýsing

Fleira átti svo eftir að ger­ast áður en ágúst­mán­uður var úti. Þann 30. ágúst sendi Árni Jón Sig­fús­son, bygg­inga­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, Theo­dóru Ragn­ars­dótt­ur, rekstr­ar­stjóra Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands tölvu­póst, en háskól­inn er eig­andi jarð­ar­innar Þor­móðs­dals.

„Sæl Theo­dóra,

eins og fram kom í sím­tali okkar fyrr í dag óskar emb­ætti bygg­ing­ar­full­trúa Mos­fells­bæjar eftir upp­lýs­ingum um gáma sem komið hefur verið fyrir í Þor­móðs­dal, land­eign­ar­númer L123813, á svæði sem merkt er með rauðum hring á loft­mynd hér að neð­an. Gott væri að fá upp­lýs­ingar um á hvers vegum gám­arnir eru og hvort þeim hefur verið komið fyrir með vit­und og sam­þykki land­eig­anda og í hvaða til­gangi.

Bent skal á grein 2.6.1 í bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 sem fjallar um stöðu­leyfi. Þar er m.a. kveðið á um að sækja þurfi um stöðu­leyfi ef gámar standa lengur en tvo mán­uði utan þeirra svæða sem sér­stak­lega eru skipu­lögð og ætluð til geymslu slíkra lausa­fjár­muna.

Með kveðju,

Árni Jón Sig­fús­son

Bygg­inga­full­trú­i.“

Theo­dóra svarar sam­dæg­urs:

„Sæll Árni

Við vitum ekki á hvers vegum þessir gámar eru og höfum ekki fengið neinar beiðnir um heim­ild fyrir þeim.

Bestu kveðj­ur,

Theo­dóra“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent