Jafnmargir starfandi innflytjendur og fyrir faraldurinn

Alls voru 35 þúsund innflytjendur starfandi í júní og hafa þeir ekki verið jafnmargir síðan faraldurinn byrjaði í mars í fyrra. Ef tekið er tillit til árstíðarsveiflna sést þó að enn vantar töluvert upp á að ástandið verði eins og árið 2019.

Verkamaður við vinnu
Auglýsing

Eftir að hafa fækkað töluvert þegar heimsfaraldurinn byrjaði var fjöldi starfandi innflytjenda orðinn jafnmikill í sumar og hann var í byrjun árs í fyrra. Á fyrri helmingi ársins fjölgaði starfandi innflytjendum um rúm fimm þúsund. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hagstofu um fjölda starfandi í júní.

Auglýsing

Á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs störfuðu alls rúmlega 35 þúsund innflytjendur hérlendis, en eftir að faraldurinn skall á í mars árið 2020 fækkaði þeim töluvert. Í fyrrasumar var fjöldi þeirra kominn niður í tæplega 33 þúsund, en lágmarkinu var náð um síðustu áramót þar sem þeir voru orðnir um 29 þúsund talsins.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Hagstofa

Líkt og sjá má á mynd hér að ofan byrjaði starfandi innflytjendum svo að fjölga á þessu ári, en fjölgunin var langmest í maí og júní síðastliðnum. Af þeim innflytjendum sem starfa hérlendis eru langflestir, eða um 97 prósent þeirra, með lögheimili hérlendis. Með brottflutningi farandverkamanna var þetta hlutfall komið upp í 99 prósent um síðustu áramót, en er nú komið í svipað horf og það var í áður en faraldurinn byrjaði.

Fjöldi starfandi innflytjenda sveiflast þó mikið eftir árstíðum, en hann eykst venjulega á sumrin og dregst svo saman á veturna. Á mynd hér að neðan er tekið tillit til þessara árstíðarsveiflna og er fjöldi starfandi innflytjenda síðasta eina og hálfa árið borinn saman við fjöldann í sama mánuði árið 2019.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Hagstofa

Líkt og myndin sýnir fækkaði starfandi innflytjendum um tæpan fimmtung þegar mest lét, en dregið hefur úr fækkuninni á síðustu mánuðum. Þrátt fyrir að þeir voru orðnir jafnmargir í júní og þeir voru í byrjun síðasta árs voru þeir 11 prósentum færri en í júní árið 2019.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent