Hópur vísindamanna: Engin þörf á örvun bólusetninga

Fyrirliggjandi vísindaleg gögn um virkni bóluefna gegn COVID-19 benda ekki til þess að þörf sé á að örva bólusetningar í samfélögum almennt. Þetta er niðurstaða alþjóðlegs hóps sérfræðinga, m.a. frá WHO og FDA.

Karlmaður heldur um upphandlegginn eftir að hafa fengið bólusetningu á Indlandi. Þar varð delta-afbrigðið til í óbólusettu samfélagi með þekktum og skelfilegum afleiðingum.
Karlmaður heldur um upphandlegginn eftir að hafa fengið bólusetningu á Indlandi. Þar varð delta-afbrigðið til í óbólusettu samfélagi með þekktum og skelfilegum afleiðingum.
Auglýsing

Nið­ur­staða rýni alþjóð­legs hóps sér­fræð­inga, m.a. frá Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni (WHO) og Mat­væla- og lyfja­stofnun Banda­ríkj­anna (FDA) er sú að þrátt fyrir útbreiðslu delta-af­brigðis kór­ónu­veirunnar sé virkni bólu­efna gegn alvar­legum veik­indum af COVID-19 svo mikil að „ekki er við­eig­andi“ að gefa almennt örv­un­ar­skammtar á þessum tíma­punkti í far­aldr­in­um.

Nið­ur­stöð­urnar eru birtar í nýjasta hefti lækna­blaðs­ins The Lancet. Rýnin er byggð á nið­ur­stöðu úr til­vilj­ana­kenndu úrtaki fyr­ir­liggj­andi próf­unum og rann­sóknum sem gefnar hafa verið út um virkni bólu­efn­anna.

Allar rann­sókn­irnar sem rýnt var í benda til þess að vörn bólu­efna gegn alvar­legum veik­indum af COVID-19, líka veik­indum af völdum nýj­ustu afbrigða veirunn­ar, er mik­il.

Auglýsing

Með­al­tal úr rann­sókn­unum er að bólu­setn­ing veiti 95 pró­sent vörn gegn alvar­legum veik­ind­um, bæði af völdum delta-af­brigð­is­ins og alpha og yfir 80 pró­sent vörn almennt gegn sýk­ingu af völdum þess­ara afbrigða. Rýnin leiddi einnig í ljós að bólu­efnin veita betri vörn gegn alvar­legum veik­indum en mild­ari ein­kennum sjúk­dóms­ins.

Í grein vís­inda­hóps­ins kemur fram að þrátt fyrir að bólu­efnin veiti minni vörn gegn smiti og ein­kenna­lausri sýk­ingu heldur en alvar­legum veik­ind­um, jafn­vel í sam­fé­lögum þar sem bólu­setn­ing­ar­hlut­fall er hátt, er það hinn óbólu­setti minni­hluti sem er helsti drif­kraftur útbreiðslu sýk­inga. Auk þess eru óbólu­settir í mun meiri hættu á að veikj­ast alvar­lega.

„Sam­an­tekið þá veita þær rann­sóknir sem eru fyr­ir­liggj­andi á þess­ari stundu ekki trú­verð­ugar sann­anir á raun­veru­legri dvín­andi vörn gegn alvar­legum veik­indum sem er frum­mark­mið bólu­setn­inga,“ segir aðal­höf­undur rann­sókn­ar­inn­ar, Ana-Maria Hena­o-Restrepo, sem fer fyrir rann­sókn­ar- og þró­un­ar­verk­efnum hjá WHO. „Hið tak­mark­aða magn af þessum bólu­efnum mun bjarga flestum manns­lífum ef það verður gert aðgengi­legt fyrir fólk sem er í mestri hættu á alvar­legum veik­indum og hefur ennþá ekki fengið bólu­efni. Jafn­vel þótt að ein­hver ávinn­ingur gæti náðst með örvun mun hann ekki vega meira en sá ágóði sem fæst með frum­bólu­setn­ingu óbólu­settra.

Ef bólu­efnum væru dreift þangað sem þeim ger­ist mest þörf geta þau flýtt fyrir því að við sjáum fyrir end­ann á far­aldr­inum með því að koma í veg fyrir frek­ari þróun afbrigða.“

Um 80 pró­sent alls þess bólu­efnis sem fram­leitt hefur verið hefur endað hjá rík­ustu þjóðum heims. Þær hafa því náð að bólu­setja meiri­hluta íbúa sinna. Staðan er allt önnur í fátæk­ustu lönd­um. Þar er bólu­setn­ing­ar­hlut­fall enn undir 2 pró­sentum að með­al­tali. Á annan tug þjóða í Evr­ópu eru byrj­aðar eða með það í und­ir­bún­ingi að örva bólu­setn­ing­ar. Á Íslandi býðst þeim sem fengu bólu­efnið Jans­sen, á sama hvaða aldri þeir eru, að fá örvun með bólu­efnum Pfizer og Moderna. Einnig býðst öllum yfir sex­tugu, sama hvaða bólu­efni það fékk, að fá örv­un­ar­skammt.

Fleira en mótefna­svar skiptir máli

Höf­undar grein­ar­innar benda enn­fremur á að þrátt fyrir að mótefni dvíni með tím­anum hjá fólki sem fengið hefur bólu­setn­ingu þurfi það ekki að hafa áhrif á virkni bólu­efn­anna gegn alvar­legum veik­ind­um. Fleira en mótefna­svar skipti máli. Ef nota eigi örv­un­ar­skammta af bólu­efnum gegn COVID-19 á end­anum þurfi að rann­saka til hlítar í hvaða til­vikum þeir gagn­ist best.

Dreifing bóluefna um heiminn er svo ójöfn að sums staðar hefur aðeins brot úr prósentu fengið bólusetningu. Mynd: EPA

Einnig vekur vís­inda­fólkið athygli á því að smám saman hækki hlut­fall bólu­settra í sam­fé­lögum og á heims­vísu sem verði til þess, eðli máls­ins sam­kvæmt, að það fækki í hópi óbólu­settra. Þetta mun að end­ingu hafa þau áhrif að hlut­falls­lega fleiri til­felli alvar­legra veik­inda verði hjá bólu­sett­um. Inn í þann reikn­ing verði að taka breytta hegðun fólks sam­hliða því að finna til öryggis með bólu­setn­ingu. Hins veg­ar, segir vís­inda­fólk­ið, kalla bólu­efnin svo gott mótefna­svar fram gegn þeim afbrigðum sem þegar eru á kreiki að ólík­legt verður að telj­ast að þau hafi stökk­breyst það mikið að þau kom­ist fram­hjá þeim vörnum sem bólu­efnin veita.

Bólu­efni til örv­un­ar, sem þróað yrði sér­stak­lega til að gagn­ast gegn mögu­legum veiru­af­brigðum fram­tíð­ar­innar gætu orðið áhrifa­rík­ari og lang­vinn­ari en núver­andi bólu­efni. Svipuð nálgun er notuð við þróun bólu­efna gegn inflú­ensu. Ár hvert er þróað nýtt bólu­efni byggt á öllum þeim vís­inda­upp­lýs­ingum sem eru til­tækar um þau afbrigði sem eru á stjái.

„Þau bólu­efni sem nú eru aðgengi­leg eru örugg, árang­urs­rík og þau bjarga manns­líf­um,“ segir Sou­mya Swa­m­in­athan, aðal­vís­inda­maður WHO og með­höf­undur grein­ar­innar í Lancet. „Jafn­vel þótt að hug­myndin um að draga enn frekar úr til­fellum COVID-19 með því að örva ónæmi þegar bólu­settra ein­stak­linga sé heill­andi ætti að taka hverja slíka ákvörðun á vís­inda­legum grunni og íhuga ávinn­ing­inn og áhætt­una fyrir ein­stak­linga og sam­fé­lög. Þessar áhættu­sömu ákvarð­anir ætti að byggja á sterkum sönn­unum og alþjóð­legri, vís­inda­legri umræð­u.“

Rann­sóknarýnin var gerð af sér­fræð­ingum frá eft­ir­töldum stofn­un­um:

Mat­væla- og lyfja­stofnun Banda­ríkj­anna

Háskól­anum í Was­hington

Háskól­anum í Oxford

Háskól­anum í Flór­ída

Háskól­anum í Vest­ur­-Ind­íum á Jamaíka

Háskól­anum í Bristol

Háskól­anum Uni­versi­dad Nacional Autonoma de Mex­ico

Frjó­sem­is- og HIV-­rann­sókn­ar­stofn­un­inni Wits í Suð­ur­-Afr­íku

Háskól­anum í París

Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Froskaflækjur
Froskar hafa sig að jafnaði lítt í frammi og vilja helst fá að vera í friði með sitt kvakk. Þetta litla dýr veldur nú miklum deilum í Kaupmannahöfn, þótt það hafi ekki annað til saka unnið en að vera til.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent