Kynleg stjórnarskrá

Hjörtur Hjartarson segir landsmenn eiga nýja stjórnarskrá. Það eigi bara eftir að klára samþykkt hennar.

Auglýsing

Íslenskar konur eiga ekk­ert í gild­andi stjórn­ar­skrá. Núlif­andi kyn­slóðir karla ekki held­ur.

Í aug­lýs­ingu Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands 19. júní síð­ast­lið­inn segir að kynja­jafn­rétti náist aldrei hér á landi ef konur eiga ekki fullan og jafnan þátt í ákvörð­un­ar­töku á öllum sviðum sam­fé­lags­ins. „Jafn­rétti verður aldrei náð ef það er ekki fyrir okkur öll og kven­frelsi náum við aðeins í sam­ein­ing­u.“ Til að magna upp þessi orð var í aug­lýs­ing­unni notuð ljós­mynd sem er eins­konar end­ur­gerð á mál­verki Gunn­laugs Blön­dal af Þjóð­fund­inum 1851. Á ljós­mynd­inni eru núlif­andi Íslend­ing­ar. Bæði konur og karl­ar. Á mál­verki Gunn­laugs eru ein­göngu karlar sem til­heyra löngu liðnum kyn­slóð­um. Konur höfðu hvorki kjör­gengi né kosn­inga­rétt þegar kosið var til Þjóð­fund­ar­ins, kjör­gengi og kosn­inga­réttur var bund­inn við afmark­aðan hóp karla. 

Málverk Gunnlaugs Blöndal af þjóðfundi 1851 hangir uppi í Alþingishúsinu en þessi ljósmynd vísar í málverkið. - Ljósm. Sveinn Speight.

Þjóð­fund­ur­inn var afleið­ing upp­reisna og þjóð­vakn­ing­ar­öldu sem gekk yfir Evr­ópu á fyrri hluta 19. aldar og náði hámarki 1848. Kröfur voru uppi um lýð­frelsi og afnám for­rétt­inda aðals og kon­ungs­stjórn­ar. Hrær­ing­arnar leiddu til þess að ein­veldi var afnumið í Dan­mörku og þar með vakn­aði spurn­ing um stöðu Íslands í danska rík­inu. Það var til­efni Þjóð­fund­ar­ins 1851. Þjóð­fund­ar­full­trúar litu svo á að sam­koman væri stjórn­laga­þing, jafn­sett þing­inu í Dan­mörku. Slík þing höfðu verið haldin víðs­vegar í Evr­ópu en þegar hér var komið sögu hafði slegið í bak­segl­in. Upp­reisnir höfðu verið barðar niður með harðri hendi og gamla valda­kerfið náð taki sínu ný, líkt og Sverrir Krist­jáns­son sagn­fræð­ingur lýsir í grein um Þjóð­fund­inn í tíma­rit­inu And­vara 1968.

Auglýsing
Að und­ir­lagi ótta­sleg­inna íslenskra emb­ætt­is­manna var her­skip sent til lands­ins og flokkur her­manna hafður til taks þegar Þjóð­fund­ur­inn hófst 5. júlí í Lærða skól­an­um, húsi Mennta­skól­ans í Reykja­vík. Þar lagði full­trúi kon­ungs, Trampe greifi, til­lögur fyrir fund­inn sem gerðu ráð fyrir að nýja danska stjórn­ar­skráin frá 1849 gilti fyrir Ísland. Stjórn­laga­nefnd Þjóð­fund­ar­ins hafn­aði til­lög­unum og lagði fram til­lögur að nýrri íslenskri stjórn­ar­skrá sem voru í sam­ræmi við óskir og vilja Íslend­inga sjálfra og höfðu verið mót­aðar á þjóð­mála­fundum um allt land árin á und­an, þær síð­ustu á Þing­valla­fundi fáeinum dögum fyrir Þjóð­fund­inn. Eins og alræmt varð sleit Trampe fund­inum við þessi tíð­indi en Jón Sig­urðs­son - for­seti kall­aður og sjálf­stæð­is­hetja Íslend­inga, nú steyptur í brons á Aust­ur­velli og lát­inn mæna á kór­ónu Krist­jáns 9. - mót­mælti því sem lög­leysu. Aðrir þjóð­fund­ar­fulltrúar munu þá hafa risið upp og hróp­að: „Vér mót­mælum all­ir.“ Þar með lauk Þjóð­fund­in­um. Engin ný íslensk stjórn­ar­skrá varð að veru­leika en 1874 færði Krist­ján 9. Íslend­ingum að gjöf stjórn­ar­skrá sem þeir ekki vildu; samin af emb­ætt­is­manni eða emb­ætt­is­mönnum í Kaup­manna­höfn upp úr dönsku stjórn­ar­skránni. Lands­menn búa enn við þá stjórn­ar­skrá þótt á henni hafi verið gerðar afmark­aðar breyt­ing­ar, t. d. vegna heima­stjórn­ar, full­veldis og kosn­inga­réttar kvenna snemma á síð­ustu öld, kjör­dæma­breyt­inga ofl. 

Stjórn­ar­skrá samin af lands­mönnum sjálfum komst ekki aftur á dag­skrá fyrr en við lýð­veld­is­stofn­un­ina 1944. Allir skildu það svo að lýð­veld­is­stjórn­ar­skráin væri aðeins til bráða­birgða. Því var heitið af helstu stjórn­málafor­kólfum lands­ins að um leið og sjálf­stæð­is­málið yrði í höfn myndu lands­menn semja sér sína eigin stjórn­ar­skrá. Það fyr­ir­heit var ekki efnt fyrr en við Hrunið 2008. Þá líkt og um miðja 19. öld ríkti upp­reisn­ar­á­stand og látið var undan háværum kröfum um nýja stjórn­ar­skrá. Skipuð var stjórn­laga­nefnd, efnt til þjóð­fundar þar sem 1000 full­trúar voru valdir slembivali úr þjóð­skrá, kosið til stjórn­laga­þings og þjóð­kjörnir full­trúar skip­aðir í Stjórn­laga­ráð af Alþingi. Í þetta skipti hafði ekki aðeins afmark­aður hópur karla kjör­gengi og kosn­inga­rétt, heldur konur og karlar til jafns. Stjórn­ar­skrár­ferlið vakti heims­at­hygli fyrir víð­tæka þátt­töku almenn­ings og fæddi af sér tillögur að nýrri stjórn­ar­skrá. Stjórn­laga­ráðið afhenti Alþingi til­lög­urnar á til­settum tíma sem síðan voru bornar efn­is­lega undir lands­menn í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu 20. októ­ber 2012. Yfir 2/3 hlutar kjós­enda vildu að þessar til­lögur yrðu grund­völlur nýrrar stjórn­ar­skrár Íslands. Ætla mátti að málið væri þar með útkljáð og að ný stjórn­ar­skrá yrði lög­fest. En, líkt og 1851, höfðu veður skip­ast í lofti. Við Hrunið varð gamla valda­kerfið skelkað og gaf eft­ir; þegar lög um stjórn­laga­þing voru sam­þykkt 2010 greiddi aðeins einn þing­maður atkvæði á móti. Haustið 2012 hafði það hins vegar náð að jafna sig. Vara­for­maður helsta valda­flokks lands­ins sá þetta fyrir þegar árið 2010 eftir að skýrsla rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um banka­hrunið kom út og missti út úr sér opin­ber­lega:  „Þessi rann­sókn­ar­skýrsla og þetta allt saman er að þvæl­ast eitt­hvað fyrir okkur tíma­bund­ið.“

Enda­lok Þjóð­fund­ar­ins 1851 urðu lands­mönnum mikil von­brigði til skamms tíma en hug­mynd­irnar sem Jón Sig­urðs­son setti á flot bylt­ing­ar­árið 1848 urðu sann­fær­ing meiri­hluta þjóð­ar­innar og áttu eftir að blómstra. Í kjöl­far Hruns­ins 2008 sömdu lands­menn sér loks­ins eigin stjórn­ar­skrá í löngu og ströngu lýð­ræð­is­legu ferli og sam­þykktu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Ein­ungis er eftir að Alþingi virði úrslit þeirrar kosn­ingar og í lýð­ræð­is­ríki er aðeins tíma­spurs­mál hvenær það verð­ur. Ólíkt þjóð­fund­ar­mönnum 1851, sem urðu að una því að fund­inum var hleypt upp og honum slit­ið, náðu núlif­andi íslenskir borg­arar í mark. Til­raunir til að eyði­leggja stjórn­ar­skrár­ferlið sem Hrunið hratt af stað mis­heppn­uð­ust all­ar. Lands­menn eiga nýja stjórn­ar­skrá, fólk af öllum kynj­um.

Höf­undur er stjórn­ar­maður í Stjórn­ar­skrár­fé­lag­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar