Kynleg stjórnarskrá

Hjörtur Hjartarson segir landsmenn eiga nýja stjórnarskrá. Það eigi bara eftir að klára samþykkt hennar.

Auglýsing

Íslenskar konur eiga ekk­ert í gild­andi stjórn­ar­skrá. Núlif­andi kyn­slóðir karla ekki held­ur.

Í aug­lýs­ingu Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands 19. júní síð­ast­lið­inn segir að kynja­jafn­rétti náist aldrei hér á landi ef konur eiga ekki fullan og jafnan þátt í ákvörð­un­ar­töku á öllum sviðum sam­fé­lags­ins. „Jafn­rétti verður aldrei náð ef það er ekki fyrir okkur öll og kven­frelsi náum við aðeins í sam­ein­ing­u.“ Til að magna upp þessi orð var í aug­lýs­ing­unni notuð ljós­mynd sem er eins­konar end­ur­gerð á mál­verki Gunn­laugs Blön­dal af Þjóð­fund­inum 1851. Á ljós­mynd­inni eru núlif­andi Íslend­ing­ar. Bæði konur og karl­ar. Á mál­verki Gunn­laugs eru ein­göngu karlar sem til­heyra löngu liðnum kyn­slóð­um. Konur höfðu hvorki kjör­gengi né kosn­inga­rétt þegar kosið var til Þjóð­fund­ar­ins, kjör­gengi og kosn­inga­réttur var bund­inn við afmark­aðan hóp karla. 

Málverk Gunnlaugs Blöndal af þjóðfundi 1851 hangir uppi í Alþingishúsinu en þessi ljósmynd vísar í málverkið. - Ljósm. Sveinn Speight.

Þjóð­fund­ur­inn var afleið­ing upp­reisna og þjóð­vakn­ing­ar­öldu sem gekk yfir Evr­ópu á fyrri hluta 19. aldar og náði hámarki 1848. Kröfur voru uppi um lýð­frelsi og afnám for­rétt­inda aðals og kon­ungs­stjórn­ar. Hrær­ing­arnar leiddu til þess að ein­veldi var afnumið í Dan­mörku og þar með vakn­aði spurn­ing um stöðu Íslands í danska rík­inu. Það var til­efni Þjóð­fund­ar­ins 1851. Þjóð­fund­ar­full­trúar litu svo á að sam­koman væri stjórn­laga­þing, jafn­sett þing­inu í Dan­mörku. Slík þing höfðu verið haldin víðs­vegar í Evr­ópu en þegar hér var komið sögu hafði slegið í bak­segl­in. Upp­reisnir höfðu verið barðar niður með harðri hendi og gamla valda­kerfið náð taki sínu ný, líkt og Sverrir Krist­jáns­son sagn­fræð­ingur lýsir í grein um Þjóð­fund­inn í tíma­rit­inu And­vara 1968.

Auglýsing
Að und­ir­lagi ótta­sleg­inna íslenskra emb­ætt­is­manna var her­skip sent til lands­ins og flokkur her­manna hafður til taks þegar Þjóð­fund­ur­inn hófst 5. júlí í Lærða skól­an­um, húsi Mennta­skól­ans í Reykja­vík. Þar lagði full­trúi kon­ungs, Trampe greifi, til­lögur fyrir fund­inn sem gerðu ráð fyrir að nýja danska stjórn­ar­skráin frá 1849 gilti fyrir Ísland. Stjórn­laga­nefnd Þjóð­fund­ar­ins hafn­aði til­lög­unum og lagði fram til­lögur að nýrri íslenskri stjórn­ar­skrá sem voru í sam­ræmi við óskir og vilja Íslend­inga sjálfra og höfðu verið mót­aðar á þjóð­mála­fundum um allt land árin á und­an, þær síð­ustu á Þing­valla­fundi fáeinum dögum fyrir Þjóð­fund­inn. Eins og alræmt varð sleit Trampe fund­inum við þessi tíð­indi en Jón Sig­urðs­son - for­seti kall­aður og sjálf­stæð­is­hetja Íslend­inga, nú steyptur í brons á Aust­ur­velli og lát­inn mæna á kór­ónu Krist­jáns 9. - mót­mælti því sem lög­leysu. Aðrir þjóð­fund­ar­fulltrúar munu þá hafa risið upp og hróp­að: „Vér mót­mælum all­ir.“ Þar með lauk Þjóð­fund­in­um. Engin ný íslensk stjórn­ar­skrá varð að veru­leika en 1874 færði Krist­ján 9. Íslend­ingum að gjöf stjórn­ar­skrá sem þeir ekki vildu; samin af emb­ætt­is­manni eða emb­ætt­is­mönnum í Kaup­manna­höfn upp úr dönsku stjórn­ar­skránni. Lands­menn búa enn við þá stjórn­ar­skrá þótt á henni hafi verið gerðar afmark­aðar breyt­ing­ar, t. d. vegna heima­stjórn­ar, full­veldis og kosn­inga­réttar kvenna snemma á síð­ustu öld, kjör­dæma­breyt­inga ofl. 

Stjórn­ar­skrá samin af lands­mönnum sjálfum komst ekki aftur á dag­skrá fyrr en við lýð­veld­is­stofn­un­ina 1944. Allir skildu það svo að lýð­veld­is­stjórn­ar­skráin væri aðeins til bráða­birgða. Því var heitið af helstu stjórn­málafor­kólfum lands­ins að um leið og sjálf­stæð­is­málið yrði í höfn myndu lands­menn semja sér sína eigin stjórn­ar­skrá. Það fyr­ir­heit var ekki efnt fyrr en við Hrunið 2008. Þá líkt og um miðja 19. öld ríkti upp­reisn­ar­á­stand og látið var undan háværum kröfum um nýja stjórn­ar­skrá. Skipuð var stjórn­laga­nefnd, efnt til þjóð­fundar þar sem 1000 full­trúar voru valdir slembivali úr þjóð­skrá, kosið til stjórn­laga­þings og þjóð­kjörnir full­trúar skip­aðir í Stjórn­laga­ráð af Alþingi. Í þetta skipti hafði ekki aðeins afmark­aður hópur karla kjör­gengi og kosn­inga­rétt, heldur konur og karlar til jafns. Stjórn­ar­skrár­ferlið vakti heims­at­hygli fyrir víð­tæka þátt­töku almenn­ings og fæddi af sér tillögur að nýrri stjórn­ar­skrá. Stjórn­laga­ráðið afhenti Alþingi til­lög­urnar á til­settum tíma sem síðan voru bornar efn­is­lega undir lands­menn í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu 20. októ­ber 2012. Yfir 2/3 hlutar kjós­enda vildu að þessar til­lögur yrðu grund­völlur nýrrar stjórn­ar­skrár Íslands. Ætla mátti að málið væri þar með útkljáð og að ný stjórn­ar­skrá yrði lög­fest. En, líkt og 1851, höfðu veður skip­ast í lofti. Við Hrunið varð gamla valda­kerfið skelkað og gaf eft­ir; þegar lög um stjórn­laga­þing voru sam­þykkt 2010 greiddi aðeins einn þing­maður atkvæði á móti. Haustið 2012 hafði það hins vegar náð að jafna sig. Vara­for­maður helsta valda­flokks lands­ins sá þetta fyrir þegar árið 2010 eftir að skýrsla rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um banka­hrunið kom út og missti út úr sér opin­ber­lega:  „Þessi rann­sókn­ar­skýrsla og þetta allt saman er að þvæl­ast eitt­hvað fyrir okkur tíma­bund­ið.“

Enda­lok Þjóð­fund­ar­ins 1851 urðu lands­mönnum mikil von­brigði til skamms tíma en hug­mynd­irnar sem Jón Sig­urðs­son setti á flot bylt­ing­ar­árið 1848 urðu sann­fær­ing meiri­hluta þjóð­ar­innar og áttu eftir að blómstra. Í kjöl­far Hruns­ins 2008 sömdu lands­menn sér loks­ins eigin stjórn­ar­skrá í löngu og ströngu lýð­ræð­is­legu ferli og sam­þykktu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Ein­ungis er eftir að Alþingi virði úrslit þeirrar kosn­ingar og í lýð­ræð­is­ríki er aðeins tíma­spurs­mál hvenær það verð­ur. Ólíkt þjóð­fund­ar­mönnum 1851, sem urðu að una því að fund­inum var hleypt upp og honum slit­ið, náðu núlif­andi íslenskir borg­arar í mark. Til­raunir til að eyði­leggja stjórn­ar­skrár­ferlið sem Hrunið hratt af stað mis­heppn­uð­ust all­ar. Lands­menn eiga nýja stjórn­ar­skrá, fólk af öllum kynj­um.

Höf­undur er stjórn­ar­maður í Stjórn­ar­skrár­fé­lag­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar