Okkar sjóðir, okkar vald

Frambjóðendur á Baráttulistanum telja að það sé sjálfsagður réttur lífeyrissjóðfélaga að fyrir hendi sé möguleiki á beinu sjóðfélagalýðræði sem tryggi öryggisventill gegn hugsanlegum brotum sjóðanna gegn lágmarkssiðferði og eðlilegri meðferð rekstrarfjár.

Sólveig Anna Jónsdóttir og Kolbrún Valvesdóttir
Sólveig Anna Jónsdóttir og Kolbrún Valvesdóttir
Auglýsing

Í 2. grein laga um líf­eyr­is­sjóði seg­ir: „Sjóð­fé­lagi er sá sem greitt er fyr­ir, greiðir eða hefur greitt iðgjald til líf­eyr­is­sjóðs.“ Lögin til­greina enga aðra eig­endur að líf­eyr­is­sjóðum en sjóð­fé­laga. Eig­endur líf­eyr­is­sjóða verka­fólks erum því við, vinnu­aflið. Við höfum í gegnum tíð­ina samið við atvinnu­rek­endur um að hluti af því sem þeir gjalda okkur í skiptum fyrir vinnu okkar séu iðgöld í sjóð­ina sem skapa okkur rétt til útgreiðslu eft­ir­launa vegna elli eða örorku. Við höfum greitt fyrir iðgjaldið og rétt­indi okkar með vinnu, og þess vegna eigum hvort tveggja. Það er merk­ing orðs­ins „sjóð­fé­lag­i“.

Þrátt fyrir að iðgjald í líf­eyr­is­sjóð sé ígildi launa okkar og við sjóð­fé­lagar eigum ein rétt­indin sem iðgjaldið skap­ar, þá er það svo að við, eig­endur sjóð­anna, höfum í dag engin lýð­ræð­is­leg yfir­ráð yfir þeim. Það er reynsla und­ir­rit­aðra eftir setu í stjórn Efl­ingar síðan 2018 að aðkoma vinn­andi fólks að stjórnun líf­eyr­is­sjóða er í raun eng­in. Stjórnir sjóð­anna eru að helm­ingi skip­aðar full­trúum Sam­taka atvinnu­lífs­ins, sem gefur atvinnu­rek­endum neit­un­ar­vald í öllum mál­um. Í ofaná­lag er dag­leg umsýsla sjóð­anna á valdi stjórn­enda og sér­fræð­inga sem taka nær und­an­tekn­ing­ar­laust afstöðu með atvinnu­rek­endum og varð­stöðu þeirra um yfir­ráð.

Tvö mál á síð­ustu miss­erum tengt sjóði Efl­ing­ar­fé­laga, Gildi - líf­eyr­is­sjóði, hafa varpað ljósi á þennan skort á lýð­ræð­is­legum áhrifum sjóð­fé­laga og hve óþol­andi það ástand er. Gildi lét það við­gang­ast um ára­bil að stærsti und­ir­verk­tak­inn í rekstr­ar­málum sjóðs­ins, tölvu­fyr­ir­tækið Init, féfletti sjóð­inn og þar með okkur sjóð­fé­laga með ómerki­legum bók­halds­brell­um. Að frum­kvæði stjórnar kann­aði Efl­ing málið vorið 2020 og reyndi fram­kvæmda­stjóri Efl­ingar án árang­urs að ræða um það við Árna Guð­munds­son fram­kvæmda­stjóra Gild­is. Málið komst svo í hámæli eftir umfjöllun frétta­skýr­ing­ar­þátt­ar­ins Kveiks á síð­asta ári.

Auglýsing

Eng­inn stjórn­andi hjá Gildi hefur axlað neina ábyrgð á Ini­t-­mál­inu. Öllum raun­veru­legum spurn­ingum um hvernig það gerð­ist að farið var með rekstr­ar­fjár­muni sjóðs­ins á þennan hátt er ósvar­að. Öll við­brögð sjóðs­ins, svo sem yfir­klór í formi ótrú­verð­ugra skýrslu­kaupa og höfnun fram­kvæmda­stjóra Gildis á boði um að mæta á fund Efl­ing­ar­fé­laga síð­ast­liðið haust, gera ekk­ert nema stað­festa að sjóð­ur­inn ætlar að þagga málið í hel. Sjóð­ur­inn hefur engan áhuga á að axla neina ábyrgð gagn­vart okk­ur, eig­endum sjóðs­ins, sem viljum ein­fald­lega upp­lýs­ingar um það hvernig hefur verið farið með eigur okk­ar.

Stór­fyr­ir­tækið Icelandair hefur ítrekað troðið á grunn­rétt­indum verka­fólks. Gerð­ist það bæði í kjara­deilu fyr­ir­tæk­is­ins við Flug­freyju­fé­lag Íslands sum­arið 2020 og svo aftur haustið 2021 með upp­sögn trún­að­ar­manns Efl­ing­ar­fé­laga á Reykja­vík­ur­flug­velli. Fram­ganga Icelandair gagn­vart vinn­andi fólki hefur ekki haft nei­kvæð áhrif á fjár­fest­inga­vilja líf­eyr­is­sjóða í fyr­ir­tæk­inu, nema síður sé. Gildi og fleiri sjóðir tóku kinn­roða­laust þátt í hluta­fjár­út­boði þegar fyr­ir­tækið var fjár­þurfi, rétt eftir árás þess á flug­freyj­ur, og réttu þar með fyr­ir­tæk­inu líf­línu í formi áhættu­fjár­fest­ingar með pen­inga og rétt­indi okk­ar.

Við höfnum því að algert áhrifa­leysi sjóð­fé­laga innan líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins haldi áfram að festa sig í sessi. Á meðan greiðsla iðgjalds í líf­eyr­is­sjóð er skylda fyrir allt vinn­andi fólk þá er það skylda sjóð­anna að hlusta á raddir og virða vilja sjóð­fé­laga, sér­stak­lega þegar kemur að ákvörð­unum sem snerta beint hags­muni almenn­ings.

Við teljum því nauð­syn­legt að setja inn örygg­is­ventil sem tryggi mögu­leika sjóða­fé­laga að aðkomu að umdeild­ustu málum sem snerta ábyrgð sjóð­anna gagn­vart sam­fé­lag­inu. Líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa nú þegar sett sér reglur um sam­fé­lags­á­byrgð. Þær kröfur snúa einmitt að þeim atriðum sem voru í húfi í hluta­fjár­út­boði Icelandair og Ini­t-­mál­un­um, það er að segja því að virða rétt­indi launa­fólks og að ástunda góða stjórn­ar­hætti. Icelanda­ir- og Init málin sýna hins vegar að sjóð­irnir hlíta ekki sjálfir þessum regl­um. Regl­urnar eru ein­göngu á papp­írn­um. Sjóð­irnir þurfa aðhald til að fylgja þeim eftir af alvöru. Það aðhald á að koma frá sjóð­fé­lögum sjálf­um.

Það er sjálf­sagður réttur sjóð­fé­laga, og hagur sam­fé­lags­ins alls, að fyrir hendi sé mögu­leiki á beinu sjóð­fé­laga­lýð­ræði sem tryggir örygg­is­vent­ill gegn hugs­an­legum brotum sjóð­anna gegn almanna­hag, lág­marks­sið­ferði og eðli­legri með­ferð rekstr­ar­fjár. Við viljum að veittar verði heim­ildir til beinna kosn­inga meðal sjóð­fé­laga um mál þar sem vafi leikur á að staðið sé við við­mið­anir um ábyrgar fjár­fest­ingar og góða stjórn­ar­hætti.

Fáum við braut­ar­gengi í kom­andi kosn­ingum til stjórnar Efl­ingar munum við, ásamt félögum okkar á Bar­áttu­list­an­um, beita okkur af krafti fyrir því að koma á raun­veru­legu sjóð­fé­laga­lýð­ræði í líf­eyr­is­sjóð­un­um, í formi heim­ildar til beinna kosn­inga sem þjóni sem örygg­is­vent­ill.

Höf­undar eru á Bar­átt­u­list­­anum sem býður sig fram til stjórnar Efl­ing­­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar