Okkar sjóðir, okkar vald

Frambjóðendur á Baráttulistanum telja að það sé sjálfsagður réttur lífeyrissjóðfélaga að fyrir hendi sé möguleiki á beinu sjóðfélagalýðræði sem tryggi öryggisventill gegn hugsanlegum brotum sjóðanna gegn lágmarkssiðferði og eðlilegri meðferð rekstrarfjár.

Sólveig Anna Jónsdóttir og Kolbrún Valvesdóttir
Sólveig Anna Jónsdóttir og Kolbrún Valvesdóttir
Auglýsing

Í 2. grein laga um líf­eyr­is­sjóði seg­ir: „Sjóð­fé­lagi er sá sem greitt er fyr­ir, greiðir eða hefur greitt iðgjald til líf­eyr­is­sjóðs.“ Lögin til­greina enga aðra eig­endur að líf­eyr­is­sjóðum en sjóð­fé­laga. Eig­endur líf­eyr­is­sjóða verka­fólks erum því við, vinnu­aflið. Við höfum í gegnum tíð­ina samið við atvinnu­rek­endur um að hluti af því sem þeir gjalda okkur í skiptum fyrir vinnu okkar séu iðgöld í sjóð­ina sem skapa okkur rétt til útgreiðslu eft­ir­launa vegna elli eða örorku. Við höfum greitt fyrir iðgjaldið og rétt­indi okkar með vinnu, og þess vegna eigum hvort tveggja. Það er merk­ing orðs­ins „sjóð­fé­lag­i“.

Þrátt fyrir að iðgjald í líf­eyr­is­sjóð sé ígildi launa okkar og við sjóð­fé­lagar eigum ein rétt­indin sem iðgjaldið skap­ar, þá er það svo að við, eig­endur sjóð­anna, höfum í dag engin lýð­ræð­is­leg yfir­ráð yfir þeim. Það er reynsla und­ir­rit­aðra eftir setu í stjórn Efl­ingar síðan 2018 að aðkoma vinn­andi fólks að stjórnun líf­eyr­is­sjóða er í raun eng­in. Stjórnir sjóð­anna eru að helm­ingi skip­aðar full­trúum Sam­taka atvinnu­lífs­ins, sem gefur atvinnu­rek­endum neit­un­ar­vald í öllum mál­um. Í ofaná­lag er dag­leg umsýsla sjóð­anna á valdi stjórn­enda og sér­fræð­inga sem taka nær und­an­tekn­ing­ar­laust afstöðu með atvinnu­rek­endum og varð­stöðu þeirra um yfir­ráð.

Tvö mál á síð­ustu miss­erum tengt sjóði Efl­ing­ar­fé­laga, Gildi - líf­eyr­is­sjóði, hafa varpað ljósi á þennan skort á lýð­ræð­is­legum áhrifum sjóð­fé­laga og hve óþol­andi það ástand er. Gildi lét það við­gang­ast um ára­bil að stærsti und­ir­verk­tak­inn í rekstr­ar­málum sjóðs­ins, tölvu­fyr­ir­tækið Init, féfletti sjóð­inn og þar með okkur sjóð­fé­laga með ómerki­legum bók­halds­brell­um. Að frum­kvæði stjórnar kann­aði Efl­ing málið vorið 2020 og reyndi fram­kvæmda­stjóri Efl­ingar án árang­urs að ræða um það við Árna Guð­munds­son fram­kvæmda­stjóra Gild­is. Málið komst svo í hámæli eftir umfjöllun frétta­skýr­ing­ar­þátt­ar­ins Kveiks á síð­asta ári.

Auglýsing

Eng­inn stjórn­andi hjá Gildi hefur axlað neina ábyrgð á Ini­t-­mál­inu. Öllum raun­veru­legum spurn­ingum um hvernig það gerð­ist að farið var með rekstr­ar­fjár­muni sjóðs­ins á þennan hátt er ósvar­að. Öll við­brögð sjóðs­ins, svo sem yfir­klór í formi ótrú­verð­ugra skýrslu­kaupa og höfnun fram­kvæmda­stjóra Gildis á boði um að mæta á fund Efl­ing­ar­fé­laga síð­ast­liðið haust, gera ekk­ert nema stað­festa að sjóð­ur­inn ætlar að þagga málið í hel. Sjóð­ur­inn hefur engan áhuga á að axla neina ábyrgð gagn­vart okk­ur, eig­endum sjóðs­ins, sem viljum ein­fald­lega upp­lýs­ingar um það hvernig hefur verið farið með eigur okk­ar.

Stór­fyr­ir­tækið Icelandair hefur ítrekað troðið á grunn­rétt­indum verka­fólks. Gerð­ist það bæði í kjara­deilu fyr­ir­tæk­is­ins við Flug­freyju­fé­lag Íslands sum­arið 2020 og svo aftur haustið 2021 með upp­sögn trún­að­ar­manns Efl­ing­ar­fé­laga á Reykja­vík­ur­flug­velli. Fram­ganga Icelandair gagn­vart vinn­andi fólki hefur ekki haft nei­kvæð áhrif á fjár­fest­inga­vilja líf­eyr­is­sjóða í fyr­ir­tæk­inu, nema síður sé. Gildi og fleiri sjóðir tóku kinn­roða­laust þátt í hluta­fjár­út­boði þegar fyr­ir­tækið var fjár­þurfi, rétt eftir árás þess á flug­freyj­ur, og réttu þar með fyr­ir­tæk­inu líf­línu í formi áhættu­fjár­fest­ingar með pen­inga og rétt­indi okk­ar.

Við höfnum því að algert áhrifa­leysi sjóð­fé­laga innan líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins haldi áfram að festa sig í sessi. Á meðan greiðsla iðgjalds í líf­eyr­is­sjóð er skylda fyrir allt vinn­andi fólk þá er það skylda sjóð­anna að hlusta á raddir og virða vilja sjóð­fé­laga, sér­stak­lega þegar kemur að ákvörð­unum sem snerta beint hags­muni almenn­ings.

Við teljum því nauð­syn­legt að setja inn örygg­is­ventil sem tryggi mögu­leika sjóða­fé­laga að aðkomu að umdeild­ustu málum sem snerta ábyrgð sjóð­anna gagn­vart sam­fé­lag­inu. Líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa nú þegar sett sér reglur um sam­fé­lags­á­byrgð. Þær kröfur snúa einmitt að þeim atriðum sem voru í húfi í hluta­fjár­út­boði Icelandair og Ini­t-­mál­un­um, það er að segja því að virða rétt­indi launa­fólks og að ástunda góða stjórn­ar­hætti. Icelanda­ir- og Init málin sýna hins vegar að sjóð­irnir hlíta ekki sjálfir þessum regl­um. Regl­urnar eru ein­göngu á papp­írn­um. Sjóð­irnir þurfa aðhald til að fylgja þeim eftir af alvöru. Það aðhald á að koma frá sjóð­fé­lögum sjálf­um.

Það er sjálf­sagður réttur sjóð­fé­laga, og hagur sam­fé­lags­ins alls, að fyrir hendi sé mögu­leiki á beinu sjóð­fé­laga­lýð­ræði sem tryggir örygg­is­vent­ill gegn hugs­an­legum brotum sjóð­anna gegn almanna­hag, lág­marks­sið­ferði og eðli­legri með­ferð rekstr­ar­fjár. Við viljum að veittar verði heim­ildir til beinna kosn­inga meðal sjóð­fé­laga um mál þar sem vafi leikur á að staðið sé við við­mið­anir um ábyrgar fjár­fest­ingar og góða stjórn­ar­hætti.

Fáum við braut­ar­gengi í kom­andi kosn­ingum til stjórnar Efl­ingar munum við, ásamt félögum okkar á Bar­áttu­list­an­um, beita okkur af krafti fyrir því að koma á raun­veru­legu sjóð­fé­laga­lýð­ræði í líf­eyr­is­sjóð­un­um, í formi heim­ildar til beinna kosn­inga sem þjóni sem örygg­is­vent­ill.

Höf­undar eru á Bar­átt­u­list­­anum sem býður sig fram til stjórnar Efl­ing­­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar