VÍ og VR ósammála um hlut heimila í efnahagsviðbrögðum ríkisins

VR hefur haldið því fram að stuðningsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í kreppunni hafi fyrst og fremst verið fyrir atvinnulífið, á meðan Viðskiptaráð segir heimilin í landinu vera þungamiðja úrræðana. Hvort er það?

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
Auglýsing

Samkvæmt nýjum útreikningum Viðskiptaráðs hafa 70 prósent fjármagnsins sem ríkisstjórnin hefur varið í efnahagsúrræði til að sporna gegn áhrifum yfirstandandi kreppu runnið að einhverju leyti til heimilanna. Þetta er langtum hærra hlutfall en VR fékk í útreikningum sínum í nóvember á síðasta ári, en samkvæmt þeim myndu einungis 13 prósent af fjármagninu renna til heimilanna.

Munurinn á útreikningum VR og Viðskiptaráðs felst í mismunandi skilgreiningu því hvaða útgjaldaliðir ríkissjóðs teljast til sérstakra úrræða ríkisstjórnarinnar. Einnig eru stofnanirnar ósammála um það hvort einstök úrræði renni til heimila eða fyrirtækja.

Hlutabótaleiðin talin gagnast báðum

Í útreikningum VR eru fjármunir sem fóru í hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar, sem fól í sér launagreiðslur starfsmanna í skertu starfshlutfalli, flokkaðir sem stuðningur við fyrirtæki.

Auglýsing

Samkvæmt Viðskiptaráði fellur hlutabótaleiðin hins vegar í flokk úrræða sem gagnast bæði fyrirtækjum og heimilum, þar sem hún gerir fyrirtækjum kleift að viðhalda ráðningarsambandi með sem minnstri skerðingu á tekjum einstaklinga. Sömu sögu er að segja um niðurgreiðslur launa á uppsagnarfresti, sem VR flokkar sem styrkur til fyrirtækja, en Viðskiptaráð flokkar sem styrkur til bæði heimila og fyrirtækja.

Misræmi í aðgerðum til að greiða fyrir innflutningi

Samkvæmt Viðskiptaráði eru úrræði stjórnvalda til stuðnings fyrirtækjum skipt í þrjá flokka: Í fyrsta flokknum eru greiðsluhlé lána, en samtökin telja að þau séu ígildi 27 milljarða króna stuðnings. Í öðrum flokki eru svo brúar- og stuðningslán, og í þeim þriðja eru tekjufalls- og lokunarstyrkir, auk frestun gjalda. Þessir liðir eru hvor um sig taldir nema 12 milljörðum króna.

Samkvæmt útreikningum VR höfðu aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir innflutningi. kostað ríkissjóð rúmlega 20 milljarða króna í nóvember síðastliðnum. Þessar aðgerðir fela í sér niðurfellingu tollafgreiðslugjalds vegna flugvéla og skipa og frestun gjalddaga aðflutningsgjalda, en Viðskiptaráð greinir ekki sérstaklega frá þeim í sínum útreikningum.

Atvinnuleysisbætur taldar með, en ekki minni tekjuskattur

Stærsta misræmið milli útreikninga Viðskiptaráðs og VR er þó vegna þess að Viðskiptaráð telur aukin útgjöld atvinnuleysisbóta með í úrræðum ríkisins í kreppunni. Samtökin bæta þó við að þessi útgjöld, sem talin eru hafa styrkt heimili um 34 milljarða króna, kölluðu ekki á sérstakar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar, heldur séu þau svokölluð sjálfvirk sveiflujöfnunarúrræði, sem hafi komið heimilum til góðra nota.

Samkvæmt Viðskiptaráði voru ekki til staðar sambærileg sveiflujafnandi úrræði fyrir fyrirtæki þegar faraldurinn hófst. Ef litið er hins vegar á skýrslu fjármálaráðuneytisins um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í kreppunni sést að sjálfvirkir sveiflujafnarar fela bæði í sér aukin útgjöld vegna atvinnuleysisbóta og lægri innheimtu tekjuskatta og tryggingagjalds.

Ætla má að fyrirtæki hafi borgað umtalsvert minna í tekjuskatt á síðasta ári vegna kreppunnar, en samkvæmt nýjum tölum Hagstofu minnkuðu heildartekjur ríkissjóðs um 44,6 milljarða króna í fyrra, miðað við árið 2019.

Hvað með séreignarsparnaðinn?

Annað misræmi milli útreikninganna samtakanna tveggja var að Viðskiptaráð tekur með útgreiðslu séreignarsparnaðs einstaklinga sem stuðningsúrræði stjórnvalda til heimila. Þennan lið, nemur 26 milljörðum króna, tekur VR hins vegar ekki með í reikninginn sem úrræði stjórnvalda, þar sem sparnaðurinn sem tekinn er út sé í eigu heimilanna.

Aftur á móti telur VR að útgreiðsla séreignarsparnaðar hafi falið í sér neikvætt framlag hins opinbera til heimilanna, þar sem sparnaðurinn hafi verið staðgreiðsluskyldur, og að úttekt hans hafi leitt til 7,5 milljarða króna tekjuaukningar ríkis og sveitarfélaga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent