VÍ og VR ósammála um hlut heimila í efnahagsviðbrögðum ríkisins

VR hefur haldið því fram að stuðningsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í kreppunni hafi fyrst og fremst verið fyrir atvinnulífið, á meðan Viðskiptaráð segir heimilin í landinu vera þungamiðja úrræðana. Hvort er það?

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
Auglýsing

Samkvæmt nýjum útreikningum Viðskiptaráðs hafa 70 prósent fjármagnsins sem ríkisstjórnin hefur varið í efnahagsúrræði til að sporna gegn áhrifum yfirstandandi kreppu runnið að einhverju leyti til heimilanna. Þetta er langtum hærra hlutfall en VR fékk í útreikningum sínum í nóvember á síðasta ári, en samkvæmt þeim myndu einungis 13 prósent af fjármagninu renna til heimilanna.

Munurinn á útreikningum VR og Viðskiptaráðs felst í mismunandi skilgreiningu því hvaða útgjaldaliðir ríkissjóðs teljast til sérstakra úrræða ríkisstjórnarinnar. Einnig eru stofnanirnar ósammála um það hvort einstök úrræði renni til heimila eða fyrirtækja.

Hlutabótaleiðin talin gagnast báðum

Í útreikningum VR eru fjármunir sem fóru í hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar, sem fól í sér launagreiðslur starfsmanna í skertu starfshlutfalli, flokkaðir sem stuðningur við fyrirtæki.

Auglýsing

Samkvæmt Viðskiptaráði fellur hlutabótaleiðin hins vegar í flokk úrræða sem gagnast bæði fyrirtækjum og heimilum, þar sem hún gerir fyrirtækjum kleift að viðhalda ráðningarsambandi með sem minnstri skerðingu á tekjum einstaklinga. Sömu sögu er að segja um niðurgreiðslur launa á uppsagnarfresti, sem VR flokkar sem styrkur til fyrirtækja, en Viðskiptaráð flokkar sem styrkur til bæði heimila og fyrirtækja.

Misræmi í aðgerðum til að greiða fyrir innflutningi

Samkvæmt Viðskiptaráði eru úrræði stjórnvalda til stuðnings fyrirtækjum skipt í þrjá flokka: Í fyrsta flokknum eru greiðsluhlé lána, en samtökin telja að þau séu ígildi 27 milljarða króna stuðnings. Í öðrum flokki eru svo brúar- og stuðningslán, og í þeim þriðja eru tekjufalls- og lokunarstyrkir, auk frestun gjalda. Þessir liðir eru hvor um sig taldir nema 12 milljörðum króna.

Samkvæmt útreikningum VR höfðu aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir innflutningi. kostað ríkissjóð rúmlega 20 milljarða króna í nóvember síðastliðnum. Þessar aðgerðir fela í sér niðurfellingu tollafgreiðslugjalds vegna flugvéla og skipa og frestun gjalddaga aðflutningsgjalda, en Viðskiptaráð greinir ekki sérstaklega frá þeim í sínum útreikningum.

Atvinnuleysisbætur taldar með, en ekki minni tekjuskattur

Stærsta misræmið milli útreikninga Viðskiptaráðs og VR er þó vegna þess að Viðskiptaráð telur aukin útgjöld atvinnuleysisbóta með í úrræðum ríkisins í kreppunni. Samtökin bæta þó við að þessi útgjöld, sem talin eru hafa styrkt heimili um 34 milljarða króna, kölluðu ekki á sérstakar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar, heldur séu þau svokölluð sjálfvirk sveiflujöfnunarúrræði, sem hafi komið heimilum til góðra nota.

Samkvæmt Viðskiptaráði voru ekki til staðar sambærileg sveiflujafnandi úrræði fyrir fyrirtæki þegar faraldurinn hófst. Ef litið er hins vegar á skýrslu fjármálaráðuneytisins um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í kreppunni sést að sjálfvirkir sveiflujafnarar fela bæði í sér aukin útgjöld vegna atvinnuleysisbóta og lægri innheimtu tekjuskatta og tryggingagjalds.

Ætla má að fyrirtæki hafi borgað umtalsvert minna í tekjuskatt á síðasta ári vegna kreppunnar, en samkvæmt nýjum tölum Hagstofu minnkuðu heildartekjur ríkissjóðs um 44,6 milljarða króna í fyrra, miðað við árið 2019.

Hvað með séreignarsparnaðinn?

Annað misræmi milli útreikninganna samtakanna tveggja var að Viðskiptaráð tekur með útgreiðslu séreignarsparnaðs einstaklinga sem stuðningsúrræði stjórnvalda til heimila. Þennan lið, nemur 26 milljörðum króna, tekur VR hins vegar ekki með í reikninginn sem úrræði stjórnvalda, þar sem sparnaðurinn sem tekinn er út sé í eigu heimilanna.

Aftur á móti telur VR að útgreiðsla séreignarsparnaðar hafi falið í sér neikvætt framlag hins opinbera til heimilanna, þar sem sparnaðurinn hafi verið staðgreiðsluskyldur, og að úttekt hans hafi leitt til 7,5 milljarða króna tekjuaukningar ríkis og sveitarfélaga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent