Mynd: Skjáskot/RÚV

Þegar konu var stefnt persónulega fyrir að telja sér mismunað á grundvelli kynferðis

Lilja D. Alfreðsdóttir ákvað að skipa flokksbróður sinn sem ráðuneytisstjóra. Það gerði hún á grunni mats sem hæfisnefnd, stýrt af trúnaðarmanni ráðherra, hafði unnið. Einn umsækjandi kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála og vann. Ráðherra lét vinna lögfræðiálit, sem hún neitar að birta, og stefndi umsækjandanum á grunni þeirra. Héraðsdómur hefur hafnað þeim málatilbúnaði með öllu en samt var ákveðið að áfrýja málinu nokkrum klukkutímum síðar. Hér er sagan öll sögð.

Þann 1. nóv­em­ber 2019 var greint frá því að Páll Magn­ús­son hefði verið skip­aður í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra í mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu til fimm ára. Hann var þá bæj­ar­rit­ari Kópa­vogs­bæjar og hafði áður starfað sem sviðs­stjóri stjórn­sýslu­sviðs sveit­ar­fé­lags­ins um langt skeið. 

Páll átti sér hins vegar líka langa póli­tíska for­tíð og hafði árum saman gengt trún­að­ar­störfum fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn, sama flokks og Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herr­ann sem skip­aði hann í emb­ætti, er vara­for­maður í. Páll var meðal ann­ars vara­bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogi á tíunda ára­tugn­um, vara­þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins í tvö kjör­tíma­bil (1999-2007) og aðstoð­ar­maður Val­­­­­gerðar Sverr­is­dóttur ráð­herra Fram­­­­­sókn­­­­­ar­­­­­flokks­ins um sjö ára skeið. Í byrjun árs 2009 bauð Páll sig fram í for­manns­kjöri Fram­sókn­ar­flokks­ins en laut í lægra haldi fyrir Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni. Tengsl Páls við Fram­sókn­ar­flokk­inn eru því mikil og ná aftur um ára­tug­i. 

Auglýsing

Alls sóttu þrettán manns um emb­ætt­ið. Hæf­is­nefnd mat fjóra umsækj­endur mjög hæfa til þess að gegna því og Lilja boð­aði þá fjóra umsækj­endur í við­tal. Í kjöl­far þeirra við­tala var það mat Lilju að Páll væri hæf­astur umsækj­enda. 

Ekki metin á meðal þeirra hæf­ustu

Einn umsækj­enda, Haf­dís Helga Ólafs­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, var að mati hæf­is­nefnd­ar­innar ekki talin ein af fjórum hæf­ustu umsækj­end­um. Hún sendi tölvu­póst til mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins 12. nóv­em­ber 2019 og óskaði eftir rök­stuðn­ingi fyrir ákvörðun um skip­un­ina og öllum gögnum máls­ins. Ráðu­neytið neit­aði upp­haf­lega að verða við ósk hennar um að afhenda öll gögn máls­ins og bar fyrir sig að einka­hags­munir ann­arra væru rík­ari en Haf­dísar í mál­inu. Hún gafst þó ekki upp og á end­an­um, eftir að Haf­dís hafði gert athuga­semdir við afhend­ingu gagna og sent þrjár ítrek­anir um beiðni sína, fékk hún öll gögn máls­ins afhent 13. jan­úar 2020. 

Á grund­velli þeirra gagna sem fyrir lágu taldi Haf­dís ljóst að reynslu­minni og minna mennt­aður karl­maður hefði verið ráðin í starfið sem hún sótt­ist eft­ir. Gögnin hafi sýnt að ráðn­ing­ar­ferlið hefði ekki verið í sam­ræmi við ákvæði laga og reglna og Haf­dís taldi sig ekki hafa fengið sann­gjarna og óhlut­dræga með­höndlun af hálfu ráðu­neyt­is­ins. Hún ákvað að kæra málið til kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála.

Páll Magnússon var skipaður í embætti ráðuneytisstjóra. Hann var virkur í stjórnmálum um langt skeið og bauð sig meðal annars fram til formanns í Framsóknarflokknum árið 2009, en tapaði.
Mynd: Kópavogsbær

Í kærunni kom meðal ann­ars fram, auk ofan­greinds, að  Haf­dís teldi að við með­ferð máls­ins hafi vís­vit­andi verið gert lítið úr hæfni henn­ar, menntun og reynslu, en að sama skapi hafi verið gert meira úr reynslu Páls á ákveðnum sviðum en efni hafi staðið til. Haf­dís taldi sig búa yfir frek­ari menntun og meiri og fjöl­breytt­ari starfs­reynslu og væri því hæf­ari en Páll.

For­mað­ur­inn í fjöl­mörgum nefndum

Hæf­is­nefndin sem ákvað að Haf­dís væri ekki á meðal fjög­urra hæf­ustu umsækj­enda um stöðu ráðu­neyt­is­stjóra sam­an­stóð af Ein­ari Huga Bjarna­syni lög­manni, sem var for­maður henn­ar, Krist­ínu Ing­ólfs­dótt­ur, fyrr­ver­andi rektor Háskóla Íslands, og Guð­ríði Sig­urð­ar­dótt­ur, sér­fræð­ingi í ráðn­ing­um. 

Einar Hugi hefur gegnt ýmsum trún­að­ar­störfum fyrir Lilju og hefur verið full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins í minnst sjö öðrum nefndum. Fram á mitt ár í fyrra hafði ráðu­neytið greitt honum alls 15,5 millj­ónir króna fyrir lög­­­­fræð­i­ráð­­­­gjöf og nefnd­­­­ar­­­­setu á vegum ráðu­­­­neyt­is­ins á kjör­tíma­bil­inu. Einar Hugi var á sínum tíma full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins í Stjórn­ar­skrár­nefnd og sat með Lilju í sér­fræði­hóp for­sæt­is­ráð­herra um skulda­vanda heim­il­anna þegar Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son gegndi þeirri stöðu árið 2013, og Lilja var lánuð úr Seðla­banka Íslands til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins til að starfa með Sig­mundi Dav­íð.

Á meðal þeirra nefnda sem Einar Hugi situr í er fjöl­miðla­nefnd, þar sem hann er for­mað­ur. Hann var skip­aður í þá stöðu í nóv­em­ber 2019, á svip­uðum tíma og til­kynnt var um nýjan ráðu­neyt­is­stjóra í mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu. Við skipan hans í þá stöðu fór Lilja gegn  lög­­­­fræð­i­ráð­­­­gjöf og nefnd­­­­ar­­­­setu á vegum ráðu­­­­neyt­is­ins sem sett var fram í minn­is­blaði. Þeir mæltu með að Hall­dóra Þor­steins­dóttir yrði gerð að for­manni. Hún hafði áður átt sæti í nefnd­inni og verið þar vara­for­mað­ur. 

Auglýsing

Ákvörðun Lilju var víða gagn­rýnd bæði fyrir það að skipa Einar Huga, sem hefur litla sem enga reynslu á sviði fjöl­miðla­rétt­ar, í stöð­una, og vegna þess að með skipan hans var sam­setn­ing stjórn­ar­innar þannig að þrír karlar sátu í henni, en ein kona. Kynja­hlut­föll hefðu verið jöfn ef Hall­dóra hefði verið skip­uð.  

Braut gegn jafn­rétt­islögum

Skemmst er frá því að segja að kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála komst að þeirri nið­ur­stöðu, í úrskurði sem er dag­settur í lok maí 2020, að Lilja hefði brotið jafn­rétt­islög við skipun Páls í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra í ráðu­neyti sín­u. 

Að mati kæru­nefnd­ar­innar gætti ýmissa ann­marka af hálfu hæfn­is­nefnd­ar­innar við mat á Haf­dísi ann­ars vegar og Páli hins veg­ar. Þannig hefði hæfn­is­nefndin til að mynda van­metið Haf­dísi í sam­an­burði við Pál varð­andi mennt­un, reynslu af opin­berri stjórn­sýslu, leið­toga­hæfi­leika og  hæfni  til­ að tjá sig í rit­i.  Allt  hefð­u þetta ver­ið ­for­taks­laus skil­yrð­i ­sem birtu­st í aug­lýs­ing­unni um emb­ætt­ið. 

Hvað mennt­un­ar­þátt­inn varð­aði tók kæru­nefndin fram að með hlið­sjón af eðli starfs ráðu­neyt­is­stjóra og lýs­ingu á því í aug­lýs­ingu um emb­ættið yrði guð­fræði­menntun Páls ekki talin nýt­ast með sama hætti og grunn­nám Haf­dísar í lög­fræði í slíku starfi. Hvað varðar mats­flokk­inn reynsla  af opin­berri stjórn­sýslu tók kæru­nefnd­in  fram  að  ljóst  væri  að  Haf­dís  ætti  að  baki  lengri  reynslu  af  opin­berri stjórn­sýslu  en  Páll  og  að  hún  hafi  aflað  sér  reynslu  og þekk­ingar sem hafi „veru­legt vægi í opin­berri stjórn­sýslu að því marki sem hún nýt­ist í störfum ráðu­neyt­is­stjóra“.

Haf­dís hafi því staðið Páli framar í emb­ætt­ið.

Fleiri ráðherrar hafa á undanförnum árum orðið uppvísir að því að brjóta gegn jafnréttislögum. Þeirra á meðal er Jóhanna Sigurðardóttir, sem var forsætisráðherra á árunum 2009-2013.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Heilt yfir var það mat kæru­nefnd­ar­innar að ekki hefði tek­ist að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hefðu legið til grund­vall­ar á­kvörð­un um skip­un í emb­ætt­ið og hefði mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra því brotið gegn jafn­rétt­islög­um.

Nokkrir aðrir brotið gegn jafn­rétt­islögum

Lilja er sann­ar­lega ekki fyrsti ráð­herr­ann sem ger­ist sekur um að brjóta jafn­rétt­islög. Ögmundur Jón­a­s­­son gerði það þegar hann var inn­­an­­rík­­is­ráð­herra og skip­aði sýslu­­mann á Húsa­vík árið 2012.  Jóhanna Sig­­urð­­ar­dótt­ir, þá for­­sæt­is­ráð­herra, braut gegn jafn­rétt­islögum þegar hún skip­aði karl í emb­ætti skrif­­stofu­­stjóra á skrif­­stofu stjórn­­­sýslu og þró­unar árið 2011. Þegar það gerð­ist tók Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks, málið upp í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma. Í ræðu sinni sagði Bjarni meðal ann­ars: „Stað­­reynd máls­ins er hins vegar sú að það blasir við allri þjóð­inni að for­­sæt­is­ráð­herra hlýtur að vera að íhuga afsögn vegna þessa máls og fyrstu við­brögð hennar við nið­­ur­­stöðu kæru­­nefnd­­ar­innar ganga alger­­lega í ber­högg við einn meg­in­til­­gang þess frum­varps sem varð að jafn­­rétt­is­lögum fyrir fáum árum, t.d. um að úrskurðir kæru­­nefnd­­ar­innar væru bind­and­i.“ 

Jóhanna taldi ekki til­efni til að segja af sér. 

Nokkrum árum síð­ar, vorið 2017, var Bjarni for­sæt­is­ráð­herra. Þá komst kæru­nefnd jafn­rétt­is­mála að þeirri nið­ur­stöðu að hann hefði, sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra árið áður, brotið jafn­rétt­islög þegar hann valdi karl­mann sem starf­aði í ráðu­neyti hans í emb­ætti skrif­­stofu­­stjóra á skrif­­stofu opin­berra fjár­­­mála. 

Auglýsing

Lilja er hins vegar fyrsti ráð­herr­ann sem ákvað að una ekki nið­ur­stöðu kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála og höfða þess í stað mál per­sónu­lega gegn Haf­dísi í nafni íslenska rík­is­ins. 

Þegar greint var frá þeirri ákvörðun Lilju að stefna Haf­dísi kom fram að sú ákvörðun hefði verið tekin eftir að ráð­herr­ann hefði aflað sér lög­­­fræð­i­á­lita sem bent hefðu á laga­­­lega ann­­­­marka í úrskurði kæru­­­­nefnd­­­­ar­inn­­­­ar. Úrskurð­­­­ur­inn byði upp á laga­­­­lega óvissu í tengslum við það ferli sem unnið sé eftir við skipan emb­ætt­is­­­­manna. Þeirri laga­ó­vissu vildi Lilja eyða. ­

Dómur í málinu féll í héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Kjarn­inn óskaði eftir því í byrjun að fá umrædd lög­­­fræð­i­á­lit sem stefnan byggir á og ekki hefur verið upp­lýst hverjir unnu afhent, en var synj­að.  

Kjarn­inn kærði þá nið­­­ur­­­stöðu til úrskurð­­­ar­­­nefndar um upp­­­lýs­inga­­­mál sem komst að þeirri nið­­ur­­stöðu í ágúst að Lilja þyrfti ekki að afhenda álit­in. 

Öllum mála­til­bún­aði hafnað

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur birti dóm sinn í mál­inu síð­ast­lið­inn föstu­dag, 5. mars. Hann er afdrátt­ar­laus og hafnar öllum laga­legum aðfinnslum Lilju við nið­ur­stöðu kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála. ­Sam­andregið var það nið­ur­staða dóms­ins að „ekki hafi verið fyrir hendi neinir ann­markar á máls­með­ferð kæru­nefnd­ar­innar sem leitt geti til ógild­ingar á úrskurði henn­ar.“ 

Kæru­nefndin hefði byggt úrskurð sinn á ákvæðum laga og mál­efna­legum sjón­ar­mið­um, beitt lög­mætum aðferðum í úrlausn sinni og  rök­studdi  nið­ur­stöðu  sína ítar­lega. „Þá verður nefndin ekki talin hafa farið út fyrir vald­svið sitt eða verk­svið, hvorki við mat á ein­stökum hæfn­is­þáttum eða við heild­ar­skoð­un  á ráðn­ing­ar­ferl­inu. Verður nefndin því ekki talin hafa gengið of langt við end­ur­skoðun á mati veit­ing­ar­valds­hafans. Þannig  standa  eng­in  rök  til  þess  að ó­gilda úr­skurð ­nefnd­ar­inn­ar. ­Dóm­ur­inn hafn­ar því kröfu stefn­anda, íslenska rík­is­ins, um að úrskurður kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála[...]verði felldur úr gild­i.“

Allur máls­kostn­aður Haf­dís­ar, alls 4,5 millj­ónir króna, greið­ist úr rík­is­sjóð­i. 

Ákvörðun um áfrýjun á nokkrum klukku­stundum

Nokkrum klukku­stundum eftir að dóm­ur­inn lá fyrir feng­ust þær upp­lýs­ingar frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu að dómnum yrði áfrýjað til Lands­rétt­ar. Sam­hliða sagði ráðu­neytið að Lilja ætl­aði ekki að tjá sig um nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms Reykja­víkur á meðan að á áfrýj­un­ar­ferl­inu stend­ur. Allar líkur standa til þess að það ferli muni teygja sig fram yfir kom­andi þing­kosn­ing­ar, sem fara fram 25. sept­em­ber næst­kom­and­i. 

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og ráð­herra jafn­rétt­is­mála greindi frá því í gær, þriðju­dag, í við­tali við Vísi að ákvörð­unin um að áfrýja mál­inu væri alfarið á for­ræði Lilju. „Þetta hefur ekki verið rætt við rík­is­stjórn­ar­borðið eftir að þessi dómur féll og ekki við mig eftir að þessi dómur féll.“

Auglýsing

Lilja sjálf ákvað, þrátt fyrir fyrri yfir­lýs­ing­ar, að tjá sig um málið eftir rík­is­stjórn­ar­fund í gær­morg­un. Hún sagði við RÚV að ákvörð­unin um að stefna Haf­dísi hefði ekki verið létt­væg en að hún hafi verið „tekin í kjöl­far þess að ég fékk álit sér­fræð­inga á þessu sviði að rök­stuðn­ing­ur­inn á sínum tíma að hann hefði ekki verið full­nægj­andi. Það er að segja að kær­anda hefði verið mis­munað á grund­velli kyn­ferð­is.“ Það hafi verið hennar skylda að fara í ógild­ing­ar­mál á grund­velli þess sér­fræði­á­lits. Um lög­fræði­legt álita­mál væri að ræða. 

Aðspurð hvað hún myndi gera ef málið tap­að­ist í Lands­rétti sagði Lilja: „Við auð­vitað metum stöð­una þá eins og við gerum alltaf.“

Þannig liggur ljóst fyrir að ráð­herr­ann byggir ákvörðun sína um áfrýjun máls­ins á sömu lög­fræði­á­litum og mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið neitar að afhenda fjöl­miðlum eða upp­lýsa þá um hverjir unnu, og hér­aðs­dómur Reykja­víkur hefur sagt með dómi að sé lög­fræði­lega rangt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar