Sérfræðingar ofmátu samdráttinn

Síðasta ár fór ekki nákvæmlega eins og sérfræðingar þriggja stærstu bankanna, Seðlabankans, Viðskiptaráðs, ASÍ eða ríkisstjórnarinnar spáðu fyrir um í þeim 15 hagspám sem gerðar hafa verið frá síðustu apríllokum.

Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Auglýsing

Allar hag­spár sem gerðar hafa verið af rík­is­stjórn­inni, bönkum og hags­muna­sam­tökum eftir að far­ald­ur­inn skall á af fullum þunga ofmátu sam­drátt í lands­fram­leiðslu í fyrra, miðað við bráða­birgð­ar­tölur Hag­stofu. Sömu­leiðis ofmátu þau sam­drátt­inn í einka­neyslu og íbúða­fjár­fest­ingu, en van­mátu sam­drátt­inn í opin­berum fjár­fest­ing­um.

Frá apr­íll­okum á síð­asta ári hafa Íslands­banki, Lands­bank­inn, Arion banki, Seðla­bank­inn, Hag­stofa, fjár­mála­ráðu­neyt­ið, Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) og Við­skipta­ráð gefið út sam­tals 15 hag­spár sem reynt hafa að meta efna­hags­leg áhrif heims­far­ald­urs­ins í fyrra. Þar af voru sex þeirra gefnar út stuttu eftir að fyrsta bylgja far­ald­urs­ins hafði skollið á, en níu þeirra komu út eftir að ljóst var að bylgj­urnar yrðu fleiri en ein. 

Tölu­verður munur er á hag­spánum eftir því hvenær þær voru gerð­ar. Í fyrra­vor og byrjun sum­ars gerðu flestir grein­ing­ar­að­ilar ráð fyrir mjög snar­pri kreppu vegna far­ald­urs­ins, en töldu þó að efna­hags­lífið myndi taka fljótt við sér í ár. Eng­inn þeirra gerði ráð fyrir að veiran myndi blossa upp aftur í lík­leg­ustu spám sín­um, en sumir bættu þó við þeim mögu­leika í dekkri sviðs­myndum sín­um. 

Auglýsing

Síð­asta haust höfðu svo for­sendur breyst nokk­uð, þar sem ljóst var fáir ferða­menn myndu heim­sækja landið á seinni hluta árs­ins. Hins vegar bentu hag­tölur þá til þess að áhrif vaxta­lækk­ana á neyslu og íbúða­fjár­fest­ingu væru nokkuð umfram vænt­ingar og voru grein­ing­ar­að­ilar því bjart­sýnni á þróun þeirra und­ir­flokka eftir því sem leið á árið.

Við­skipta­ráð sker sig úr

Sam­kvæmt haglík­ani Við­skipta­ráðs, sem birt var 27. apríl í fyrra, hefði mátt búast við 13 pró­senta sam­drætti í lands­fram­leiðslu í fyrra, gengi grunn­s­viðs­mynd þeirra upp. Vegna mik­illar óvissu um horfur í efna­hags­málum bætti ráðið þó við bjart­ari sviðs­mynd,­sem gerði ráð fyrir 8 pró­senta sam­drætti, og dekkri sviðs­mynd, sem gerði ráð fyrir 18 pró­senta sam­drætti. Við­skipta­ráð hefur nú fjar­lægt dökku sviðs­mynd­ina af vef sín­um, en enn er hægt að nálg­ast hinar tvær hér

Mynd: Kjarninn

Á mynd hér að ofan má sjá sam­an­burð á spáðri breyt­ingu í lands­fram­leiðslu, einka­neyslu og verð­bólgu í fyrra í grunn­s­viðs­myndum allra grein­ing­ar­að­ila, miðað við bráða­birgð­ar­tölur Hag­stofu sem birt­ust fyrr í vik­unni. Á henni sést að hag­spá Við­skipta­ráðs sker sig úr í væntum breyt­ingum í einka­neyslu og hag­vexti, en eng­inn annar grein­ing­ar­að­ili var nálægt því að spá svona miklum sam­drætt­i.  

Verð­bólga og útflutn­ingur í sam­ræmi við spár

Lang­flestar hag­spárnar inni­héldu þann fyr­ir­vara að þær gætu verið óná­kvæmar þar sem vænt efna­hags­þróun færi fyrst og fremst eftir fram­vindu heims­far­ald­urs­ins, sem mikil óvissa hefur ríkt um.

Hins vegar var þróun ýmissa hag­stærða í góðu sam­ræmi við flestar spárn­ar. Mest var nákvæmnin í verð­bólgu­spám, þar sem allar 15 hag­spárnar gerðu ráð fyrir því að verð­lag myndi að með­al­tali hækka um 2,2 til 2,9 pró­sent á árinu. Sam­kvæmt Hag­stofu var verð­bólgan í fyrra innan þeirra marka, eða um 2,8 pró­sent. 

Mynd: Kjarninn

Einnig var sam­drátt­ur­inn í útflutn­ingi í ágætu sam­ræmi við flestar spárn­ar. Ef frá eru taldar tvær spár var gert ráð fyrir því að útflutn­ingur vöru og þjón­ustu myndi drag­ast saman um 28 til 32 pró­sent. Sam­kvæmt bráða­birgð­ar­tölum Hag­stofu nam sam­drátt­ur­inn 30,5 pró­sent, sem er nokkurn veg­inn í miðj­unni á því spá­bili. Sam­an­burð­inn á væntum breyt­ingum á verð­bólgu og útflutn­ingi má sjá á mynd hér að ofan.

Íbúða­fjár­fest­ing van­metin

Aftur á móti áttu grein­ing­ar­að­il­arnir erf­ið­ara með að spá fyrir um íbúða­fjár­fest­ingu og fjár­fest­ingu hins opin­bera, líkt og sjá má á mynd hér að neð­an. Búist var við 7 til 25 pró­senta sam­drætti í íbúða­fjár­fest­ingu, en nýj­ustu tölur benda til þess að hún hafi aðeins dreg­ist saman um eitt pró­sent. Eftir sem áður spáði Við­skipta­ráð mesta sam­drætt­in­um. 

Mynd: Kjarninn

Fjár­fest­ing hins opin­bera ofmetin

Einnig var mikið mis­ræmi milli spá- og raun­gilda í opin­berri fjár­fest­ingu. Í fyrstu spám sem birtar voru í vor var búist við „mynd­ar­legri“ aukn­ingu í virði fjár­fest­inga hins opin­bera, líkt og rík­is­stjórnin sagð­ist ætla að ráð­ast í í fjár­mála­á­ætlun sinni. Hins vegar kom í ljós eftir því sem leið á árið að minna myndi verða af fjár­fest­ing­unum heldur en yfir­völd höfðu lofað og gerðu nýj­ustu hag­spárnar sem gerðar voru í byrjun þessa árs fyrir 6 til 7 pró­senta sam­drætti í mála­flokkn­um. Sam­kvæmt nýj­ustu tölum Hag­stofu dróst þó opin­ber fjár­fest­ing enn meira en talið var. 

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra kenndi sveit­ar­fé­lögum um sam­drátt í opin­berri fjár­fest­ingu í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma í síð­ustu viku. Hins vegar sýnir grein­ing frá Sam­tökum iðn­að­ar­ins að mesta mis­ræmi milli fram­kvæmda­á­ætl­ana og raun­veru­legra fram­kvæmda hafi verið hjá Vega­gerð­inni, ISA­VIA og Orku nátt­úr­unn­ar, auk þess sem aðgerðir Land­spít­al­ans, Faxa­flóa­hafna og Lands­virkj­unar voru tölu­vert undir áætl­un­um. 

Upp­fært kl. 16:04: Í upp­haf­legri útgáfu frétt­ar­innar stóð að mesta mis­ræmið á milli yfir­lýs­inga og fram­kvæmda hafi verið hjá Vega­gerð­inni, ISA­VIA og Land­spít­al­an­um. Mis­ræmið var þó meira hjá Orku nátt­úr­unnar en hjá Land­spít­al­an­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar