Sérfræðingar ofmátu samdráttinn

Síðasta ár fór ekki nákvæmlega eins og sérfræðingar þriggja stærstu bankanna, Seðlabankans, Viðskiptaráðs, ASÍ eða ríkisstjórnarinnar spáðu fyrir um í þeim 15 hagspám sem gerðar hafa verið frá síðustu apríllokum.

Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Auglýsing

Allar hag­spár sem gerðar hafa verið af rík­is­stjórn­inni, bönkum og hags­muna­sam­tökum eftir að far­ald­ur­inn skall á af fullum þunga ofmátu sam­drátt í lands­fram­leiðslu í fyrra, miðað við bráða­birgð­ar­tölur Hag­stofu. Sömu­leiðis ofmátu þau sam­drátt­inn í einka­neyslu og íbúða­fjár­fest­ingu, en van­mátu sam­drátt­inn í opin­berum fjár­fest­ing­um.

Frá apr­íll­okum á síð­asta ári hafa Íslands­banki, Lands­bank­inn, Arion banki, Seðla­bank­inn, Hag­stofa, fjár­mála­ráðu­neyt­ið, Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) og Við­skipta­ráð gefið út sam­tals 15 hag­spár sem reynt hafa að meta efna­hags­leg áhrif heims­far­ald­urs­ins í fyrra. Þar af voru sex þeirra gefnar út stuttu eftir að fyrsta bylgja far­ald­urs­ins hafði skollið á, en níu þeirra komu út eftir að ljóst var að bylgj­urnar yrðu fleiri en ein. 

Tölu­verður munur er á hag­spánum eftir því hvenær þær voru gerð­ar. Í fyrra­vor og byrjun sum­ars gerðu flestir grein­ing­ar­að­ilar ráð fyrir mjög snar­pri kreppu vegna far­ald­urs­ins, en töldu þó að efna­hags­lífið myndi taka fljótt við sér í ár. Eng­inn þeirra gerði ráð fyrir að veiran myndi blossa upp aftur í lík­leg­ustu spám sín­um, en sumir bættu þó við þeim mögu­leika í dekkri sviðs­myndum sín­um. 

Auglýsing

Síð­asta haust höfðu svo for­sendur breyst nokk­uð, þar sem ljóst var fáir ferða­menn myndu heim­sækja landið á seinni hluta árs­ins. Hins vegar bentu hag­tölur þá til þess að áhrif vaxta­lækk­ana á neyslu og íbúða­fjár­fest­ingu væru nokkuð umfram vænt­ingar og voru grein­ing­ar­að­ilar því bjart­sýnni á þróun þeirra und­ir­flokka eftir því sem leið á árið.

Við­skipta­ráð sker sig úr

Sam­kvæmt haglík­ani Við­skipta­ráðs, sem birt var 27. apríl í fyrra, hefði mátt búast við 13 pró­senta sam­drætti í lands­fram­leiðslu í fyrra, gengi grunn­s­viðs­mynd þeirra upp. Vegna mik­illar óvissu um horfur í efna­hags­málum bætti ráðið þó við bjart­ari sviðs­mynd,­sem gerði ráð fyrir 8 pró­senta sam­drætti, og dekkri sviðs­mynd, sem gerði ráð fyrir 18 pró­senta sam­drætti. Við­skipta­ráð hefur nú fjar­lægt dökku sviðs­mynd­ina af vef sín­um, en enn er hægt að nálg­ast hinar tvær hér

Mynd: Kjarninn

Á mynd hér að ofan má sjá sam­an­burð á spáðri breyt­ingu í lands­fram­leiðslu, einka­neyslu og verð­bólgu í fyrra í grunn­s­viðs­myndum allra grein­ing­ar­að­ila, miðað við bráða­birgð­ar­tölur Hag­stofu sem birt­ust fyrr í vik­unni. Á henni sést að hag­spá Við­skipta­ráðs sker sig úr í væntum breyt­ingum í einka­neyslu og hag­vexti, en eng­inn annar grein­ing­ar­að­ili var nálægt því að spá svona miklum sam­drætt­i.  

Verð­bólga og útflutn­ingur í sam­ræmi við spár

Lang­flestar hag­spárnar inni­héldu þann fyr­ir­vara að þær gætu verið óná­kvæmar þar sem vænt efna­hags­þróun færi fyrst og fremst eftir fram­vindu heims­far­ald­urs­ins, sem mikil óvissa hefur ríkt um.

Hins vegar var þróun ýmissa hag­stærða í góðu sam­ræmi við flestar spárn­ar. Mest var nákvæmnin í verð­bólgu­spám, þar sem allar 15 hag­spárnar gerðu ráð fyrir því að verð­lag myndi að með­al­tali hækka um 2,2 til 2,9 pró­sent á árinu. Sam­kvæmt Hag­stofu var verð­bólgan í fyrra innan þeirra marka, eða um 2,8 pró­sent. 

Mynd: Kjarninn

Einnig var sam­drátt­ur­inn í útflutn­ingi í ágætu sam­ræmi við flestar spárn­ar. Ef frá eru taldar tvær spár var gert ráð fyrir því að útflutn­ingur vöru og þjón­ustu myndi drag­ast saman um 28 til 32 pró­sent. Sam­kvæmt bráða­birgð­ar­tölum Hag­stofu nam sam­drátt­ur­inn 30,5 pró­sent, sem er nokkurn veg­inn í miðj­unni á því spá­bili. Sam­an­burð­inn á væntum breyt­ingum á verð­bólgu og útflutn­ingi má sjá á mynd hér að ofan.

Íbúða­fjár­fest­ing van­metin

Aftur á móti áttu grein­ing­ar­að­il­arnir erf­ið­ara með að spá fyrir um íbúða­fjár­fest­ingu og fjár­fest­ingu hins opin­bera, líkt og sjá má á mynd hér að neð­an. Búist var við 7 til 25 pró­senta sam­drætti í íbúða­fjár­fest­ingu, en nýj­ustu tölur benda til þess að hún hafi aðeins dreg­ist saman um eitt pró­sent. Eftir sem áður spáði Við­skipta­ráð mesta sam­drætt­in­um. 

Mynd: Kjarninn

Fjár­fest­ing hins opin­bera ofmetin

Einnig var mikið mis­ræmi milli spá- og raun­gilda í opin­berri fjár­fest­ingu. Í fyrstu spám sem birtar voru í vor var búist við „mynd­ar­legri“ aukn­ingu í virði fjár­fest­inga hins opin­bera, líkt og rík­is­stjórnin sagð­ist ætla að ráð­ast í í fjár­mála­á­ætlun sinni. Hins vegar kom í ljós eftir því sem leið á árið að minna myndi verða af fjár­fest­ing­unum heldur en yfir­völd höfðu lofað og gerðu nýj­ustu hag­spárnar sem gerðar voru í byrjun þessa árs fyrir 6 til 7 pró­senta sam­drætti í mála­flokkn­um. Sam­kvæmt nýj­ustu tölum Hag­stofu dróst þó opin­ber fjár­fest­ing enn meira en talið var. 

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra kenndi sveit­ar­fé­lögum um sam­drátt í opin­berri fjár­fest­ingu í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma í síð­ustu viku. Hins vegar sýnir grein­ing frá Sam­tökum iðn­að­ar­ins að mesta mis­ræmi milli fram­kvæmda­á­ætl­ana og raun­veru­legra fram­kvæmda hafi verið hjá Vega­gerð­inni, ISA­VIA og Orku nátt­úr­unn­ar, auk þess sem aðgerðir Land­spít­al­ans, Faxa­flóa­hafna og Lands­virkj­unar voru tölu­vert undir áætl­un­um. 

Upp­fært kl. 16:04: Í upp­haf­legri útgáfu frétt­ar­innar stóð að mesta mis­ræmið á milli yfir­lýs­inga og fram­kvæmda hafi verið hjá Vega­gerð­inni, ISA­VIA og Land­spít­al­an­um. Mis­ræmið var þó meira hjá Orku nátt­úr­unnar en hjá Land­spít­al­an­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Gervitunglamynd sem tekin var 24. febrúar sýnir vel hversu snjólétt var suðvestanlands á meðan aðrir landshlutar voru huldir snjó.
Veturinn sem varla varð (á suðvesturhorninu)
Vetrarins sem við höfum nú kvatt verður minnst fyrir sögulega úrkomu sem olli náttúruhamförum á Seyðisfirði. Hann einkenndist auk þess af skyndihlýnun sem varð til þess að með eindæmum snjólétt var á Suðvesturlandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar