Gullöld á pönnukökueyjunni

Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.

Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Auglýsing

Láland er fjórða stærsta eyja Dan­merkur og iðu­lega kölluð pönnu­köku­eyj­an. Ástæðan er ein­föld: eyjan er mar­flöt, hæsti punktur er ein­ungis 25 metrum yfir sjáv­ar­máli. Íbúar eru 41 þús­und og hefur fækkað jafnt og þétt um langt ára­bil. Ástæðan er fyrst og fremst skortur á atvinnu, en atvinnu­leysi er hvergi meira í land­in­u.  Ungt fólk hefur ekki séð neina fram­tíð­ar­mögu­leika og leitað á brott. Það hefur sem sé ekki blásið byr­lega á Lálandi. En nú er breyt­ing í vænd­um.

Ekki ný hug­mynd

Sú hug­mynd að tengja saman Dan­mörku og Þýska­land yfir Fem­ernsund er ekki ný af nál­inni. Árið 1863 fékk Frið­rik VII kóngur í hendur upp­drátt. Það var bygg­inga­meist­ari hirð­ar­inn­ar, G.V.A. Krühnke, sem sýndi kóng­inum upp­drátt­inn og útskýrði hug­mynd­ina. Hún var sú að leggja járn­braut stystu leið frá Kaup­manna­höfn til Ham­borg­ar. Yfir Fem­ernsundið yrði lagður eins konar flóð­garð­ur­,eða brú. Þremur árum síðar fékk bygg­inga­meist­ar­inn sam­þykki kon­ungs, og fjár­veit­ingu, til að leggja járn­braut­ar­teina og gera höfn við Rødby á Lálandi. Sú fram­kvæmd gekk vel en lengra náði málið ekki.

Árið 1920 náð­ist sam­komu­lag milli stjórn­enda þýsku og dönsku járn­braut­anna um að tengja saman löndin tvö og leggja ein­hvers­konar brú yfir Fem­ernsund­ið. Enn liðu árin og það var ekki fyrr en 1955 að samn­ingur um fastar ferðir lestar­ferja var sam­þykkt­ur. Brú­ar­hug­myndin hafði þá verið lögð á hill­una. Enn liðu átta ár og fastar ferðir yfir Fem­ernsund, með járn­brauta­teng­ingum beggja vegna, hófust árið 1963. Þá var öld liðin frá því að bygg­inga­meist­ar­inn Krühnke sýndi Frið­riki VII teikn­ingar sín­ar.

Auglýsing

Brú­ar­hug­myndin lifnar við en breyt­ist í göng 

Árið 1985 var aftur farið að ræða hug­myndir um teng­ingu yfir Fem­ernsund. Fátt gerð­ist þó fyrr en árið 2008 að ráð­herrar sam­göngu­mála í Þýska­landi og Dan­mörku und­ir­rit­uðu sam­komu­lag um gerð teng­ingar yfir sund­ið, þjóð­þing beggja landa stað­festu sam­komu­lag­ið. Svo þurfti að reikna og teikna. Tvö ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki voru fengin til verks­ins. Þau skil­uðu skýrslum sínum árið 2011. 

Svona var umhorfs í Rødby í febrúar. Mynd: Femern AS

Bæði fyr­ir­tækin mæltu með að í stað brú­ar, milli Rødby og Putt­gar­den, yrðu lögð göng undir Fem­ernsund­ið. Rökin fyrir þessu voru einkum tvenn: göng yrðu óháð veðri en mjög vinda­samt er á þessum slóðum og því fyr­ir­séð að brú yrði lokuð marg­sinnis á hverju ári. Hitt atriðið sem réði til­lögum ráð­gjaf­anna var að tækni við lagn­ingu ganga hefur fleygt mjög fram, í stað þess að bora eru göng undir sjó eins konar risarör, sam­settar steyptar ein­ing­ar, sem liggja á botn­in­um.  Þótt „rörið“ sé dýr­ara en brú er mun­ur­inn langtum minni en ef boruð væru göng. Sam­tals yrðu rör­bút­arn­ir, sem hver um sig vegur 73.500 tonn, 89 tals­ins, hver þeirra um það bil 200 metra lang­ur, 40 metra breiður og 9 metra hár. Danskir fjöl­miðlar hafa greint frá því að til greina komi að hver rör­bútur yrði mun styttri en 89 metrar en þá yrðu þeir að sama skapi fleiri. Tvær akreinar verða í hvora átt, fyrir bíla, og tvö­faldir lestar­tein­ar.

Margs konar tafir

Bæði ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækin töldu, árið 2011, að hægt yrði að opna göngin árið 2020, miðað við að fram­kvæmdir hæfust strax. Þeim yfir­s­ást hins vegar nokkrir veiga­miklir þætt­ir: Margs­konar flókin samn­inga­gerð, kæru­mál og fjár­mögn­un. Kæru­mál­in, sem urðu sam­tals 30 þús­und tók langan tíma að leiða til lykta. Umhverf­is- og útboðs­mál voru þar fyr­ir­ferð­ar­mikil og komu sum þeirra til kasta Evr­ópu­dóm­stóls­ins. Í mars í fyrra (2020) hafði flestum hindr­unum verið rutt úr vegi og í byrjun nóv­em­ber kom hið end­an­lega græna ljós á fram­kvæmd­ina. Og verkið er þegar haf­ið, bæði Þýska­lands- og Dan­merk­ur­meg­in.

Fjár­magnað með gjaldi not­enda

Samið var um að Þjóð­verjar borgi allt sín megin við Fem­ernsundið en Danir allt sín meg­in, svo og göngin sjálf. Kostn­aður Dana er áætl­aður um 60 millj­arðar danskra króna (1238 millj­arða íslenska). Þar við bæt­ist kostn­að­ur­inn sem fellur á Þjóð­verja. Áætl­aður heild­ar­kostn­aður við þessa fram­kvæmd er áætl­aður um 100 millj­arðar danskra króna (2060 millj­arðar íslenskir). Þegar þessi fyr­ir­hug­aða stór­fram­kvæmd var kynnt sagði danski sam­göngu­ráð­herr­ann að þetta yrði kostn­að­ar­samasta verk­efni sem Danir hefðu nokkru sinni ráð­ist í. Inn­heimt verður veggjald, sem Danir fá allar tekjur af. Upp­hæð þess hefur ekki verið ákveðin en áætl­anir gera ráð fyrir að fullt gjald fyrir fólks­bíl verði um það bil 500 krónur danskar (rúmar 10 þús­und íslenskar) fyrir hverja ferð. Gert er ráð fyrir að göngin verði greidd upp á 36 árum, en það veltur á umferð­inni, sem ómögu­legt er að spá um. Fem­ern a/s, félagið sem ann­ast þessa miklu fram­kvæmd er í eigu danska rík­is­ins. 

Göngin eiga að end­ast í að minnsta kosti 120 ár. Áætl­anir gera ráð fyrir að hægt verði að fara um göngin árið 2029. Þá verður vega­lengdin milli Kaup­manna­hafnar og Ham­borgar 370 kíló­metr­ar, svipað og frá Reykja­vík til Akur­eyr­ar.

Mikil lyfti­stöng

Reiknað er með að störf við göngin og allt sem þeim til­heyr­ir, Dan­merk­ur­meg­in, verði á bygg­ing­ar­tím­anum um það bil 6 þús­und. Þetta er mikil lyfti­stöng fyrir íbúa Lálands, en eins og nefnt var framar í þessum pistli eru íbúar þar 41 þús­und. Borg­ar­stjór­inn á Lálandi, Hol­ger Schou Rasmus­sen sagði í við­tali við danska útvarp­ið, DR, að nú taki við nokk­urs konar gullöld á eyj­unni næsta ára­tug eða svo. Hann sagði að meðal verk­efna sem við blasi sé að sjá til þess að hægt verði að hýsa allan þann mann­fjölda sem brátt mun streyma til Lálands. Borg­ar­stjór­inn sagði að eftir að fram­kvæmdum lýkur megi búast við að starfs­fólk við göngin og ýmis konar þjón­ustu tengdri þeim skipti hund­ruð­um. „Við viljum gera allt sem við getum til þess að þetta fólk setj­ist hér að. Nú erum við að skipu­leggja og und­ir­búa bygg­inga­lóðir og úthluta, slíkt hefur ekki gerst hér í rúm 15 ár. Nán­ast dag­lega fáum við fyr­ir­spurnir frá fyr­ir­tækjum og ein­stak­lingum sem vilja setja upp gáma hús og gáma­hót­el. Slíkum fyr­ir­spurnum svörum við neit­andi.

Við viljum ekki að hér verði reistur ein­hvers­konar gáma­bær þar sem tjaldað er til einnar nætur og breyt­ist svo í drauga­borg þegar fram­kvæmdum við Fem­ern lýk­ur“. 

Vegna fram­kvæmd­anna er verið að setja upp full­komna steypu­stöð, borg­ar­stjór­inn sagði hana dæmi um fyr­ir­tæki sem æski­legt væri að halda í eftir að ganga­gerð­inni lýk­ur, og reyndar væri unnið að því. Borg­ar­stjór­inn benti á að meðal Þjóð­verja sé löng hefð fyrir því að ferð­ast til Dan­merkur og verja þar sum­ar­leyf­inu. Þjóð­verja­straum­ur­inn hefur fram til þessa einkum verið til Jót­lands „Það er mik­il­vægt að við hugsum til fram­tíð­ar, við þurfum að hugsa fyrir og skipu­leggja afþr­ey­ingu fyrir sum­ar­dval­ar­gest­i“. Ætl­unin er að útbúa, í tengslum við ganga­gerð­ina bað­strönd, jafn­vel fleiri en eina, og alvöru skemmti­garð sagði borg­ar­stjór­inn. „Svo þurfum við nátt­úr­lega veit­inga­staði, bens­ín- og hleðslu­stöðvar og fleira og fleira. En, þótt við sjáum fram á hálf­gerða gullöld næstu árin þurfum við að gæta þess að ekki renni á okkur gullæði. Slíkt endar sjaldn­ast vel“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar