Stjórnarlaun í Arion verða ekki hækkuð eftir mótmæli lífeyrissjóða

Mótmæli lífeyrissjóða við hækkun á launum stjórnarmanna í Arion banka skilaði árangri. Launin verða áfram þau sömu en greiðslum til stjórnarmanna sem búa erlendis er breytt vegna „þeirrar fyrirhafnar sem hlýst af ferðalögum til og frá landinu.“

Arion banki
Auglýsing

Stjórn Arion banka hefur ákveðið að draga til baka fyrri til­lögu um umtals­verða hækkun á launum stjórn­ar­manna eftir að Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, þriðji stærsti eig­andi bank­ans, lagði fram til­lögu þess efnis sem átti að fara fyrir aðal­fund Arion banka í dag.

Þess í stað hefur stjórnin lagt fram nýja til­lögu sem byggir að mestu á til­lögu sjóðs­ins, í sam­ráði við hann þar sem laun stjórn­ar­manna verða áfram þau sömu en erlendir stjórn­ar­menn fá greiddar 300 þús­und krónur fast fyrir hvern stjórn­ar­fund sem þeir sækja í eigin per­sónu. Það sé eðli­legt til að koma til móts við „sjón­ar­mið um að eðli­legt sé að greiða stjórn­ar­mönnum sem búsettir eru erlendis ein­greiðslu vegna þess vinnu­taps og þeirrar fyr­ir­hafnar sem hlýst af ferða­lögum til og frá land­inu vegna stjórn­ar­starfa.“ 

Stjórn Arion banka hefur enn fremur ákveðið að draga til baka til­lögu sína um breyt­ingar á starfs­reglum til­nefn­ing­ar­nefndar bank­ans. Þá gerir stjórn bank­ans þá til­lögu að fjár­hæð lækk­unar hluta­fjár verði hækkuð sem nemur 40 milljón hlutum með eyð­ingu á eigin bréf­um, þannig mun nafn­verð hluta­fjár lækka úr 1.730.000.000 krónum í 1.660.000.000 krón­ur.

Stjórn Arion banka hafði lagt til að mán­að­­ar­­laun stjórn­­­ar­­manna verði 600 þús­und krónur á mán­uði, að mán­að­­ar­­laun vara­­for­­manns verði kr. 900 þús­und krónur og að mán­að­­ar­­laun stjórn­­­ar­­for­­manns­ins, Brynj­­ólfs Bjarna­­son­­ar, verði 1,2 millj­­ónir króna á mán­uði. Auk þess áttu stjórn­­­ar­­menn sem búsettir eru erlendis að fá 300 þús­und krónur fyrir ferða­lög vegna hvers stjórn­­­ar­fundar sem þeir sækja í eigin per­­sónu. Þar að auki yrði heim­ilt að greiða þeim stjórn­­­ar­­mönnum sem sitja í und­ir­­nefndum stjórnar 200 þús­und krónur fyrir hvern set­inn fund, en þó að hámarki 400 þús­und krónur á mán­uði. For­­menn stjórn­­­ar­­nefnda áttu að geta fengið 300 þús­und krónur fyrir hvern set­inn fund, en þó aldrei meira en 600 þús­und krónur á mán­uði.

Auglýsing
Með því yrðu laun erlendu stjórn­­­ar­­mann­anna, sem verða tveir eftir aðal­­fund­inn í dag, 37 pró­­sent lægri þrátt fyrir að fyr­ir­huguð hækkun á grunn­­launum yrði að veru­­leika. Stjórn­­­ar­­laun íslensku stjórn­­­ar­­mann­anna myndu hins vegar hækka um 22 pró­­sent. 

Kjarn­inn greind i frá því í gær að Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna hefði lagst gegn launa­hækk­un­inni og lagt til að „mán­að­­ar­­laun stjórn­­­ar­­manna verði kr. 490.900, mán­að­­ar­­laun vara­­for­­manns verði kr.736.200 en mán­að­­ar­­laun stjórn­­­ar­­for­­manns verði kr. 981.400.“ Líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn Gildi, stærsti ein­staki eig­andi bank­ans, hafði áður til­­kynnt að hann myndi greiða atkvæði gegn til­­lög­u stjórnar Arion banka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Vésteinn Ólason
Að láta allt dankast
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent