Stjórnarlaun í Arion verða ekki hækkuð eftir mótmæli lífeyrissjóða

Mótmæli lífeyrissjóða við hækkun á launum stjórnarmanna í Arion banka skilaði árangri. Launin verða áfram þau sömu en greiðslum til stjórnarmanna sem búa erlendis er breytt vegna „þeirrar fyrirhafnar sem hlýst af ferðalögum til og frá landinu.“

Arion banki
Auglýsing

Stjórn Arion banka hefur ákveðið að draga til baka fyrri tillögu um umtalsverða hækkun á launum stjórnarmanna eftir að Lífeyrissjóður verzlunarmanna, þriðji stærsti eigandi bankans, lagði fram tillögu þess efnis sem átti að fara fyrir aðalfund Arion banka í dag.

Þess í stað hefur stjórnin lagt fram nýja tillögu sem byggir að mestu á tillögu sjóðsins, í samráði við hann þar sem laun stjórnarmanna verða áfram þau sömu en erlendir stjórnarmenn fá greiddar 300 þúsund krónur fast fyrir hvern stjórnarfund sem þeir sækja í eigin persónu. Það sé eðlilegt til að koma til móts við „sjónarmið um að eðlilegt sé að greiða stjórnarmönnum sem búsettir eru erlendis eingreiðslu vegna þess vinnutaps og þeirrar fyrirhafnar sem hlýst af ferðalögum til og frá landinu vegna stjórnarstarfa.“ 

Stjórn Arion banka hefur enn fremur ákveðið að draga til baka tillögu sína um breytingar á starfsreglum tilnefningarnefndar bankans. Þá gerir stjórn bankans þá tillögu að fjárhæð lækkunar hlutafjár verði hækkuð sem nemur 40 milljón hlutum með eyðingu á eigin bréfum, þannig mun nafnverð hlutafjár lækka úr 1.730.000.000 krónum í 1.660.000.000 krónur.

Stjórn Arion banka hafði lagt til að mán­að­ar­laun stjórn­ar­manna verði 600 þús­und krónur á mán­uði, að mán­að­ar­laun vara­for­manns verði kr. 900 þús­und krónur og að mán­að­ar­laun stjórn­ar­for­manns­ins, Brynj­ólfs Bjarna­son­ar, verði 1,2 millj­ónir króna á mán­uði. Auk þess áttu stjórn­ar­menn sem búsettir eru erlendis að fá 300 þús­und krónur fyrir ferða­lög vegna hvers stjórn­ar­fundar sem þeir sækja í eigin per­sónu. Þar að auki yrði heim­ilt að greiða þeim stjórn­ar­mönnum sem sitja í und­ir­nefndum stjórnar 200 þús­und krónur fyrir hvern set­inn fund, en þó að hámarki 400 þús­und krónur á mán­uði. For­menn stjórn­ar­nefnda áttu að geta fengið 300 þús­und krónur fyrir hvern set­inn fund, en þó aldrei meira en 600 þús­und krónur á mán­uði.

Auglýsing
Með því yrðu laun erlendu stjórn­ar­mann­anna, sem verða tveir eftir aðal­fund­inn í dag, 37 pró­sent lægri þrátt fyrir að fyr­ir­huguð hækkun á grunn­launum yrði að veru­leika. Stjórn­ar­laun íslensku stjórn­ar­mann­anna myndu hins vegar hækka um 22 pró­sent. 

Kjarninn greind i frá því í gær að Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefði lagst gegn launahækkuninni og lagt til að „mán­að­ar­laun stjórn­ar­manna verði kr. 490.900, mán­að­ar­laun vara­for­manns verði kr.736.200 en mán­að­ar­laun stjórn­ar­for­manns verði kr. 981.400.“ Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi, stærsti ein­staki eig­andi bank­ans, hafði áður til­kynnt að hann myndi greiða atkvæði gegn til­lög­u stjórnar Arion banka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent