Stjórnarlaun í Arion verða ekki hækkuð eftir mótmæli lífeyrissjóða

Mótmæli lífeyrissjóða við hækkun á launum stjórnarmanna í Arion banka skilaði árangri. Launin verða áfram þau sömu en greiðslum til stjórnarmanna sem búa erlendis er breytt vegna „þeirrar fyrirhafnar sem hlýst af ferðalögum til og frá landinu.“

Arion banki
Auglýsing

Stjórn Arion banka hefur ákveðið að draga til baka fyrri til­lögu um umtals­verða hækkun á launum stjórn­ar­manna eftir að Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, þriðji stærsti eig­andi bank­ans, lagði fram til­lögu þess efnis sem átti að fara fyrir aðal­fund Arion banka í dag.

Þess í stað hefur stjórnin lagt fram nýja til­lögu sem byggir að mestu á til­lögu sjóðs­ins, í sam­ráði við hann þar sem laun stjórn­ar­manna verða áfram þau sömu en erlendir stjórn­ar­menn fá greiddar 300 þús­und krónur fast fyrir hvern stjórn­ar­fund sem þeir sækja í eigin per­sónu. Það sé eðli­legt til að koma til móts við „sjón­ar­mið um að eðli­legt sé að greiða stjórn­ar­mönnum sem búsettir eru erlendis ein­greiðslu vegna þess vinnu­taps og þeirrar fyr­ir­hafnar sem hlýst af ferða­lögum til og frá land­inu vegna stjórn­ar­starfa.“ 

Stjórn Arion banka hefur enn fremur ákveðið að draga til baka til­lögu sína um breyt­ingar á starfs­reglum til­nefn­ing­ar­nefndar bank­ans. Þá gerir stjórn bank­ans þá til­lögu að fjár­hæð lækk­unar hluta­fjár verði hækkuð sem nemur 40 milljón hlutum með eyð­ingu á eigin bréf­um, þannig mun nafn­verð hluta­fjár lækka úr 1.730.000.000 krónum í 1.660.000.000 krón­ur.

Stjórn Arion banka hafði lagt til að mán­að­­ar­­laun stjórn­­­ar­­manna verði 600 þús­und krónur á mán­uði, að mán­að­­ar­­laun vara­­for­­manns verði kr. 900 þús­und krónur og að mán­að­­ar­­laun stjórn­­­ar­­for­­manns­ins, Brynj­­ólfs Bjarna­­son­­ar, verði 1,2 millj­­ónir króna á mán­uði. Auk þess áttu stjórn­­­ar­­menn sem búsettir eru erlendis að fá 300 þús­und krónur fyrir ferða­lög vegna hvers stjórn­­­ar­fundar sem þeir sækja í eigin per­­sónu. Þar að auki yrði heim­ilt að greiða þeim stjórn­­­ar­­mönnum sem sitja í und­ir­­nefndum stjórnar 200 þús­und krónur fyrir hvern set­inn fund, en þó að hámarki 400 þús­und krónur á mán­uði. For­­menn stjórn­­­ar­­nefnda áttu að geta fengið 300 þús­und krónur fyrir hvern set­inn fund, en þó aldrei meira en 600 þús­und krónur á mán­uði.

Auglýsing
Með því yrðu laun erlendu stjórn­­­ar­­mann­anna, sem verða tveir eftir aðal­­fund­inn í dag, 37 pró­­sent lægri þrátt fyrir að fyr­ir­huguð hækkun á grunn­­launum yrði að veru­­leika. Stjórn­­­ar­­laun íslensku stjórn­­­ar­­mann­anna myndu hins vegar hækka um 22 pró­­sent. 

Kjarn­inn greind i frá því í gær að Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna hefði lagst gegn launa­hækk­un­inni og lagt til að „mán­að­­ar­­laun stjórn­­­ar­­manna verði kr. 490.900, mán­að­­ar­­laun vara­­for­­manns verði kr.736.200 en mán­að­­ar­­laun stjórn­­­ar­­for­­manns verði kr. 981.400.“ Líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn Gildi, stærsti ein­staki eig­andi bank­ans, hafði áður til­­kynnt að hann myndi greiða atkvæði gegn til­­lög­u stjórnar Arion banka.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent