Bólusettum utan EES leyft að koma til landsins án takmarkana

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leyfa öllum þeim sem framvísa gildum vottorðum um bólusetningu eða fyrri sýkingu af COVID-19 að sleppa skimun og sóttkví við komuna til landsins. Engu skiptir þá hvort farþegarnir séu frá EES eða ekki.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Vott­orð um bólu­setn­ingu gegn COVID-19 og vott­orð um fyrri sýk­ingu verða tekin gild á landa­mæri Íslands, óháð því hvort þau koma frá löndum innan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins (EES) eða ekki. Þetta kemur fram í nýrri frétta­til­kynn­ingu frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu.

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni þurfa ein­stak­lingar sem fram­vísa vott­orð um bólu­setn­ingu eða fyrri sýk­ingu, sem upp­fylla kröfur sótt­varn­ar­lækn­is, hvorki að fara í sýna­töku eða sótt­kví né fram­vísa vott­orði um nei­kvætt PCR-­próf á landa­mær­un­um.

Hingað til hafa bólu­set­ing­ar­vott­orð, sem gefin hafa verið út í ríkjum innan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins með ein­hverju þeirra bólu­efna sem hlotið hafa mark­aðs­leyfi Evr­ópu, verið tekin gild á landa­mærum Íslands. Einnig hafa skír­teini á vegum Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar (WHO) verið tekin gild, að því gefnu að WHO hafi fjallað um og við­ur­kennt bólu­efnið sem skráð er í skír­tein­ið. Sömu­leiðis hafa vott­orð um afstaðna COVID-19 sýk­ingu sem upp­fylla skil­yrði sótt­varn­ar­læknis verið tekin gild.

Auglýsing

Heil­brigð­is­ráðu­neytið segir að ákvörðun ráð­herra um að taka gild öll vott­orð sem upp­fylla sömu kröf­ur, óháð upp­runa, gerir þeim sem bólu­settir hafa verið í Banda­ríkj­unum og Bret­landi kleift að fram­vísa vott­orði sem und­an­þiggur þá frá aðgerðum á landa­mær­un­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent