Áratuga sviptingar í flugbransanum

Mörg flugfélög eiga nú í erfiðleikum vegna afleiðinga kórónaveirunnar. Erfiðleikar, gjaldþrot og sameining eru þó ekki ný bóla í flugrekstri og dæmin eru mýmörg.

20. öldin hefur stundum verið kölluð öld flugsins. Öldin sem hinn nýi ferðamáti festi sig í sessi.
20. öldin hefur stundum verið kölluð öld flugsins. Öldin sem hinn nýi ferðamáti festi sig í sessi.
Auglýsing

Flestir kann­ast við Wow, Pri­mera, Iceland Express og Arn­ar­flug. Allt fyrr­ver­andi íslensk flug­fé­lög þar sem lagt var upp með fögur fyr­ir­heit og bjart­sýni að leið­ar­ljósi. Félög þar sem bjart­sýnin var kannski ekki í takt við raun­veru­leik­ann og til­vist þess­ara félaga heyrir sög­unni til. En fyrr­ver­andi flug­fé­lög er ekki íslenskur einka­klúbb­ur, öðru nær. Félögin sem farið hafa í þrot á und­an­förnum árum og ára­tugum skipta tug­um, lík­lega frekar hund­ruð­um. Cana­dian Air­lines, Air Ita­ly, EuroLOT, Sterl­ing, Pan Am, Ansett Australia, Mon­arch Air­lines, Air Berl­in, Germania eru aðeins örfá nöfn á löngum lista flug­fé­laga sem ekki eru lengur til.

Öld flugs­ins

20. öldin hefur stundum verið kölluð öld flugs­ins. Öldin sem hinn nýi ferða­máti festi sig í sessi. Tækni­fram­far­irnar voru næsta ótrú­leg­ar, flug­vél­arnar urðu sífellt full­komn­ari og hrað­fleyg­ari, og jafn­framt stærrri. Hér áður fyrr var elds­neyt­iseyðsla og útblástur ekki aðal­at­riði en nú er spar­neytni, og minni kolefn­islos­un, eitt helsta leið­ar­ljós fram­leið­enda. Og þró­unin er sjálf­sagt ekki á enda.

Auglýsing

Þjóð­arstolt

Framan af síð­ustu öld voru starf­andi mörg flug­fé­lög sem með réttu mætti kalla þjóð­ar­flug­fé­lög. Sumum þeirra hafði bein­línis verið komið á fót fyrir til­stilli rík­is­ins, eða með mynd­ar­legri aðstoð hins opin­bera í hverju landi.

Þótt við Íslend­ingar séum fámenn þjóð áttum við lengi vel tvö flug­fé­lög sem með réttu mátti kalla þjóð­ar­flug­fé­lög, Loft­leiðir og Flug­fé­lag Íslands. Starf­semi þeirra byggð­ist á mik­illi bjart­sýni og dugn­aði en þar kom að allir gerðu sér ljóst að ekki væri rekstr­ar­grund­völlur fyrir tvö milli­landa­flug­fé­lög í land­inu og árið 1973 voru félögin tvö sam­einuð undir nafn­inu Flug­leiðir en erlenda heitið var Icelanda­ir. Bæði eldri nöfnin voru þó til áfram og inn­an­lands­flugið bar lengi nafn Flug­fé­lags Íslands. Þessi saga verður ekki frekar rakin hér að öðru leyti en því að nafnið Flug­leiðir virð­ist algjör­lega horf­ið, nema í minn­ing­unni, og fyr­ir­tækið heitir nú Icelanda­ir.

Mörg „þjóð­ar­flug­fé­lag­anna“ nutu for­rétt­inda í sínum heima­lönd­um, nutu for­gangs og aðstöðumunar á flug­völlum og í flug­stöðv­um. Strangar reglur giltu um margt varð­andi flug­ið, hverjir máttu fljúga, hvert þeir máttu fljúga o.s.frv.

Breyt­ingar

Á tíunda ára­tug síð­ustu aldar urðu miklar breyt­ingar í flug­mál­um. Evr­ópu­sam­band­ið, og fyr­ir­renn­ari þess Efna­hags­banda­lag Evr­ópu, hafði lengi unnið að breyt­ingum í frjáls­ræð­isátt á þessu sviði. Árið 1991 urðu miklar breyt­ingar á reglum varð­andi vöru­flutn­inga og í árs­byrjun 1993 var síð­ustu tak­mörk­unum í milli­landa­flugi með far­þega rutt úr vegi. Jafn­framt þessu breytt­ust reglur varð­andi notkun flug­stöðva og flug­valla, þar sem heima­fé­lögin höfðu notið for­rétt­inda.

Þessar breyt­ingar höfðu mikil áhrif á „þjóð­ar­flug­fé­lög­in“, og mörg þeirra lifðu ekki af. Hin svo­nefndu lággjalda­fé­lög, Norweg­i­an, EasyJet, Ryan Air og fleiri urðu æ fyr­ir­ferð­ar­meiri. Mörg Evr­ópu­ríki völdu að styrkja „þjóð­ar­flug­fé­lögin til að tryggja áfram­hald­andi til­vist þeirra. Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hefur á und­an­förnum árum fjallað um ótal kærur vegna ólög­legra rík­is­styrkja til „þjóð­ar­flug­fé­lag­anna“, ekki síst eftir að flug lagð­ist að veru­legu leyti af vegna kór­óna­veirunnnar. Lággjalda­fé­lögin hafa ekki siglt lygnan sjó, ef svo má segja, und­an­farin ár. Minnstu mun­aði að Norweg­ian færi í þrot en á síð­ustu stundu tókst að forða því. Ryan Air lenti líka í miklum ólgu­sjó en nú eru lággjalda­fé­lög­in, að því er virð­ist, komin yfir mestu erf­ið­leik­ana, enda blússandi gangur í ferða­þjón­ust­unni.

Eins og áður sagði hafa á síð­ustu ára­tugum orðið miklar svipt­ingar í flug­brans­an­um, félög horfið eða sam­ein­ast öðr­um. Flug­rekstur er mjög sveiflu­kennd­ur, hagn­aður fljótur að breyt­ast í tap, og öfugt.

Eitt kemur þá annað fer

Hér verður greint frá örlögum nokk­urra félaga en list­inn er langt í frá tæm­andi.

Fyrsta nóv­em­ber árið 2001 lenti flug­vél frá belgíska flug­fé­lag­inu Sabena á Zaventem flug­vell­inum við Brus­sel. Vélin var að koma frá Cotonou í Benín, en lend­ingin tákn­aði enda­lok Sabena. Stjórn félags­ins hafði gert allt sem hugs­an­legt var til að bjarga því frá gjald­þroti en allt kom fyrir ekki. Sabena hafði starfað í 78 ár og var næstelsta flug­fé­lag í Evr­ópu. Á rústum félags­ins var til nýtt félag, SN Brussels Air­lines. Nokkrum árum síðar sam­ein­að­ist nýja félagið breska flug­fé­lag­inu Virgin Express og fékk þá nafnið Brussels Air­lines.

Swissair var stofnað árið 1931 og var lengi umtalað sem eitt traustasta flug­fé­lag í heimi, jafn­vel kallað „fljúg­andi banki“. Í kjöl­far hryðju­verk­anna í Banda­ríkj­unum 11. sept­em­ber 2001 stöðv­að­ist rekst­ur­inn um skeið en sviss­neska rík­is­stjórnin hljóp þá tíma­bundið undir bagga. Sögu Swissair lauk í lok mars 2002, með gjald­þroti. Til varð félagið Swiss, sem síðar varð hluti Luft­hansa félags­ins þýska. Sviss­nesk stjórn­völd tryggðu Swiss félag­inu nafnið Swissa­ir, til að tryggja að það lenti ekki í ann­arra hönd­um.

Ókyrrð í lofti hjá Alitalia og Iberia í mót­vindi

Þeir sem ferð­ast flug­leiðis þekkja flestir til­kynn­ingar um ókyrrð í lofti og ráð­legg­ingar um örygg­is­belti. Í rekstri ítalska flug­fé­lags­ins Alitalia hefur nán­ast frá stofnun árið 1946 ríkt ann­ars konar ókyrrð. Ítalska ríkið yfir­tók félagið árið 1961. Haft var á orði að vinnu­fatn­aður áhafna og starfs­fólks Alitalia væri sá flott­asti í brans­anum og þegar tísku­fröm­uð­ur­inn Georgio Armani fór að láta að sér kveða hann­aði hann bún­inga flug­á­hafna Alitalia, og inn­rétt­ingar flug­vél­anna. Bann Evr­ópu­sam­bands­ins við rík­is­styrkj­um, árið 2006, gerði Alitalia erfitt fyrir og á árunum 2007-2008 var reynt að selja félagið en samn­inga­við­ræður við Air France- KLM sigldu í strand á síð­ustu stundu. Útlitið var dökkt og ítalska ríkið hélt félag­inu á floti með neyð­ar­lán­um, í trássi við reglur ESB. Árið 2009 urðu eig­enda­skipti á félag­inu, Air France-KLM eign­uð­ust 25 pró­senta hlut í félag­inu. Rekst­ur­inn var áfram erfiður og 2013 bjarg­aði ítalska ríkið félag­inu fyrir horn. Árið 2015 keypti Eti­had Airways 49 pró­senta hlut í félag­inu, og til­kynnt var um miklar sparn­að­ara­gerð­ir. Í mars 2020 þjóð­nýtti ítalska ríkið félagið en félagið fór í þrot í októ­ber í fyrra. Nýtt félag, ITA, var stofnað á rústum hins gamla, að fullu í eigu ítalska ríks­ins. Nýja félagið keypti Alitalia nafn­ið.

Spænska rík­is­flug­fé­lagið Iberia var stofnað árið 1927. Félagið hefur ekki alla tíð haft byr undir vængjum og gengið á ýmsu í rekstr­in­um. Árið 2010 samdi stjórn félags­ins við Brit­ish Airways um sam­ein­ingu, sem varð að veru­leika í árs­byrjun 2011, móð­ur­fé­lagið heitir International Air­lines Group, IAG. Þrátt fyrir sam­ein­ing­una fljúga bæði Brit­ish Airways og Ibera áfram undir sínum gömlu nöfn­um.

Air France-KLM

Árið 2003 gengu franska flug­fé­lagið Air France og hol­lenska KLM félagið í eina sæng. KLM, stofnað 1919 er elsta starf­andi flug­fé­lag í heimi. Air France var stofnað 1933, við sam­ein­ingu nokk­urra franskra félaga. Sam­runi Air France og KLM var stað­festur árið 2004 og þá flaug hið sam­ein­aða félag, sem er meðal þeirra stærstu í Evr­ópu, til 225 áfanga­staða víða um heim.

Eins og nefnt var hér framar er list­inn yfir félög sem hafa logn­ast út af, skipt um nafn eða sam­ein­ast öðrum félög­um, ekki tæm­andi. Miklar svipt­ingar hafa á und­an­förnum árum orðið í banda­rískum flug­rekstri, sama gildir um Asíu og Suð­ur­-Am­er­íku, þar hafa ótal félög skotið upp koll­inum og önnur horf­ið. Allt þetta væri efni í annan pistil.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar