Áratuga sviptingar í flugbransanum

Mörg flugfélög eiga nú í erfiðleikum vegna afleiðinga kórónaveirunnar. Erfiðleikar, gjaldþrot og sameining eru þó ekki ný bóla í flugrekstri og dæmin eru mýmörg.

20. öldin hefur stundum verið kölluð öld flugsins. Öldin sem hinn nýi ferðamáti festi sig í sessi.
20. öldin hefur stundum verið kölluð öld flugsins. Öldin sem hinn nýi ferðamáti festi sig í sessi.
Auglýsing

Flestir kann­ast við Wow, Pri­mera, Iceland Express og Arn­ar­flug. Allt fyrr­ver­andi íslensk flug­fé­lög þar sem lagt var upp með fögur fyr­ir­heit og bjart­sýni að leið­ar­ljósi. Félög þar sem bjart­sýnin var kannski ekki í takt við raun­veru­leik­ann og til­vist þess­ara félaga heyrir sög­unni til. En fyrr­ver­andi flug­fé­lög er ekki íslenskur einka­klúbb­ur, öðru nær. Félögin sem farið hafa í þrot á und­an­förnum árum og ára­tugum skipta tug­um, lík­lega frekar hund­ruð­um. Cana­dian Air­lines, Air Ita­ly, EuroLOT, Sterl­ing, Pan Am, Ansett Australia, Mon­arch Air­lines, Air Berl­in, Germania eru aðeins örfá nöfn á löngum lista flug­fé­laga sem ekki eru lengur til.

Öld flugs­ins

20. öldin hefur stundum verið kölluð öld flugs­ins. Öldin sem hinn nýi ferða­máti festi sig í sessi. Tækni­fram­far­irnar voru næsta ótrú­leg­ar, flug­vél­arnar urðu sífellt full­komn­ari og hrað­fleyg­ari, og jafn­framt stærrri. Hér áður fyrr var elds­neyt­iseyðsla og útblástur ekki aðal­at­riði en nú er spar­neytni, og minni kolefn­islos­un, eitt helsta leið­ar­ljós fram­leið­enda. Og þró­unin er sjálf­sagt ekki á enda.

Auglýsing

Þjóð­arstolt

Framan af síð­ustu öld voru starf­andi mörg flug­fé­lög sem með réttu mætti kalla þjóð­ar­flug­fé­lög. Sumum þeirra hafði bein­línis verið komið á fót fyrir til­stilli rík­is­ins, eða með mynd­ar­legri aðstoð hins opin­bera í hverju landi.

Þótt við Íslend­ingar séum fámenn þjóð áttum við lengi vel tvö flug­fé­lög sem með réttu mátti kalla þjóð­ar­flug­fé­lög, Loft­leiðir og Flug­fé­lag Íslands. Starf­semi þeirra byggð­ist á mik­illi bjart­sýni og dugn­aði en þar kom að allir gerðu sér ljóst að ekki væri rekstr­ar­grund­völlur fyrir tvö milli­landa­flug­fé­lög í land­inu og árið 1973 voru félögin tvö sam­einuð undir nafn­inu Flug­leiðir en erlenda heitið var Icelanda­ir. Bæði eldri nöfnin voru þó til áfram og inn­an­lands­flugið bar lengi nafn Flug­fé­lags Íslands. Þessi saga verður ekki frekar rakin hér að öðru leyti en því að nafnið Flug­leiðir virð­ist algjör­lega horf­ið, nema í minn­ing­unni, og fyr­ir­tækið heitir nú Icelanda­ir.

Mörg „þjóð­ar­flug­fé­lag­anna“ nutu for­rétt­inda í sínum heima­lönd­um, nutu for­gangs og aðstöðumunar á flug­völlum og í flug­stöðv­um. Strangar reglur giltu um margt varð­andi flug­ið, hverjir máttu fljúga, hvert þeir máttu fljúga o.s.frv.

Breyt­ingar

Á tíunda ára­tug síð­ustu aldar urðu miklar breyt­ingar í flug­mál­um. Evr­ópu­sam­band­ið, og fyr­ir­renn­ari þess Efna­hags­banda­lag Evr­ópu, hafði lengi unnið að breyt­ingum í frjáls­ræð­isátt á þessu sviði. Árið 1991 urðu miklar breyt­ingar á reglum varð­andi vöru­flutn­inga og í árs­byrjun 1993 var síð­ustu tak­mörk­unum í milli­landa­flugi með far­þega rutt úr vegi. Jafn­framt þessu breytt­ust reglur varð­andi notkun flug­stöðva og flug­valla, þar sem heima­fé­lögin höfðu notið for­rétt­inda.

Þessar breyt­ingar höfðu mikil áhrif á „þjóð­ar­flug­fé­lög­in“, og mörg þeirra lifðu ekki af. Hin svo­nefndu lággjalda­fé­lög, Norweg­i­an, EasyJet, Ryan Air og fleiri urðu æ fyr­ir­ferð­ar­meiri. Mörg Evr­ópu­ríki völdu að styrkja „þjóð­ar­flug­fé­lögin til að tryggja áfram­hald­andi til­vist þeirra. Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hefur á und­an­förnum árum fjallað um ótal kærur vegna ólög­legra rík­is­styrkja til „þjóð­ar­flug­fé­lag­anna“, ekki síst eftir að flug lagð­ist að veru­legu leyti af vegna kór­óna­veirunnnar. Lággjalda­fé­lögin hafa ekki siglt lygnan sjó, ef svo má segja, und­an­farin ár. Minnstu mun­aði að Norweg­ian færi í þrot en á síð­ustu stundu tókst að forða því. Ryan Air lenti líka í miklum ólgu­sjó en nú eru lággjalda­fé­lög­in, að því er virð­ist, komin yfir mestu erf­ið­leik­ana, enda blússandi gangur í ferða­þjón­ust­unni.

Eins og áður sagði hafa á síð­ustu ára­tugum orðið miklar svipt­ingar í flug­brans­an­um, félög horfið eða sam­ein­ast öðr­um. Flug­rekstur er mjög sveiflu­kennd­ur, hagn­aður fljótur að breyt­ast í tap, og öfugt.

Eitt kemur þá annað fer

Hér verður greint frá örlögum nokk­urra félaga en list­inn er langt í frá tæm­andi.

Fyrsta nóv­em­ber árið 2001 lenti flug­vél frá belgíska flug­fé­lag­inu Sabena á Zaventem flug­vell­inum við Brus­sel. Vélin var að koma frá Cotonou í Benín, en lend­ingin tákn­aði enda­lok Sabena. Stjórn félags­ins hafði gert allt sem hugs­an­legt var til að bjarga því frá gjald­þroti en allt kom fyrir ekki. Sabena hafði starfað í 78 ár og var næstelsta flug­fé­lag í Evr­ópu. Á rústum félags­ins var til nýtt félag, SN Brussels Air­lines. Nokkrum árum síðar sam­ein­að­ist nýja félagið breska flug­fé­lag­inu Virgin Express og fékk þá nafnið Brussels Air­lines.

Swissair var stofnað árið 1931 og var lengi umtalað sem eitt traustasta flug­fé­lag í heimi, jafn­vel kallað „fljúg­andi banki“. Í kjöl­far hryðju­verk­anna í Banda­ríkj­unum 11. sept­em­ber 2001 stöðv­að­ist rekst­ur­inn um skeið en sviss­neska rík­is­stjórnin hljóp þá tíma­bundið undir bagga. Sögu Swissair lauk í lok mars 2002, með gjald­þroti. Til varð félagið Swiss, sem síðar varð hluti Luft­hansa félags­ins þýska. Sviss­nesk stjórn­völd tryggðu Swiss félag­inu nafnið Swissa­ir, til að tryggja að það lenti ekki í ann­arra hönd­um.

Ókyrrð í lofti hjá Alitalia og Iberia í mót­vindi

Þeir sem ferð­ast flug­leiðis þekkja flestir til­kynn­ingar um ókyrrð í lofti og ráð­legg­ingar um örygg­is­belti. Í rekstri ítalska flug­fé­lags­ins Alitalia hefur nán­ast frá stofnun árið 1946 ríkt ann­ars konar ókyrrð. Ítalska ríkið yfir­tók félagið árið 1961. Haft var á orði að vinnu­fatn­aður áhafna og starfs­fólks Alitalia væri sá flott­asti í brans­anum og þegar tísku­fröm­uð­ur­inn Georgio Armani fór að láta að sér kveða hann­aði hann bún­inga flug­á­hafna Alitalia, og inn­rétt­ingar flug­vél­anna. Bann Evr­ópu­sam­bands­ins við rík­is­styrkj­um, árið 2006, gerði Alitalia erfitt fyrir og á árunum 2007-2008 var reynt að selja félagið en samn­inga­við­ræður við Air France- KLM sigldu í strand á síð­ustu stundu. Útlitið var dökkt og ítalska ríkið hélt félag­inu á floti með neyð­ar­lán­um, í trássi við reglur ESB. Árið 2009 urðu eig­enda­skipti á félag­inu, Air France-KLM eign­uð­ust 25 pró­senta hlut í félag­inu. Rekst­ur­inn var áfram erfiður og 2013 bjarg­aði ítalska ríkið félag­inu fyrir horn. Árið 2015 keypti Eti­had Airways 49 pró­senta hlut í félag­inu, og til­kynnt var um miklar sparn­að­ara­gerð­ir. Í mars 2020 þjóð­nýtti ítalska ríkið félagið en félagið fór í þrot í októ­ber í fyrra. Nýtt félag, ITA, var stofnað á rústum hins gamla, að fullu í eigu ítalska ríks­ins. Nýja félagið keypti Alitalia nafn­ið.

Spænska rík­is­flug­fé­lagið Iberia var stofnað árið 1927. Félagið hefur ekki alla tíð haft byr undir vængjum og gengið á ýmsu í rekstr­in­um. Árið 2010 samdi stjórn félags­ins við Brit­ish Airways um sam­ein­ingu, sem varð að veru­leika í árs­byrjun 2011, móð­ur­fé­lagið heitir International Air­lines Group, IAG. Þrátt fyrir sam­ein­ing­una fljúga bæði Brit­ish Airways og Ibera áfram undir sínum gömlu nöfn­um.

Air France-KLM

Árið 2003 gengu franska flug­fé­lagið Air France og hol­lenska KLM félagið í eina sæng. KLM, stofnað 1919 er elsta starf­andi flug­fé­lag í heimi. Air France var stofnað 1933, við sam­ein­ingu nokk­urra franskra félaga. Sam­runi Air France og KLM var stað­festur árið 2004 og þá flaug hið sam­ein­aða félag, sem er meðal þeirra stærstu í Evr­ópu, til 225 áfanga­staða víða um heim.

Eins og nefnt var hér framar er list­inn yfir félög sem hafa logn­ast út af, skipt um nafn eða sam­ein­ast öðrum félög­um, ekki tæm­andi. Miklar svipt­ingar hafa á und­an­förnum árum orðið í banda­rískum flug­rekstri, sama gildir um Asíu og Suð­ur­-Am­er­íku, þar hafa ótal félög skotið upp koll­inum og önnur horf­ið. Allt þetta væri efni í annan pistil.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Kindle með penna og Pixel lekar
Kjarninn 3. október 2022
Mynd frá sænsku strandgæslunni sýnir hversu stór hvert og eitt gat á leiðslunni er. Uppstreymið raskaði sjó á um kílómetra svæði.
Fjöldi herskipa við gaslekana – Svæðið skilgreint sem „glæpavettvangur“
Þótt gas flæði ekki lengur út úr gasleiðslum Nord Stream 1 og 2 er enn gas í þeim. Á vettvang streymir nú fjöldi herskipa frá nokkrum ríkjum. Rússar gætu talið sig eiga rétt á að koma að rannsókninni þar sem atvikið átti sér stað á alþjóðlegu hafsvæði.
Kjarninn 3. október 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Kvenskörungurinn Jóninna Sigurðardóttir
Kjarninn 3. október 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytinga á lögum um stöðuveitingar.
Óheimilt verði að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi
Þingmaður Samfylkingar fer fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stöðuveitingar þar sem ráðherra verður óheimilt að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Einnig er lagt til að takmarka heimildir ráðherra til stöðuveitinga án auglýsingar.
Kjarninn 3. október 2022
Karl Englandskonungur hafði áhuga á að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Egyptalandi í næsta mánuði. Liz Truss forsætisráðherra finnst það ekki svo góð hugmynd.
Truss vill ekki að Karl konungur sæki COP27
Umhverfismál hafa löngum verið Karli konungi hugleikin. Hann mun hins vegar ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í næsta mánuði þar sem Lis Truzz forsætisráðherra ráðlagði honum að fara ekki.
Kjarninn 3. október 2022
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Segir Jón Baldvin „haga sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni“
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi „mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum.“ Það þurfi hins vegar að horfast í augu við að þeir geri það.
Kjarninn 3. október 2022
Joola marar í hálfu kafi undan ströndum Gambíu, daginn eftir slysið.
444 börn
Titanic Afríku hefur ferjan Joola verið kölluð. Það er þó sannarlega ekki vegna glæsileika hennar heldur af því að hún hlaut sömu skelfilegu örlög.
Kjarninn 2. október 2022
Ólöf Sverrisdóttir ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi í eitt ár. Úr varð ljóðabókin Hvítar fjaðrir.
Ljóðin féllu eins og hvítar fjaðrir af himnum ofan
Ólöf Sverrisdóttir leikkona ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi og við það fóru ljóðin að koma til hennar í svefnrofanum á morgnana. Afraksturinn ber heitið „Hvítar fjaðrir“ og safnað er fyrir útgáfu ljóðabókarinnar á Karolina fund.
Kjarninn 2. október 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar