Flugvellir teppast um allan heim

Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Evrópu, Ástralíu og Bandaríkjunum á síðustu dögum, samhliða aukinni eftirspurn eftir millilandaflugi eftir faraldurinn og skorti á vinnuafli.

Búist er við mikilli umferð um Keflavíkurflugvöll næstu dagana.
Búist er við mikilli umferð um Keflavíkurflugvöll næstu dagana.
Auglýsing

Mik­ill fjöldi flug­far­þega á Vest­ur­löndum í dymbil­vik­unni, sam­hliða útbreiddum veik­indum flug­vall­ar­starfs­manna og erf­ið­leikum við að ráða í stöð­ur, hafa skapað miklar tafir á flug­völlum í Evr­ópu, Ástr­alíu og Banda­ríkj­unum á síð­ustu dög­um. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg.

Fleiri ferða­menn og færri starfs­menn

Sam­kvæmt frétt­inni hefur flug­far­þegum fjölgað tölu­vert á síð­ustu vikum á ýmsum flug­völl­um, eftir því sem áhrif síð­ustu bylgju far­ald­urs­ins eru að fjara út og nær dregur pásk­um.

Þeirra á meðal er flug­völl­ur­inn í Sydney í Ástr­al­íu, en fram­kvæmda­stjóri hans, Geoff Cul­bert, sagði far­þega­fjöld­ann þar vera um 80 pró­sent af heild­ar­fjölda far­þega um völl­inn á sam­bæri­legum tíma fyrir heims­far­ald­ur­inn. Hins vegar væru færri starfs­menn á hvern far­þega, þar sem flug­völl­ur­inn hafi ein­ungis náð að manna 60 pró­sent af öllum lausum stöð­um.

Auglýsing

Svipuð staða er uppi á ten­ingnum í Banda­ríkj­un­um, en Tony Fern­and­es, stofn­andi AirAsia Group, sagði í við­tali við Bloomberg að flug­vellir þar væri „stút­full­ir“ af far­þeg­um.

Sömu­leiðis hefur far­þega­fjöldi um Heat­hrow-flug­völl sjö­fald­ast á síð­ustu tólf mán­uð­um, en sam­hliða því hafa seink­anir á flug­ferðum orðið mun tíð­ari. Flug­völl­ur­inn hefur fengið landamæra­verði að láni frá Skotlandi og Norð­ur­-Ír­landi til að geta tekið á móti þessum aukna ferða­manna­fjölda og hyggst sömu­leiðis ráða tólf þús­und nýja starfs­menn vegna þess.

Fram­kvæmda­stjóri ástr­alska flug­fé­lags­ins Qantas segir útbreidd COVID-smit vera eina ástæðu fyrir því að erfitt sé að manna í stöð­ur, en fjar­vera starfs­manna þar nemi nú á milli 20 til 50 pró­sentum vegna þeirra.

Nán­ast full­bókuð stæði á Kefla­vík­ur­flug­velli

Fyrr í þess­ari viku sendi Isa­via frá sér til­kynn­ingu um að bíla­stæðin við flug­völl­inn gætu fyllst nú um pásk­ana. Voru far­þegar hvattir til að bóka sér bíla­stæði í bók­un­ar­kerfi á vef Isa­via til að tryggja sér stæði um páskana, eða nýta sér aðrar leið­ir, líkt og rút­ur, stræt­ó­ferðir eða bíla­stæða­þjón­ustu í nágrenni flug­vall­ar­ins.

Þrátt fyrir mikla umferð hefur flug­völl­ur­inn ekki lent í sömu mönn­un­ar­vand­ræðum og aðrir flug­vellir erlend­is, en sam­kvæmt Gretti Gauta­syni, stað­gengli upp­lýs­inga­full­trúa Isa­via, hefur gengið vel að ráða í stöður sam­hliða fjölgun far­þega.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent