Flugvellir teppast um allan heim

Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Evrópu, Ástralíu og Bandaríkjunum á síðustu dögum, samhliða aukinni eftirspurn eftir millilandaflugi eftir faraldurinn og skorti á vinnuafli.

Búist er við mikilli umferð um Keflavíkurflugvöll næstu dagana.
Búist er við mikilli umferð um Keflavíkurflugvöll næstu dagana.
Auglýsing

Mik­ill fjöldi flug­far­þega á Vest­ur­löndum í dymbil­vik­unni, sam­hliða útbreiddum veik­indum flug­vall­ar­starfs­manna og erf­ið­leikum við að ráða í stöð­ur, hafa skapað miklar tafir á flug­völlum í Evr­ópu, Ástr­alíu og Banda­ríkj­unum á síð­ustu dög­um. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg.

Fleiri ferða­menn og færri starfs­menn

Sam­kvæmt frétt­inni hefur flug­far­þegum fjölgað tölu­vert á síð­ustu vikum á ýmsum flug­völl­um, eftir því sem áhrif síð­ustu bylgju far­ald­urs­ins eru að fjara út og nær dregur pásk­um.

Þeirra á meðal er flug­völl­ur­inn í Sydney í Ástr­al­íu, en fram­kvæmda­stjóri hans, Geoff Cul­bert, sagði far­þega­fjöld­ann þar vera um 80 pró­sent af heild­ar­fjölda far­þega um völl­inn á sam­bæri­legum tíma fyrir heims­far­ald­ur­inn. Hins vegar væru færri starfs­menn á hvern far­þega, þar sem flug­völl­ur­inn hafi ein­ungis náð að manna 60 pró­sent af öllum lausum stöð­um.

Auglýsing

Svipuð staða er uppi á ten­ingnum í Banda­ríkj­un­um, en Tony Fern­and­es, stofn­andi AirAsia Group, sagði í við­tali við Bloomberg að flug­vellir þar væri „stút­full­ir“ af far­þeg­um.

Sömu­leiðis hefur far­þega­fjöldi um Heat­hrow-flug­völl sjö­fald­ast á síð­ustu tólf mán­uð­um, en sam­hliða því hafa seink­anir á flug­ferðum orðið mun tíð­ari. Flug­völl­ur­inn hefur fengið landamæra­verði að láni frá Skotlandi og Norð­ur­-Ír­landi til að geta tekið á móti þessum aukna ferða­manna­fjölda og hyggst sömu­leiðis ráða tólf þús­und nýja starfs­menn vegna þess.

Fram­kvæmda­stjóri ástr­alska flug­fé­lags­ins Qantas segir útbreidd COVID-smit vera eina ástæðu fyrir því að erfitt sé að manna í stöð­ur, en fjar­vera starfs­manna þar nemi nú á milli 20 til 50 pró­sentum vegna þeirra.

Nán­ast full­bókuð stæði á Kefla­vík­ur­flug­velli

Fyrr í þess­ari viku sendi Isa­via frá sér til­kynn­ingu um að bíla­stæðin við flug­völl­inn gætu fyllst nú um pásk­ana. Voru far­þegar hvattir til að bóka sér bíla­stæði í bók­un­ar­kerfi á vef Isa­via til að tryggja sér stæði um páskana, eða nýta sér aðrar leið­ir, líkt og rút­ur, stræt­ó­ferðir eða bíla­stæða­þjón­ustu í nágrenni flug­vall­ar­ins.

Þrátt fyrir mikla umferð hefur flug­völl­ur­inn ekki lent í sömu mönn­un­ar­vand­ræðum og aðrir flug­vellir erlend­is, en sam­kvæmt Gretti Gauta­syni, stað­gengli upp­lýs­inga­full­trúa Isa­via, hefur gengið vel að ráða í stöður sam­hliða fjölgun far­þega.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Var Ríkisendurskoðun að misskilja eða veitti Bankasýslan ráðherra ekki réttar upplýsingar?
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarnar vikur. Þar hefur meðal annars verið tekist á um hvort Bankasýsla ríkisins hafi verið að fullu meðvituð um hver eftirspurn eftir bréfum í bankanum.
Kjarninn 3. desember 2022
Elísabet Englandsdrottning og hirðdaman Susan Hussey voru nánar vinkonur og samstarfskonur.
Aldursfordómar að kenna elli hirðdömu um kynþáttafordóma
Hirðdama á níræðisaldri hefur sagt skilið við bresku hirðina eftir að hafa látið rasísk ummæli falla um formann góðgerðarsamtaka í móttöku í Buckingham-höll. Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem kynþáttafordómar varpa skugga á konungsfjölskylduna.
Kjarninn 2. desember 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að framlengja fjölmiðlastyrki til tveggja ára en ekki eins árs
Þvert á það sem Kjarninn hefur heimildir fyrir að hafi orðið niðurstaðan á ríkisstjórnarfundi fyrr í vikunni er nú komið fram frumvarp sem framlengir styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til tveggja ára.
Kjarninn 2. desember 2022
Helgi Þór Ingason
Yfirmaður minn – vitvélin?
Kjarninn 2. desember 2022
Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkurborgar.
Starfsmenn voru að meðaltali 4,5 sekúndur að slá inn kennitöluna í mötuneytinu
Sérfræðingar borgarinnar fylgdust með starfsmönnum stjórnsýslunnar í borginni skammta sér á diska og komust að þeirri niðurstöðu að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um stafræna umbreytingu í mötuneytum svaraði vart kostnaði.
Kjarninn 2. desember 2022
Forsvarsmenn Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun, ásamt tveimur lögfræðingum frá Logos.
Bankasýslumenn ekki orðnir afhuga tilboðsfyrirkomulaginu
Forsvarsmenn Bankasýslunnar sátu fyrir svörum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun og voru þar spurðir hvort þeir myndu mæla með tilboðsfyrirkomulagi í framtíðar bankasölum ríkisins.
Kjarninn 2. desember 2022
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent