Ofsaveður í Afríku meiri og verri vegna loftslagsbreytinga

Loftslagsbreytingar orsökuðu meiri rigningar og meiri eyðileggingu en vanalega í nokkrum ofsaveðrum í suðurhluta Afríku fyrr á þessu ári að mati vísindamanna.

Fellibylur olli gríðarlegum flóðum á Madagaskar í janúar.
Fellibylur olli gríðarlegum flóðum á Madagaskar í janúar.
Auglýsing

Sam­tök sem sér­hæfa sig í að fylgj­ast með breyt­ingum á veð­ur­fari og kort­leggja frá­vik (World Weather Attribution, WWA) telja að gríð­ar­leg rign­ing­ar­veður séu algeng­ari í sunn­an­veðri Afr­íku en áður og í nýrri skýrslu þeirra kemur fram að lofts­lags­breyt­ingar hafi aukið á eyði­legg­ingu vegna ofsa­veðra sem geisað hafa á svæð­inu á fyrstu mán­uðum árs­ins.

Auglýsing

Veðrið í nokkrum löndum sunnan mið­baugs hefur verið mjög óvenju­legt það sem af er ári. Þrír felli­byljir og tveir hita­belt­is­stormar gengu yfir á aðeins sex vikna tíma­bili. Þetta hafði mikil og nei­kvæð áhrif á líf yfir einnar millj­ónar manna, m.a. vegna mik­illar úrkomu og flóða. Að minnsta kosti 230 manns lét­ust vegna veð­urofsans, segir í skýrslu WWA.

Vís­inda­menn sam­tak­anna segja að vegna mjög tak­mark­aðra veð­ur­gagna sé þó ekki hægt að full­yrða að lofts­lags­breyt­ingar séu að auka tíðni slíkra ofsa­veðra.

Fjöldahjálparmiðstöð í Antananarivo, höfuðborg Madagaskar, vegna fellibyls. Mynd: EPA

Fyrsti felli­byl­ur­inn sem fékk nafnið Ana skall á í jan­úar og olli umfangs­mik­illi eyði­legg­ingu í Madaga­skar, Mósam­bík og Malaví. Tugir létu lífið og þús­undir urðu inn­lyksa þar sem vegir og brýr eyðilögð­ust í flóð­um.

Vís­inda­menn á vegum WWA báru saman gögn um veðrið í ár og veð­ur­far síð­ustu ára en rák­ust fljótt á veggi þar sem sam­felldar úrkomu­mæl­ingar hafa ekki verið gerðar í þessum heims­hluta. Í frétt BBC um málið segja vís­inda­menn­irnir að aðeins fjórar af 23 veð­ur­stöðvum á þeim svæðum í Mósam­bík sem urðu hvað verst úti hafa safnað gögnum í fjóra ára­tugi og engin veð­ur­stöð á Madaga­skar eða í Malaví.

Meiri rign­ing og meiri skemmdir

Hins vegar er það nið­ur­staðan að lofts­lags­breyt­ingar hafi þegar orðið til þess að ill­viðrin eru kraft­meiri og verri en áður þótt ekki sé hægt að stað­festa að tíðni þeirra sé að aukast.

„Úr­koma sem teng­ist svona stormum er orðin lík­legri og meiri en áður,“ hefur BBC eftir Friederike Otto, einum vís­inda­mann­anna. „Það sem við getum svo sagt með vissu er að skemmdir af völdum svona óveðra eru meiri.“

Otto segir að enn einu sinni komi ber­lega í ljós að lofts­lags­breyt­ingar af manna­völdum muni hafa mest áhrif á líf fólk sem beri minnsta ábyrgð á þeim. „Efnuð ríki ættu að standa við skuld­bind­ingar sína og auka fjár­fram­lög til fyr­ir­byggj­andi aðgerða og til greiðslu bóta til handa fórn­ar­lömbum ofsa­veðra af völdum lofts­lags­breyt­inga.“

Vís­inda­menn hafa margir bent á að nauð­syn­legt sé að efla rann­sóknir á veðri í Afr­íku. Aðeins þannig væri hægt að meta fylli­lega þau fyr­ir­sjá­an­legu áhrif sem þar eiga eftir að verða vegna lofts­lags­breyt­ing­anna. „Það þarf að und­ir­búa útsett fólk og inn­viði sam­fé­lag­anna svo betur sé hægt að takast á við vána,“ hefur BBC eftir

Izi­dine Pin­to, pró­fessor við Háskól­ann í Höfða­borg í Suð­ur­-Afr­íku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Olíubirgðastöðin í Örfirisey.
Eigum aðeins eldsneytisbirgðir til 20-50 daga
Eldsneytisbirgðir hér á landi eru langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem í gildi eru innan Evrópusambandsins og víðar. Dæmi eru um að birgðir þotueldsneytis hafi farið undir tíu daga.
Kjarninn 28. september 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn: Líkur hafa aukist á að fasteignaverð lækki
Útreikningar Seðlabankans á hlutfalli íbúðaverðs og launavísitölu hafa allt frá í mars gefið til kynna bólumyndun á íbúðamarkaði. Hvernig markaðurinn mun mögulega leiðrétta sig er óvíst, en hröð leiðrétting og nafnverðslækkanir eru möguleiki.
Kjarninn 28. september 2022
Gas streymir upp á yfirborðið í Eystrasalti út úr leiðslunum á hafsbotni.
Hvað gerðist eiginlega í Eystrasalti?
Allur vafi hefur nú verið tekinn af því hvort að rússneskt gas muni streyma til Evrópu í vetur. Sprengingar sem mældust á jarðskjálftamælum og gerðu risastór göt á leiðslurnar í Eystrasalti hafa veitt þeim vangaveltum náðarhöggið.
Kjarninn 28. september 2022
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði á milli mánaða en ársverðbólga dregst saman annan mánuðinn í röð. Miklar lækkanir á flugfargjöldum til útlanda skiptu miklu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiErlent