Svíar út um neyðarútganginn

SAS flugfélagið hefur lengi átt í rekstrarerfiðleikum. Útlitið hefur aldrei verið dekkra og félagið sárvantar rekstrarfé. Svíar ætla ekki að opna budduna og vilja draga sig út úr SAS. Framtíð félagsins er í óvissu og nú boða flugmenn félagsins verkfall.

SAS flugvél
Auglýsing

Síð­ast­lið­inn þriðju­dag, 7. júní, boð­aði sænski atvinnu­mála­ráð­herrann, Karl-Petter Thorwalds­son til frétta­manna­fund­ar, með skömmum fyr­ir­vara. Á fund­inum til­kynnti ráð­herr­ann að Svíar væru ekki til­búnir að leggja SAS flug­fé­lag­inu til aukið fjár­magn. „SAS verður að leita annað eftir fjár­magni, sænski pen­inga­kass­inn er lok­að­ur,“ sagði ráð­herr­ann. Þessi yfir­lýs­ing ráð­herr­ans vakti athygli og verður ekki til að draga úr erf­ið­leikum SAS sem voru þó ærnir fyr­ir.

Nokkrum dögum fyrir frétta­manna­fund sænska ráð­herr­ans til­kynnti stjórn SAS að áætlun félags­ins sem sett var fram fyrr á þessu ári, nefnd SAS forward, um nið­ur­skurð og sparnað gengi ekki eft­ir. Nú þarf félagið nauð­syn­lega á auknu fé að halda, að mati stjórn­enda þess 6,8 millj­arða danskra króna (127 millj­arða íslenska) til að halda rekstr­inum gang­andi og SAS forward áætl­unin gangi upp. Nú virð­ist ljóst að þeir pen­ingar komi ekki úr sænska rík­is­kass­an­um. En í orðum sænska atvinnu­mála­ráð­herr­ans lá fleira.

Auglýsing

Vilja draga sig út úr SAS

Karl-Petter Thorwalds­son sagði á áður­nefndum frétta­manna­fundi að þótt sænska stjórnin styddi neyð­ar­á­ætlun SAS stefndi stjórnin jafn­framt að því að draga úr eign­ar­haldi sænska rík­is­ins í félag­inu. Sænska ríkið á nú 21.8 pró­senta hlut í SAS, danska ríkið á annað eins og aðrir aðilar afgang­inn. Félagið var skráð á hluta­bréfa­markað árið 2001.

Karl-Petter Thorwaldsson Mynd: EPA

Scand­in­av­ian Air­lines System, eins og félagið hét upp­haf­lega var form­lega stofnað 1. ágúst 1946. Til­gang­ur­inn með stofnun SAS, eins og félagið hefur frá upp­hafi verið kall­að, var að sam­eina milli­landa­flug þriggja félaga: Svensk Interkontinental Luft­trafik, Det Danske Luft­fartselskab og Det Nor­ske Luft­fartsel­skap. Félögin þrjú héldu áfram inn­an­lands­flugi, hvert í sínu landi, næstu árin en eftir 1950 náði starf­semi félags­ins (sem nú heitir Scand­in­av­ian Air­lines) einnig til inn­an­lands­flugs­ins.  

Norð­menn drógu sig út úr SAS árið 2018 og ef Svíar fara sömu leið standa Danir einir stofn­end­anna eft­ir.

Setur Dani í mik­inn vanda

Yfir­lýs­ing Svía kemur á afar óheppi­legum tíma fyrir SAS. Félag­ið, sem er mjög skuldugt, á í við­ræðum við lána­drottna um að breyta skuldum í hlutafé og ákvörðun Svía auð­veldar ekki þá samn­inga. Jafn­framt á félagið í við­ræðum við stétt­ar­fé­lög um breytt fyr­ir­komu­lag í því skyni að draga úr kostn­aði.

Danska rík­is­stjórnin hefur enn sem komið er lítið vilja segja en Nico­lai Wammen fjár­mála­ráð­herra sagði í við­tali við danska útvarpið að stjórnin myndi, um miðjan þennan mán­uð, greina frá áætl­unum sínum varð­andi fram­tíð SAS. Í við­tölum við fjöl­miðla hafa margir danskir stjórn­mál­menn lýst þeirri skoðun að mik­il­vægt sé að tryggja rekstur SAS, en áætl­anir þar að lút­andi verði að vera raun­sæjar og lúta ákveðnum skil­yrð­um.

Hverjir eru mögu­leik­arn­ir?

Ljóst er að SAS þarf nauð­syn­lega á auknu fjár­magni að halda til að tryggja áfram­hald­andi rekst­ur. Spurn­ingin er hvaðan þeir pen­ingar geti kom­ið. Miðað við ummæli danskra stjórn­mála­manna, bæði stuðn­ings­flokka stjórn­ar­innar og stjórn­ar­and­stöð­unnar virð­ist lík­legt að þingið muni sam­þykkja að styðja við bakið á SAS.

Danskir fjöl­miðlar hafa leitað álits fjár­mála­sér­fræð­inga og spurt hverjir gætu hugs­an­leg haft áhuga fyrir að fjár­festa í SAS. Án þess að nefna til­tekna fjár­festa eða fyr­ir­tæki sögðu þeir sem leitað var til að lík­legt væri að kaup­endur fynd­ust að hlut í SAS, eða jafn­vel félag­inu öllu. Vitað er að þýska flug­fé­lagið Luft­hansa hefur lengi rennt hýru auga til SAS og myndi að lík­indum íhuga alvar­lega að kom­ast þar til áhrifa.

Hver yrði staða Kastrup flug­vall­ar?

Í tengslum við hugs­an­legar breyt­ingar á eig­enda­hópi SAS, einkum ef nýir fjár­fest­ar, aðrir en danskir koma til sög­unnar vakna spurn­ingar varð­andi fram­tíð Kastrup flug­vall­ar. Þing­menn hafa í sam­tölum við fjöl­miðla lagt mikla áherslu á mik­il­vægi flug­vall­ar­ins. Í dag starfa um 14 þús­und manns á flug­vell­inum og fer fjölg­andi, fyrir kór­óna­veiruna vorum starfs­menn um 22 þús­und.

Ef erlendir fjárfestar kæmu að rekstri SAS er, að mati danskra sérfræðinga, ekki öruggt að Kastrup flugvöllur yrði sama ,,umferðarmiðstöðin“ og nú er. Mynd: Bára Huld Beck

Kaup­manna­höfn er vin­sæll ferða­manna­stað­ur, millj­ónir ferða­manna heim­sækja borg­ina ár hvert, og tekj­urnar vegna þeirra skipta veru­legu máli í danska þjóð­ar­bú­skapn­um. Ef erlendir fjár­festar kæmu að rekstri SAS er, að mati danskra sér­fræð­inga, ekki öruggt að Kastrup flug­völlur yrði sama „um­ferð­ar­mið­stöð­in“ og nú er. Troels Lund Poul­sen, fyrr­ver­andi atvinnu­mála­ráð­herra og fjár­mála­tals­mað­ur, Ven­stre, stærsta stjórn­ar­and­stöðu­flokks­ins á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, sagði í við­tali við danska útvarp­ið, að allt þetta yrði að taka með í reikn­ing­inn þegar rætt væri um fram­tíð SAS. „Að mati okkar í Ven­stre má SAS ekki fara í þrot.“

Flug­menn boða verk­fall ef ekki semst

Að morgni síð­ast­lið­ins fimmtu­dags, 9. júní, sendi félag flug­manna hjá SAS, Dansk Pilot­for­en­ing, frá sér til­kynn­ingu. Þar kom fram að eftir margra mán­aða samn­inga­við­ræð­ur, sem engu hefðu skil­að, væri boðað til verk­falls frá og með 24. júní, ef samn­ingar nást ekki fyrir þann tíma. Um er að ræða þús­und flug­menn, í Dan­mörku, Sví­þjóð og Nor­egi. Hen­rik Thyregod, for­maður Dansk Pilot­for­en­ing, sagði í við­tali að flug­menn hefðu lagt sig alla fram en stjórn SAS stæði þversum í öllum samn­inga­málum og verk­fall væri síð­asta úrræði flug­manna.

Ein helsta krafa flug­manna er að SAS stofni ekki ný dótt­ur­fé­lög í því skyni að ráða flug­menn á öðrum og lak­ari kjörum en þeir búa nú við. ,,Þessu hefur SAS ekki viljað lofa“ sagði Hen­rik Thyregod. Nokkrum klukku­stundum eftir til­kynn­ingu flug­manna sendi yfir­stjórn SAS frá sér yfir­lýs­ingu. Þar segir að hót­anir flug­manna sýni algjört skiln­ings­leysi þeirra á stöðu félags­ins og þeir setji eigin hags­muni ofar öðru. „Verk­fall flug­manna gæti orðið bana­biti SAS,“ segir í yfir­lýs­ingu yfir­stjórn­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar