Opinn fyrir því að selja banka til að fjármagna samgöngusáttmála

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að fleiri möguleikar séu til staðar til að afla 60 milljarða króna til samgönguframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu en að setja á veggjöld. Einn slíkur möguleiki er að selja ríkisbanka.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að þegar sam­komu­lag sam­komu­lag um upp­­­­­bygg­ingu sam­­­göng­u­inn­viða og al­­­menn­ings­­­sam­­­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sé skoðað sé aug­ljóst að aðrir fjár­mögn­un­ar­mögu­leikar en veggjöld séu til stað­ar. „Ég hef nefnt dæmi um fjar­mögn­un­ar­leið sem ríkið get­ur aug­­ljós­­lega sótt í sem er að losa um eign­­ar­hald á fjár­­­mála­­fyr­ir­tækj­um og þannig aukið getu sínu til að fara í stofn­­vega­fram­­kvæmd­­ir.“ Þetta kemur fram á mbl.­is. 

Um­rætt sam­komu­lag var und­ir­ritað við Tjarn­ar­götu í gær en sveit­­ar­­fé­lögin sem eiga aðild að sam­komu­lag­inu eru Garða­­bær, Hafn­­ar­­fjörð­­ur, Kópa­vog­­ur, Mos­­fells­­bær, Reykja­vík og Sel­tjarn­­ar­­ness. Heild­­ar­um­­fang er metið um 120 millj­­arðar króna, en ríkið mun leggja til 45 millj­­arða, sveit­­ar­­fé­lögin 15 millj­­arða og svo mun sér­­­stök fjár­­­mögn­un, og þá mögu­lega veggjöld að ein­hverju leyti, fjár­­­magna afgang­inn, eða sem nemur um 60 millj­­örð­­um.

Nú liggur ljóst fyrir að Bjarni er opinn fyrir því að sækja þá 60 millj­arða króna, að minnsta kosti að hluta, með sölu á bönk­um. 

Bjarni hefur rætt umtals­vert um mögu­lega banka­sölu und­an­far­ið, en ríkið á bæði Lands­­bank­ann og Íslands­­­banka. Heim­ild er í fjár­­lögum til að selja allt hlutafé í Íslands­­­banka og allt að 34 pró­­sent hlut í Lands­­bank­an­­um. Bjarni sagð­i við RÚV í gær að hann von­að­ist til þess að salan á Íslands­­­banka gæti haf­ist á næstu vik­­um.

Auglýsing
Það yrði gert á grund­velli til­­lögu frá Banka­­sýslu rík­­is­ins, sem hefur það hlut­verk að halda á eign rík­­is­ins í fjár­­­mála­­fyr­ir­tækj­u­m. 

Greint var frá því í Mark­aðnum byrjun mán­aðar að í nýlegu minn­is­­blaði Banka­­sýsl­unnar væri lagt til að annað hvort ætti að selja að minnsta kosti 25 pró­­­sent hlut í Íslands­­­­­banka í hluta­fjár­­­út­­­­­boði og skrá þau bréf tví­­­hliða á mark­að, eða að selja allt að öllu hlutafé í bank­­­anum með upp­­­­­boðs­­­leið þar sem önnur fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tæki eða sjóðir geti gert til­­­­­boð í hann. Banka­sýslan bíður nú eftir réttu tíma­setn­ing­unni til að leggja það minn­is­blað fram opin­ber­lega. 

Sam­an­lagt eigið fé bank­anna tveggja í dag er um 417 millj­­­­arðar króna. Rík­­­­is­­­­bank­­­­arnir greiddu eig­endum sínum 207 millj­­­­arða króna í arð á árunum 2013-2018.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Forseti Kína, Xi Jinping.
Hvers vegna gengur svona vel í Kína?
Nýjustu efnahagstölur sýna fram á mikinn hagvöxt í Kína og búist er við að hann muni aukast á næstunni. Hvernig má það vera að svona vel gangi í upprunalandi kórónuveirunnar á meðan flest önnur ríki heimsins eru í djúpri kreppu vegna hennar?
Kjarninn 19. október 2020
Karna Sigurðardóttir
BRAS – ÞORA! VERA! GERA!
Kjarninn 19. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent