Opinn fyrir því að selja banka til að fjármagna samgöngusáttmála

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að fleiri möguleikar séu til staðar til að afla 60 milljarða króna til samgönguframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu en að setja á veggjöld. Einn slíkur möguleiki er að selja ríkisbanka.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að þegar sam­komu­lag sam­komu­lag um upp­­­­­bygg­ingu sam­­­göng­u­inn­viða og al­­­menn­ings­­­sam­­­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sé skoðað sé aug­ljóst að aðrir fjár­mögn­un­ar­mögu­leikar en veggjöld séu til stað­ar. „Ég hef nefnt dæmi um fjar­mögn­un­ar­leið sem ríkið get­ur aug­­ljós­­lega sótt í sem er að losa um eign­­ar­hald á fjár­­­mála­­fyr­ir­tækj­um og þannig aukið getu sínu til að fara í stofn­­vega­fram­­kvæmd­­ir.“ Þetta kemur fram á mbl.­is. 

Um­rætt sam­komu­lag var und­ir­ritað við Tjarn­ar­götu í gær en sveit­­ar­­fé­lögin sem eiga aðild að sam­komu­lag­inu eru Garða­­bær, Hafn­­ar­­fjörð­­ur, Kópa­vog­­ur, Mos­­fells­­bær, Reykja­vík og Sel­tjarn­­ar­­ness. Heild­­ar­um­­fang er metið um 120 millj­­arðar króna, en ríkið mun leggja til 45 millj­­arða, sveit­­ar­­fé­lögin 15 millj­­arða og svo mun sér­­­stök fjár­­­mögn­un, og þá mögu­lega veggjöld að ein­hverju leyti, fjár­­­magna afgang­inn, eða sem nemur um 60 millj­­örð­­um.

Nú liggur ljóst fyrir að Bjarni er opinn fyrir því að sækja þá 60 millj­arða króna, að minnsta kosti að hluta, með sölu á bönk­um. 

Bjarni hefur rætt umtals­vert um mögu­lega banka­sölu und­an­far­ið, en ríkið á bæði Lands­­bank­ann og Íslands­­­banka. Heim­ild er í fjár­­lögum til að selja allt hlutafé í Íslands­­­banka og allt að 34 pró­­sent hlut í Lands­­bank­an­­um. Bjarni sagð­i við RÚV í gær að hann von­að­ist til þess að salan á Íslands­­­banka gæti haf­ist á næstu vik­­um.

Auglýsing
Það yrði gert á grund­velli til­­lögu frá Banka­­sýslu rík­­is­ins, sem hefur það hlut­verk að halda á eign rík­­is­ins í fjár­­­mála­­fyr­ir­tækj­u­m. 

Greint var frá því í Mark­aðnum byrjun mán­aðar að í nýlegu minn­is­­blaði Banka­­sýsl­unnar væri lagt til að annað hvort ætti að selja að minnsta kosti 25 pró­­­sent hlut í Íslands­­­­­banka í hluta­fjár­­­út­­­­­boði og skrá þau bréf tví­­­hliða á mark­að, eða að selja allt að öllu hlutafé í bank­­­anum með upp­­­­­boðs­­­leið þar sem önnur fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tæki eða sjóðir geti gert til­­­­­boð í hann. Banka­sýslan bíður nú eftir réttu tíma­setn­ing­unni til að leggja það minn­is­blað fram opin­ber­lega. 

Sam­an­lagt eigið fé bank­anna tveggja í dag er um 417 millj­­­­arðar króna. Rík­­­­is­­­­bank­­­­arnir greiddu eig­endum sínum 207 millj­­­­arða króna í arð á árunum 2013-2018.Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent