Opinn fyrir því að selja banka til að fjármagna samgöngusáttmála

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að fleiri möguleikar séu til staðar til að afla 60 milljarða króna til samgönguframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu en að setja á veggjöld. Einn slíkur möguleiki er að selja ríkisbanka.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að þegar sam­komu­lag sam­komu­lag um upp­­­­­bygg­ingu sam­­­göng­u­inn­viða og al­­­menn­ings­­­sam­­­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sé skoðað sé aug­ljóst að aðrir fjár­mögn­un­ar­mögu­leikar en veggjöld séu til stað­ar. „Ég hef nefnt dæmi um fjar­mögn­un­ar­leið sem ríkið get­ur aug­­ljós­­lega sótt í sem er að losa um eign­­ar­hald á fjár­­­mála­­fyr­ir­tækj­um og þannig aukið getu sínu til að fara í stofn­­vega­fram­­kvæmd­­ir.“ Þetta kemur fram á mbl.­is. 

Um­rætt sam­komu­lag var und­ir­ritað við Tjarn­ar­götu í gær en sveit­­ar­­fé­lögin sem eiga aðild að sam­komu­lag­inu eru Garða­­bær, Hafn­­ar­­fjörð­­ur, Kópa­vog­­ur, Mos­­fells­­bær, Reykja­vík og Sel­tjarn­­ar­­ness. Heild­­ar­um­­fang er metið um 120 millj­­arðar króna, en ríkið mun leggja til 45 millj­­arða, sveit­­ar­­fé­lögin 15 millj­­arða og svo mun sér­­­stök fjár­­­mögn­un, og þá mögu­lega veggjöld að ein­hverju leyti, fjár­­­magna afgang­inn, eða sem nemur um 60 millj­­örð­­um.

Nú liggur ljóst fyrir að Bjarni er opinn fyrir því að sækja þá 60 millj­arða króna, að minnsta kosti að hluta, með sölu á bönk­um. 

Bjarni hefur rætt umtals­vert um mögu­lega banka­sölu und­an­far­ið, en ríkið á bæði Lands­­bank­ann og Íslands­­­banka. Heim­ild er í fjár­­lögum til að selja allt hlutafé í Íslands­­­banka og allt að 34 pró­­sent hlut í Lands­­bank­an­­um. Bjarni sagð­i við RÚV í gær að hann von­að­ist til þess að salan á Íslands­­­banka gæti haf­ist á næstu vik­­um.

Auglýsing
Það yrði gert á grund­velli til­­lögu frá Banka­­sýslu rík­­is­ins, sem hefur það hlut­verk að halda á eign rík­­is­ins í fjár­­­mála­­fyr­ir­tækj­u­m. 

Greint var frá því í Mark­aðnum byrjun mán­aðar að í nýlegu minn­is­­blaði Banka­­sýsl­unnar væri lagt til að annað hvort ætti að selja að minnsta kosti 25 pró­­­sent hlut í Íslands­­­­­banka í hluta­fjár­­­út­­­­­boði og skrá þau bréf tví­­­hliða á mark­að, eða að selja allt að öllu hlutafé í bank­­­anum með upp­­­­­boðs­­­leið þar sem önnur fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tæki eða sjóðir geti gert til­­­­­boð í hann. Banka­sýslan bíður nú eftir réttu tíma­setn­ing­unni til að leggja það minn­is­blað fram opin­ber­lega. 

Sam­an­lagt eigið fé bank­anna tveggja í dag er um 417 millj­­­­arðar króna. Rík­­­­is­­­­bank­­­­arnir greiddu eig­endum sínum 207 millj­­­­arða króna í arð á árunum 2013-2018.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent