Opinn fyrir því að selja banka til að fjármagna samgöngusáttmála

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að fleiri möguleikar séu til staðar til að afla 60 milljarða króna til samgönguframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu en að setja á veggjöld. Einn slíkur möguleiki er að selja ríkisbanka.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að þegar samkomulag sam­komu­lag um upp­­­bygg­ingu sam­­göng­u­inn­viða og al­­menn­ings­­sam­­gangna á höfuðborgarsvæðinu sé skoðað sé augljóst að aðrir fjármögnunarmöguleikar en veggjöld séu til staðar. „Ég hef nefnt dæmi um fjarmögnunarleið sem ríkið get­ur aug­ljós­lega sótt í sem er að losa um eign­ar­hald á fjár­mála­fyr­ir­tækj­um og þannig aukið getu sínu til að fara í stofn­vega­fram­kvæmd­ir.“ Þetta kemur fram á mbl.is. 

Umrætt samkomulag var undirritað við Tjarnargötu í gær en sveit­ar­fé­lögin sem eiga aðild að sam­komu­lag­inu eru Garða­bær, Hafn­ar­fjörð­ur, Kópa­vog­ur, Mos­fells­bær, Reykja­vík og Sel­tjarn­ar­ness. Heild­ar­um­fang er metið um 120 millj­arðar króna, en ríkið mun leggja til 45 millj­arða, sveit­ar­fé­lögin 15 millj­arða og svo mun sér­stök fjár­mögn­un, og þá mögulega veggjöld að einhverju leyti, fjár­magna afgang­inn, eða sem nemur um 60 millj­örð­um.

Nú liggur ljóst fyrir að Bjarni er opinn fyrir því að sækja þá 60 milljarða króna, að minnsta kosti að hluta, með sölu á bönkum. 

Bjarni hefur rætt umtalsvert um mögulega bankasölu undanfarið, en ríkið á bæði Lands­bank­ann og Íslands­banka. Heim­ild er í fjár­lögum til að selja allt hlutafé í Íslands­banka og allt að 34 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um. Bjarni sagð­i við RÚV í gær að hann von­aðist til þess að salan á Íslands­banka gæti haf­ist á næstu vik­um.

Auglýsing
Það yrði gert á grund­velli til­lögu frá Banka­sýslu rík­is­ins, sem hefur það hlut­verk að halda á eign rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­u­m. 

Greint var frá því í Markaðnum byrjun mán­aðar að í nýlegu minn­is­blaði Banka­sýsl­unnar væri lagt til að annað hvort ætti að selja að minnsta kosti 25 pró­­sent hlut í Íslands­­­banka í hluta­fjár­­út­­­boði og skrá þau bréf tví­­hliða á mark­að, eða að selja allt að öllu hlutafé í bank­­anum með upp­­­boðs­­leið þar sem önnur fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki eða sjóðir geti gert til­­­boð í hann. Bankasýslan bíður nú eftir réttu tímasetningunni til að leggja það minnisblað fram opinberlega. 

Sam­an­lagt eigið fé bank­anna tveggja í dag er um 417 millj­­­arðar króna. Rík­­­is­­­bank­­­arnir greiddu eig­endum sínum 207 millj­­­arða króna í arð á árunum 2013-2018.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent